Morgunblaðið - 20.10.2018, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 2018
–
–
Fjármál við
starfslok
Opinn fundur um undirbúning starfsloka
H
ilt
on
R
ey
kj
av
ík
N
or
d
ic
a
K
l.
17
:0
0
Þ
rið
ju
d
ag
in
n
23
.o
kt
ób
er
Íslandsbanki heldur opinn fund umþau atriði sem
mikilvægast er að hafa í huga við starfslok. Rætt verður
umgreiðslur Tryggingastofnunar, lífeyri, séreign, skatta
og önnurmálefni. Björn BergGunnarsson, fræðslustjóri
Íslandsbanka, heldur erindi.
Að loknu erindi verða umræður þar sem taka þátt:
ÞórunnH. Sveinbjörnsdóttir
formaður Landssambands eldri borgara
Þórey S. Þórðardóttir
formaður Landssamtaka lífeyrissjóða
Skráning fer fram
á islandsbanki.is/starfslok
norðurskautið. Þar sé verk að vinna.
Hún segir aðspurð að lega Íslands
í Norður-Atlantshafinu sé athyglis-
verð m.t.t. umskipunarhafnar. Jap-
önsk stjórnvöld telji að loftslags-
breytingar séu staðreynd og að þær
eigi þátt í bráðnun íss á norður-
skautinu. Með þeirri þróun geti sigl-
ingaleiðir opnast. Vekja þurfi áhuga
einkafyrirtækja í Japan á þróuninni.
Sakata segir aðspurð að japönsk
stjórnvöld sýni því áhuga að greiða
fyrir verslun við Ísland. Áður þurfi
þó að ljúka þeim stóru fríverslunar-
samningum sem eru í smíðum.
Hún rifjaði upp heimsókn jap-
anska utanríkisráðherrans til Græn-
lands í maí 2017. Þar hefðu áhrif
loftslagsbreytinga birst á skýran
hátt.
Hún sagði aðspurð að japönsk
stjörnvöld styddu hvalveiðar Íslend-
inga. Stendur einmitt til að efla
samvinnu ríkjanna á því sviði er Ís-
land verður formennskuríki í
Norðurskautsráðinu 2019-2021.
Þá gerði Sakata árangur Íslend-
inga í orkumálum að umtalsefni. Þá
hvað varðar endurnýjanlega orku.
Japanar væru nú að hverfa frá
kjarnorku. Slysið í Fukushima hefði
verið áhrifaþáttur í því efni. Þá
minntu regluleg og vaxandi ofsa-
veður í Japan á áhrif loftslagsbreyt-
inga.
Með henni á blaðamannafund-
inum var Sato Akira, sem er næst-
ráðandi í sendiráði Japans á Íslandi.
Akira segir stöðu Kína í heims-
málunum hafa breyst mikið á síð-
ustu árum. Nú sé ekki hægt að móta
stefnu á alþjóðavettvangi án þátt-
töku Kína. Rætt sé um að Kína og
Bandaríkin séu nú á afgerandi hátt
mestu stórveldi heims.
Má geta þess að samkvæmt tölum
Alþjóðabankans hefur landsfram-
leiðsla í Kína nær þrefaldast að
nafnvirði frá 2008, í að vera um
fimmtungur af heimsframleiðslu.
Ný stefna í norðurslóðamálum
Japönsk stjórnvöld innleiddu nýja
stefnu í málefnum norðurslóða á
árinu 2015. Var sú stefna staðfest af
ríkisstjórn landsins fyrr á þessu ári.
Hluti af þeirri áherslu er að hátt-
settir embættismenn frá Japan
heimsæki ríkin í norðrinu.
Akira hafði á orði að tækifæri
væru til að efla samstarf Japans og
Íslands í ferðaþjónustu og almennt í
námi og starfi. Hann sagði gleðilegt
að sjá hversu margir íslenskir
námsmenn legðu nú stund á
japönsku.
Utanríkisráðherrann, Taro Kono,
ávarpaði í gær gesti ráðstefnunnar í
Hörpu. Fjallað var um ræðu hans á
mbl.is. Guðlaugur Þór Þórðarson
utanríkisráðherra hitti Kono í Japan
í maí síðastliðnum. Ráðherrarnir
hittust aftur á Keflavíkurflugvelli í
gær en Guðlaugur var þá á heimleið.
Japanir sýna legu Íslands áhuga
Hugmyndir um umskipunarhöfn áhugaverðar Loftslagsbreytingar opni nýjar siglingaleiðir
Áhugi á að greiða fyrir verslun við Ísland Styðja hvalveiðar Ný norðurslóðastefna í mótun
Morgunblaðið/Hari
Fulltrúar Japans Talið frá vinstri: Satoshi Nagano, Natsuko Sakata og Sato Akira. Þau sóttu ráðstefnuna í Hörpu.
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Málefni norðurslóða vekja vaxandi
athygli í Japan, ekki síst opnun sigl-
ingaleiða vegna bráðnunar íss.
Fulltrúar japönsku utanríkisþjón-
ustunnar í Tókýó og Reykjavík
ræddu um þennan áhuga Japans á
norðrinu á fundi með fulltrúum ís-
lenskra fjölmiðla í fyrrakvöld.
Fundurinn einkenndist af dipló-
matískum svörum þar sem fátt er
fullyrt en ýmislegt gefið í skyn.
Leyndi sér þó ekki að greinilegur
áhugi er af hálfu Japana á auknu
samstarfi ríkjanna á öllum sviðum.
Tilefnið var heimsókn Taros Kon-
os, utanríkisráðherra Japans, til Ís-
lands vegna ráðstefnunnar Hring-
borðs norðurslóða. Það er fyrsta
heimsókn japansks utanríkis-
ráðherra til Íslands. Ísland og Jap-
an tóku upp stjórnmálasamband á
árinu 1956.
Natsuko Sakata, talsmaður jap-
anska utanríkisráðherrans í þessari
heimsókn, minnir á að Japan hafi
verið áheyrnarfulltrúi hjá Norður-
skautsráðinu frá árinu 2013 og að
Ísland muni hafa formennsku í
ráðinu 2019 til 2021.
Siglingaleiðir opnast
Sakata segir japönsk stjórnvöld
leggja áherslu á vísindalegt sam-
starf á norðurslóðum. Jafnframt sé
mikilvægt að ríkin sem málið varðar
komi sér saman um regluverk um