Morgunblaðið - 10.10.2018, Síða 26

Morgunblaðið - 10.10.2018, Síða 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. OKTÓBER 2018 Auðunn Pálsson er sextugur í dag. Hann fæddist á Borg í Mikla-holtshreppi og ólst upp á Snæfellsnesi. Hann lærði húsasmíðiog er með meistararéttindi og byggingastjóraréttindi og sér um uppbyggingu fasteigna og tækja fyrir allar Bónusverslanirnar. „Ég sé m.a. um uppsetningu á nýjum búðum og tækjum um allt land. Þetta er mjög gefandi og skemmtilegt starf og það er sérstak- lega gaman að fara út á land í búðirnar þar,“ en Bónusbúðirnar eru alls 32. „Við Jóhannes í Bónus vorum miklir vinir og ég fór að vinna fyrir hann, fyrst við að skipuleggja vörudreifingu í verslanir, en núna er helsti samstarfsmaðurinn minn Guðmundur Marteinsson, fram- kvæmdastjóri Bónuss.“ Áður en Auðunn hóf störf hjá Bónus var hann bóndi á Borg, búi for- eldra sinna, Páls Pálssonar og Ingu Ásgrímsdóttur. Fyrst í félagsbúi við þau, síðan byggði hann nýbýlið Borg 2 og tók svo við búi foreldra sinna. Enn fremur var hann hreppstjóri í Miklaholtshreppi og gegndi fjölda annarra trúnaðarstarfa í hreppnum. Hann sat í hreppsnefnd í átta ár, í byggingarnefnd, skólanefnd, sat í stjórn björgunarsveit- arinnar og íþróttafélagsins og var formaður félagsheimilisins í mörg ár. Hann var stefnuvottur, umboðsmaður skattstjóra og úttektar- maður fyrir Brunabótafélag Íslands og síðar VÍS. Hann lagði jafn- framt stund á húsasmíðar. „Núna er ég í Oddfellow, í stúku nr. 3, Hallveigu sem er í Vonarstræti í Reykjavík. Það er aðaláhugamálið í dag fyrir utan fjölskylduna og barnabörnin.“ Sambýliskona Auðuns er Hrefna Ingólfsdóttir, MBA. Dætur Auðuns með fyrrverandi eiginkonu sinni, Rósu Einarsdóttur, eru Alma viðskiptafræðingur, gift Pétri Guðna Ragnarssyni, og eiga þau tvær dætur, Bríeti Ingu og Elvu Kristínu, og Anna Björg Auðuns- dóttir, BA í kvikmynda- og bókmenntafræði. Hreppstjórinn í Bónus verður með heitt á könnunni í allan dag í Skeifunni 11 frá kl. 7 til 16. Afmælisbarnið Auðunn í Bónus. Hreppstjórinn í Bónus Auðunn Pálsson er sextugur í dag Barnabörnin Bríet og Elva. M atthías E. Halldórs- son fæddist í Reykjavík 10.10. 1948 og ólst upp við Unnarstíginn í Vesturbænum, rétt vestan við Landakot: „Auk foreldra minna og systkina bjó þar einnig hálfsystir mömmu, Rósa Þórarinsdóttir. Hún var 30 árum eldri en mamma og hafði tekið hana að sér þegar móðir hennar lést, sem hafði tekið mömmu okkar að sér þegar móðir hennar lést úr spænsku veikinni 1918. Við kölluðum Rósu alltaf ömmu og hún var okkur krökkunum einstaklega góð. Við vorum kaþólsk, nema pabbi, sem var sonur Matthíasar Eggerts- sonar, þjóðkirkjuprests í Grímsey. Við fjögur systkinin, stelpa elst og svo þrír bræður, gengum öll í Landa- kotsskóla. Ég þjónaði í messum um tíma á hverjum morgni með góðum vinum mínum, t.d. Ólafi H. Torfasyni listamanni, sem er nýlátinn. Við vor- um krúttlegir og sætir í messuskrúð- anum og sumir prestanna líka á því máli, en nóg um það. Á sumrin vann ég hjá Vita- og hafnamálastofnun, fyrst sem verka- maður en síðar við vísindalegar dýptarmælingar hringinn í kringum landið. Kynntist þá vel höfnunum, en líka sveitaböllunum og stelpunum. Það var mjög góður tími.“ Matthías var í Gaggó Vest, lauk stúdentsprófi frá MR 1967, embætt- isprófi í læknisfræði frá HÍ 1974, var kandídat á Akranesi og í Reykjavík, stundaði sérnám í heimilislækningum og tók diplómapróf í lýðheilsufræðum í Svíþjóð, lauk MSc-prófi í skipulagn- ingu og fjármálum heilbrigðisþjón- ustunnar frá LSE 1990 og Doctor of Science í heilbrigðisþjónusturann- sóknum frá Erasmusháskólanum í Hollandi 1999. Hann hefur sérfræði- réttindi í fjórum greinum; heimilis- lækningum, embættislækningum, heilbrigðisstjórnun og geðlækn- ingum. Matthías var heilsugæslulæknir og sjúkrahúslæknir á Hvammstanga í áratug, sat þar í sveitarstjórn tvö Matthías Halldórsson læknir – 70 ára Gifting Talið frá vinstri: Theódóra Gísladóttir með Arneyju Lilju, afmælisbarnið, Theódóra yngri, brúðurin, Odd- freyr Atlason, sonur Atla, Atli Rúnar Sigurþórsson, og foreldrar hans, Magndís og Sigurþór. Sér fram á mikinn lestur næstu 30 árin Grúskað í tölvunni Matthías og Arney Lilja á kafi í tölvuverkefni. Reykjavík Hermann Jóhanns- son fæddist 18. júní 2018. Hann var 54 cm að lengd og 3.650 g að þyngd. Foreldrar Hermanns eru Louisa Sif Jóhannesardóttir og Jóhann Hermannsson. Nýr borgari Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími 552 1185 • www.tonastodin.is Láttu drauminn rætast.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.