Morgunblaðið - 10.10.2018, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 10.10.2018, Blaðsíða 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. OKTÓBER 2018 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Sýningin Barnabókaflóðið var opn- uð í Norræna húsinu 29. septem- ber síðastliðinn og stendur yfir til 30. apríl á næsta ári. Listrænn stjórnandi hennar er Kristín Ragna Gunnarsdóttir, rithöfundur og teiknari, og segir hún að mark- miðið hafi verið að gera sýningu fyrir börn, unga fólkið sem eigi eftir að sækja Norræna húsið heim í náinni framtíð, sýningu sem byði upp á þátttöku barna og sýndi að þau væru velkomin í húsið og allt sem það hefði upp á að bjóða. Sýningin er í kjallara hússins þar sem er stór sýningarsalur og segist Kristín hafa lagt til að tek- inn væri sá vinkill að barnabækur væru hafðar í sviðsljósinu. „Ég tel mjög mikilvægt að þær séu í umræðunni, að það sé ekki bara þannig að við ætlumst til að börn lesi en sýnum svo bókmennt- um þeirra ekki áhuga, ræðum ekki um þær. Það er lítið fjallað um þær annars staðar en í nánasta umhverfi, skólans jafnvel. Þannig að þarna eru barnabækur í brenni- depli og allt sem barnabækur hafa upp á að bjóða og það er svo margvíslegt. Til dæmis auðga þær víðsýni, samkennd og bjóða börn- um upp á að ferðast til annarra heimshluta í öryggi herbergis síns. Þau fá að kynnast lífsháttum ann- arra barna og líka að fara á flug í hugarheimum barnabókahöfund- anna, fara inn í ævintýralendur og upplifa þar allt mögulegt,“ segir Kristín. Reyna á tilfinningasviðið Kristín segir að við lestur barnabóka fái börn að lifa sig í inn í ævintýri sem reyni á tilfinninga- sviðið. „Börn fá að upplifa tilfinn- ingaskalann en samt í öryggi og skjóli barnabóka. Þau fá margs konar reynslu í heimi barna- bókmenntanna sem er algjörlega einstök. Ég held að í dag, í sam- félagi þar sem við erum t.d. með umræðu um flóttamenn og að- komufólk o.s.frv. sé þetta alveg sérstaklega mikilvægt, að auka samkennd og meðlíðan og barna- bækurnar eru kjörinn vettvangur til þess. Og Norræna húsið hefur lagt mikið upp úr því að bjóða öll börn velkomin, frá mörgum lönd- um og mörgum menningar- svæðum. Þannig að Barnabókaflóðið er vettvangur til að gera þetta á mjög skemmtilegan hátt. Þau koma þarna inn á sýningu og búa sér til sitt eigið vegabréf, fara svo með það í gegnum sýninguna og stimpla í vegabréfið á leiðinni og leysa ákveðin verkefni sem snúa að sögugerð. Þau eru að búa sér til sínar eigin sögupersónur út frá því að hetjur eru alls konar. Síðan skoða þau kort og búa sér til sitt eigið sögusvið, teikna kort, semja svo sína eigin sögu og sitt eigið ljóð upp úr sagnabrunni Þórarins Eldjárns, fara svo í ævintýrasigl- ingu. Það er búið að smíða heilt víkingaskip fyrir þau þar sem hægt er að lesa fyrir þau sögur og þau geta svo leikið sér og búið til sín eigin ævintýri. Í lok sýningar- innar er svo hægt að fara inn í lít- ið leyniherbergi, horfa upp í stjörnuhimininn og láta sig dreyma og teikna svo sín eigin stjörnumerki út frá stjörnukorti sem Sævar Helgi Bragason hefur lagt til,“ segir Kristín. Höfundur Goðheima meðal gesta Mýrarinnar Sýningin er mjög fjölbreytileg eins og heyra má og svo eru auð- vitað margar barnabækur á henni. Á veggjunum má sjá texta úr þeim barnabókum sem tilnefndar hafa verið fyrir Íslands hönd til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs og bækurnar má einnig lesa á staðnum, að sögn Kristínar. „Síðan eru myndir eftir myndhöfunda sem eru að fara að koma á hátíðina Úti í mýri sem byrjar núna í vikunni, 11. október, og lýkur þann 14. Þarna hef ég valið inn myndir eftir myndhöf- unda sem eru gestir sýningarinnar og þær hafa verið málaðar á vegg- ina,“ segir hún. Úti í mýrier barnabókmennta- hátíð og á henni verður boðið upp á vinnustofur, upplestra, málþing og barnabókaflóð um allt hús, svo að segja, en nákvæma dagskrá má finna á myrin.is. Heiðursgestir há- tíðarinnar í ár verða Sigrún og Þórarinn Eldjárn og verður loka- dagur hátíðarinnar, sunnudagur- inn 14. október, helgaður þeim og verkum þeirra. Meðal erlendra gesta sem heim- sækja hátíðina er hinn danski Pet- er Madsen, sem þekktastur er fyr- ir teiknimyndabækur sínar um Goðheima sem gefnar hafa verið út hér á landi og rithöfundurinn Malene Sølvsten, höfundur þrí- leiksins Hvísl hrafnanna um ung- lingsstúlkuna og sjáandann Önnu. Mikil og spennandi glíma Kristín lærði grafíska hönnun og er einnig með BA-próf í al- mennri bókmenntafræði og ritlist og MA-próf í ritlist frá Háskóla Íslands. Hún hefur bæði skrifað barnabækur og myndskreytt og einnig myndskreytt fyrir aðra höf- unda og í tvígang hlotið Dimma- limm – íslensku myndskreytiverð- launin. Þá hefur hún verið tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaun- anna, Fjöruverðlaunanna og Barna- og unglingabókmennta- verðlauna Norðurlandaráðs. Blaðamanni leikur forvitni á að vita hvað varð til þess að Kristín ákvað að reyna fyrir sér sem barnabókahöfundur. „Ég hef alltaf haft mjög mikinn áhuga á barna- bókmenntum og ég varð svo hrifin af bókmenntum og listum við að lesa barnabækur sem barn. Þess- ari lestrarupplifun sem ég varð fyrir sem barn vil ég gjarnan geta miðlað til annarra. Það var sú þörf og sú löngun sem kom mér af stað og mér finnst þetta orðið mjög brýnt í dag, þó það hafi ekki rekið mig af stað í byrjun heldur þessi sterka tilfinning sem ég varð fyrir sem barn við að lesa og skoða myndir, teikna og skapa sjálf,“ svarar Kristín. Hún segir texta og myndmál saman skapa skemmtilegan miðil sem bjóði upp á alls konar til- raunir. „Það finnst mér vera mikil áskorun sem höfundur og teikn- ari,“ segir Kristín. „Þetta er mikil glíma og ótrúlega spennandi.“ Auka víðsýni og efla hugmyndaflug  Barnabókaflóðið nefnist gagnvirk sýning í Norræna húsinu  Barnabækur kjörinn vettvangur til að auka samkennd og meðlíðan, segir listrænn stjórnandi hennar  Þekktir gestir á Úti í mýri Morgunblaðið/Hari Töfraheimur Kristín Ragna Gunnarsdóttir á sýningunni Barnabókaflóðið en hún er listrænn stjórnandi hennar. Dagskrá Úti í mýri er í stuttu máli þessi, skv. vef Norræna húss- ins: Á morgun, fimmtudag, verður dag- skrá fyrir skólahópa með upplestr- um og vinnustofum fyrir börn á öllum skólastigum. Föstudagur er málþingsdagur. Íslenskir og erlendir höfundar og fræðimenn ræða málefni á borð við endur- sköpun menningararfsins í nor- rænum barna- og ungmennabók- um, hvort illska sé jafn sjálfsagt umfjöllunarefni í barnabók- menntum og fyrsti kossinn eða fótboltamót, í málstofu sem ber titilinn Barnabókmenntir í norðri. Á laugardaginn verða haldnir fyrirlestrar, boðið upp á upp- lestur, vinnustofur og málstofu. Af vinnustofum má nefna Dýra- fimi og ljóðanudd en í henni nudda börn og foreldrar hvert annað við hljóð og takt dýraljóð- anna úr bókinni Djur som ingen sett utan oss eftir Ulf Stark. Benjamin Chaud frá Frakklandi stýrir vinnustofu þar sem gestir munu fá innsýn í hvernig sögur hans verða til á sama tíma og hann teikn- ar ný ævintýri við undirleik lifandi tónlist- ar og hægt verður að taka þátt í Furðu- fuglaskoðun með höf- undum bókar- innar Fuglar, Hjörleifi Hjartarsyni og Rán Flygenring. Heiðursgestir hátíðarinnar eru Sigrún og Þór- arinn Eldjárn og verður lokadag- ur hátíðarinnar, sunnudagurinn, helgaður þeim. Margrét Tryggva- dóttir, Aðalsteinn Ásberg Sig- urðsson og Áslaug Jónsdóttir spjalla við þau um verk þeirra og feril og Ragnheiður Gröndal og Guðmundur Pétursson flytja tónlist. Þá mun Sævar Helgi Bragason leiða þátttakendur í allan sannleika um stjörnumerk- in í Geimvinnustofu og kenna börnum að búa til sín eigin stjörnumerki og semja um þau sögur og teikna myndir af þeim. Ókeypis er á alla viðburði nema málþingsdaginn, sem kostar 3.500 krónur og er innifalinn há- degisverður og kaffiveitingar. Skráning er nauðsynleg á flesta viðburði á myrinfestival@gmail- .com. Málþing, vinnustofur og fleira DAGSKRÁ BARNABÓKAHÁTÍÐARINNAR ÚTI Í MÝRI Sigrún Eldjárn Þórarinn Eldjárn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.