Morgunblaðið - 10.10.2018, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 10.10.2018, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. OKTÓBER 2018 Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpigamar.is HAFÐU SAMBAND Búslóðageymsla z Árstíðabundinn lager z Lager z Sumar-/vetrarvörur Frystigeymsla z Kæligeymsla z Leiga til skemmri eða lengri tíma Rannsóknarhópurinn Bellingcat segist hafa fundið rétt nöfn tveggja manna sem eru sakaðir um eiturárás á vegum leyniþjónustu rússneska hersins, GRU, á Sergej Skrípal, fyrrverandi rússneskan njósnara, í enska bænum Salisbury. Rússar neita enn öllum ásökunum um að þeir hafi staðið fyrir árásinni. Bellingcat sagði í fyrradag að ann- ar mannanna héti réttu nafni Alex- ander Míshkín og væri læknir í þjón- ustu GRU. Tveimur vikum áður kvaðst rannsóknarhópurinn hafa komist að því að hinn árásarmaður- inn héti Anatolí Tsjepíga. Vladimír Pútín Rússlandsforseti er sagður hafa sæmt báða mennina æðstu orðu landsins við leynilega athöfn í Kreml árið 2014. Voru í uppreisnarhéruðum Breski blaðamaðurinn Eliot Higg- ins stofnaði vefsíðuna Bellingcat árið 2014 með það að markmiði að birta rannsóknir sem byggjast á borgara- legri blaðamennsku. Hópurinn hefur birt rannsóknir á atburðum á stríðs- svæðum, m.a. á meintum glæpum rússneska hersins og vopnabræðra hans í Sýrlandi og Úkraínu. Bellingcat segist hafa fundið rétt nöfn árásarmannanna með viðtölum við fólk sem þekki mennina tvo, rannsóknum á vegabréfum þeirra og myndum af þeim og fleiri aðferðum sem lýst er á vef hópsins, belling- cat.com. Mískhín er m.a. sagður hafa farið í nokkrar ferðir undir dulnefni á vegum GRU til austurhéraða Úkraínu og héraðsins Transnistríu í Moldóvu þar sem gerðar voru upp- reisnir með stuðningi Rússa. Mönnunum refsað? Að sögn fréttaskýranda breska ríkisútvarpsins vekja niðurstöður Bellingcat spurningar um hversu auðvelt það hafi verið að fletta ofan af meintum útsendurum GRU og grafa undan þeirri fullyrðingu rúss- neskra stjórnvalda að mennirnir tveir hafi aðeins verið ferðamenn og farið til Salisbury í því skyni að skoða kirkjuturn í bænum. Að sögn rússneskra fjölmiðla er Pútín mjög óánægður með frammistöðu leyni- þjónustunnar í málinu og talinn vera að undirbúa hreinsun í leyniþjónust- unni. Að sögn fréttaveitunnar AFP hafa breskir sérfræðingar í öryggis- málum furðað sig á „kostulegu við- tali“ við mennina tvo í rússneska ríkissjónvarpinu RT þar sem þeir sögðust hafa farið til Salisbury vegna þess að þeir hefðu viljað skoða turn dómkirkju bæjarins. Ein kenn- ing breskra leyniþjónustumanna er að Pútín hafi fyrirskipað að menn- irnir færu í sjónvarpsviðtalið til að refsa þeim fyrir að klúðra verkefn- inu og verða uppvísir að árásinni. bogi@mbl.is Rússarnir sem eru sakaðir um eiturárásina á Skrípal Heimildir: Lögreglan/breskir fjölmiðlar/rannsóknastofa breska hersins/BellingcatLjósmyndir: Lögreglan í London Kom til Bretlands undir nafninu Alexander Petrov Anatolí Tsjepíga Alexander Jevgenjevítsj Míshkín Kom til Bretlands undir nafninu Rúslan Boshírov Var sæmdur æðstu orðu Rússlands við leynilega athöfn í Kreml árið 2014 Niðurstöður Bellingcat Sergej Skrípal Atburðarásin í Bretlandi skv. upplýsingum lögreglunnar í London Rannsóknarhópurinn Bellingcat hefur nafngreint tvo menn sem yfirvöld í Bretlandi saka um að hafa reynt að myrða Sergej Skrípal, fyrrverandi rússneskan njósnara, með eitri í enska bænum Salisbury Föstudagur 2. mars 2018 Laugardagur 3. mars Sunnudagur 4. mars Fóru með flugvél til London frá Moskvu, dvöldu í London Voru í tvær klukku- stundir í Salisbury síðdegis, fóru aftur til London Héldu til Salisbury um morguninn, fóru þaðan síðdegis, fóru með flugvél til Moskvu um kvöldið Er ofursti að tign í leyniþjónustu rússneska hersins, GRU Læknir í þjónustu leyniþjónustu hersins Var um tíma skráður til heimilis í höfuðstöðvum GRU í Moskvu þar til í september 2014 Var ofursti í leyniþjónustu rússneska hersins, GRU Gekk á mála hjá bresku leyniþjónustunni MI6 á síðasta áratug aldarinnar sem leið Herréttur dæmdi hann í 13 ára fangelsi fyrir njósnir í þágu MI6 Fór til Bretlands í njósnara- skiptum eftir að þáverandi forseti Rússlands, Dmítrí Medvedev, náðaði hann Fannst meðvitundarlaus í Salisbury ásamt 33 ára dóttur sinni, Júlíu, 4. mars Bresk yfirvöld segja að Skrípal-feðginin hafi veikst skyndilega af völdum tauga- eitursins novítsjok Nöfn árásar- manna birt  Rússar neita enn sök í Skrípal-málinu Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Stjórnvöld í Sádi-Arabíu hafa sam- þykkt beiðni tyrkneskra yfirvalda um að fá að leita í húsakynnum ræðismanns landsins í Istanbúl þar sem sádiarabíski blaðamaðurinn Jamal Khashoggi hvarf í vikunni sem leið. Khashoggi hafði gagnrýnt stjórnvöld í Sádi-Arabíu og segja tyrkneskir embættismenn að grunur leiki á að hann hafi verið myrtur eða að honum hafi verið rænt í byggingu ræðismannsins. Ríkisstjórn Moham- meds bin Salmans, krónprins Sádi- Arabíu, neitar því. Khashoggi hefur meðal annars gagnrýnt hernað Sáda í Jemen og verið í útlegð í Bandaríkjunum frá því í fyrra þegar hann forðaði sér frá Sádi-Arabíu eftir að nokkrir vina hans voru handteknir. Hann hefur skrifað greinar sem hafa verið birtar í The Washington Post, komið fram í arabískum og vestrænum sjónvarps- stöðvum og er með rúmlega 1,6 millj- ónir fylgjenda á Twitter. Sást aldrei fara út Khashoggi fór á skrifstofu ræðis- mannsins í Istanbúl til að sækja vott- orð um að hann væri skilinn við fyrr- verandi eiginkonu sína til að hann gæti kvænst tyrkneskri unnustu sinni, Hatice Cengiz. Hún segist hafa beðið eftir honum fyrir utan bygg- inguna í ellefu klukkustundir og hann hafi aldrei komið út úr henni. Stjórnvöld í Sádi-Arabíu segja að Khashoggi hafi farið út úr skrifstof- unni tæpri klukkustund eftir að hann fór þangað. Tyrkneska lögreglan segir hins vegar að hann hafi ekki sést fara þaðan, eftir að hafa skoðað myndir úr eftirlitsmyndavélum tyrk- neskra öryggisvarða við bygging- una. Tyrknesk yfirvöld hafa krafist þess að Sádar sanni að blaðamaður- inn hafi farið út úr byggingunni. Rannsókn tyrknesku lögreglunn- ar beinist meðal annars að bílum, sem ekið var frá byggingunni, og fimmtán Sádum sem komu til Istan- búl með tveimur einkaflugvélum daginn sem Khashoggi hvarf og fóru þaðan aftur til Sádi-Arabíu síðar um daginn. Að sögn fréttaveitunnar AFP er tyrkneska lögreglan meðal annars að rannsaka þann möguleika að Khashoggi hafi verið rænt og hann hafi síðan verið fluttur úr landi með annarri flugvélanna. Tyrkneskir fjöl- miðlar segjast hafa heimildir fyrir því að lögregluna gruni einnig að Khashoggi hafi verið myrtur á skrif- stofu ræðismannsins og líkið hafi verið sundurlimað og flutt úr landi í ferðatöskum. Stjórnvöld í Sádi- Arabíu hafa sagt að þessar grun- semdir séu „algjörlega tilhæfu- lausar“. Grunur um morð eða mannrán  Tyrkir rannsaka mál útlægs Sáda sem hvarf á skrifstofu ræðismanns AFP Saknað Stuðningsmenn Jamals Khashoggis halda á myndum af honum í Istanbúl, þ.á m. jemenski friðarverðlaunahafinn Tawakkol Karman (t.h.).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.