Morgunblaðið - 10.10.2018, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 10.10.2018, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. OKTÓBER 2018 ✝ Erna Arnarfæddist í Nes- kaupstað 21. september 1930. Hún lést á hjúkrunarheimil- inu Ísafold 20. september 2018. Foreldrar henn- ar voru Bernhard E. Björnsson Arn- ar kaupmaður og Rannveig Þór- arinsdóttir Arnar. Erna lauk prófi frá Kvenna- skólanum í Reykjavík og vann eftir það við skrifstofustörf þar til hún gekk í hjónaband og varð þá heimavinnandi þar til börnin uxu úr grasi. Börn Ernu eru Rannveig, Bern- hard Örn og Há- kon. Erna stofnaði og rak Myndamót hf. með eigin- manni sínum, Páli Vígkonarsyni. Erna var félags- maður Kven- félagsins Hringsins lengst af og tók þátt í mörgum nefndar- störfum. Útför fer fram frá Garða- kirkju í dag, 10. október 2018, klukkan 13. Það er svo margt sem ég get sagt um ömmu mína. Hún hafði óviðjafnanlegan styrk. Hún var svo falleg og greind. Ávallt tignarleg og umhyggjusöm. Hún var matríarkur fjölskyld- unnar, leiðtogi í samfélaginu, og var full af lífskrafti. Jafnvel eft- ir að hún varð líkamlega veik- burða, þá sýndi hún mikinn styrk. Hún miðlaði vísdómi til nánast allra sem urðu á vegi hennar og lærði ég mikið af henni og því fordæmi sem hún setti. Ég á erfitt með að lýsa því hversu þakklát ég er fyrir það stóra hlutverk sem hún lék í mínu lífi. Ég get kannski best útskýrt þakklæti mitt með því að deila bréfi sem ég byrjaði að skrifa til hennar tveimur dögum eftir að hún féll frá. Bréfið var mín tilraun til að takast á við þá erfiðu staðreynd að ég gat ekki hitt hana áður en hún hvarf á braut. Elsku amma, þú hjálpaðir að móta mig að þeirri manneskju sem ég er í dag og ég vil þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyr- ir mig og fjölskyldu okkar. Mér þykir það sárt að ég gat ekki verið hjá þér þegar þú yfirgafst þennan heim vegna þess að þú varst alltaf til staðar fyrir mig þegar á reyndi. Ég velti því fyr- ir mér hvort tilfinningar þínar í lokin hefðu verið svipaðar þeim sem ég upplifði þegar ég beið eftir að fæða síðari son minn. Ég var hrædd við hið óþekkta, en ég vissi að fæðing var óhjá- kvæmileg, og henni fylgdi sárs- auki og óvissa, en að ég myndi finna til innri friðar að fæðingu lokinni. Þú hvarfst á braut í sömu viku og Troy Arnar fædd- ist. Ég upplifði hringrás lífsins á fáeinum dögum, og að þrátt fyrir þá ólgu sem henni fylgdi, þá fylgdi líka innri friður. Þú sýndir okkur hvernig á að lifa með reisn og virðingu, jafn- vel við erfiðustu aðstæður. Þú kenndir okkur öllum hvað skil- yrðislaus ást er. Nærvera þín geislaði ávallt hlýju, jákvæðum bylgjum, og engum leið sem óvelkomnum í návist þinni. Ást sú sem þú barst til afa setti full- komið fordæmi um þann grunn sem ber uppi hamingjusamt hjónaband. Það var mikill heið- ur að geta verið vitni að bæði þeirri djúpu ást og vináttu sem þið báru hvort til annars. Það hjálpar til við að létta þeirri sorg sem fylgir fráfalli þínu að vita af því að afi bíður þín hin- um megin. Ást sú sem þú barst til barna þinna setti fullkomið fordæmi fyrir því hvað er að vera frábær móðir. Sú endalausa ást sem þú sýndir barnabörnum þínum setti annað fordæmi um mikil- vægi ástar og umhyggju í ham- ingjusamri tilveru. Takk fyrir að vera þú sjálf. Þakka þér fyrir að setja okkur öllum fordæmi um hvað það þýðir að vera óhrædd við að sýna óhefðbundið og sjálfstætt hugarfar. Þú ferðaðist út um allan heim með hamingju- sömum anda óvæntra ævintýra. Andi sem var ávallt með þér, jafnvel þegar þú heimsóttir mig í Kaliforníu í fyrrahaust á háum aldri. Þú varst hugrökk, óhrædd. Hæfileikar og náð geisluðu frá þér á hverri stundu, sem vekur undrun mína enn til þessa dags. Ég mun hitta þig og afa á ný og þangað til er ég þakklát þér fyrir allar þær stundir sem við áttum sam- an. Ég elska þig meira en allar stjörnur himinsins. Þar til við hittumst á ný. Ást og hlýja, Shireen Maria. Elsku amma, það voru dapurlegar fréttir sem mamma færði mér um miðnætti 20. september er hún tilkynnti mér andlát þitt. Það var alltaf svo notalegt og gaman að heimsækja þig, hvort sem það var nú undir það síð- asta eða í Sjálandið og að sjálf- sögðu í Aratúnið. Það er mér mjög minnisstætt hversu spennt við systkin vorum sem börn þegar planað var að heim- sækja ykkur afa í Aratúnið. Það var ekki að ástæðulausu þar sem hjá þér var allt til alls fyrir okkur krakkana. Betri gest- gjafa er ekki hægt að hugsa sér. Ég á margar góðar minning- ar um samveru okkar, hvort sem það voru ferðir á golfvöll eða gestrisni ykkar afa þegar ég fékk að búa hjá ykkur í Ara- túninu eða síðar þegar ég var við nám í Svíþjóð og ég fór að hitta ykkur afa í Kaupmanna- höfn. Þar fórst þú með okkur bræður í Jónshús, út að borða og í skemmtilegan göngutúr þar sem þú fræddir okkur um töfra borgarinnar. Ég á ótal fleiri góðar minn- ingar um þig, elsku amma mín. Ég þakka þér fyrir allan þann tíma sem við áttum saman. Guð veri með þér og varðveiti þig. Þinn dóttursonur, Sveinn Júlíus. Þegar ég, stráksnáði að vestan, flutti í Silfurtúnið í Garðabæ var stór frændgarður, fæddur upp úr 1930, búsettur á höfuðborgarsvæðinu. Nágrann- ar okkar í Aratúninu, þau Páll frændi Vígkonarson og Erna, bárust eilítið meira á en aðrir. Dæmigerð um ameríska draum- inn, byggðu upp fyrirtæki sitt, Myndamót, af dugnaði og fram- sýni. Um miðjan aldur gaf frændi mér kost á að ganga í Odd- fellow-regluna sem var mitt gæfuspor. Hann átti þar glæst- an feril og vann okkar mann- úðarstarf af kostgæfni. Erna valdi sér annan vettvang, Kven- félagið Hringinn, og lagði þar stóran skerf til Barnaspítalans. Í seinni tíð umgengumst við Ás- dís þau töluvert og kynntumst þar hinni einlægu og ráð- deildarsömu konu. Hún var ekki einungis veitandi, heldur kunni hún að þiggja, en það er ekki síður mikilsverður eiginleiki. Vissulega stjórnsöm, en bar virðingu fyrir öðrum, en ekki síst sjálfri sér. Ávallt vel tilhöfð og til þess var tekið að alla tíð, einnig þau mörgu ár sem þau bjuggu tvö, lagði hún ávallt á borð í stofu. Á golfmótum hafði hún skipt um föt áður en sest var til borðs að kvöldi. Það er sjónarsviptir að þess- um heiðurshjónum. Það má segja að hún hafi lokað golf- hringnum, þegar hún dvaldi fá- eina daga undir lokin á Ísafold, í hlaðvarpanum að heimili þeirra. Við sjáum fyrir okkur þegar Páll tekur á móti henni. Allt skal með myndarbrag, hann víkur sér að Sankti Pétri og fær lánaðan hjá honum stóran búkett til að gleðja Ernu sína. Saman leiðast þau í átt að sólar- laginu. Hafið þökk fyrir allar góðu stundirnar, fjölskyldu og vinum vottum við hluttekningu okkar. Ásdís og Össur. Elsku Erna. Í dag kveð ég þig hinstu kveðju. Við höfum þekkst í hartnær 50 ár og verið ná- grannar í Aratúninu í 40 ár. Það er langur tími. Nágrennið í Aratúninu var gott, margt gott fólk í kringum okkur. Eftir að Erna flutti sig um set í Garðabæ varð samband okkar ennþá nánara. Við töl- uðum saman í síma nánast dag- lega. Fórum í bæinn saman, á kaffihús eða út að borða. Erna var höfðingi heim að sækja, veisluborðin hennar voru rómuð og vel tekið á móti manni þegar maður rak inn höfuðið Erna var sátt við lífið og hún sagði stundum að nú væri kom- ið nóg. Ég þakka þér, Erna mín, fyrir allar góðu stundirnar. Þín vinkona, Birna. Mér þykir vænt um að geta með nokkrum orðum, minnst góðrar vinkonu sem ég hef að- stæðna minna vegna, því miður ekki getað sinnt eins og ég hefði óskað, nú undanfarið. Kynni okkar Ernu spanna nokkuð langan tíma en eigin- menn okkar, Páll Vígkonarson, sem nú er látinn, og Ásgrímur Jónasson, áttu góða tengingu gegnum bræðralag Oddfellow- reglunnar. Árið 1996 bauðst Erna til að mæla með mér til starfa í kvenfélaginu Hringnum þar sem við höfum síðan átt margar góðar stundir saman við störf og félagslíf og styrkti það enn betur vináttu okkar. Skömmu fyrir aldamótin keypt- um við Ásgrímur hús í smíðum. Seljandi hússins stóð ekki við samninga um afhendingu, en það varð til þess að við urðum húsnæðislaus um tíma. Páll og Erna brugðust heldur betur vel við þessum aðstæðum okkar og buðu okkur að brúa þetta bil í lítilli íbúð í húsi sínu. Þessi tími sem þarna tók við var gefandi og skemmtilegur. Þarna bjugg- um við saman, rétt eins og ein samhent fjölskylda. Málsverðir voru sameiginlegir og sá Erna að mestu um þá. Kvöldstund- irnar liðu oftast við létt rabb um daginn og veginn. Við lékum saman golf á hinum nýja fallega golfvelli Oddfellowreglunnar í Urriðavatnsdölum, en þar höfð- um við öll örlítið lagt hönd á plóginn við undirbúning. Erna mín. Nú er lífsganga þín á enda. Ég þakka þér innilega fyrir þær stundir sem við nutum saman. Far þú í friði. Vert þú sæl, mín kæra Erna Arnar, ég þakka okkar, saman leiðir farnar. Tímans rás, hún telur okkar stundir, er töltum saman okkar koppagrundir. Þórey Sveinbergs. Erna Arnar Ástkær dóttir mín, systir okkar og mágkona, stjúpmóðir og frænka, MARÍA GUÐNADÓTTIR tölvu- og kerfisfræðingur, Sóltúni 28, lést 20. september á gjörgæsludeild Landspítalans. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Edda Magnúsdóttir Dagný Guðnadóttir Brynjólfur Jónsson Selma Guðnadóttir Karl I. Rosenkjær Jón Ólafur Guðnason Edda Ýr Guðnadóttir Árni Davíðsson Bergljót Gyða Guðmundsdóttir Kolbrún María Guðmundsdóttir Kristján Páll Guðmundsson og frændsystkin Ástkær sonur minn og bróðir, ÁSGEIR EINAR STEINARSSON, Bugðulæk 2, Reykjavík, lést á hjartadeild Landspítalans laugardaginn 6. október. Útför auglýst síðar. Steinar Freysson Jón Freyr Steinarsson Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÚN HELGA GÍSLADÓTTIR, Krummahólum 6, Reykjavík, lést á Vífilsstöðum föstudaginn 28. september. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Valgerður Hjartardóttir Sigurður Jón Hjartarson Þórunn Óskarsdóttir Kristín Jórunn Hjartardóttir Egill Eðvarðsson börn og barnabörn Elsku hjartans mamma okkar, tengdamamma, amma, dóttir, systir, mágkona og frænka, INGIBJÖRG ÆVARSDÓTTIR, Miklagarði, Eyjafjarðarsveit, lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi mánudaginn 1. október. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 15. október klukkan 10.30. Ólafur Haukur Arnarson Sunna Valdimarsdóttir Heiðbjört Arnardóttir Grímur R. Lárusson Telma Rós Ingibjargardóttir Hafþór A. Sigrúnarson Hallgrímur Ævar Kristjáns. Heiðbjört Hallgrímsdóttir Ævar Kristinsson Hallgrímur Ævarsson Hrönn A. Björnsdóttir ömmubörn og frændsystkini Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐMUNDUR JÓHANN EMILSSON frá Stíflu í Landeyjum, lést 20. júlí Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Hanna Björk Guðmundsd. Jóhann Emil Guðmundsson Erika Gustafsson Brynjar Þór Guðmundsson Emelie Olsson Elvar Ingi Guðmundsson og barnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, SIGMAR KARL ÓSKARSSON, Grænumörk 2, Selfossi, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands fimmtudaginn 4. október. Útförin fer fram frá Þykkvabæjarkirkju föstudaginn 12. október klukkan 14. Ingimunda G. Þorvaldsdóttir Katrín Sigmarsdóttir Örn Tryggvi Gíslason Sólveig Sigmarsdóttir Anna Snædís Sigmarsdóttir Snorri Þórisson Þorvaldur Nóason Anne Strøm Jón Sólberg Nóason Steinunn Geirmundsdóttir Hulda B. Nóadóttir Eiríkur Jónsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, BENEDIKT HANS ALFONSSON, skólastjóri Siglingaskólans, Vatnsholti 8, Reykjavík, lést á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Grund laugardaginn 29. september. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 15. október klukkan 13. Katrín Jónsdóttir Guðleif Hlíf Benediktsdóttir Jan Lönnqvist Jón Atli Benediktsson Stefanía Óskarsdóttir Kristín Benediktsdóttir Jón Pétur Friðriksson Anna Þóra Benediktsdóttir Helgi Benediktsson María S. Norðdahl Kjartan Benediktsson Lísa Anne Libungan og barnabörn Ástkær eiginmaður minn og besti vinur, faðir okkar, sonur og afi, ODDUR MAGNI GUÐMUNDSSON, andaðist 3. október á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja. Útför verður frá Landakirkju Vestmannaeyjum föstudaginn 12. október klukkan 13. Auður Finnbogadóttir Bergvin Oddsson Hafsteinn Oddsson Rósa Oddsdóttir afabörn og fjölskyldur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.