Morgunblaðið - 10.10.2018, Blaðsíða 32
32 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. OKTÓBER 2018
Þótt óteljandi bækur fyrr ogsíðar hverfist um sorg ogmissi eru skrif sænska rit-höfundarins Tom Malm-
quist fersk rista á því efni og sá
skurður ristir djúpt.
Hvert andartak á lífi er sjálfs-
ævisöguleg skáldsaga, byggð á eigin
reynslu höfundar en árið 2012 veikt-
ist sambýliskona hans til 10 ára,
Karin Lagerlöf, þegar hún var geng-
in 33 vikur með
dóttur þeirra.
Barnið var tekið
með bráðakeis-
araskurði en
veikindi Karinar,
hvítblæði, drógu
hana til dauða á
aðeins nokkrum
dögum eftir að
barnið kom í
heiminn.
Malmquist fer í gegnum formála
og eftirmála atburðanna, hvað flýg-
ur í gegnum hugann, smáatriði og
stærri atriði daglegs lífs syrgjanda,
oft flókin samskipti við aðstand-
endur, tilveruna á spítalanum og ut-
an hans. Síðast en ekki síst hvernig
maður tekst á við að verða faðir og
syrgja maka sinn um leið.
Höfundur sýður og saltar ekki til-
finningar sínar ofan í lesendur þann-
ig að þeir fái þyngsta kraft þeirra
matreiddan fyrir sig heldur splundr-
ast þær hráar um allan textann, líka
öll „litlu“ atriðin og augnablikin í
sorgartilverunni. Textinn er því
stundum eins og höfundur hafi ekki
verkað hann að því leyti að hann
plokkar ekki úr honum það sem
manni virðist stundum vera auka-
atriði á svona stundum en um leið
gerast galdrarnir. Í þessu samhengi
fer allt að skipta máli; hvernig Tom
hleypur um sjúkrahúsgangana,
hvernig gluggatjöldin bærast til og
frá, svipurinn á lækninum og kaffi-
slettur á gólfinu. Fyrirfram hefði
verið erfitt að trúa því að fræðiheiti
úr læknaskýrslum gerðu eitthvað
fyrir útkomuna en frásögnin með
öllum sínum smærri og stærri atrið-
um verður sterkt öldufall sem hrifs-
ar lesandann hreinlega á haf út og
hvað það er sem togar svona sterkt í
mann er stundum erfitt að ná utan
um. Davíð Stefánsson kemur þess-
um sogstraumi vel til skila í vandaðri
þýðingu sinni.
Stór hluti bókarinnar gerist á
sjúkrahúsi, stór partur gerist líka á
heimili Toms og Karinar, bæði fyrir
og eftir dauða hennar. Fjölskylda,
vinir, heilbrigðisstarfsfólk og starfs-
fólk þess kerfis sem tekur við þegar
manneskja deyr, eru ríkir þátttak-
endur í framvindunni. Raunveruleg-
ir atburðir sem höfundur deilir úr
eigin lífi eru ekki aðeins bundnir við
þessi tímamót, þegar hann missir
konu sína, heldur blandast sorg yfir
veikindum föður þar inn í og hann
flakkar líka aftur til æskunnar,
fyrstu ára þeirra Karinar, góðar
stundir en líka hversdagsleg rifrildi
og þar er ekki reynt að veita líkn
með því að fegra veruleikann, hann
var oft líka erfiður og þungur. Þetta
verða ekki skuggar á frásögninni
heldur eðlilegir fletir sem færa sög-
unni áferðarfagurt viðhafnarleysi of-
an á þetta flikki af klórandi sorg.
Stóru og smáu at-
riðin í klórandi sorg
Skáldsaga
Hvert andartak enn á lífi bbbbm
Eftir Tom Malmquist.
Davíð Stefánsson þýddi.
Mál og menning 2018. Kilja. 271 bls.
JÚLÍA MARGRÉT
ALEXANDERSDÓTTIR
BÆKUR
Höfundurinn Tom Malmquist.
Nú stendur yfir átakið Bleikur
október sem ætlað er að vekja at-
hygli á krabbameini í konum og
tekur Bústaðakirkja þátt í því með
tónleikahaldi. Í dag kl. 12.05 verða
haldnir tónleikar þar sem meðlimir
úr Kammerkór Bústaðakirkju
syngja einsöng. Ísabella Leifsdóttir
sópran syngur lög eftir Heimi
Sindrason, Marteinn Snævarr tenór
syngur m.a. lög frá Ítalíu og Una
Dóra sópran syngur líka lög frá
Ítalíu. Jónas Þórir, kantor kirkj-
unnar, leikur með á píanó. Einnig
verða fluttir dúettar og þá m.a.
einn þekktur úr smiðju grínhópsins
Monty Python. Allir eru velkomnir
og aðgangur ókeypis og að tón-
leikum loknum verður boðið upp á
súpu og brauð.
Bleikur október í Bústaðakirkju
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Sópran Ísabella Leifsdóttir.
Blússveit Þollýjar og Friðrik Karls-
son, gítarleikari í Mezzoforte, hafa
flutt saman blús um nokkurt skeið
og hefur sú samvinna alið af sér 12
laga hljómdisk sem nefnist Sacred
Blues. Inniheldur hann að mestu
frumsamda tónlist eftir bæði
Þollýju Rósmunds, söngkonu Blús-
sveitarinnar, Friðrik Karlsson
gítarleikara og Sigurð Ingimarsson
ryþmagítarleikara. Auk þeirra eru
í hljómsveitinni Jonni Richter á
bassa og Fúsi Óttars á trommur.
Í tilefni af útgáfunni verða haldn-
ir tónleikar í kvöld kl. 21 á Hard
Rock Café og fer miðasala á þá
fram á tix.is og í anddyri.
Blússveit Þollýjar heldur útgáfutónleika
Í stuði Þollý og Friðrik á tónleikum.
Utøya 22. júlí
Morgunblaðið bbbbn
Metacritic 75/100
IMDb 7,8/10
Bíó Paradís 20.00
22 JULY
Metacritic 74/100
IMDb 6,2/10
Bíó Paradís 22.00
Climax
Metacritic 83/100
IMDb 7,6/10
Bíó Paradís 22.00
Happy as Lazzaro
Metacritic 82/100
IMDb 7,5/10
Bíó Paradís 17.40
Sorry to Bother You
Metacritic 81/100
IMDb 7,4/10
Bíó Paradís 20.00, 22.00
Sunset
Metacritic 71/100
IMDb 7,0/10
Bíó Paradís 17.20
Touch Me Not
Metacritic 68/100
IMDb 6,6/10
Bíó Paradís 17.40
Venom
Metacritic 35/100
IMDb 7,1/10
Sambíóin Egilshöll 22.30
Smárabíó 20.00
Johnny English
Strikes Again Metacritic 35/100
IMDb 6,7/10
Laugarásbíó 17.30, 20.00,
22.00
Sambíóin Álfabakka 17.30,
18.00, 20.00, 22.00
Sambíóin Keflavík 19.30,
22.15
Smárabíó 17.30, 20.10,
22.40
Háskólabíó 18.00, 21.00
Borgarbíó Akureyri 17.00,
17.30, 19.30, 21.50
A Star Is Born 12
Metacritic 87/100
IMDb 8,6/10
Sambíóin Álfabakka 17.40,
19.30, 20.30, 22.00, 22.10
Sambíóin Egilshöll 17.00,
20.00, 22.20
Sambíóin Kringlunni 19.30,
21.45, 22.15
Sambíóin Akureyri 19.40,
22.20
Sambíóin Keflavík 19.30,
21.30
Peppermint 16
Metacritic 29/100
IMDb 6,6/10
Laugarásbíó 22.15
Loving Pablo 16
Metacritic 42/100
IMDb 6,3/10
Sambíóin Kringlunni 19.40
The Nun 16
Metacritic 46/100
IMDb 5,8/10
Sambíóin Egilshöll 22.50
Aida
Sambíóin Kringlunni 18.00
The House with a
Clock in Its Walls
Metacritic 57/100
IMDb 5,9/10
Sambíóin Álfabakka 17.40
Sambíóin Egilshöll 17.30,
20.00
Sambíóin Kringlunni 17.20
Sambíóin Akureyri 17.40
The Meg 12
Morgunblaðið bbbnn
Metacritic 46/100
IMDb 6,1/10
Sambíóin Álfabakka 22.10
The Predator 16
Metacritic 49/100
IMDb 6,1/10
Smárabíó 22.30
Háskólabíó 20.30
Mission: Impossible
- Fallout 16
Morgunblaðið bbbbn
Metacritic 86/100
IMDb 8,1/10
Sambíóin Egilshöll 20.00
Sambíóin Kringlunni 22.15
Mamma Mia! Here
We Go Again Morgunblaðið bbbbn
Metacritic 60/100
IMDb 7,2/10
Laugarásbíó 19.50
Alpha 12
Morgunblaðið bbbnn
Metacritic 63/100
IMDb 7,0/10
Smárabíó 17.30
Mæja býfluga Smárabíó 15.10
Össi Smárabíó 15.15
Hótel Transylvanía 3:
Sumarfríið Metacritic 54/100
IMDb 6,4/10
Smárabíó 17.20
A Simple Favor 12
Smárabíó 19.50, 22.40
Háskólabíó 21.10
Kona fer í stríð
Morgunblaðið bbbbb
Metacritic 81/100
IMDb 7,7/10
Háskólabíó 18.10
Þegar Magnea 15 ára kynnist Stellu 18 ára
breytist allt. Stella leiðir Magneu inn í heim
fíkniefna sem hefur alvarlegar afleiðingar fyrir
þær báðar.
Morgunblaðið bbbbn
IMDb 8,7/10
Laugarásbíó 17.00, 22.25
Smárabíó 16.40, 16.50, 19.40, 22.30
Háskólabíó 17.50, 20.50
Borgarbíó Akureyri 17.00, 21.30
Lof mér að falla 14
Smáfótur Snjómaðurinn Migo segir sög-
ur af kynnum sínum af áður
óþekktri goðsagnakenndri
dýrategund, manninum Percy.
Metacritic 58/100
IMDb 6,2/10
Sambíóin Álfabakka 17.50,
20.00
Sambíóin Egilshöll 17.30
Sambíóin Kringlunni 17.20
Sambíóin Akureyri 17.20
Háskólabíó 18.20
Night School 12
Hópur vandræðagemlinga er
neyddur til að fara í kvöldskóla í
þeirri von að þeir nái prófum og
klári menntaskóla.
Metacritic 43/100
IMDb 5,5/10
Laugarásbíó 17.30
Sambíóin Álfabakka 17.40, 20.00, 22.20
Sambíóin Egilshöll 17.30, 20.00
Sambíóin Akureyri 20.00, 22.20
Nánari upplýsingar um sýningar og sali má finna á heimasíðum kvikmyndahúsanna
Kvikmyndir
bíóhúsanna
mbl.is/bio