Morgunblaðið - 20.10.2018, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 20.10.2018, Qupperneq 42
42 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 2018 Rauði þráðurinn í starfsferli mínum síðustu ár eru félagsstörf íþágu jaðarsettra hópa. Auðvitað gerir maður lítið nema njótakrafta fjöldans og nú þegar ég lít til baka hefur heilmargt gott áunnist í þágu mannréttinda síðustu ár, sem við getum öll verið stolt af, þó alltaf megi betur gera,“ segir Ellen Calmon, sem er 45 ára í dag. Á árunum 2013-2017 var hún formaður Öryrkjabandalags Íslands, er um þessar mundir og tímabundið framkvæmdastjóri ADHD- samtakanna en er annars í leit að öðrum atvinnutækifærum og opin fyrir ýmsu á þeim vettvangi. Þá er hún þriðji varaborgarfulltrúi Sam- fylkingarinnar. Að mennt er Ellen grunnskólakennari og með diplómagráðu í opin- berri stjórnsýslu. Hún hefur fjölbreytta starfsreynslu og var fyrir rúmum áratug ritari borgarstjóra. Starfaði fyrir Þórólf Árnason, Steinunni Valdísi Óskarsdóttur og Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson. „Tíminn í Ráðhúsinu var skemmtilegur og afar lærdómsríkur,“ segir Ellen sem um skeið var svo fræðslu- og menningarfulltrúi Seltjarnarnesbæjar. „Ég hlakka til þess að eiga gæðastund með fjölskyldunni á afmælis- deginum. Fá morgunmat í rúmið, afmælissöng frá manninum mínum og syni. Um kvöldið ætla systir mín og foreldrar að koma í heimsókn. Mamma, Guðbjörg Árnadóttir, og faðir minn, Eric Paul Calmon, sem er franskur, og kokkur í þokkabót, ætla að útbúa heimsins besta eftir- rétt, créme caramel, og piparsteik úr kjúklingabringum. Við drekk- um örugglega gott rauðvín með, svo þetta getur ekki klikkað,“ segir Ellen Calmon, sem er gift Karli Johan Tegelblom flugvirkja, en saman eiga þau soninn Felix Hugo, sjö ára. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Baráttukona Gæðastund með fjölskyldunni á afmælisdegi, segir Ellen. Stolt af góðu starfi Ellen Calmon er 45 ára í dag E yjólfur Guðmundsson fæddist í Reykjavík 20.10. 1968 þó að for- eldrar væru búsett í Hafnarfirði. Foreldrar hans skildu þegar Eyjólfur var tveggja ára en fram að sex ára aldri átti hann heim í Reykjavík. Þá flutti hann ásamt móður sinni og fóstur- föður, Halldóri Guðnasyni rafvirkja, í norðurbæinn í Hafnarfirði. Halldór er sonur Guðna Ólafssonar og Finn- eyjar Árnadóttur frá Suðureyri við Súgandafjörð. Eyjólfur ólst upp í norðurbænum til 16 ára aldurs. Á unglingsárunum starfaði hann á Tálknafirði og bjó þá hjá föður sínum og konu hans, Unni Sigurðardóttur, uppeldisbróður og bræðrum sínum tveimur. Að loknu grunnskólaprófi stund- aði Eyjólfur nám við Verslunarskóla Íslands, flutti þá til Reykjavíkur. Að loknu stúdentsprófi var hann á vinnumarkaðnum í eitt ár, sinnti áhugamáli sínu, flugi, og velti því fyrir sér hvort hann ætti heldur að verða sagnfræðingur eða hagfræð- ingur. Eyjólfur valdi hagfræðina, hóf nám við HÍ 1989, lauk bakkalárprófi í hagfræði 1992 og starfaði um tveggja ára skeið við HÍ, á Hag- fræðistofnun og Sjávarútvegs- stofnun. Sumarið 1992 var hann há- seti og kokkur á rækjubát frá Húsavík. Mikil tenging við sjávar- útveg ásamt óbilandi áhuga á hag- fræði og stjórnun auðlinda leiddi til þess að hann skráði sig í doktorsnám við Háskólann í Rhode Island til að leggja stund á auðlindahagfræði með sérstakri áherslu á fiskveiði- stjórnun. Hélt utan 1994 og lauk Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri – 50 ára Með eiginkonu og sonum Talið frá vinstri: Steinunn, Ólafur Snær, Gunnar nýstúdent, Árni Bragi og Eyjólfur. Flýgur um loftin blá í frístundum sínum Frjáls eins og fuglinn Eyjólfur í einni af sínum svifflugsferðum. Reykjavík Kristinn Aaron Ono-on Ólafsson fæddist 26. október kl. 1.25. Hann vó 4.250 g og var 57 cm langur. Foreldrar hans eru Raquel Calapre Ono-on og Ólafur Kristinsson. Nýr borgari Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.