Morgunblaðið - 05.10.2018, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 05.10.2018, Qupperneq 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. OKTÓBER 2018 Sameinar það besta í rafsuðu Smiðjuvegi 66 • Kópavogi • 580 5800 • www.landvelar.isFuruvöllum 3 • Akureyri • 461 2288 Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is Á ráðstefnunni Hrunið, þið munið, sem Háskóli Íslands stendur fyrir í dag og á morgun í tilefni af því að 10 ár eru liðin frá bankahruninu 2008, eru fimm málstofur af tuttugu helg- aðar menningu og menningartengdu efni. Alls flytja hátt í eitt hundrað fræðimenn fyrir- lestra á ráðstefn- unni þar sem þeir fjalla hver með sínum hætti um þær víðtæku breytingar og áhrif sem hrunið hafði í för með sér í samfélaginu, lærdómana sem af því má draga og margþætt áhrif á stofnanir, menningu og sam- félagsumræðu. Tilgangurinn er að miðla til almennings niðurstöðum ný- legra rannsókna á efninu. Hrunið snerti allt og alla. Líka menningar- lífið. „Okkur, sem höfum staðið að undirbúningi ráðstefnunnar, kom á óvart hversu margir höfðu áhuga á að taka til máls. Fyrirlesarar eru þrefalt fleiri en við áttum von á. Þessi mikla þátttaka kann að skýrast af því að hluti háskólafólks er alltaf að skoða samtímann og slíkt er varla hægt nú um stundir án þess að fjalla um hrunið og áhrif þess,“ segir Jón Karl Helgason, bókmenntafræðingur og einn af sex í undirbúningsnefnd ráðstefnunnar. Hann bætir við að svipað hafi verið uppi á teningnum hjá rithöfundum og myndlistamönn- um, jafnvel tónlistarmönnum, enda bregðist listamenn jafnan við því sem efst er á baugi hverju sinni. Gagnabanki um hrunið „Þegar ég fer að telja upp allar þær skáldsögur, sem tengjast hruninu, kemur samt mörgum á óvart hve þær eru margar. Söguhetj- urnar koma úr öllum kimum sam- félagsins, þar á meðal eru banka- menn, útrásarvíkingar og mót- mælendur,“ segir Jón Karl og bendir á að á vef ráðstefnunnar sé gagna- banki með upplýsingum um ótal fræðigreinar og -bækur, ævisögur, skáldverk, kvikmyndir og tónlist þar sem útrásin og hrunið eru til umfjöll- unar. Jón Karl er einn af umsjón- armönnum þessa gagnabanka, hrun- id.hi.is, en þar er líka að finna dag- skrá ráðstefnunnar og ýmsan annan fróðleik um hrunið, svo sem vísanir í lög, dóma og opinberar skýrslur eftirhrunsáranna. „Grunnurinn að gagnabankanum var annars vegar námskeiðið Bankahrunið 2008, sem Guðni Th. Jóhannesson kenndi í sagnfræðideild og hins vegar nám- skeið í íslensku, Helvítis fokking fokk, þar sem ég fjallaði um hrunið í íslenskum skáldverkum. Þrátt fyrir að sífellt hafi bæst við innistæðuna frá því bankinn var opnaður haustið 2015 er ekki um tæmandi úttekt að ræða.“ Yfirskriftir málstofanna eru marg- ar hverjar býsna forvitnilegar og ekki síður fyrirlestranna. Karlmennska og kapítalismi í samtímabókmenntum nefnist til dæmis málstofa í tveimur hlutum sem Jón Karl stýrir. Þar beina fyrirlesarar athyglinni meðal annars að skáldsögum eftir Þráin Bertelsson, Sigrúnu Davíðsdóttur, Steinar Braga, Einar Má Guðmunds- son og Yrsu Sigurðardóttur sem og leikverki eftir Sjón og listrænum gjörningum Borgarleikhússins og Besta flokksins. Karlmennska og kapítalismi „Sérstöku ljósi er beint að þeirri gagnrýni á karlmennsku og kapítal- isma sem fram kemur í mörgum verk- anna. Á áðurnefndu námskeiði, Hel- vítis fokking fokk, kom mér á óvart hversu nemendur voru í ritgerðum sínum mikið að velta fyrir sér kynja- fræðilegum þáttum í íslenskum hrun- skáldsögum, bæði útbólginni karl- mennsku vissra sögupersóna eða hreinlega skorti á karlmennsku hjá öðrum. Bankster eftir Guðmund Óskarsson, sem kom út stuttu eftir hrun og fékk Íslensku bókmennta- verðlaunin, fjallar til dæmis í og með um karlmennsku í kreppu. Sagan lýs- ir „litla bankamanninum“, sem verð- ur fyrir sálrænu áfalli þegar hann missir vinnuna vegna þess að bank- inn verður gjaldþrota. Um leið snýst sagan um hvort hann hafi nógu mörg hár á bringunni. Fleiri bækur mætti nefna sem fjalla um hvort og þá hvernig karlmennskan hafi farið út af sporinu í aðdraganda hrunsins. Hugmyndafræði útrásarinnar og af- leiðingar hennar eru áberandi í fjölda sagna, sem komu út á Íslandi eftir hrun,“ segir Jón Karl. Honum finnst svolítið merkilegt að karlmenn séu í miklum meirihluta skálda sem takast á við hrunið með beinum hætti og segir hugsanlegt að viðfangsefnið höfði frekar til karla en kvenna. „En auðvitað eru und- antekningar, til dæmis get ég nefnt merkilegt leikrit eftir Ásdísi Thor- oddsen, Ódó í gjaldbuxum. Höfundur leikur sér með kynjamyndir því að- alpersónan er kvenkyns fjárfestir. Einhvern tímann lét Auður Ava Ólafsdóttir líka hafa eftir sér að Af- leggjarinn hefði verið hennar við- bragð við anda útrásaráranna, en sagan hverfist um ungan, íslenskan pilt sem fer í klaustur í Evrópu til að rækta rósir. Þar var því mjög óvenju- legur útrásarvíkingur á ferð.“ Dramatískir atburðir í sögu þjóða Jón Karl segir að ýmis skáldverk sem snúist um útrásina og hrunið hafi valdið töluverðum deilum. „Gagnrýnin tók á sig ýmsar myndir. Þegar litið er um öxl má kannski líkja áhrifum hrunsins við áhrifin sem her- námið hafði á listir og menningu á Ís- landi á sínum tíma. Allir dramatískir viðburðir í sögu þjóða setja sitt mark á menningarlífið.“ Spurður hvort hann sé sammála því að fræðisamfélagið hafi lítið látið í sér heyra á opinberum vettvangi í að- draganda hrunsins, svarar hann því til að þjóðin öll hefði mátt vera krít- ískari. Hann bendir þó á að ýmsir fræðimenn, m.a. á vettvangi hugvís- inda hafi haft uppi varnarorð, t.d. Páll Skúlason, þáverandi háskóla- rektor. „Ráðstefnan Hrunið, þið munið, ber vott um að fræðafólk hef- ur á seinni árum verið að skoða þessi efni frá ýmsum sjónarhornum og tekst á við þau af alvöru.“ Morgunblaðið/Júlíus Eldar loga Mikil reiði braust út í samfélaginu haustið 2008 þegar íslenska bankakerfið hrundi. Íslendingar, sem áð- ur höfðu lítt haft sig í frammi með mótmælum og kröfuspjöldum, efndu til fjölda mótmælafunda við Alþingishúsið. Hrunið í menningarlífinu  Ráðstefnan Hrunið, þið munið fjallar um þær víðtæku breytingar og áhrif sem hrunið hafði á allt samfélagið og lærdómana sem af því má draga  Menning og listir voru þar ekki undanskilin Jón Karl Helgason Upplýsingar og dagskrá ráðstefn- unnar eru í Gagnabanka Háskóla Íslands um hrunið, hrunid.hi.is. Málstofurnar eru haldnar í að- albyggingu skólans.  Kvikmyndir, skáldverk og minjagripir sem tengjast bankahruninu. Málstofustjóri: Bergljót Kristjánsd. Í erindum sínum gægjast fimm fyrir- lesarar inn í þrjá kima; kvikmyndir, skáldsögu og minjagripasölu, og leita svara við spurningum á borð við hvernig hrunið hafi sett mark sitt á íslenskt samfélag og menningu á þessum áratug og hvort landinn sé gagnrýnni á sjálfan sig en áður.  „Bankanum þínum er sama um þig“! Rokk á Íslandi fyrir, í og eftir hrun. Málstofustjóri: Davíð Ólafsson. Í þremur erindum er fjallað um dægurtónlist og tónlistariðkun sem vettvang andspyrnu, uppgjörs og endurreisnar á Íslandi á árunum fyr- ir og eftir hrun. Sjónum er einkum beint að tónlistariðkun utan megin- straums dægurmenningar.  Birtingarmyndir hrunsins í sjónlistum. Málstofustjóri: Hlynur Helgason. Myndlistar- og fræðimenn skoða hvernig myndlistarlífið á Íslandi varð vettvangur efasemda og gagnrýni í aðdraganda hrunsins og lærdóminn sem listin hefur dregið af eftir- leiknum.  Myndlist og umrót (Creativity in times of crisis). Málstofustjóri: Guðbjörg R. Jóhannesdóttir. Málstofan, sem að hluta fer fram á ensku, tekur m.a. til umræðu tengsl lista, mynda, frásagna og hug- myndafræði á tímum nýfrjáls- hyggju, kreppu og samfélagslegra umbreytinga og veltir upp spurn- ingum um gildi og hlutverk listrann- sókna í samfélaginu.  Karlmennska og kapítalismi í samtímabókmenntum. Málstofustjóri: Jón Karl Helgason. Sex fyrirlesarar fjalla m.a. um útrás- arvíkinga, fagurfræði óhugnaðar og fjármálahrunið, karlrembu og kynja- myndir í nokkrum íslenskum skáld- sögum eftir hrun, hugmyndafræði íslenska efnahagsundursins í skáld- verkum Sjóns, andófsgjörninga eftirhrunsins, skáldskap á tímum síðhrunsins og hagkerfi hugans. Hrunið, þið munið MÁLSTOFUR UM MENNINGU Á RÁÐSTEFNUNNI HÍ Ráðstefnan í Háskóla Íslands er öllum opinn og aðgangur ókeypis.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.