Morgunblaðið - 10.10.2018, Blaðsíða 11
þjónustufyrirtækinu Netheimum, um
árabil og hefur yfirvöldum gengið
treglega að komast í þá þrátt fyrir leit-
arheimildir.
Jón Ásgeir og starfsmenn Glitnis
virðast meðvitaðir á vordögum 2008
um að hlutur Jóns Ásgeirs úr Aurum-
málinu muni greiða yfirdrátt hans hjá
bankanum. Pálmi heldur hins vegar að
hann sé að lána Jóni Ásgeiri milljarð
gegn skuldabréfi í Þú Blásól ehf., enda
segir það í samningi þeirra sem gerður
er tveimur dögum eftir að lánið er
undirritað. Það er einnig á vordögum
2008 sem verðmat á Aurum fer á flakk
og hækkar matið á hlut Pálma í Aur-
um gríðarlega á örfáum mánuðum.
Saksóknari hefur reynt að sýna fram á
að Jón Ásgeir hafi beitt þrýstingi á
Bjarna og Lárus Welding til að þrýsta
á um að Aurum-lánið yrði veitt með
sex milljarða króna verðmati á hlut
Pálma en Jón Ásgeir var sem fyrr seg-
ir sýknaður í héraðsdómi.
Öll mál PH vegna Stím gerð upp
Hinn 2. maí 2008 sendir Jón Ásgeir
tölvupóst á Gunnar Sigurðsson, fyrr-
verandi forstjóra Baugs, sem ber titil-
inn „3 erfið mál frá lot to go“. Þar er í
5. lið mál sem heitir Fons: „a) Gold-
smith Glitnir kaupir 4 mia. i. 1,2 verða
á escrow þangað til sölu lýkur. ii. 0,8
fer inn á skuldir hjá GLB. iii. 2,2 fer til
FONS iv. 0,4 munu koma aftur inn í
bankann vegna minna mála. v. Net out
flow 1,8 góð trygging. vi. Og þeir fá
GBP þegar sala á sér stað.“
Hinn 5. maí 2008 rétt eftir miðnætti
sendir Gunnar póst til Lárusar með til-
lögu um hvernig standa eigi að málum:
„Sæll Lalli, Í framhaldi af fundi í dag,
þá er meðfylgjandi stutt update á Aur-
um-tölum. Tillagan er eftirfarandi:
Glitnir kaupir hlut PH [Pálma Har-
alds] í Aurum á 6 makr. (c.40m).
Tryggingagöt PH uppá 3.0 makr gerð
upp. Aðrar skuldbindingar PH uppá
0.8 makr gerðar upp. PH fær 2.2 makr
í cash. Með þessu eru gerð upp öll mál
vegna PH og Stím og allar skuldbind-
ingar PH við Glitni eru þá komnar í
lag.“
Þessi póstur er áframsendur af Atla
Rafni Björnssyni fyrir hönd Lárusar
til Bjarna. „Lalli vill gjarnan að þú
skoðir þetta mál frekar. Hans fyrstu
viðbrögð voru að ekki gangi að láta PH
fá svona mikið cash. Max 1 makr. Sem
færu þá til niðurgreiðslu á skuldum við
GLB [Glitni]. Eins nefndi RMT [Rós-
ant Már Torfason] að við þurfum að
gæta okkur á að bæta ekki mikið meir
við af óskráðu equity enda hefur það
box vaxið hraustlega hjá bankanum
undanfarið. Kv. Atli Rafn.“
Einar Sigurðsson hjá Glitni sendir
Einari Erni Ólafssyni, framkvæmda-
stjóra fjárfestingarbankasviðs Glitnis,
póst um sama efni þar sem hann segir:
„Ég vildi láta Daða [Hannesson] verð-
meta fyrst ef verðið sem PH vill fá er
langt frá því sem okkur finnst eðli-
legt.“ Þá kemur einnig fram í þeim
pósti að Bjarni sé að fara að hitta Jón
Ásgeir í New York daginn eftir „til
þess að hlusta á hugmynd að lausn“ á
þessum málum.
Hinn góði eigandi Glitnis
Hinn 22. maí 2008 sendir Jón Ás-
geir póst á Lárus Welding og Bjarna
með verkefnalista um þau mál sem
hann vill að verði kláruð. Efst á þeim
lista er „Goldsmith v Fons“ sem Glitn-
ir þarf að klára í vikunni samkvæmt
póstinum. „Sælir. Þetta eru málin
nenni ekki að bögga ykkur á hverjum
degi með þessu enda ætlast ég til að
CEO þessara félaga vinni sín mál ef
við komum þessum málum frá þá er
borðið mitt hreint. Annars kannski
best að ég verði starfandi stjórnar-
formaður GLB:).“
Í skýrslutöku hjá sérstökum sak-
sóknara 4. júlí 2011 las saksóknari upp
þennan tölvupóst fyrir Jón Ásgeir sem
neitaði að tjá sig um hann en minnti þó
saksóknara á að gleyma ekki broskall-
inum: „[…] hann hefur nefnilega
gleymst svo oft.“
Lárus Welding áframsendir verk-
efnalista Jóns Ásgeirs á m.a. Einar
Örn, Magnús Arnar og Bjarna og seg-
ir: „Maggi Bjarni þið verðið að búa til
lánamál úr efstu tveimur málunum
þarna [Goldsmith v. Fons] og taka
þetta fyrir.“
Það líða ekki nema 25 mínútur
þangað til Einar Örn sendir póst og
tekur fram að verðið á Goldsmith sé
ekki í neinu samræmi við verðmat og
ritar hann Lárusi: „Mér finnst hinn
góði eigandi okkar aðeins setja þig í
erfiða stöðu með þessum mail. Gold-
smith er t.d. virði 1,5 en ekki 4,0
o.s.frv. En ég geri allt sem þú segir
mér að gera. Kv. Einar.“
Lárus svarar morguninn eftir og
segir: „Þetta eru bakhjarlarnir sem
ýta manni út af brúninni … en verðum
að hugsa í lausnum.“
Í dómi héraðsdóms frá 2016 hafnar
Lárus Welding því algjörlega að hafa
látið undan fortölum eða þrýstingi af
hálfu Jóns Ásgeirs. Spurður um þessi
tölvupóstssamskipti við Einar Örn
viðurkenndi hann fyrir dómi að tilvís-
unin í bakhjarla sem ýttu manni fram
af brúninni væri vísun í Jón Ásgeir.
Hann neitaði því að þarna væri um
þrýsting að ræða og væri pósturinn
settur fram í hálfkæringi.
Þá voru Lárus Welding og Jón Ás-
geir í nær daglegum símasamskiptum
á þessu tímabili. Símtalalisti milli
þeirra tveggja sem embætti sérstaks
saksóknara tók saman og Morgun-
blaðið hefur undir höndum sýnir m.a.
179 símtöl og sms þeirra á milli frá 2.
febrúar til loka ágúst 2008. Sérstakur
saksóknari spyr Lárus Welding í
skýrslutöku hvort 72 símtöl og sms í
einum mánuði teljist ekki frekar mikil
samskipti við Jón Ásgeir. Lárus svarar
að sér finnist þau ekki hafa verið það
mikil og hann hafi rætt miklu oftar við
Jón Sigurðsson, stjórnarmann í Baugi,
en þeir voru einnig í nær daglegum
samskiptum á þessum tíma. Þá er Lár-
us einnig spurður af hverju Jón Ásgeir
sé að berjast svona mikið fyrir hönd
Fons og hvort það sé vegna þess að
Fons skuldaði Jóni Ásgeiri peninga.
Segist Lárus ekki muna það. Pálmi
segir einnig í sinni skýrslustöku að
hann viti ekki af hverju Jón Ásgeir sé í
viðræðum við Gunnar og Lárus um sín
mál en Jón Ásgeir fékk t.d. hinn 15.
júní 2008 sendar fjárhagsupplýsingar
Fons hf. frá Bjarna. Hér ber að taka
fram að Jón Ásgeir sat aldrei í stjórn
Fons hf. né hafði hann prókúru fyrir
félagið. Glitnir sendir hins vegar Jóni
Ásgeiri tvö viðhengi með öllum fjár-
hagsupplýsingum um Fons hf. frá
byrjun júní: „[…] Mér finnst algjörlega
galið að Bjarni Jóhannesson sendi …
varst þú ekki að segja að Jón hafi feng-
ið þetta?“ segir Pálmi í skýrslutöku
sinni 2011 þegar saksóknari sýnir hon-
um tölvupóstinn og viðhengin um fjár-
hagsupplýsingar Fons hf. Hann þver-
tekur fyrir að hafa gefið Bjarna
heimild til að senda Jóni þessar upp-
lýsingar en erfitt er að sjá annað en
hér sé um brot á bankaleynd að ræða.
Millfært samdægurs á Jón
Meðal þess sem notað var til að
hækka verðmat á hlut Fons í Aurum
voru drög að samningi við skartgripa-
félagið Damas, þrátt fyrir að orðrétt
segi í þeim samningi að hann sé ekki
lagalega bindandi og aðilar að honum
eigi að miða við að skrifa undir alvöru-
kaupsamning fyrir 31. júlí 2008. Þar er
verðmat félagsins 100 milljónir punda.
Í skýrslutöku Jóns Ásgeirs 4. júlí
2011 leggur hann fram upplýsingar
um að verðmæti félagsins árið 2011 sé
180 til 220 milljónir punda. Bendir Jón
Ásgeir ítrekað á það verðmat í skýrslu-
töku sinni. Spyr saksóknari m.a. hvort
ekki sé búið að afskrifa fullt af skuldum
félagsins síðan 2008 en Jón Ásgeir
heldur sig við að hefði Glitnir viðhaldið
hlut sínum í félaginu hefði það fengið
allan peninginn til baka.
Hinn 6. júlí 2008 virðist vera komin
mynd á hvernig staðið verður að lána-
málum vegna Aurum og sendir Bjarni
póst á Lárus Welding sem segir: „Ok
þetta verður þá svona. Bréfin keypt á
6 ma inn í FS28. GLB eignast call á
FS28 á 1 kr. Stím-lán greitt upp, ca.
2,75 ma og Fons afsalar sér kröfunni á
FS28. Seljandi fær 2 ma greidda út
[…].“ Lárus svarar daginn eftir að
hann sé sáttur við þetta og er þetta
síðan teiknað upp innan bankans.
Hinn 10. júlí 2008, sendi Einar Örn
póst á Lárus sem bar titilinn „Gold-
smith“ þar sem hann skilur ekki af
hverju er verið að fara í þessa lánveit-
ingu en þar segir: „Verd ad vidur-
kenna ad eg skil ekki af hverju vid lan-
um ekki palma 2 ma. kr, til ad koma
fyrir a cayman, adur en hann fer a
hausinn, I stad thess af fara i alla
thessa goldsmith aefingu“
16. júlí 2008, daginn sem lánssamn-
ingur er undirritaður, spyr Árni Hrafn
Gunnarsson, lögfræðingur í fyrir-
tækjaráðgjöf Glitnis, hvar eiganda-
áhættan liggi fram að sölu og hvort
bankinn vilji ekki frekari tryggingar
fyrir því að Damas-samningurinn
gangi eftir. Bjarni svarar Árna daginn
eftir að „2 ma verða greiddir inn á
reikning Fons í Glitni […] við vitum að
heilmingurinn á að enda inni á reikn-
ingi í Glitni og viljum fá heimild Fons
um að millifæra þann hluta inn á þann
reikning“.
Hinn 21. júlí 2008 er lánið greitt út
og fara tveir milljarðar inn á reikning
Fons. Bjarni sendir seinna sama dag
póst á Pálma: „Sæll Pálmi. Viltu stað-
festa heimild Glitnis á millifærslu af
reikningi Fons hjá Glitni […] að fjár-
hæð 1.000.000,000,-, inn á reikning […]
eigandi JÁJ.“
Samþykkir Pálmi þetta og segir:
„Enda vorum við að kaupa skuldabréf
af Blásól fyrir sömu upphæð.“
Reikningurinn sem um ræðir er sá
sami og Jón Ásgeir hafði fengið yfir-
drátt á allt árið 2008. Stóð yfirdráttur
hans í -704.916.008 kr. 21. júlí 2008
þegar millifærslan átti sér stað.
Hið dularfulla skuldabréf sem Pálmi
taldi sig eiga á Þú Blásól fékkst aldrei
greitt en 18. nóvember 2008 eru til-
kynntar til fyrirtækjaskrár breytingar
á stjórn Þú Blásól ehf. og stígur Jón
Ásgeir úr stjórn félagsins og er pró-
kúruumboð hans afturkallað.
Lánardrottnar Aurum tóku yfir fé-
lagið og hlutafé þess var fært niður í
eitt sterlingspund árið 2009 og árið
2010 fara fram húsleitir vegna málsins.
Hinn 15. febrúar 2011 er FS38 ehf.
sett í gjaldþrotaskipti og 6. janúar
2012 finnast engar eignir í þrotabúi fé-
lagsins. Ákæra af hálfu embættis sér-
staks saksóknara var gefin út 12. des-
ember 2012 og hefur málið farið fram
og til baka í réttarkerfinu síðan þá.
Niðurstaða í Landsrétti er væntanleg
en sem fyrr segir voru Lárus Welding
og Magnús Arnar sakfelldir fyrir um-
boðssvik í héraðsdómi 2016. Jón Ás-
geir var sýknaður af kröfum ákæru-
valdsins um hlutdeild í brotum þeirra.
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. OKTÓBER 2018
Aurum Holding Lárus Welding og Jón Ásgeir mæta í Landsrétt árið 2018.
Saksóknari Ólafur Þór Hauksson saksóknari ber gögn málsins inn í dómsal.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
í miðri lausafjárkrísu
Bankastræti 6 – sími 551 8588 – gullbudin.is
Úrval af íslenskri hönnun
Unicorn hálsmen
frá 5.400,-
SEB köttur - gylltur
frá 18.600,-
Alda hálsmen
frá 9.600,-
Birki armbands spöng
frá 22.400,-