Morgunblaðið - 10.10.2018, Blaðsíða 31
MENNING 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. OKTÓBER 2018
Erna Elínbjörg Skúladóttir myndlistarmaður hlaut fyrstu verðlaun á leir-
listar- og keramíktvíæringnum European Glass and Ceramic Context sem
opnaður var í Bornholm í Danmörku 15. september síðastliðinn og lýkur
11. nóvember. Verðlaunin hlaut Erna fyrir verkið „Still Waters“ og er
verðlaunafé 10.000 evrur, jafnvirði um 1,3 milljóna króna. Á tvíæringnum
eru tvær sýningar, annars vegar sýning með verkum umsækjenda, Open
Call, og hins vegar sýning sem er stýrt af sýningarstjóra, Curated.
Fjórir listamenn tóku þátt fyrir hönd Íslands í sýningunni, tveir í hvorri
sýningu: Erna Elínbjörg Skúladóttir og Hildigunnur Birgisdóttir í
Curated-sýningunni og Kristín Sigfríður Garðarsdóttir og Hólmfríður
Vídalín Arngrímsdóttir í Open Call-sýningunni. Samtals tóku 100 manns
þátt í sýningunum sem er ætlað að sýna það besta og áhugaverðasta sem er
að gerast í leir- og keramíkheiminum í Evrópu nú um stundir. Önnur verð-
laun á tvíæringnum hlaut Sam Baker frá Englandi fyrir verkið „Of Beauty
Reminiscing“. Erla segir í tilkynningu að það sé bæði mikill heiður fyrir
hana og viðurkenning að hljóta þessi verðlaun.
Hlaut fyrstu verðlaun á tvíæringi
Erna Elínbjörg Skúladóttir
Valgerður Þ. Jónsdóttir
vjon@mbl.is
Nýjasta ljóðabók Ísaks Harðarsonar,
Ellefti snertur af yfirsýn, er sú ell-
efta í röðinni frá því hann sendi frá
sér sína fyrstu, Þriggja orða nafn, ár-
ið 1982. Sú næstnýjasta, Rennur upp
um nótt, frá árinu 2009 var tilnefnd
til Bókmenntaverðlauna Norður-
landaráðs. Þótt tilnefningin hefði
vissulega átt að verða honum inn-
blástur til að halda áfram að yrkja
ljóð er Ísak engin launung á að hann
hafi ekkert verið sérstaklega frjór
síðan þá. „Ég var búinn að vera svo
frjór í tvo áratugi þar á undan að
kannski var bara eðlilegt að ég væri
orðinn svolítið
tómur,“ segir
hann.
Ljóðin í Ellefti
snertur af yfir-
sýn urðu enda til
á löngum tíma.
Ísak kveðst ein-
faldlega ekki
hafa verið inn-
blásinn andagift
nema stöku sinnum og þá sjaldan það
gerðist hafi hann sest niður og slegið
ljóðin inn í tölvuna sína. „Stundum er
maður marandi í hálfu kafi þar til
manni finnst nóg komið og skýtur
hausnum upp úr fletinum þegar mað-
ur þykist vera kominn með einhverja
yfirsýn. Bara svona eins og gengur
og gerist í lífinu – maður er misátt-
aður, finnst lífið dularfullt og botnar
á tímabilum ekkert í því,“ segir Ísak
og heldur áfram: „Síðan er eins og líf-
ið ljúkist upp fyrir manni og maður
áttar sig, eða þykist að minnsta kosti
skilja eitthvað sem maður skildi ekki
áður.“
Ljóðin mynduðu heild
Fær yfirsýn eða kannski hug-
ljómun?
„Já, eða lærir bara af reynslunni
og það getur tekið langan tíma. Hver
ljóðabók, eða bók, sérstaklega ef hún
er persónuleg, fjallar um eitthvert
ákveðið tímabil höfundarins, sem
hann segir skilið við með því að gefa
hana út.“
Er nýja ljóðabókin því marki
brennd?
„Hún er reyndar svolítið öðruvísi
en fyrri bækurnar mínar, sem ég
gekk í að vinna eins og hver önnur
verk. Ljóðin söfnuðust upp í tölvunni
minni þar til í fyrra að ég fór að líta á
þau og gerði mér grein fyrir að þau
mynduðu heild og kröfðust þess eig-
inlega bara sjálf að birtast í ákveðinni
röð. Ég lét undan og afraksturinn er
þessi ljóðabók.“
Ísak er þeirrar skoðunar að skáld
eigi ekki að segja lesendum sínum
hvernig þeir eigi að skilja ljóð og
bækur, því aðalsköpunin verði í huga
lesandans. „Lesandinn á að túlka
ljóðin á sinn hátt, fremur en að hætti
höfundarins,“ segir hann, en lætur þó
tilleiðast þegar hann er beðinn um að
lýsa þeim sem heild; rauða þræðinum
í þeim með öðrum orðum. „Maðurinn
og skynjun hans á umhverfinu.
Manninum finnst heimurinn hafa
hrunið. Hann stendur í rústunum og
reynir að raða saman brotunum –
eins og ég fór loksins að gera við ljóð-
in mín frá síðastliðnum níu árum. Þá
sá ég að í þeim var framvinda, allt frá
angist til sáttar og bjartsýni í lokin.“
Brotin raðast saman
Smella brotin þá saman hjá mann-
inum?
„Það ræðst af því sem fólk les út úr
ljóðunum, kannski er það öfugt og
brotin raða manninum saman.“
Ert þú þessi maður?
„Örugglega að einhverju leyti,
þessi ljóð eru persónulegri en oft
áður.“
Hins vegar leikur enginn vafi á að
Ísak er að öllu leyti maðurinn sem
hefur, auk ljóðabókanna, sent frá sér
smásögur, söngtexta, skáldsöguna
Mannveiðihandbókina árið 1999,
endurminningabók og þýtt kynstrin
öll af alls konar bókum í áranna rás,
þ. á m. Taumhald á skepnum eftir
breska höfundinn Magnus Mills.
„[…] má í ljóðum hans oft finna
djúpstæða örvæntingu og svartsýni
sem dansa undarlegan skottís við
skopskynið og kraftmikið ljóðmál,“
skrifaði Andri Snær Magnason rit-
höfundur í inngangi í Ský fyrir Ský,
safnriti með ljóðum Ísaks, sem kom
út árið 2000. Árinu áður hafði hann
skrifað bók, Maður undir himni, sem
fjallar um trú og guðsmynd í ljóðum
Ísaks.
„Hún fjallar að minnsta kosti um
lífstrúna,“ svarar Ísak þegar hann er
spurður hvort Ellefti snertur af yfir-
sýn sé á trúarlegum nótum. Krossinn
sem orðið „ósegjanleikann“ (í þolfalli)
myndar og birtist eftir fyrsta ljóðið í
bókinni, segir hann geta táknað jafnt
dauða og endalok eða punktinn þar
sem allt kemur saman og allt rennur
út frá.
Fyrsta ljóðið í bókinni fjallar um
dreng sem öllu hafði verið sviptur og
ekkert átti. „Honum er gefinn kraft-
ur sem verður til þess að í stað þess
að gefast upp tekst hann á við hlut-
ina; orðin sem hann hefur kastað út í
ósegjanleikann. Hann ákveður að
halda áfram að lifa og orða ósegjan-
leikann og til þess hefur hann bara
orð sín og skilning,“ útskýrir skáldið.
Bókstaflega ólgandi
Mörg ljóðin eru aðeins örfá orð,
önnur lengri, til dæmis líkist síðasta
ljóðið í bókinni, Ástarljóð til 33-A,
frekar örsögu. Eins og ljóðin eru
brotin um virðast þau á stundum
bókstaflega ólga, orðin eru á víxl með
hástöfum og lágstöfum, jafnvel lóð-
rétt í miðju ljóði, línurnar óreglu-
legar, stundum eins og tröppur svo
fátt eitt sé nefnt. Orðin eru með
stæla. Uppsetningin er algjörlega
samkvæmt fyrirmælum Ísaks og því
vitaskuld ekki út í bláinn. Stælarnir
hafa tilgang.
„Drengurinn eða ljóðmælandinn
fer í mikinn rússíbana eftir þetta
hrun, hann þeytist upp og niður, í all-
ar áttir og að sama skapi stafirnir og
orðin.“
Og úr því að Ísak nefndi hrun – á
hann við íslenska bankahrunið 2008
eða andlegt hrun drengsins?
„Hvort tveggja. Lesandinn verður
bara að ákveða þetta allt saman
sjálfur,“ svarar skáldið.
Ljósmynd/Skarphéðinn Bergþóruson
Skáldið „Lesandinn á að túlka ljóðin á sinn hátt,“ segir Ísak Harðarson.
Orðin í ósegjanleikanum
Ísak Harðarson sendi nýverið frá sér ljóðabók eftir níu
ára hlé Ellefti snertur af yfirsýn er ellefta ljóðabók hans
» Ljóðin söfnuðust upp í tölvunni minni
þar til í fyrra að ég fór
að líta á þau og gerði
mér grein fyrir að þau
mynduðu heild og
kröfðust þess eiginlega
bara sjálf að birtast
í ákveðinni röð.
Ronja Ræningjadóttir (None)
Lau 13/10 kl. 17:00 Auka Sun 4/11 kl. 16:00 17. s Lau 1/12 kl. 14:00 Auka
Sun 14/10 kl. 13:00 10. s Sun 11/11 kl. 13:00 18. s Lau 1/12 kl. 17:00 23. s
Sun 14/10 kl. 16:00 11. s Sun 11/11 kl. 16:00 19. s Sun 2/12 kl. 14:00 Auka
Lau 20/10 kl. 15:00 Auka Lau 17/11 kl. 14:00 Auka Sun 2/12 kl. 17:00 24. s
Lau 20/10 kl. 18:30 Auka Lau 17/11 kl. 17:00 Auka Sun 9/12 kl. 14:00 Auka
Sun 21/10 kl. 13:00 12. s Sun 18/11 kl. 13:00 20. s Sun 9/12 kl. 17:00 25. s
Sun 21/10 kl. 16:00 13. s Sun 18/11 kl. 16:00 21. s Lau 29/12 kl. 13:00 Auka
Sun 28/10 kl. 13:00 14. s Lau 24/11 kl. 17:00 Auka Lau 29/12 kl. 16:00 Auka
Sun 28/10 kl. 16:00 15. s Sun 25/11 kl. 14:00 Auka Sun 30/12 kl. 13:00 26. s
Sun 4/11 kl. 13:00 16. s Sun 25/11 kl. 17:00 22. s Sun 30/12 kl. 16:00 27. s
Stórskemmtilegur og æsispennandi söngleikur fyrir alla fjölskylduna!
Fly Me To The Moon (Kassinn)
Fös 12/10 kl. 19:30 5. s Fös 26/10 kl. 19:30 10. s Sun 11/11 kl. 19:30 15. s
Sun 14/10 kl. 19:30 6. s Sun 28/10 kl. 19:30 11. s Þri 13/11 kl. 19:30 16.s
Fim 18/10 kl. 19:30 7. s Fim 1/11 kl. 19:30 13.s Fös 16/11 kl. 19:30 17.s
Lau 20/10 kl. 19:30 8. s Fös 2/11 kl. 19:30 12. s Lau 17/11 kl. 19:30 18.s
Sun 21/10 kl. 20:00 9. s Sun 4/11 kl. 19:30 14. s
Nýtt verk eftir höfund hins geysivinsæla leikrits Með fulla vasa af grjóti
Ég heiti Guðrún (Kúlan)
Mið 10/10 kl. 19:30 3. s Mið 17/10 kl. 19:30 7. s Fim 25/10 kl. 19:30 11.s
Fim 11/10 kl. 19:30 4. s Fös 19/10 kl. 19:30 Auka Fös 26/10 kl. 17:00 Auka
Lau 13/10 kl. 17:00 Auka Lau 20/10 kl. 17:00 Auka Lau 27/10 kl. 17:00 Auka
Lau 13/10 kl. 19:30 5. s Sun 21/10 kl. 17:00 9. s Lau 27/10 kl. 20:00 12.s
Sun 14/10 kl. 17:00 6.sýn Þri 23/10 kl. 19:30 10. s Sun 28/10 kl. 17:00 13.sýn
Þri 16/10 kl. 19:30 Auka Mið 24/10 kl. 19:30 Auka
Barátta konu fyrir því að hafa stjórn á eigin lífi
Slá í gegn (Stóra sviðið)
Fös 19/10 kl. 19:30 42. s Lau 3/11 kl. 19:30 LOKA
Einstaklega litríkt sjónarspil og frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna!
Samþykki (Stóra sviðið)
Fös 26/10 kl. 19:30 Frums Fös 2/11 kl. 19:30 4. s Fös 23/11 kl. 19:30 7. s
Lau 27/10 kl. 19:30 2. s Fim 15/11 kl. 19:30 5.s Fim 29/11 kl. 19:30 8.s
Fim 1/11 kl. 19:30 3. s Fös 16/11 kl. 19:30 6.s Fös 30/11 kl. 19:30 9.s
Kraftmikið, splunkunýtt verk sem sló í gegn í Breska þjóðleikhúsinu.
Insomnia (Kassinn)
Fös 9/11 kl. 19:30 Frums Fim 15/11 kl. 19:30 4.s Fim 29/11 kl. 19:30 7.s
Lau 10/11 kl. 19:30 2. s Lau 17/11 kl. 19:30 5.s
Mið 14/11 kl. 19:30 3.s Fös 23/11 kl. 19:30 6.s
Brandarinn sem aldrei deyr
Klókur ertu Einar Áskell (Brúðuloftið)
Lau 13/10 kl. 11:00 Lau 20/10 kl. 11:00 Lau 27/10 kl. 11:00
Lau 13/10 kl. 13:00 Lau 20/10 kl. 13:00 Lau 27/10 kl. 13:00
Nokkrar gamlar spýtur og góð verkfæri geta leitt mann inn í nýjan heim
Leitin að jólunum (Leikhúsloft)
Lau 17/11 kl. 11:00 Lau 24/11 kl. 14:30 Lau 1/12 kl. 12:30
Lau 17/11 kl. 12:30 Sun 25/11 kl. 11:00 Sun 2/12 kl. 11:00
Lau 24/11 kl. 11:00 Sun 25/11 kl. 12:30 Sun 2/12 kl. 12:30
Lau 24/11 kl. 13:00 Lau 1/12 kl. 11:00
Grímuverðlaunasýningin Leitin að jólunum.
Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari)
Mið 10/10 kl. 20:00 Mið 31/10 kl. 20:00 Mið 21/11 kl. 20:00
Mið 17/10 kl. 20:00 Mið 7/11 kl. 20:00 Mið 28/11 kl. 20:00
Mið 24/10 kl. 20:00 Mið 14/11 kl. 20:00
Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins!
leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200
Fös 12/10 kl. 22:00 Fös 19/10 kl. 22:00
Daður og dónó
Reykjavík Kabarett (Þjóðleikhúskjallarinn)
Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til
að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is
Elly (Stóra sviðið)
Lau 13/10 kl. 20:00 155. s Fim 25/10 kl. 20:00 160. s Sun 4/11 kl. 20:00 aukas.
Sun 14/10 kl. 20:00 156. s Fös 26/10 kl. 20:00 161. s Fim 8/11 kl. 20:00 aukas.
Fim 18/10 kl. 20:00 157. s Sun 28/10 kl. 20:00 162. Fös 9/11 kl. 20:00 164. s
Fös 19/10 kl. 20:00 158. s Fim 1/11 kl. 20:00 aukas. Lau 17/11 kl. 20:00 165. s
Sun 21/10 kl. 20:00 159. s Lau 3/11 kl. 20:00 163. s
Stjarna er fædd.
Allt sem er frábært (Litla sviðið)
Fös 12/10 kl. 20:00 11. s Sun 21/10 kl. 20:00 14. s Lau 27/10 kl. 20:00 16. s
Lau 13/10 kl. 20:00 12. s Fim 25/10 kl. 20:00 aukas. Fös 2/11 kl. 20:00 17. s
Lau 20/10 kl. 20:00 13. s Fös 26/10 kl. 20:00 15. s
Gleðileikur um depurð.
Dúkkuheimili, annar hluti (Nýja sviðið)
Mið 10/10 kl. 20:00 aukas. Fim 18/10 kl. 20:00 14. s Lau 20/10 kl. 20:00 16. s
Fim 11/10 kl. 20:00 10. s Fös 19/10 kl. 20:00 15. s Fim 25/10 kl. 20:00 aukas.
Athugið, sýningum lýkur í byrjun nóvember.
Kvenfólk (Nýja sviðið)
Fim 22/11 kl. 20:00 1. s Fös 30/11 kl. 20:00 5. s Fim 13/12 kl. 20:00 9. s
Fös 23/11 kl. 20:00 2. s Lau 1/12 kl. 20:00 6. s Fös 14/12 kl. 20:00 10. s
Lau 24/11 kl. 20:00 3. s Fös 7/12 kl. 20:00 7. s Sun 16/12 kl. 20:00 11. s
Sun 25/11 kl. 20:00 4. s Lau 8/12 kl. 20:00 8. s Fös 28/12 kl. 20:00 12. s
Drepfyndin sagnfræði með söngvum.
Tví-skinnungur (Litla sviðið)
Fös 9/11 kl. 20:00 Frums. Sun 18/11 kl. 20:00 3. s Sun 25/11 kl. 20:00 5. s
Fim 15/11 kl. 20:00 2. s Fim 22/11 kl. 20:00 4. s Lau 1/12 kl. 20:00 6. s
Ást er einvígi.
Jólaflækja (Litla sviðið)
Lau 24/11 kl. 13:00 1. s Lau 1/12 kl. 13:00 3. s Lau 8/12 kl. 13:00 5. s
Sun 25/11 kl. 13:00 2. s Sun 2/12 kl. 13:00 4. s Sun 9/12 kl. 13:00 6. s
Litrík jólasýning fyrir þau yngstu.
Rocky Horror (Stóra sviðið)
Fim 11/10 kl. 20:00 61. s Lau 20/10 kl. 20:00 63. s Fös 2/11 kl. 20:00 65. s
Fös 12/10 kl. 20:00 62. s Lau 27/10 kl. 20:00
Sing-a-long
Lau 10/11 kl. 20:00 66. s
Besta partýið hættir aldrei!