Morgunblaðið - 10.10.2018, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. OKTÓBER 2018
Orðtakið sannleikanum verðurhver sárreiðastur átti vel við
þegar lesin voru viðbrögð við frétt
Morgunblaðsins þess
efnis að eiginkona
Gunnars Smára
Egilssonar hefði á
nokkrum mánuðum
rukkað verkalýðs-
félagið Eflingu um
fimm milljónir króna.
Frá því var einnig
sagt að greiðslurnar
hefðu valdið ólgu á
skrifstofu Eflingar
og að tveir starfs-
menn hefðu endað í
„veikindaleyfi“
vegna málsins.
Ekkert af þessu hljómar vel fyrirnýja forystu í verkalýðsfélagi
sem situr í skjóli mjög lítils hluta fé-
lagsmanna eftir afspyrnulitla kosn-
ingaþátttöku. Ekki var heldur gott að
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður
vék sér undan því að svara en sendi
frá sér yfirlýsingu þar sem fréttinni
var vísað á bug og hún sögð „óstað-
festar sögusagnir og dylgjur“.
Ekkert úr frétt Morgunblaðsinshefur þó verið hrakið og raunar
er það svo að í reiðiskrifum eftir birt-
ingu fréttarinnar staðfesti Gunnar
Smári öll meginatriði hennar. Og
hann bætti við yfirgengilegum árás-
um á fjármálastjóra Eflingar.
Fólk sem kosið er til trúnaðar-starfa í verkalýðsfélagi verður
að fara gætilega enda er það að
starfa fyrir mikinn fjölda félags-
manna sem hefur ólíkar skoðanir en á
það sameiginlegt að vera skyldugur
til að greiða til félagsins.
Meðferð á völdum og fjármunumverður að vera hafin yfir vafa.
Viðbrögð formanns Eflingar við eðli-
legri frétt um átök á skrifstofu félags-
ins vekja þvert á móti miklar efa-
semdir.
Sólveig Anna
Jónsdóttir
Viðbrögðin
vekja ekki traust
STAKSTEINAR
Gunnar Smári
Egilsson
Heildarfrjómagn í mælingum Nátt-
úrufræðistofnunar Íslands í Garða-
bæ í sumar var langt undir meðal-
lagi hvað varðar heildarfrjómagn
og aldrei hefur mælst jafn lítið af
birkifrjóum og í ár. Frjókorn
mældust aldrei yfir 100 frjó/m³ en
níu sinnum yfir 50 frjó/m³.
Frjómælingar hófust snemma í
Garðabæ eða 19. mars og stóðu til
30. september, samtals í 196 daga,
að því er fram kemur í tilkynningu
frá Náttúrufræðistofnun. Í mæling-
unum komu fram frjókorn frá 24
frjó- og grashópum. Heildarfjöldi
frjókorna var 1.951 frjó/m³ og er
það langt undir meðaltali. Af þeim
voru 1.087 grasfrjó (56%), 122
birkifrjó (6%), 69 súrufrjó (4%) og
39 asparfrjó (2%). Frjókorn ýmissa
tegunda sem jafnan ber lítið á voru
457 (23%). Af þeim var fura/greni
með tæplega 11% frjókorna.
Ástæðan er sú að meðalhiti var
undir meðallagi síðustu tíu ára og
hefur sumarið ekki verið eins kalt
og síðan 1992. Þá var úrkoma yfir
meðallagi og sólskinsstundir færri
en í meðalári.
Yfir meðallagi á Akureyri
Sumarið 2018 á Akureyri var yfir
meðallagi, bæði hvað heildar-
frjómagn varðar og einnig frjó-
magn helstu frjógerða fyrir utan
birki, sem var töluvert undir
meðaltalinu. Mest mældist af gras-
frjóum. Síðustu tvö ár hefur orðið
mikil aukning á frjóum af sveip-
jurtaætt.
Frjókorn mældust frá 25 frjó- og
grashópum. Heildarfjöldi frjókorna
var 4.327 frjó/m³ sem er töluvert
meira en mælst hefur að meðaltali
á Akureyri. Af þeim voru 2.408
grasfrjó (56%), 446 birkifrjó (10%),
105 súrufrjó (2%) og 291 asparfrjó
(7%). Frjókorn ýmissa tegunda
sem jafnan ber lítið á voru 742
(17%).
Morgunblaðið/G.Rúnar
Frjókorn Kalt sumar og mikil úr-
koma dró úr frjómagni í sumar.
Aldrei mælst jafn
lítið af birkifrjóum
Góður gangur er í uppgjöri Spalar
við viðskiptavini sína. Þeir fá greitt
3.000 króna skilagjald gegn því að
skila veglyklunum, fá greiddar inn-
eignir á áskriftarreikningum sínum
og loks er greitt fyrir ónotaða af-
sláttarmiða.
Sem kunnugt er afhenti Spölur
ríkinu Hvalfjarðargöng til eignar og
rekstrar um síðustu mánaðamót.
Í nýrri frétt á heimasíðu Spalar
segir frá heimsókn Marinós
Tryggvasonar, starfsmanns Spalar, í
N1 á Ártúnshöfða. Marinó tók á
brott með sér fimm fulla kassa af
veglyklum, alls um 800 stykki. Það
var Rami stöðvarstjóri sem afhenti
honum lyklana. „Hingað er stöðugur
straumur fólks með veglykla. Það
hefur sjálft fyllt út skilagreinar eða
fyllir út á staðnum. Allt gengur lið-
lega fyrir sig enda er hér vant starfs-
fólk sem hefur þjónað viðskiptavin-
um Spalar í mörg ár og þekkir vel til
mála,“ sagði Rami stöðvarstjóri við
tíðindamann Spalar.
Viðskiptavinir hafa frest til 30.
nóvember til að skila veglyklum og
afsláttarmiðum. Áskriftarsamningar
Spalar voru liðlega 20 þúsund og yfir
53 þúsund veglyklar voru í umferð.
Í ljósi þess að uppgjörsmálin
skipta tugum þúsunda áskilur Spöl-
ur sér lengri frest en 30 daga til að
afgreiða þau öll. Á því hefur borið að
þeir sem ætla að skila afsláttar-
miðum í pósti taki myndir eða ljósrit
af miðunum og sendi til Spalar. „Það
dugar ekki. Félagið verður að fá
miðana sjálfa, þá fyrst skapast for-
sendur til að endurgreiða þá,“ segir
á heimasíðu Spalar.
Nánari upplýsingar um endur-
greiðsluna má finna á www.spolur.is.
sisi@mbl.is
Veglyklunum rignir inn hjá Speli
Ljósmynd/Spölur
Hjá N1 Marinó og Rami með kassa
af veglyklum sem búið er að skila.
Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170
Verið velkomin
• Bolir
• Túnikur
• Blússur
• Peysur
• Vesti
• Jakkar
• Buxur
1988 - 2018
Nýjar glæsilegar
haustvörur
Eigum alltaf vinsælu bómullar- og
velúrgallana í stærðum S-4XL
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/