Morgunblaðið - 20.10.2018, Side 43

Morgunblaðið - 20.10.2018, Side 43
doktorsprófi í umhverfis- og auð- lindahagfræði. Eyjólfur hóf störf við sjávar- útvegsdeild Háskólans á Akureyri 1999, var lektor þar, dósent og deild- arformaður til 2007. Þá varð hann yfirhagfræðingur og forstöðumaður greiningardeildar CCP og starfaði þar til 2014. Þann 1.7. það ár tók Eyjólfur við sem rektor Háskólans á Akureyri og hefur sinnt því starfi síðan. Hann flutti þá aftur norður, ásamt eiginkonu og tveimur sonum en sá elsti bjó áfram í Mosfellsbæ. Eyjólfur hefur birt greinar á sviði fiskveiðistjórnunar og hagfræði sjávarauðlinda og birt efni um hag- kerfi sýndarveruleika. Helsta áhugamál Eyjólfs er úti- vera allan ársins hring. Hann er auk þess mikill flugáhugamaður, flýgur svifflugvélum og mótorflugvélum, þó svifflugið skipi æ stærri sess þegar hann svífur um loftin blá. Fjölskylda Eiginkona Eyjólfs er Steinunn Arnars Ólafsdóttir, f. 28.8. 1968, sjúkraþjálfari og doktorsnemi. Foreldrar hennar: Hjónin Elín Stella Gunnarsdóttir, f. 5.9. 1947, hjúkrunarfræðingur, og Ólafur Arn- ars, f. 21.9. 1946, d. 27.6. 1998, raf- virki. Synir Eyjólfs og Steinunnar eru Árni Bragi Eyjólfsson, f. 11.12. 1994, nemi en unnusta hans er Sigdís Lind Sigurðardóttir nemi; Gunnar Eyj- ólfsson, f. 5.6. 1998, sölumaður, og Ólafur Snær Eyjólfsson, f. 6.10. 2003, nemi. Hálfsystur Eyjólfs, sammæðra: Rakel Malmquist Halldórsdóttir, f. 12.7. 1977, leiðbeinandi í Hafnarfirði, og Erna Halldórsdóttir, f. 8.8. 1983, sjúkraþjálfari í Danmörku. Hálfsystkini Eyjólfs, samfeðra: Ragnhildur Ösp Sigurðardóttir, f. 6.2. 1972, kennari í Mosfellsbæ; Friðrik Þór Steindórsson, f. 5.11. 1973, sjómaður í Vestmannaeyjum, og Yngvi Steindórsson, f. 15.11. 1977, flugvirki í Hafnarfirði. Uppeldisbróðir Eyjólfs var Sig- urður Bergþórsson, f. 18.5. 1968, d. 13.9. 2018. Foreldrar Eyjólfs eru Svanhildur Guðmundsdóttir, f. 29.6. 1948, af- greiðslustjóri í Hafnarfirði, og Guð- mundur Steindór Ögmundsson, f. 12.3. 1947, vélstjóri í Hafnarfirði. Sjúpfaðir Eyjólfs er Halldór Guðnason, f. 18.7. 1943, rafvirki í Hafnarfirði. Stjúpmóðir Eyjólfs er Unnur Sigurðardóttir, f. 2.6. 1949, bankastarfsmaður í Hafnarfirði. Eyjólfur Guðmundsson Jóhann Pétur Malmquist b. í Reyðarfirði Rakel Malmquist húsfr. í Rvík Svanhildur Guðmundsdóttir fv. afgreiðslustj. í Hafnarfirði Guðmundur Magnús Kristjánsson bifreiðarstj. í Rvík Sigríður Einarsdóttir húsfr. í Rvík Kristján Ebenezarson beykir í Rvík Örn Sigurðsson sviðsstjóri hjá Rvíkurborg Helga Kristín Gilsdóttir deildarstj. í Hafnarfirði og fv. lands­ liðsmaður í handbolta Héðinn Gilsson húsasmiður og fv. lands­ liðsmaður í handbolta Rósa Héðins­ dóttir snyrti­ ræðingur í Hafnar­ firði f Björg Gilsdóttir móttökustjóri í Hafnarfirði og fv. lands­ liðsmaður í handbolta Valgerður Guðmundsdóttir úsfr. í Hveragerðih Ágúst Hjörtur Ingþórsson sviðsstjóri hjá Rannís Kristrún Bóasdóttir ljósmóðir í Reyðarfirði Páll Stefánsson auglýsingastj. DV um árabil Hildur E. Pálsson húsfr. í Rvík Úlla Bettý Knudsen Stefánsson húsfr. í Rvík og Hrísey Sæmundur Sæmundsson, forstj. Borgunar Unnur Sigríður Malmquist húsfr. og saumakona í Kaupmannahöfn og Rvík Guðmundur Malmquist fv. forstjóri Byggðastofnunar Jóhann Pétur Malmquist prófessor við HÍ Eðvald Brunsteð Malmquist ráðunautur í Rvík Laufey Magnúsdóttir húsfr. í Hafnarfirði Magnús Jón Kristóferson vélstj. í Hafnarfirði Sjöfn Magnúsdóttir húsfr. í Hafnarfirði Benedikt Ögmundsson skipstjóri í Hafnarfirði Ingibjörg Ögmundsdóttir bankafulltr. í Hafnarfirði Sigrún Ögmundsdóttir textíllistakona í Rvík Elín Ögmundsdóttir yfirhjúkrunarfræðingur á fyrirburadeild Úr frændgarði Eyjólfs Guðmundssonar Guðmundur Steindór Ögmundsson fv. vélstj. í Hafnarfirði Ása Ögmundsdóttir lögfr. í fjármálaráðuneytinu Ögmundur Haukur Guðmundsson skrifstofustj. í Hafnarfirði Ingibjörg Ögmundsdóttir símstöðvarstj. í Hafnarfirði, dóttir Ögmundar Sigurðssonar skólameistara í Flensborg Guðmundur Eyjólfsson símstöðvarstj. í Hafnarfirði ÍSLENDINGAR 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 2018 BÆJARLIND 16 I 201 KÓPAVOGUR I SÍMI 553 7100 I LINAN.IS OPIÐ MÁN TIL FÖSTUDAGA 11 - 18 I LAUGARDAGA 11 - 16 N ú e r r é t t i t í m i n n t i l þ e s s a ð p a n t a T i m e o u t h æ g i n d a s t ó l i n n í d r a u m a l i t a s a m s e t n i n g u n n i þ i n n i o g f á h a n n a f h e n t a n f y r i r j ó l . . . T I L B O Ð 20% afsláttur af TiMEOUT pöntunum til 27. október Stóll + skemill / Leður afsláttarverð frá kr. 268.560 Fullt verð kr. 335.700 Tryggvi fæddist í Hamarkoti áAkureyri 20.10. 1902, misstimóður sína er hann var sex ára og ólst síðan upp í Reykjavík og á ýmsum stöðum norðanlands. For- eldrar hans voru Hans Pétur Emil Petersen, búfræðingur, bóndi og verkamaður á Akureyri, og k.h., Þuríður Gísladóttir. Eiginkona Tryggva var Steinunn G. Jónsdóttir verkakona. Þau eign- uðust tvær dætur. Skólaganga Tryggva var sex vikna undirbúningur fyrir fermingu. Hann var smali á sumrin, fjárhirðir á vetrum frá fermingu og til sautján ára aldurs í Öxnadal, vinnumaður í Tungusveit, bóndi þar og í Bakkaseli og Fagranesi í Öxnadal, verkamaður á Akureyri 1930-47, innheimtumað- ur þar 1935-47 en studdist við bú- skap öll árin og hafði að mestu fram- færi af honum til 1940. Hann var verkamaður í Reykjavík 1947-68, lengst af hjá Hitaveitu Reykjavíkur og eftirlitsmaður við hitaveitufram- kvæmdir hjá Hitaveitu Reykjavíkur á árunum 1962-68 er hann lét af störfum sökum heilsubrests. Tryggvi var formaður Verka- mannafélags Akureyrarkaupstaðar, varaformaður verkamannafélagsins Dagsbrúnar í Reykjavík, félagi í Kommúnistaflokki Íslands og Sósíalistaflokknum, sat í miðstjórn Sósíalistaflokksins og sat í miðnefnd Hernámsandstæðinga um árabil. Tryggvi sendi frá sér ljóðabækur og skáldsögur. Það var þó fyrst og fremst ævisaga hans í þremur bind- um, Fátækt fólk, 1976; Baráttan um brauðið, 1977, og Fyrir sunnan, 1979, sem vöktu verðskuldaða at- hygli sem vel samdar en átakanlegar lýsingar á kjörum fátæks fólks á Ís- landi á uppvaxtarárum hans og fram eftir öldinni. Fátækt fólk varð met- sölubók, fékk mikið umtal og fólki varð tíðrætt um það hversu vel bók- in var skrifuð, af manni sem varla hlaut nokkra skólagöngu. Hún var tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Tryggvi lést 6.3. 1993. Merkir Íslendingar Tryggvi Emilsson Laugardagur 100 ára Camilla Sæmundsdóttir 85 ára Anna Borg Jón Gústi Jónsson Kristján Þorsteinsson Oddur Sigfússon 80 ára Edda Laufey Pálsdóttir Þórður Ólafsson 75 ára Björg Ólafsdóttir Guðrún Halla Friðjónsdóttir 70 ára Bergljót Böðvarsdóttir Guðný Sigrún Guðnadóttir Steinunn Ásta Björnsdóttir 60 ára Egill Sölvason Ella Kristín Birgisdóttir Ellert Ágúst Magnússon Ewa Danuta Ryfa Harald Kulp Hjörleifur Brynjólfsson Jón Ingvar Gunnarsson Kristín Einarsdóttir Kristján Einar Birgisson Marta Guðríður Georgsdóttir Pétur Kristófer Pétursson Sigríður Björnsdóttir Sigurður Ásgeir Kristinsson Steinþór Skúlason 50 ára Anna Sigurbjörnsdóttir Elísa Björk Elmarsdóttir Eyjólfur Guðmundsson Guðlaug Ingvarsdóttir Gunnhildur Hilmarsdóttir Heiða Hrönn Hreiðarsdóttir Hlíf H. Snæland Káradóttir Hörður Einarsson Jóhannes G. Henningsson Ljubinko Rudinac Snorri Hrafn Guðmundsson Sveinbjörn Jón Ásgrímsson Þuríður Linda Einarsdóttir 40 ára Andrzej P.Zwierzchowski Attila Palfi Bryndís H.B. Gunnarsdóttir Einar Jónsson Elín Elísabet Jörgensen Grétar Björn Halldórsson Guðlaug Í. Margrétardóttir Ilona Osmana Jakob Ágústsson Lukasz Andrzej Bialas Michele Rebora Ólafur Jón Jónsson Winnie Akoth Ochanda 30 ára Andri Freyr Axelsson Bjarni Einarsson Edda María Birgisdóttir Ellert Þór Svavarsson Grzegorz Piotr Zielinski Helena Rúnarsdóttir Ívar Örn Róbertsson Jakob Cecil Hafsteinsson Klavs Gailits Marcin Wisniewski Marta Gryka Melkorka S. Magnúsdóttir Sigríður Láretta Jónsdóttir Sunnudagur 90 ára Guðrún Halldórsdóttir Lilja Jónasdóttir Þorgeir Sigfinnsson 85 ára Elín Ellertsdóttir Fríður Helga Hannesdóttir Hjördís Anna Sölvadóttir Sigurjón Jónsson Þórður Þórðarson 80 ára Einar Bjarnason Margrét S. Jónsdóttir 75 ára Guðmundur Þorbjörnsson Guðríður M. Thorarensen Gunnar H. Sigurbjartsson Kristín Engiljónsdóttir Orest Vsevolod Zaklynsky Sylvía Lockey Gunnarstein Þórunn Gunnarsdóttir 70 ára Björn Magnús Magnússon Carlos A. Ribeiro Rodrigues Erla S. Engilbertsdóttir Gunnar Berg Sigurjónsson Gylfi Geirsson Ingibjörg Karlsdóttir Jóna B. Jónsdóttir Jónína Ágústa Jónsdóttir Ragnhildur I. Guðmundsdóttir Sigurður Pálsson Þórður Helgason Þórunn Elísabet Ingvadóttir 60 ára Andrzej Krauz Anna Pálína Jónsdóttir Árni Ómar Jósteinsson Ásta Elín Grétarsdóttir Baldur Heiðar Hauksson Daníel Þorsteinsson Guðbjörg Árnadóttir Guðný Védís Guðjónsdóttir Helgi Kristjánsson Jakob Daði Marteinsson Lilja Jósepsdóttir Sigrún B. Gunnlaugsdóttir Sigurbjörg K. Jónsdóttir Smári Axelsson Sveindís I. Almarsdóttir Trausti Jóel Helgason Þórunn Anna Haraldsdóttir 50 ára Barbro Elisabeth Lundberg Claudia Di Ventura Davíð Sverrisson Friðbjörn Benediktsson Guðmundur Steingrímsson Guðrún Elsa Gunnarsdóttir Guðrún María Ólafsdóttir Jeannot A. Tsirenge Jóna Björg Sigurjónsdóttir Jón Þór Eyfjörð Arnarson Kristín F. Gunnlaugsdóttir Vera Ólöf Sigurðardóttir Örn Ingvi Jónsson 40 ára Árni Þór Birgisson Birgir Ólafsson Björgvin L. Sigurðarson Embla Sigurgeirsdóttir George-Ciprian Pantea Helga B.F. Johansen Kristinn Þ. Sigurðarson Kristín Hrefna Leifsdóttir Magnús Pétur Haraldsson Pétur Bjarni Gunnlaugsson Rósa Tryggvadóttir Simo Sakari Aaltonen Virginie Sandra Letertre 30 ára Andrea Guðmundsdóttir Davíð Tómas Tómasson Eyþór Sigmundsson Freyja Sigurjónsdóttir Guðrún S. Guðmundsdóttir Hanna M. Hermannsdóttir Kinga Latosinska Marco Maria Bruno Mark S. Punzalan Cuarto Milena Medic Rakel Pálsdóttir Sigfús K. Guðmundsson Viktor Birgisson Til hamingju með daginn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.