Morgunblaðið - 05.10.2018, Blaðsíða 29
DÆGRADVÖL 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. OKTÓBER 2018
56 10 000
TAXI
BSR
Góð þjónusta
yfir 90 ár10%
afsláttur
fyrir 67 ára
og eldri
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Ræddu við þína nánustu um það
hvernig þið getið skipt með ykkur hlutunum.
Varastu samt að ganga of langt svo ekki komi
til eftirmála.
20. apríl - 20. maí
Naut Jafnvel þótt nánustu sambönd þín hafi
batnað að undanförnu eru ákveðin vandamál
að koma upp á yfirborðið. Að gefa sér for-
sendur getur komið þér í vandræði.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Það er óþarfi að stökkva upp á nef
sér, þótt samstarfsmönnum verði eitthvað á.
Þín sérgrein er að skipuleggja svo þú skalt
vera óragur við að flagga þeim hæfileika þín-
um.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þegar gera þarf áætlanir fram í tím-
ann er nauðsynlegt að huga að þörfum heild-
arinnar. Búðu þig þó undir vonbrigði, fólk á
það til að lofa upp í ermina á sér.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Málstaður þinn vinnur æ fleiri á sitt band
og mest munu gleðja þig sinnaskipti gamals
vinar. Mundu bara að misnota ekki fólk sem er
meira en tilbúið til að rétta þér hjálparhönd.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þú mátt ekki hunsa góðar tillögur, þótt
þær komi frá öðrum. Betur sjá augu en auga
og þú færð nýja sýn sem hjálpar þér að leysa
málin.
23. sept. - 22. okt.
Vog Ekki er ólíklegt að tafir, ruglingur og við-
líka ergi þig í dag. Láttu óþolinmæðina ekki ná
tökum á þér því þá gæti farið illa. Mundu að
aðgát skal höfð í nærveru sálar.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þótt aðrir sjái þig ekki í réttu ljósi
núna mun verða breyting á því þegar árangur
verka þinna kemur í ljós. Notaðu tækifærið og
reyndu að koma sem mestu í verk.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Dagurinn hefur einkennst af gríð-
arlegu annríki. Aðalverkefni dagsins felst í að
leiða fólk - beina því í rétta átt, halda því við
áætlunina þína svo það átti sig á þinni sýn.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þér nægja ekki hin daglegu verk í
dag, vilt áorka einhverju meiru, takast á við
eitthvað ferkst og nýtt. Hættu að kvarta og
finndu leið til að létta byrðarnar.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Það er um að gera að njóta líðandi
stundar, því hún kemur aldrei aftur og betra
að hafa hana góða í minningunni. Láttu þínar
þarfir ganga fyrir núna til tilbreytingar.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Láttu ekki viðfangsefnið ná of sterkum
tökum á þér og mundu að þú átt að vera herra
atburðarásarinnar. Njóttu athyglinnar en láttu
allt oflæti lönd og leið.
Ólafur Stefánsson skrifar á Leir:„Ég horfi á Heklu á hverjum
degi og hún er til alls vís. Ég man
gosið 1947 og hin sem á eftir komu.
Hún er búin að vera tilbúin nokkuð
lengi, en enginn veit hvenær hríð-
irnar byrja.
Heklufjall titrar og hristist öll jörð,
heyrast í loftinu drunur.
Fannirnar bráðna,það flæðir um börð,
fyllast af hrauneðju bollar og skörð,
í fjallinu fæðingarstunur.
Lengi var beðið hins logheita goss.
Líknsami drottinn vor, miskunna oss.
Helga R. Einarssyni segist svo
frá, að fyrir réttri viku hafi hann lit-
ið á fréttirnar sem endranær og þar
var Friðrik Ólafson að láta skoðun
sína o. fl. í ljós á fyrirhugaðri hót-
elbyggingu. Þá varð þetta til:
Virðingarleysi
Austurvöllurinn er
ágætur, þykir mér,
þó helber sé hneisa
hótel að reisa
á líkamsleifunum hér.
Síðan segir Helgi að fyrst við
séum komin niður á Austurvöll fái
þessi að fylgja með, – „Augljóst
mál“:
Íslenska moldu skal erja
og okkar landbúnað verja
því huglausir menn
hér finnast enn,
sem hausum við steinana berja.
Kötturinn Jósefína Meulengracht
Dietrich heyrðist mjálma árla á
laugardagsmorgun:
Senn mun hundur elris ær
urra hvað hann getur
og brunagaddur brýna klær
því brátt er kominn vetur.
Síðan bætti hún því við að sér
fyndist að sléttubönd ættu að vera
hringhend:
Hjalar ljóðin vísa væn,
verður þjóðar prýði,
malar óðinn kisa kæn,
kæta hljóðin lýði.
En var bent á að réttast mundi að
hafa sléttuböndin síðbakhend eða
jafnvel oddhend líka. – „Það er hár-
rétt eins og hver heilvita köttur
hlýtur að sjá“:
Bætir þjóðar mestu mein,
malar óðinn góðan,
kætir, ljóðin yrkir ein,
unnar glóða tróðan.
Dýrast tróðan yrkir óð,
unnar glóða braginn
hírast ljóðin malar móð,
mjálmar góðan daginn.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Af Heklu, Austurvelli
og íslenskri mold
Í klípu
„YFIRLEITT GENGUR MÉR ÁGÆTLEGA EN
ÉG VINN EKKI VEL UNDIR EFTIRLITI.“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„ÆI, FÉKKSTU SÓSU Á SKÓNA ÞÍNA?“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... stundum
sársaukafull!
GRETTIR, ÉG FANN GÖMLU
ÚRKLIPPUBÓKINA ÞÍNA
SJÁÐU… FYRSTA
HÁRKÚLAN ÞÍN!
ÞÚ ERT SVO
YNDIS LEGA TIL-
FINNINGA SAMUR
FÖRUM Í
SPILAVÍTIÐ?
ALLS EKKI! ÞAÐ FER
ALLT Á VERRI VEG ÞAR!
VIÐ TÖPUM ALLTAF Í SPILUNUM EN BÆTUM
Á OKKUR VIÐ MATARBORÐIÐ!
Nú er Víkverji verulega hugsi ogveltir því fyrir sér hvort sam-
félagið komi fram við erlent vinnuafl
af sanngirni.
x x x
Víkverja var brugðið þegar hannhorfði á Kveik á RÚV þar sem af-
hjúpaðar voru skelfilegar aðstæður
erlendra verkamanna sem sumir
hverjir virðast tældir hingað á fölskum
forsendum, svo fölskum að það mæti
hugsanlega kalla þær vinnumansal.
x x x
Er þetta það sem við viljum sjá á ís-lenskum vinnumarkaði? Þjónar
slíkt atferli einhverjum tilgangi öðrum
en þeim að nýta sér bágindi annarra í
þágu gróðahagsmuna? Þetta eru stór-
ar spurningar og kannski er svörin við
þeim ekki eingöngu að finna hjá þeim
fyrirtækjum sem misnota erlent
vinnuafl.
x x x
Víkverji telur að íslenskt samfélageigi hlut að máli með því að bjóða
upp á aðstæður sem leiða til misneyt-
ingar á vinnumarkaði. Að sjálfsögðu
er ábyrgð starfsmannaleiga og þeirra
fyrirtækja sem kjósa að misnota er-
lent vinnuafl mest. En samfélagið ber
líka ábyrgð. Forsvarsmenn ríkis og
bæja og fyrirtækja og almenningur
geta haft augun opin þegar þjónusta
býðst á óeðlilega lágu verði. Víkverji
telur að almenningur í landinu geti lát-
ið sig velferð náungans varða í meiri
mæli. Upplýst samstarfsmenn um
réttindi. Spurt við hvað kjör þeir búi.
Ef í ljós kemur að maðkur er í mys-
unni er hægt að leiðbeina viðkomandi
um hvert hann geti leitað eða með
leyfi hans að fara með málið í réttan
feril.
x x x
Víkverji geldur varhug við því aðnýta sér bág kjör fólks frá öðrum
löndum fyrir stundargróða. Það er
engum til sóma og því síður til fram-
dráttar. Það er innan við öld síðan ís-
lensk þjóð rétti úr kútnum fjárhags-
lega. Íslendingar hafa flúið til Kanada,
Ástralíu, Noregs og fleiri landa þegar
kreppt hefur að í íslenskum efnahag.
Tökum á móti öðrum á Íslandi eins og
við viljum láta taka á móti okkur.
vikverji@mbl.is
Víkverji
En vér, lýður þinn og gæsluhjörð,
munum þakka þér um aldur og ævi,
syngja þér lof frá kyni til kyns.
(Sálm: 79.13)