Morgunblaðið - 05.10.2018, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. OKTÓBER 2018
síðan var farið í kaffihús á eftir
og við kvöddumst alltaf glaðar og
endurnærðar. Guðrún þurfti allt-
af að vera mikið á ferðinni, hún
og Svavar maðurinn hennar voru
mjög samrýnd hjón og gerðu
mikið saman, fjallgöngur, hjóla-
ferðir utanlandsferðir, jeppaferð-
ir og margt annað eða slappa
bara af í Fannafoldinni.
Guðrún var mikil fjölskyldu-
manneskja og naut þess að eiga
góðar stundir með Svavari og
sonum sínum sem voru stolt
hennar og gleði. Einnig átti Guð-
rún stóra fjölskyldu, fjögur
systkini, frændsystkini, mágkon-
ur og mág og stækkaði sá hópur
mjög ört og þótti Guðrúnu mjög
vænt um þennan stóra hóp.
Þetta eru fátækleg orð um
góða og trausta vinkonu sem
mun lifa í hjarta mínu um eilífð.
Þakka þér kærleikann, hjartalag hlýtt,
af gæsku þú gafst yl og hlýju.
Í heimi guðsenglanna hafðu það blítt,
uns hittumst við aftur að nýju.
(Höf. ók.)
Þín vinkona,
Hlíf Berglind Óskarsdóttir.
Við vildum með þessum fáu
orðum minnast Guðrúnar vin-
konu okkar.
Er við rugluðum saman reyt-
um fyrir nokkrum árum kom í
ljós að bæði þekktum við Guð-
rúnu. Valgerður og Guðrún höfðu
verið saman í námi í verkefna-
stjórnun í Háskóla Íslands og
Kristinn og Svavar hafa verið
góðir vinir til margra ára ásamt
því að vinna saman.
Við áttum margar góðar
stundir saman, hittumst og borð-
uðum góðan mat, ferðuðumst
saman og duttum inn í kaffi eins
og gerist og gengur.
Það kom því eins og þruma úr
heiðskíru lofti er Guðrún greind-
ist með krabbamein fyrir rúmu
einu og hálfu ári síðan enda þau
hjón lifað heilsusamlegu lífi og
stunduðu bæði útiveru og íþrótt-
ir.
Við fylgdumst með hetjulegri
baráttu þeirra hjóna við þennan
erfiða sjúkdóm en allt kom fyrir
ekki.
Það er erfitt að horfa uppá
vinkonu sína vera tekna í burtu í
blóma lífsins og orð eins og
óskiljanlegt, ótímabært og ósann-
gjarnt koma upp í hugann.
Við vottum Svavari, Ella,
Anastasiu, Viktori, Hermanni og
Karenu ásamt öðrum aðstand-
endum okkur dýpstu samúð.
Megi guð styrkja ykkur á þess-
um erfiðu tímum.
Minningin um góða konu lifir
með okkur.
Elsku Guðrún, takk fyrir sam-
fylgdina,
Kristinn Gretarsson og
Valgerður Vigfúsardóttir.
Okkur langar að minnast vin-
konu okkar, hennar Guðrúnar, og
þakka fyrir allar samverustund-
irnar og vináttuna frá því að við
kynntumst fyrir 22 árum þegar
þau Svavar voru nýtekin saman.
Svo urðum við nágrannar á
Reynimelnum skömmu síðar.
Guðrún og Svavar í sinni fyrstu
íbúð í kjallaranum á Reynimel 42
og við á 36, ung og ástfangin pör.
Minningarnar eru margar,
Þórsmerkurferðin fræga á
Landrovernum sem við áttum
saman, útilegurnar í fellihýsun-
um, sjósundið á Akranesi, skíða-
ferðin til Austurríkis, gamlárs-
kvöldin o.fl.
Það var alltaf gaman að koma
til þeirra í Fannafoldina. Þau
breyttu þar herbergjaskipaninni
nokkrum sinnum og endurinn-
réttuðu eftir því sem strákarnir
stækkuðu og þarfir þeirra breytt-
ust. Guðrún hugsaði vel um
strákana sína. Hún var fyrir-
hyggjusöm og varð mikið úr hlut-
unum og þau Svavar ferðuðust
mikið hér heima og erlendis og
nutu líðandi stundar.
Guðrún var góður vinur sem
lagði ávallt gott til málanna, var
jákvæð og gefandi í samskiptum.
Minning Guðrúnar er falleg.
Það voru forréttindi að vera vin-
ur hennar. Við erum þess fullviss
að henni verður vel tekið á næsta
tilverustigi.
Svavari og strákunum, Ella,
Viktori, Hermanni og fjölskyld-
um þeirra sendum við okkar inni-
legustu samúðarkveðjur.
Torfi, Þuríður og synir.
Fyrir rétt tæpum tíu árum
kynntumst við starfsmenn Guð-
rúnu Hrefnu. Hún sótti um starf
rekstrar- og bókhaldsfulltrúa á
velferðarsviði Kópavogs. Ákvörð-
un um ráðningu var auðtekin því
mannkostir hennar voru augljósir
og hæfni hennar og framkoma
slík að aðdáun vakti. Við fengum
að njóta frábærra starfskrafta
hennar næstu árin, eða allt þar til
hún veiktist af krabbameini og
þurfti frá að hverfa til að takast á
við þennan illvíga sjúkdóm. Það
var harla lítið sem við starfsmenn
gátum gert annað en fylgst með
og reynt að telja Guðrúnu
Hrefnu kjark þegar hún kom í
heimsóknir á vinnustaðinn. Lengi
vel fannst okkur eins og vel
mundi fara, en þar kom að vonir
brustu. Það var eftirtektarvert
hversu samstarfsfólki Guðrúnar
Hrefnu var umhugað um hana,
líðan hennar og heilsu. Líklega
segir það mest um persónuleika
hennar. Hún hafði góða nærveru,
fallega útgeislun, var rólynd, já-
kvæð og alltaf reiðubúin í ný
verk. Og brosið hennar var ekki
aðeins fallegt heldur bar það með
sér einlægni og góðlyndi sem
smitaði út frá sér. Hún féll sér-
staklega vel að starfsmannahópn-
um þar sem hún var hvers manns
hugljúfi. Guðrún Hrefna ræddi
ekki mikið um sjálfa sig, var
meira umhugað um hvernig öðr-
um liði og að þeim farnaðist vel.
Það leyndi sér ekki stolt henn-
ar og ánægja með fjölskyldu sína,
sérstaklega syni sína þrjá, og
þegar veikindi hennar ágerðust
komu fram áhyggjur af líðan
þeirra ef mál hennar færu á
versta veg. Þetta var einkenn-
andi fyrir hana, að líta fremur til
annarra en sjálfrar sín.
Guðrún Hrefna annaðist ná-
kvæmnisstarf, bæði eftirlit með
útgjöldum og bókhald og það
virtist sama hvað hún fékk í fang-
ið, allt leysti hún með stakri
prýði á sinn hægláta hátt.
Starfsmenn velferðarsviðs sjá
því ekki aðeins á eftir góðum
starfsmanni með trega og sökn-
uði heldur einnig eftir dýrmætum
félaga sem skildi eftir sig fallega
minningu.
Fyrir hönd starfsmanna votta
ég fjölskyldu hennar samúð okk-
ar.
Aðalsteinn Sigfússon,
sviðsstjóri velferðarsviðs
Kópavogsbæjar.
Elsku Guðrún Hrefna, mág-
kona okkar, lést langt fyrir aldur
fram þann 23. september síðast-
liðinn. Hún greindist með
krabbamein í byrjun árs 2017.
Síðustu ellefu vikurnar var hún á
líknardeildinni í Kópavogi.
Guðrúnu kynntumst við þegar
við vorum 14 og 19 ára og leist
okkur báðum vel á hana enda
ekki annað hægt þegar um já-
kvæða, einlæga og brosmilda
stúlku er að ræða sem fékk stóra
bróður til að svífa. Liggur við að
hann hafi ekki þurft á skóm að
halda þar sem hann snerti varla
jörðina í marga mánuði, þvílík
var hamingjan og ekki að
ástæðulausu. Guðrún óx bara í
áliti hjá okkur og sýndi og sann-
aði að hún var þessi stúlka sem
hafði þessa eiginleika allt sitt líf
sem við sáum hjá henni í upphafi.
Guðrúnu leist nú ekki alltaf
jafn vel á okkur systurnar sem
voru smá tíma að læra að hætta
að ráðskast með bróður sinn.
Ætli henni hafi ekki fundist við
helst til frekar. En hún hefði
aldrei viðurkennt það fyrir okk-
ur.
Alltaf tók Guðrún brosandi á
móti öllum með hlýju og kær-
leika. Alltaf passaði hún upp á að
börnin fengju hressingu og að
enginn færi út af hennar heimili
án þess að fá vott né þurrt. Börn-
in okkar minnast hennar sem
góðrar manneskju sem alltaf var
í góðu skapi og góð við alla.
Guðrún hafði einstakt yfir-
bragð, vottur af feimni og laut
höfði eins og Díana prinsessa, lít-
illát en bar sig vel.
Þau hjónin voru alltaf að gera
eitthvað saman. Áttu stóran og
tryggan vinahóp sem þau vörðu
miklum tíma með. Þau voru dug-
leg að ferðast innanlands sem ut-
an og fallegt var á að horfa
hvernig þau sinntu sonum sínum
og komu þeim til manns.
Svabbi bróðir er tryggur og
trúr sínum og stóð þétt og vel við
bakið á Guðrúnu sinni alla tíð og í
veikindum hennar. Hann fór með
hana í gönguferðir nánast upp á
hvern dag sem hún var á líkn-
ardeildinni og keyrði hana um í
hjólastólnum um allan Kópavog.
Á sama tíma hélt hann okkur
fjölskyldunni og vinum sínum
upplýstum um stöðu mála í sjúk-
dómsferlinu.
Strákarnir og augasteinar
Guðrúnar eru engin undantekn-
ing í þeim málum og voru sem
klettur með föður sínum við hlið
móður sinnar. Missir þeirra allra
er mikill.
Erfitt var og ósanngjarnt frá
mörgum sjónarhornum að sjá
þessa duglegu, fallegu konu
verða fyrir barðinu á krabbanum,
en áfram bar hún sig vel og
áfram var hún hjartahlý og ljúf
við mann þegar maður heimsótti
hana, þrátt fyrir miklar þrautir
og skert lífsgæði.
Við minnumst samverustunda,
ferðalaga í Þórsmörk, í Hörgár-
dalinn á ættarmót, heimsókna í
bústaði, skíðaferða og fleira. Allt-
af stutt í brosið og hláturinn.
Minningarnar eru nú allt sem við
höfum. Varðveitum þær og rifj-
um upp með þakklæti fyrir að
hafa kynnst einstakri manneskju
sem hún Guðrún var.
Við viljum trúa því að það sé
vel tekið á móti Guðrúnu þar sem
hún er núna eflaust í faðmi for-
eldra sinna og bróður, laus við
allar þjáningar. Elsku Guðrún,
takk fyrir allt. Þín er sárt saknað.
Elsku Svabbi, Elli, Viktor og
Hermann, Eygló, Þröstur, Júlli
og fjölskyldur. Megi Guð og góð-
ar vættir styðja ykkur í að
standa þétt saman, styrkja ykkur
í sorginni og kenna að lifa með
henni.
Sigríður Svavarsdóttir,
Ásta Kristín Svavarsdóttir
og fjölskyldur.
Komið er að kveðjustund hjá
okkar kæru æskuvinkonu Guð-
rúnu sem lést langt fyrir aldur
fram. Lífið er svo sannarlega
ekki alltaf sanngjarnt. En við
æskuvinkonurnar erum afar
þakklátar fyrir þann tíma sem
við áttum saman. Við minnumst
dýrmætra samverustunda yndis-
legrar manneskju og góðrar vin-
konu með hlýhug og gleði í
hjarta.
Þau ljós sem skærast lýsa,
þau ljós sem skína glaðast
þau bera mesta birtu
en brenna líka hraðast
og fyrr en okkur uggir
fer um þau harður bylur
er dauðans dómur fellur
og dóm þann enginn skilur.
(Friðrik Guðni Þorleifsson)
Hvíl í friði, elsku vinkona.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka
hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Minning þín lifir um ókomin
ár.
Svava Margrét, Guðbjörg,
Elísabet og Ann.
✝ Kristín SólborgÁrnadóttir
fæddist í Stykkis-
hólmi 24. júlí 1932.
Hún lést á Hjúkr-
unarheimilinu Sól-
vangi í Hafnarfirði
29. september 2018.
Foreldrar henn-
ar voru Árni Jóns-
son, f. 26. apríl
1895, d. 16. júlí
1962, og Guðbjörg
Guðmundsdóttir, f. 10. júní 1904,
d. 15. desember 1999. Eftirlif-
andi systir Kristínar er Steinunn
en látin eru Jón og Katrín.
Eiginmaður Kristínar var Jón
Magdal Bjarnason, f. 26. október
1931, d. 10. janúar 2011.
Foreldrar hans voru Guðríður
Jónsdóttir, f. 15. júlí 1893, d. 1.
ágúst 1966, og Bjarni Gíslason, f.
11. september 1890, d. 4. októ-
ber 1969.
Kristín og Jón eignuðust
þrjár dætur. 1) Guðríður Jóns-
dóttir, fædd 10. september 1954.
Eiginmaður hennar er Konráð
Jónsson og eiga þau tvö börn.
Kristín, f. 27. júní 1975. Eig-
inmaður hennar er Einar
Bjarnason og eru börn þeirra
Haraldsson og eiga þau þrjú
börn. Kristinn Geir, f. 16. sept-
ember 1982 og er eiginkona
hans Íris Dögg Gísladóttir og
börn þeirra eru Arnór Máni og
Guðný Ósk. Fyrir átti Íris Gísla
Arnar. Áslaug, f. 23. febrúar
1986. Eiginmaður hennar er
Hjörtur Freyr Jóhannsson. Dæt-
ur þeirra eru Karitas Björk og
Hrafntinna Björk. Tjörvi, f. 20.
júní 1990. Fyrir átti Jón, eigin-
maður Kristínar Sólborgar,
dóttur, Örnu Hólmfríði, f. 10.
september 1953. Eiginmaður
hennar er Guðmundur Vignir
Óskarsson. Sonur þeirra er
Vignir Örn, er unnusta hans Sól-
veig Sif Guðmundsdóttir og eiga
þau eina dóttur. Fyrir átti Arna
soninn Hrafn Kristjánsson. Eig-
inkona hans er Maríanna Han-
sen og eru synir þeirra Mikael
Máni, Kristján Breki og
Alexander Jan.
Kristín fluttist 15 ára gömul
til Reykjavíkur með fjölskyldu
sinni. Eftir að hún giftist Jóni
bjuggu þau allan sinn búskap í
Hafnarfirði. Þau ráku raftækja-
verslunina Ljós og raftæki í
Hafnarfirði í mörg ár og vann
hún þar alla tíð.
Síðustu mánuðina dvaldi
Kristín á Hjúkrunarheimilinu
Sólvangi.
Jarðarför Kristínar fer fram
frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði í
dag, 5. október 2018, og hefst at-
höfnin klukkan 11.
Áróra Ósk, Arnar
Bjarni og Helena
Ósk. Hrafn, f. 20.
janúar 1980. Eigin-
kona hans er Unnur
Ósk Einarsdóttir og
eru synir þeirra Al-
exander Örn og
Fannar Örn. Fyrir
átti Hrafn fjórar
dætur með Krist-
jönu Ósk Jónsdótt-
ur. Þær eru Elva
Rós, Hekla Líf, Katla María og
Lilja Rún. 2) Katrín Jónsdóttir,
fædd 31.desember 1955. Eig-
inmaður hennar var Björn J.
Brandsson en hann lést 10. júní
2016 og eiga þau þrjú börn. Jón
Karl Björnsson, f. 5. ágúst 1975,
og á hann tvö börn, Róbert Daða
og Ágústu Katrínu með Lindu
Björk Ragnarsdóttur. Davíð
Þór, f. 22. febrúar 1982, og er
eiginkona hans Valgerður
Brynja Viðarsdóttir, dóttir
þeirra er Aþena Ýr. Fyrir átti
Valgerður Ylfu Rán og Jakob
Mána. Anna, fædd 1. ágúst 1989
og er unnusti hennar Tómas
Helgi Tómasson. 3) Kolbrún
Jónsdóttir, f. 5. júlí 1957 og er
eiginmaður hennar Þorgeir
Kær móðir okkar, Kristín
Sólborg Árnadóttir, er látin eft-
ir erfið veikindi undanfarin ár.
Hún greindist með Alzheimer
fyrir nokkrum árum og ágerð-
ust einkenni sjúkdómsins ansi
hratt síðustu mánuðina. Eftir
að faðir okkar dó árið 2011, þá
bjó hún ein í sinni íbúð þar til
hún flutti á hjúkrunarheimilið
Sólvang í Hafnarfirði í maí síð-
ast liðnum. Þar var hugsað
mjög vel um hana og viljum við
þakka starfsfólki á annarri
hæðinni kærlega fyrir hlýhug
og umhyggju í hennar garð.
Það er margs að minnast og
sérstaklega höfum við systur
verið að rifja upp hversu góða
æsku við áttum í öruggum
höndum foreldra okkar og einn-
ig hversu öruggt og yndislegt
umhverfið var sem við ólumst
upp í. Við hugsum líka um allar
útilegurnar og veiðiferðirnar
sem við fórum í sem krakkar og
auðvitað var alltaf gott veður. Á
unglingsárunum gátum við leit-
að til mömmu og hún ráðlagði
okkur eins og best hún gat.
Eftir að við eignuðumst kær-
asta þá leiddist henni nú ekki að
bjóða þeim í mat enda hafði hún
mjög gaman af allri elda-
mennsku og að stússast í kring-
um fólkið sitt. Og eftir að
barnabörnin komu í heiminn
hvert á fætur öðru, þá áttu þau
ætíð skjól og skemmtun hjá
ömmu og afa.
Foreldrar okkar ferðuðust
mikið, bæði hér heima og er-
lendis og það fannst mömmu
sérstaklega gaman. Eftir að
pabbi dó fór mamma að sækja
handboltaleiki hjá Haukum með
yndislegum og hressum konum
sem allar áttu sitt fasta sæti á
heimaleikjum. Það var gaman
að fylgjast með þeim og sjá þær
hvetja sitt lið vel og duglega.
Það var mömmu erfitt að
finna hvernig sjúkdómurinn tók
öll völd en í lokin þá vissi hún
nú lítið um sig.
En þetta eru einkenni Alz-
heimer sjúkdómsins. Nú er hún
komin í Sumarlandið og vænt-
anlega laus við gleymskuna sína
og allar aðrar þjáningar. Guð
blessi minningu hennar.
Takk fyrir allt og allt, elsku
mamma.
Þínar dætur
Guðríður, Katrín og Kol-
brún (Guja, Kata og Kolla).
Í dag kveðjum við elsku
ömmu okkar, Kristínu Sólborgu
Árnadóttur, sem fær nú að hvíl-
ast við hlið afa okkar, Jóns
Magdal Bjarnasonar sem lést í
janúar 2011.
Amma og afi voru duglegt og
iðið fólk og eyddu miklum tíma
saman í vinnu og tómstundum.
Þau ráku saman verslunina
Ljós og raftæki á Strandgöt-
unni í Hafnarfirði og notuðu frí-
tíma sinn til að ferðast um víða
veröld, allt þar til afi veiktist.
Þau voru mikið skíðafólk og
fóru mörgum sinnum í skíða-
ferðir til Ítalíu. Fengu eldri
barnabörnin að njóta þess
áhuga hér heima með ferðum í
Bláfjöll og Kerlingarfjöll. Þá
var smurt nesti, tekex með osti
og heitt súkkulaði, borðað beint
úr skottinu.
Það var alltaf notalegt að
koma til ömmu og afa í Þrast-
arhraunið. Þar eyddum við tíma
úti í heita pottinum, inni í gróð-
urhúsinu innan um ótal rósir,
runna og vínviði. Horfðum aftur
og aftur á Tomma og Jenna, en
amma og afi voru búin að taka
upp margar VHS-spólur með
þeim félögum. The Scarlet
Pimpernel var einnig vinsæl til
áhorfs hjá stelpunum. Við lék-
um okkur á þrekhjólinu í kjall-
aranum og í Rope Yoga-bönd-
unum hennar ömmu sem voru
fest við kjallarahurðina. Afi
kenndi okkur að leggja kapal,
amma og dætrþrjár tóku slátur,
á borðum var ávaxtagrautur,
normalbrauð með osti, undan-
renna og lýsi. Góðar minningar.
Við erum þakklát fyrir þess-
ar góðu minningar og allan
þann tíma sem við fengum með
ömmu okkar og afa.
Hvíl í friði, elsku amma
Kristín.
Kristín og Hrafn.
Kristín Sólborg
Árnadóttir
Faðir okkar, tengdafaðir og afi,
BJARNI GRÍMSSON,
lést laugardaginn 25. ágúst.
Útför hans hefur þegar farið fram í kyrrþey.
Grímur Bjarnason María Bjarnadóttir
Helga Bjarnadóttir Hilmar Bjarnason
og aðrir aðstandendur
Elsku hjartans sonur minn, bróðir okkar,
mágur og frændi,
KRISTJÁN KETILSSON,
lést á heimili sínu, sambýlinu Hlein í
Mosfellsbæ, í faðmi fjölskyldunnar
miðvikudaginn 3. október.
Útför fer fram frá Grafarvogskirkju
mánudaginn 15. október kl. 13:00.
Auður Ásta Sigríður Jónasdóttir
Bára A. Ketilsdóttir Örn Gunnarsson
Írunn Ketilsdóttir Tómas Sigurðsson
Steinunn Ketilsdóttir Snorri Þórisson
Jónas Ketilsson Sigríður M. Óskarsdóttir
frændsystkin og fjölskyldur
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsam-
lega beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og
viðeigandi liður, „Senda inn
minningargrein,“ valinn úr felli-
glugganum. Einnig er hægt að
slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Minningargreinar