Morgunblaðið - 10.10.2018, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.10.2018, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. OKTÓBER 2018 Sogavegi við Réttarholtsveg og Miklubraut Opið kl. 9-18 virka daga | Sími 568 0990 | gardsapotek.is | appotek.is Lágt lyfjaverð - góð þjónusta Einkarekið apótek Nú einnig netapótek: Appotek.is Heildarkostnaður við breytingar á fjórum götum í Reykjavík var um 565 milljónir króna, en allar þessar breytingar voru umdeildar á sínum tíma. Þetta kemur fram í svari um- hverfis- og skipulagssviðs við fyrir- spurn Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins. Í tilefni af svarinu bókaði Vigdís að þrengingar og breytingar á Hofsvallagötu, Birkimel, Borgar- túni og Grensásvegi hefðu kostað útsvarsgreiðendur í Reykjavík háar fjárhæðir. „Í svari umhverfis- og skipulagssviðs kemur fram að kostnaðurinn við Hofsvallagötu hafi verið 25 milljónir, Birkimel 55-60 milljónir og er framkvæmdum ekki lokið þar, Borgartún 280 milljónir og Grensásveg 200 milljónir. Þessi forgangsröðun á fjármagni borgar- innar er óskiljanleg. Þessar þreng- ingar falla ekki undir lögbundið hlutverk Reykjavíkur og falla ekki undir grunnþjónustu.“ Til að setja kostnaðinn í eitthvert samhengi samsvari upphæðin sem nemur ein- um nýjum leikskóla. Meirihlutinn, borgarráðsfull- trúar Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna, bókaði svohljóðandi: „Þegar breytingar eru gerðar á götum borgarinnar er gert ráð fyrir öllum ferðamátum. Gangandi, hjólandi, strætó og bílum. Það er liður í því að hvetja til fjölbreyttari ferðamáta sem er eitt helsta markmið í samgönguhluta aðalskipulags Reykjavíkur 2010- 2030.“ Þrenging Hofsvallagötunnar árið 2013 var mikið í umræðunni á sín- um tíma. Sumt af því sem þá var framkvæmt hefur verið fjarlægt, svo sem fuglahús sem kostuðu alls 155 þúsund krónur. sisi@mbl.is Breytingar kost- uðu 565 milljónir  Segir forgangsröðun óskiljanlega Morgunblaðið/Rósa Braga Hofsvallagata Breytingar á göt- unni kostuðu 25 milljónir árið 2013. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Í dag kl. 10 hefst á tix.is forsala á stórtónleika Stuðmanna sem verða í Þjóðleikhúsinu hinn 10. nóvember og bera yfirskriftina Stuðmenn í öllu sínu fullveldi. Þar mun hljóm- sveitin flytja í bland við sín ástsæl- ustu lög tónlist sem beint og óbeint endurspeglar merkis- viðburði í fullveldissögu þjóðar- innar. Eins og segir í tilkynningu verða tónleikarnir undir formerkj- um 100 ára ævintýralegs fullveldis- tíma þar sem hver áratugur frá 1918-2018 verður mynd- og hljóð- skreyttur, lög tengd fortíð, nútíð og framtíð sérvalin, stílfærð, sung- in og leikin, í senn með nýgildum og sígildum hætti. Þá verða hruninu og 10 ára afmæli þess að sjálfsögðu gerð verðug skil. Þjóðleikhúsið er kjörið „Þjóðleikhúsið er kjörinn stað- ur fyrir viðburði af þessu tagi og kærkomin tilbreyting frá þeim samkomuhúsum þar sem Stuð- menn hafa helst komið fram á undanförnum árum,“ segir Jakob Frímann Magnússon Stuðmaður. „Með okkur að undirbúningi tónleikanna starfar öflugur hópur kvikmyndagerðar- og myndlistar- fólks sem annast hinn sjónræna þátt þessarar sögulegu uppfærslu okkar. Hér liggur mikill metnaður að baki. Þjóðleikhúsið verður gjör- nýtt, m.a. hvað varðar sviðs- myndir, leikmuni, búninga og þess háttar.“ Jakob segir að myndskreyttu Tímanna safni og hljóðsettri Öld- inni okkar, sem hann kallar svo, verði miðlað á veggi og tjöld leik- hússins. Þjóðdansar og þjóðkórar verði virkjaðir, líkt og sjálf fall- vötnin. Sérstakir gestir verði boðn- ir velkomnir á svið. Þá hafi ein af fremstu myndlistarkonum yngri kynslóðarinnar, Sunneva Ása Weisshappel, gert plakat með Stuðmönnum í ólíkum burðar- hlutverkum fullveldissamfélagsins sl. 100 ár. Stuðmenn fagna fullveldi  Tónleikar í Þjóðleikhúsinu 10. nóvember  Myndskreytt Morgunblaðið/Eggert Jóhannesson Ástsælir Stuðmenn fengu Íslensku tónlistarverðlaunin 2018. Stuðmenn Hljómsveit Íslendinga. Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Vegna vanefnda ríkisins á þjónustu- samningi við kirkjugarðaráð glíma kirkjugarðar landsins við vaxandi rekstrarvanda. Því hefur verið nauð- synlegt að draga úr rekstrarkostnaði. Hefur þurft að draga úr umhirðu, verulega í sumum kirkjugörðum. Fresta viðhaldi og framkvæmdum.“ Kemur þetta fram í umsögn kirkju- garðaráðs um frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2019, en á annan tug um- sagna og erinda hafa borist Alþingi vegna frumvarpsins. Bendir kirkjugarðaráð á að í sum- um kirkjugörðum hafi náðst að draga saman seglin með aukinni sjálfboða- vinnu. Ef fram heldur sem horfir stefnir aftur á móti í „verulegt óefni“ hjá kirkjugörðum víða um land. „[L]jóst er að draga þarf enn frekar úr umhirðu garðanna og rekstrar- kostnaði. Viðbúið er að kostnaður vegna grafartöku geti orðið illviðráð- anlegur hjá sumum görðum ef ekki koma til aukin framlög. Loks blasir við að hætta þarf þjónustu sem ekki er lögbundin, svo sem rekstri líkhúsa og athafnarýma þar sem þeim er til að dreifa,“ segir enn fremur í umsögn. Til að sporna gegn þessu óskar kirkjugarðaráð eftir að framlög til kirkjugarðanna verði hækkað um 150 milljónir króna á fjárlögum 2019 mið- að við það sem er í núverandi fjár- lagafrumvarpi og að samsvarandi 150 milljóna króna hækkun komi til fram- kvæmda 2020. Eins og köld vatnsgusa Skólameistari Flensborgarskóla segist í sinni umsókn sjá fram á að ná markmiði sínu um hallalausan rekst- ur og uppgreiðslu á uppsöfnuðum halla, tæpum 70 milljónir króna, um áramót. Vinna þessi hafi tekið mjög á starfsfólk skólans sem þó hafi sýnt málinu „ótrúlegan skilning“. „Það er því eins og köld vatnsgusa að sjá, í kafla um rekstur framhalds- skóla, að fækka eigi framhaldsskóla- nemendum um 111 nemendur, en jafnframt að þegar grannt er skoðað er sú fækkun mismunandi því að í nokkrum skólum verði leyfð aukning, alls upp á 239 nemendur en í öðrum er boðuð fækkun upp á 350. Ég óska eftir því að í úrvinnslu frumvarpsins sé kannað hvers vegna okkur er gert að fækka um 50 nemendur þrátt fyrir mikla aðsókn? Þessar tölur stangast algjörlega á við þær tölur sem áður var búið að birta okkur en þar var fækkunin mun minni og hægari,“ segir í umsögn. Horfa fram á vaxandi vanda kirkjugarða  Umsagnir berast vegna fjárlaga 2019 Í umsögn Reykjavíkurborgar er bent á þjónustu við utangarðs- fólk, m.a. neyðargistiskýli fyrir heimilislausa, en þjónustan nýt- ist einstaklingum úr öðrum sveitarfélögum þar sem þessu er almennt ekki sinnt. „Ríkið hefur mjög takmarkað komið að þeirri þjónustu sem borgin veitir þessum hópi ein- staklinga en þó með tímabund- inni aðkomu að rekstri eins heimilis,“ segir í umsögn, en jafnframt er áætlað að opna neyslurými og mun þungi út- gjalda lenda á borginni. „Mikil- vægt er að Alþingi tryggi að rík- ið komi að fjármögnun.“ Ríki komi að fjármögnun REYKJAVÍKURBORG

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.