Morgunblaðið - 10.10.2018, Blaðsíða 36
N o r ð u r - A t l a n t s h a f
G r æ n l
a n d
s h a
f
Norðurhe imskautsbaugur
Vopnafjörður
Þórshöfn
Egilsstaðir
GRÆNLA
Ilulis
Kulu
N
Narsars
GRÆNLAND
Nerlerit Inaat
FÆREYJAR
Tórshavn
45
í .
.
Keflavík
Í S L A N D
Akureyri
Grímsey
Ísafjörður
REYKJAVÍK
ND
sat
suk
uuk
uaq
50 m
ín.
40
m
ín
.
Þegar upp er staðið hefur þú
meiri orku og rýmri tíma til að
gera það sem þig lystir.
airicelandconnect.is
Nýttu tímann
og fljúgðu á vit
ævintýranna
Innanlandsflug
frá 7.680 kr.
aðra leiðina
Hljómsveitin Annes kemur fram á
tónleikum djassklúbbsins Múlans á
Björtuloftum í Hörpu í kvöld kl. 21.
Hljómsveitin var stofnuð fyrir fjór-
um árum og hefur gefið út tvær
plötur, Annes og Frost. Hljóm-
sveitin leikur höfundarverk með-
lima þar sem skautað er frá and-
legri endurspeglun veðrabrigða
norðurslóðanna yfir í pólitíska sat-
íru með umhverfisvitundina að
leiðarljósi, eins og sveitin lýsir því.
Annes heldur tónleika
á Björtuloftum Hörpu
MIÐVIKUDAGUR 10. OKTÓBER 283. DAGUR ÁRSINS 2018
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 641 kr.
Áskrift 6.960 kr. Helgaráskrift 4.346 kr.
Pdf á mbl.is 6.173 kr. I-pad áskrift 6.173 kr.
„Í þessum klefa hafði „óvart“
sprungið klóakleiðsla og gólfið allt í
saurleifum og lyktin svo óbærileg
að okkur lá við uppköstum við það
eitt að sækja draslið okkar til þess
að færa okkur í klefann sem við
höfðum verið í á æfingunum,“ segir
handknattleiksmaðurinn Nökkvi
Dan Elliðason m.a. um aðbúnað í
Evrópuleik í Tyrklandi. »4
Skelfilegur aðbúnaður
í Evrópuleik
ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM
„Þetta er alltaf svona. Þegar vel
gengur þá eru allir til í allt en svo
þegar kemur smámótbyr þá eru það
ekta stuðningsmennirnir sem
mæta. Þetta er bara eðlilegt og fyr-
ir okkur sem leikmenn þýðir ekki að
pæla of mikið í því. En vonandi
vinnum við bara Frakka og þá fer
miðasalan á fullt fyrir
Svissleikinn,“ segir
Emil Hallfreðsson,
meðal annars um
miðasöluna fyrir
leikinn gegn Sviss
en hann ræddi við
Morgunblaðið í
Frakklandi í gær.
Á morgun leikur
Ísland þar vin-
áttuleik við
Frakkland. »1
„Ekta stuðningsmenn
sem mæta í mótbyr“
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Bleiki liturinn verður í aðalhlutverki
í galleríinu Skúmaskoti að Skóla-
vörðustíg 21a í Reykjavík næstkom-
andi föstudagskvöld, þegar þar verð-
ur opið hús
listafólks sem vill
vekja athygli á
baráttunni gegn
brjósta- og leg-
hálskrabbameini.
Þarna verður op-
ið milli kl. 17 og
20 og getur fólk
þá bæði séð og
keypt fallega list-
muni en allt and-
virði þeirra renn-
ur til Krabbameinsfélags Íslands. Á
vettvangi félagsins er nú sem endra-
nær í októbermánuði vakin athygli á
þessum sjúkdómi undir merkjum
Bleiku slaufunnar, sem er árvekni-
og fjáröflunarátak.
Í Skúmaskoti á sér samastað lista-
fólk sem kemur hvert úr sinni átt-
inni og sinnir ólíkum viðfangsefnum.
„Ég er þarna önnur tveggja leirlista-
kvenna en svo eru líka í hópnum
tveir gullsmiðir, þrír fatahönnuðir,
myndlistarkona og svona gæti ég
haldið áfram; alls ellefu manns. Já,
og eins og hjá sennilega öllum hefur
krabbameinið höggvið nærri okkur.
Við í Skúmaskotshópnum eigum vin-
konur sem hafa fengið brjósta-
krabbamein og látist af völdum þess,
þó margar kvennanna sem við
þekkjum hafi líka náð bata,“ segir
Ragna Ingimundardóttir.
Listmunir fyrir málstaðinn
Margt fallegt er nú á boðstólum í
galleríinu á Skólavörðustígnum. Á
sérstöku borði eru munir sem seldir
eru til styrktar málstaðnum, mynd-
list, skartgripir, keramik og fleiri
munir sem allir hafa bleikt ívaf. Með
sölu þeirra hafa nú þegar safnast
400 þúsund krónur, en gera á betur
með samkomunni á föstudags-
kvöldið þar sem boðið verður meðal
annars upp á drykki og bollakökur í
bleikum lit.
„Átaksverkefnið Bleikur október
skilar sínu; konur eru meðvitaðri nú
en áður um að mæta í krabbameins-
leit reglulega,“ segir Sigríður Sólan
Guðlaugsdóttir, kynningarstjóri
Krabbameinsfélags Íslands.
„Árlega greinast um 200 konur á
Íslandi með brjóstakrabbamein en
meira en 90% þeirra ná bata og eða
lifa í lengur en fimm ár eftir að sjúk-
dómurinn greinist. Og frá því að
skipuleg leit að leghálskrabbameini
hófst hér á landi fyrir hálfri öld hef-
ur dánartíðni úr sjúkdómnum lækk-
að um 90%.“
Ná til vinkvennahópa
Sigríður segir að í Bleikum októ-
ber sé að þessu sinni sérstaklega
reynt að ná til vinkvennahópa; það
er að vinkonur hvetji hver aðra til að
mæta til krabbameinsskoðunar og
séu svo til staðar ef einhver þeirra
greinist. Þá sem aldrei fyrr sé þörf á
sterku baklandi eins og sjá megi á
sýningu ljósmynda um þetta efni
sem eru á vefnum bleikaslaufan.is.
Sýningin er einnig uppi í Kringlunni,
Glerártorgi á Akureyri, Krónunni á
Selfossi og í Ráðhúsi Reykjanes-
bæjar.
Morgunblaðið/Eggert
Skúmaskotskonur Frá vinstri; Ragna Ingimundardóttir, Guðrún Kristín Sveinbjörnsdóttir, Heiðrún Jóhanns-
dóttir, Edda Skúladóttir, Edda Dóra Gísladóttir og Margrét Steinunn Thorarensen sem leggja bleiku slaufunni lið.
Baráttan í bleikum lit
Listmunir til sölu í átaksmánuði Krabbameinsfélagsins
Sigríður
Guðlaugsdóttir