Morgunblaðið - 05.10.2018, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. OKTÓBER 2018
Gríptu tækifærið og fáðu þér nýjan ŠKODA á besta verðinu
strax í dag. Hlökkum til að sjá þig!
Škodaðu verð
5
ár
a
áb
yr
gð
fy
lg
ir
fó
lk
sb
ílu
m
H
E
K
LU
að
up
pf
yl
ltu
m
ák
væ
ðu
m
áb
yr
gð
ar
sk
ilm
ál
a.
Þ
á
er
að
fin
na
á
w
w
w
.h
ek
la
.is
/a
by
rg
d
i
HEKLA · Laugavegi 1 0-174 · y javík · Sími 590 5000 · hekla.is
Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · BVA Egilsstöðum
Besta Škodaverðið 3.750.000 kr.
Škoda Octavia Limo Ambition / 1.6 TDI / Dísil / Sjálfskiptur
Listaverð: 4.090.000 kr.
340.000 kr.
Afsláttur
Besta Škodaverðið 4.580.000 kr.
Škoda Superb Limo Ambition / 2.0 TDI / Dísil / Sjálfskiptur
Listaverð: 5.060.000 kr.
480.000 kr.
Afsláttur
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Þau tíðindi urðu í vikunni að Nóbels-
verðlaunin í eðlisfræði féllu í skaut
konu í aðeins þriðja skipti í sögu
þeirra og daginn eftir varð önnur
kona sú fimmta til að fá Nóbelinn í
efnafræði. Það hafði aldrei gerst áð-
ur að konur fengju Nóbelsverð-
launin í þessum greinum á sama
árinu. Vísindakonur fögnuðu tíðind-
unum, sögðu að menn væru loksins
vakna til vitundar um afrek kvenna í
vísindum en framlag þeirra væri enn
vanmetið og þær fengju enn lægri
laun en karlmenn.
Tilkynnt var á þriðjudag að
kanadíski vísindamaðurinn Donna
Strickland hlyti Nóbelsverðlaunin í
eðlisfræði í ár ásamt tveimur öðrum
vísindamönnum og hún er fyrsta
konan til að fá verðlaunin í 55 ár.
Daginn eftir var skýrt frá því að
bandaríski lífefnafræðingurinn
Frances Arnold hlyti Nóbels-
verðlaunin í efnafræði ásamt tveim-
ur öðrum vísindamönnum.
„Það er eins og heimsbyggðin sé
að vakna til vitundar um hugvits-
semi og snilld kvenna í vísindum,“
hefur fréttaveitan AFP eftir Jess
Wade, prófessor í eðlisfræði við Im-
perial College í Lundúnum.
Aðrir bentu á að aðeins nítján
konur eru á meðal rúmlega 600 vís-
indamanna sem hafa fengið Nóbels-
verðlaunin í eðlis-, efna- og læknis-
fræði og sögðu að konur í vísindum
stæðu enn frammi fyrir gömlum
hindrunum. „Ástandið er miklu
betra en fyrir nokkrum áratugum en
við eigum enn mikið óunnið í þessum
efnum,“ hefur AFP eftir Meg Urry,
prófessor í eðlisfræði við Yale-
háskóla. „Konur sem hefja háskóla-
nám í eðlisfræði taka strax eftir því
að komið er fram við þær með öðrum
hætti en karlmenn, og þetta er enn
verra þegar konur með dökkan hör-
undslit eiga í hlut.“
Peter Dorhout, formaður félags
bandarískra efnafræðinga, tekur í
sama streng í viðtali við USA Today
og segist bíða eftir þeim degi að það
teljist ekki svo fréttnæmt að konur
fái Nóbelsverðlaun í eðlis- og efna-
fræði. „Konur hafa alltaf gegnt
mikilvægu hlutverki í vísindum og
stærðfræði, en samt hefur framlag
þeirra ekki alltaf verið viðurkennt,“
hefur blaðið eftir Rachel Levy,
aðstoðarframkvæmdastjóra Stærð-
fræðisamtaka Bandaríkjanna
(MAA).
Konur skrifuðu um helming dokt-
orsritgerða í vísindum sem lagðar
voru fram í Bandaríkjunum á síðasta
ári. Konur skrifuðu 39% doktors-
ritgerða um efnafræði en aðeins 18%
ritgerða um eðlisfræði.
Vann launalaust við háskóla
Fréttavefur Fortune segir að
þrátt fyrir Nóbelinn og brautryðj-
andastörf á sviði leysitækni sé
Strickland enn aðeins aðstoðar-
prófessor við Waterloo-háskóla í
Kanada. Hún þótti ekki verðskulda
sérstaka síðu á alfræðivefnum Wiki-
pedia fyrr en hún fékk Nóbelinn í
eðlisfræði. Ennfremur hefur verið
bent á að Maria Goeppert-Mayer,
sem fékk sömu verðlaun árið 1963,
þurfti að vinna árum saman launa-
laust við háskóla í Bandaríkjunum
vegna strangra reglna gegn frænd-
hygli þar sem eiginmaður hennar
var á meðal kennaranna.
Auk verðlaunahafanna í eðlis- og
efnafræði hafa tólf konur fengið
Nóbel í læknisfræði, 16 konur friðar-
verðlaunin og 14 bókmenntaverð-
laun Nóbels. Aðeins ein kona hefur
fengið Nóbelinn í hagfræði, þ.e.
bandaríski prófessorinn Elinor Ost-
rom, sem fékk verðlaunin árið 2009.
Segja framlag kvenna í
vísindum enn vanmetið
Fengu Nóbel í eðlis- og efnafræði í fyrsta sinn á sama ári
Nóbelsverðlaunahafar
Marie Curie, eina konan sem
hefur fengið tvenn verðlaun:
Eðlisfræði (1903)
Efnafræði (1911)
Konur sem hafa fengið Nóbelsverðlaun
Heimild: Nobelprize.org
EðlisfræðiEfnafræði Læknisfræði Bókmenntir Friður Hagfræði
79 1
104 16114 14
216 12209 3
180 5
Konur
Konur og Nóbelinn
Alls hafa rúmlega 600 manns
fengið Nóbelsverðlaun í vís-
indum, þar af aðeins 19 konur
og ein þeirra tvisvar:
Eðlisfræði
1903 – Marie Curie
1963 – Maria Goeppert-Mayer
2018 – Donna Strickland
Efnafræði
1911 – Marie Curie
1935 – Irene Joliot-Curie
1964 – Dorothy Crowfoot
Hodgkin
2009 – Ada Yonath
2018 – Frances Arnold
Læknisfræði
1947 – Gerty Cori
1977 – Rosalyn Yalow
1983 – Barbara McClintock
1986 – Rita Levi-Montalcini
1988 – Gertrude Elion
1995 – Christiane Nuesslein-
Volhard
2004 – Linda Buck
2008 – Francoise Barre-
Sinoussi
2009 – Elizabeth Blackburn
2009 – Carol Greider
2014 – May-Britt Moser
2015 – Youyou Tu
Barn drekkur vatn í búðum fyrir
fólk sem missti heimili sitt í jarð-
skjálftanum og flóðbylgjunni á
Sulawesi í Indónesíu á föstudag.
Vitað er um 1.424 sem létu lífið og
2.500 manns slösuðust. Björgunar-
sveitir leita enn í húsarústunum að
rúmlega 100 manns sem er saknað.
AFP
Enn leitað í húsarústunum
Stjórnvöld í Bandaríkjunum, Bret-
landi og Hollandi sökuðu í gær leyni-
þjónustu rússneska hersins, GRU,
um viðamiklar netnjósnir, sem
beindust m.a. að Alþjóðlegu efna-
vopnastofnuninni (OPCW).
Dómsmálaráðuneytið í Bandaríkj-
unum kvaðst hafa ákært sjö útsend-
ara GRU og ákærurnar væru liður í
samstarfi við Breta og Hollendinga í
baráttunni gegn netnjósnum Rússa.
Þær hefðu m.a. beinst að efnavopna-
stofnuninni, alþjóðlegum íþrótta-
samtökum á borð við Alþjóðaknatt-
spyrnusambandið (FIFA), Alþjóða-
lyfjaeftirlitinu (WADA) og banda-
rísku kjarnorkufyrirtæki.
Ræða fleiri refsiaðgerðir
Fyrr um daginn skýrðu öryggis-
yfirvöld í Hollandi frá því að fjórum
njósnurum Gru hefði verið vísað úr
landi í apríl fyrir njósnir sem beind-
ust að Alþjóðlegu efnavopnastofnun-
inni þegar hún var að rannsaka
eiturárásina á Sergej Skrípal, fyrr-
verandi rússneskan njósnara í Bret-
landi. Rússarnir fjórir eru sagðir
hafa verið staðnir að því að reyna að
brjótast inn í þráðlaust netkerfi
skrifstofu efnavopnastofnunarinnar
í Haag. Í fartölvu þeirra fundust m.a.
gögn sem bentu til þess að þeir hefðu
verið í Malasíu og njósnir þeirra þar
hefðu beinst að rannsókn á farþega-
þotunni sem var skotin niður yfir
austurhéruðum Úkraínu árið 2014.
Ríkisstjórn Bretlands sakaði
leyniþjónustu rússneska hersins um
að hafa staðið fyrir þekktum net-
árásum, sem beindust m.a. að fyrir-
tækjum í Rússlandi og Úkraínu,
Demókrataflokknum í Bandaríkjun-
um og sjónvarpsstöðvum í Bretlandi.
Jeremy Hunt, utanríkisráðherra
Bretlands, sagði að breska stjórnin
væri að ræða við ráðamenn í sam-
starfsríkjum hennar um frekari
refsiaðgerðir gegn Rússlandi.
Rússar hafa neitað slíkum ásök-
unum um netnjósnir og lýst þeim
sem „vestrænu njósnaæði“.
Sakaðir um víð-
tækar njósnir
Frekari refsiaðgerðir gegn Rússum?