Morgunblaðið - 20.10.2018, Síða 24
24 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 2018
Gert er ráð fyrir því að geimflauginni BepiColombo verði
skotið á loft í dag og að hún komi að Merkúr eftir sjö ár.
Leiðangurinn er samstarfsverkefni ESA, Geimvísinda-
stofnunar Evrópu, og JAXA, Geimvísindastofnunar Jap-
ans. Geimflauginni verður skotið á loft frá Kourou-
geimhöfninni í Frönsku Gvæjana á norðausturströnd
Suður-Ameríku.
Í flauginni eru tvö brautarför sem eiga að losna frá
henni við komuna til Merkúrs sem er minnsta reiki-
stjarnan í sólkerfi okkar og sú sem er næst sólinni.
Merkúr er á meðal þeirra reikistjarna sem hafa verið
rannsakaðar minnst. Geimvísindastofnun Bandaríkj-
anna hafði áður sent tvö geimför að Merkúr; Mariner 10,
sem var skotið á loft árið 2004, og Messenger sem var á
braut um reikistjörnuna á árunum 2011 til 2015.
Geimvísindamenn vonast til þess að brautarför Bepi-
Colombo varpi ljósi á leyndardóma Merkúrs og auki
einnig þekkingu manna á því hvernig sólkerfið mynd-
aðist. Rannsóknirnar gætu jafnvel hjálpað þeim sem
leita svara við því hvort líf geti þrifist á reikistjörnum ut-
an sólkerfis okkar, að því er fram kemur á fréttavef
breska blaðsins The Guardian.
Á yfirborði Merkúrs getur verið allt að 180 stiga frost
og allt að 430 stiga hiti. Geislunin frá sólinni er svo mikil
að lífverur eins og á jörðinni geta ekki þrifist þar, að því
er fréttaveitan AFP hefur eftir vísindamönnum ESA.
Nálægðin við sólina hefur einnig torveldað rannsóknir
frá jörðinni á Merkúr vegna þess að birtan þar er svo
mikil. Þannig getur Hubblessjónaukinn til dæmis ekki
beint sjóntækjum sínum að Merkúr vegna hættu á
skemmdum, að því er fram kemur á Stjörnufræði-
vefnum, stjornufraedi.is.
Gert er ráð fyrir að geimflaugin komi að Merkúr í
desember 2025. bogi@mbl.is
Ferð BepiColombo til að rannsaka leyndardóma Merkúrs
Leiðangurinn er sameiginlegt verkefni Geimvísindastofnunar Evrópu, ESA,
og japönsku geimvísindastofnunarinnar JAXA
Heimild: *Geimvísindastofnun Evrópu, ESA
MARKMIÐ
7 ára ferð
9 milljarðar km
Flogið verður nálægt
reikistjörnum til að
nýta þyngdarafl þeirra:
1 Jörðin
2 Venus
6 Merkúr
Tvö brautarför eiga að rannsaka segulsvið
reikistjörnunnar, innri byggingu og
yfirborð hennar. Talið er að íslög
kunni að vera á gígóttu yfirborðinu
Flutnings-
far
Brautarfar
- ESA*
Sólarhlíf og tengi-
búnaður í
segulhvolfinu
Reikistjarnan sem er næst sólinni
Hiti: -180°C til 430°C
Mjög þunnt gufuhvolf
Snúningstími: 58,6 jarðdagar
Umferðartími um sólu: 88 jarðdagar
Brautarfar sem
rannsakar
segulhvolfið -
JAXA
1
1
2
2
Merkúr
MERKÚR
MERKÚR
Jörðin
SólinVenus
Aðdráttarafl sólar torveldar
ferðina, veldur því að meiri
orku þarf en í ferð til Plútós
Braut faranna
Tvö brautarför losna frá
flutningsfarinu
Hámarksfjarlægð
BepiColombo’s frá jörðu:
240 milljónir km
Segulsvið
Merkúrs
Evrópsk og japönsk geimflaug
heldur í sjö ára ferð til Merkúrs
Amritsar. AFP. | Að minnsta kosti 60
manns biðu bana og 100 slösuðust í
gær þegar lest ók á miklum hraða á
hóp fólks sem tók þátt í trúarhátíð
hindúa í borginni Amritsar á norð-
vestanverðu Indlandi.
Fólkið stóð á járnbrautarteinum
og var að fylgjast með flugeldasýn-
ingu á hátíðinni Dussehra þar sem
hindúar fagna sigri góðs á illu. „Það
var mikill hávaði því að flugeldar og
púðurkerlingar sprungu og svo virð-
ist sem fólkið hafi ekki heyrt í lest-
inni þegar hún nálgaðist,“ sagði lög-
reglumaður á staðnum. „Fólkið hljóp
skelfingu lostið í allar áttir og allt
einu ók önnur lest á hópa fólks.“
Engir öryggisverðir eru við
hundruð brautamóta á Indlandi og
algengt er að slys verði þar. Á ári
hverju deyja nær 15.000 manns á
járnbrautum Indlands, samkvæmt
skýrslu sem stjórnvöld á Indlandi
gáfu út árið 2012.
Stjórnvöld í Punjab-ríki hafa
fyrirskipað rannsókn á slysinu.
Tugir dóu er
lest ók á fólk
Voru að fylgjast með flugeldasýningu
AFP
Mannskætt slys Hópur fólks safnaðist saman við lík þeirra sem fórust.
IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is
Nánari upplýsingar ib.is
Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum nýjum bílum frá IB
Bílar á lager
Sími 4 80 80 80
2018Ram3500LimitedTungsten
Litur: Red pearl, svartur að innan.
Ein með öllu: Loftpúðafjöðrun, Aisin sjálfskipting, upphi-
tanleg og loftkæld sæti, hiti í stýri, sóllúga, 6,7L Cummins.
5th wheel prep og snowplow prep.
VERÐ
9.950.000 m.vsk
2018 F-350 Lariat Ultimate
6,7L Diesel ,440 Hö, 925 ft of torque.
Litur: White platinum metallic, Svartur að innan. 6 manna
bíll með upphituð/loftkæld sæti, heithúðaðan pall, fjarstart
og trappa í hlera, Driver altert-pakka.
VERÐ
9.950.000 m.vsk
2018 Ford F-150 Platinum
Litur: Platinum white / svartur að innan.
LOBO edition, Mojave leður sæti, quad-beam LED
hedlights, bakkmyndavél, heithúðaður pallur, sóllúga,
fjarstart, 20 felgur o. fl. 3,5 L Ecoboost (V6) 10-gíra
375 hestöfl 470 lb-ft of torque
Einnig til Red Volcano
VERÐ
11.950.000 m.vsk
2018 Nissan Titan XD PRO4X
Nissan Titan XD PRO 4X
Litur: Dökkgrár, svartur að innan.
með nýrri 5,0L V8 Cummins Diesel (310 hö).
VERÐ
12.840.000 m.vsk
Snjóblásarar
ÞÓR FH
Akureyri:
Baldursnes 8
603 Akureyri
Sími 568-1555
Opnunartími:
Opið alla virka daga
Lokað um helgar
Reykjavík:
Krókháls 16
110 Reykjavík
Sími 568-1500
Vefsíða og
netverslun:
www.thor.is