Morgunblaðið - 10.10.2018, Side 12

Morgunblaðið - 10.10.2018, Side 12
fyrir hluta af efniskaupum. Brúna hannaði og smíðaði Guðmundur Ing- ólfsson, vélvirkjameistari á Iðu, en uppistaða hennar er úr gömlum byggingakrana og undir henni eru öxlar með hjólum. Loftur Jónasson í Myrkholti og rekstraraðili í Árbúðum sá um að smíða timburgólf brúarinnar. Þeir fé- lagar hjálpuðust síðan að við að Í sumar var formlega tekin í notkun ný göngubrú yfir Svartá við Árbúðir á Biskupstungnaafrétti. Brúin mun auðvelda gangandi og hjólandi ferða- mönnum að komast yfir ána þegar farið er á milli Árbúða og Hvítárness. Tilkoma brúarinnar er liður í að vernda viðkvæma náttúru hálendisins og ekki síður liður í þeirri hugsun heimamanna, að stýra umferð ferða- fólks um ákveðnar leiðir svo ekki verði óþarfa álag á viðkvæman gróð- ur á svæðinu. Í ávarpi Helga Kjartanssonar, odd- vita Bláskógabyggðar, kom fram að brúin er algjörlega unnin að frum- kvæði tveggja heimamanna sem láta sér annt um verndun hálendisins. Þeir gáfu alla vinnu sína við verkið en Ferðafélag Íslands veitti styrk koma henni fyrir í ánni, en ekkert rask varð við uppsetningu brúarinnar. Lengd brúarinnar eru 17 metrar en auk þess eru 2 metra landbrýr á hvorum enda. Brúin er á hjólum og verður hún dregin á þurrt land á hverju hausti, því áin bólgnar svo upp af krapa og ís á veturna að yfir- borð hennar getur hækkað um marga metra. Tveir heimamenn gáfu alla vinnu sína við verkið Ný göngubrú yfir Svartá við Árbúðir Nýja brúin vígð Guðmundur Ing- ólfsson, Helgi Kjartansson og Loftur Jónasson. 12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. OKTÓBER 2018 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Þetta er risaverkefni sem viðerum virkilega montin af,því það er allt unnið í sjálf-boðavinnu. Hönnun skilta, textagerð, þýðing, öll keyrsla og upp- setning skilta, en langmest var hand- mokað, til að gera sem minnst jarð- rask. Enginn tók krónu fyrir vinnu sína, en þannig er stemningin hér í sveitinni gagnvart hálendinu, alveg sama hvað stendur til, hvort sem þarf að byggja gistihús, hesthús, salerni eða göngubrú,“ segir Guðrún Magn- úsdóttir, bóndi í Bræðratungu í Bisk- upstungum, en heimamenn þar í sveit í samstarfi við Ferða- og samgöngu- nefnd Landsambands hestamanna- félaga, kortlögðu og merktu reiðleiðir á Biskupstungnaafrétti í sumar. „Þetta á upphaf sitt í því að við Loftur Jónasson frændi minn, sem hefur verið skálavörður árum saman á afréttinum og gjörþekkir allar að- stæður þar innfrá, við fórum í að skoða ástand reiðleiða vegna vinnu við nýtt aðalskipulag Bláskógabyggð- ar og komumst að því að sums staðar þurfti að breyta reiðleiðum. Eðlilega gerði Landsamband hestamanna at- hugasemd við sumar af tillögum okk- ar því þeir höfðu áhyggjur af því að við værum að loka sumum reiðleið- um. En við hittumst á fundi og allir voru að lokum sammála um hvernig þetta ætti að vera, það þyrfti að koma betri upplýsingum til fólks og merkja reiðleiðir betur svo fólk átti sig á hvernig best er að ferðast þarna um.“ Guðrún segir að Landssamband hestamanna hafi kostað framleiðslu skiltanna, tæpar 2 milljónir, en það var eini útlagði kostnaðurinn, því öll önnur vinna var unnin af heimamönn- um og Ferða- og samgöngunefnd LH í sjálfboðavinnu. „Fjögur stór upplýs- ingaskilti voru sett upp í Árbúðum, við Fremstaver, í Svartárbotnum og inn í Sóleyjardal. Á þeim skiltum eru kort og texti um staðinn, upplýsingar og öryggisatriði. Öðrum megin á ís- lensku en hinum megin á ensku, svo þetta nýtist öllum vel sem fara um há- lendið. Auk þess voru gerðir fimmtán vegprestar, minni skilti með 42 veg- vísum samtals. Sá sem er syðst er við Gullfoss en svo rekja prestarnir sig upp allan afrétt alveg inn að Hvera- völlum. Þetta er reiðveganet, eins- konar stikur eða vörður sem vísa í ýmsar áttir. Aðalsnilldin er að á hverjum staur er númer sem eru tengd neyðarlínunni í gegnum Landssamband hestamanna. Hver einasti staur er því hnitsettur í kor- tasjá LH og þannig beintengdur við neyðarlínuna. Ef fólk villist, slasast eða eitthvað kemur fyrir, hvort sem viðkomandi er gangandi, ríðandi, hjólandi eða keyrandi, er hægt að staðsetja það í gegnum þetta númer.“ Mörg hundruð heyrúllur á ári Guðrún er fædd og uppalin á Kjóastöðum í mikilli nálægð við há- lendið og lætur sig það miklu varða og hefur sjálf unnið heilmikið við upp- byggingu þar og uppgræðslu. „Landgræðslufélag Biskups- tungna var formlega stofnað fyrir 24 árum en samstarfið við Landgræðslu ríkisins hefur staðið allt frá því árið 1970, og verið afar farsælt. Bændur og aðrir hér búsettir hafa í þessa ára- tugi lagt gríðarlega mikið af mörkum, til dæmis farið með mörg hundruð heyrúllur inneftir á hverju ári og tætt þær niður í sárin á rofabörðum til að loka þeim, eða dreift þeim yfir auðnir. Í þetta fer mikill tími og vinna, en þetta er aldrei kvöð, fólk gerir þetta með ánægju. Þó fyrirhöfn sé og kostnaður. Sama er að segja um girð- ingarvinnu og áburðardreifingu, allt vinnur fólk að mestu leyti í sjálfboða- vinnu, fúslega. Áhuginn fyrir hálend- inu er gríðarlegur í sveitarfélaginu, enda er þetta sameining fyrir okkur sem hér búum og hluti af sjálfsmynd fólks. Við erum stolt af hálendinu okkar og förum gjarnan þangað með gesti til að sýna þeim fegurðina sem þar ríkir. Hálendið hefur búið til dýr- mæta menningu í sveitunum, fjall- ferðir, smalamennsku, réttir, sagnir, kvæði og ljóð.“ Vilja skattgreiðendur borga? Guðrún segir að ef áform um miðhálendisþjóðgarð og þjóðgarða- stofnun verði að veruleika muni allt skipulags- og framkvæmdavald flytj- ast úr höndum heimamanna. „Við heimamenn munum þá ekki hafa neitt um það segja hvað verður gert þarna innfrá, og þá mun ríkið væntanlega taka yfir öll þessi verk- efni sem við höfum verið að vinna í þessa áratugi. Þá er nú eins gott að landsmenn átti sig á því að þá leggst allur slíkur kostnaður á skattgreið- endur. Við eigum erfitt með að skilja hvers vegna ríkið vill taka af okkur þessi verkefni sem við vinnum svo mörg í sjálfboðavinnu. Hvað heldur fólk að til dæmis þessi skiltavinna hefði kostað í höndum ríkisins? Eru landsmenn tilbúnir til að borga fyrir það dýrum dómum?“ segir Guðrún og bætir við að reistar hafi verið gesta- stofur í tengslum við Vatnajökuls- þjóðgarð, en þær hafi farið tugi millj- óna framúr áætluðum byggingar- kostnaði. „Við viljum ekki skipta á hálendinu okkar fyrir gestastofur. Það var lítil gestastofa við Gullfoss, Sigríðarstofa, sem ríkið rak, en henni var lokað af því ríkið treysti sér ekki til að reka hana.“ Mun bitna á ferðafólki Nýlega var haldinn fundur í Ár- nesi í Gnúpverjahreppi með heima- mönnum og þverpólitískri nefnd um stofnun miðhálendisþjóðgarðs. „Þar var húsfyllir og mikil and- staða kom þar skýrt fram, afgerandi afstaða heimamanna. Ég spurði hvort sveitarfélögin fengju einhverju um það ráðið hvort þau færu inn í þessa framkvæmd þjóðgarðs, hvort alfarið yrði tekið af okkur þetta vald eða hvort við gætum sagt nei. Ég spurði hvort yrði tekið mark á okkur, skoð- un sveitarfélaga. Ég fékk þau svör frá Steingrími J. Sigfússyni að auðvitað fengjum við að ráða þessu. En ég er ekki viss um að nokkur maður trúi því, en þetta sagði hann og allir voru vitni að því. En þegar ég spurði hver kæmi til með að ráða hvernig þjóð- garðurinn yrði flokkaður, þá svaraði hann: „Þið munuð gera það,“ en bætti svo við: „Til að byrja með.“ Við getum ekki treyst slíkum svörum,“ segir Guðrún og bætir við að hún hafi heyrt í fólki í sveitunum í kring og líka fyrir norðan, og það séu allir á móti þjóð- garðshugmyndinni, eins og þetta er sett upp núna. „Þetta mun bitna á þeim sem ferðast um hálendið, því það verður hnignun, það er klárt mál, á allri aðstöðu og þjónustu. Við viljum fá að halda áfram að vinna í sátt við ferðaþjónustuaðila, útivistarsamtök, landgræðsluna og fleiri við að halda þessu svæði og þjónustunni þar eins góðri og hún er. Við viljum hafa eitt- hvað um það að segja hvernig við byggjum okkar nærsamfélag,“ segir Guðrún og bætir við að hún hafi kynnt sér Vatnajökulsþjóðgarð og komið hafi fram að þar sé víða pottur brotinn í rekstri og innviðauppbygg- ingu. „Það virðist ekki vera til fjár- magn til alls sem þarf að gera í þeim þjóðgarði. Okkur heimamönnum hef- ur tekist að reisa með litlum tilkostn- aði þrjá veglega fjallaskála og hest- hús á okkar afrétti, í Árbúðum, Fremstaveri og Gíslaskála, sem öll eru með vatnssalernum. Mikið var unnið í sjálboðavinnu og einstakl- ingar gáfu að hluta efniskostnaðinn. Öllu því fólki sem fer um afréttinn stendur til boða að nýta þessa góðu aðstöðu og þjónustu.“ Uppsetning Fyrir langflestum skiltunum var handmokað og tók það sinn tíma. Hér eru bræðurnir Ólafur og Egill Jónassynir, frændur Guðrúnar, að grafa fyrir einu af mörgum skiltum og harla ánægðir þegar upp var komið. Allir fúsir til að leggja sitt af mörkum Tungnamenn hafa í ára- tugi lagt kostnað og ómælda vinnu í að skapa góða aðstöðu á afrétti sínum og við uppgræðslu. Þeir vilja ekki að ríkið taki yfir sjálfboðavinnu- verkefni þeirra. Hestakona Guðrún Magnúsdóttir fjallkóngur á góðum degi með reiðskjóta sínum, HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.