Morgunblaðið - 20.10.2018, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 20.10.2018, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Kína er eitthelstaefnahags- veldi heims og stendur aðeins Bandaríkjunum að baki. Efnahagur landsins vex og dafnar. Lætur sennilega nærri lagi að daglegur vöxtur kínversks efnahags nemi hér um bil þjóðarframleiðslu Ís- lands. Kínverjar láta að sér kveða um allan heim. Samkvæmt bandarísku hugveitunni Am- erican Enterprise Institute námu fjárfestingar og þátt- taka Kínverja í framkvæmd- um erlendis 1.870 milljörðum Bandaríkjadollara á tíma- bilinu 2005 til 2018. Kínverjar hafa undanfarin misseri gert tilkall til forustu í efnahagsmálum í heiminum. Þar af hafa 298 milljarðar dollara farið í framkvæmdir í Afríku. Hafa Kínverjar lánað meira fé til framkvæmda þar en Þróunarbanki Afríku, Evr- ópusambandið, Alþjóða- fjárfestingastofnunin (sem er hluti af Alþjóðabankanum) og G8-löndin samanlagt. Kínverjar áttu frumkvæði að stofnun og hafa lagt lang- mest fé í Innviðafjárfestinga- banka Asíu, sem Íslendingar eru aðilar að og á að styrkja uppbyggingu innviða í álfunni. Þessi upptalning sýnir að Kínverjar hegða sér ekki eins og þróunarríki heldur for- kólfur í efnahagslífi heimsins. Það vakti athygli þegar Donald Trump Bandaríkja- forseti tilkynnti að hann myndi að óbreyttu draga Bandaríkin út úr Alþjóðapóst- sambandinu. Trump hefur gagnrýnt Kínverja harðlega fyrir óprúttna viðskiptahætti. Hann hefur jafnframt sýnt að séu alþjóðasáttmálar honum ekki að skapi sé hann tilbúinn að láta þá róa. Í fjölmiðlum var yfirlýsingu Trumps lýst sem hluta af efnahagsstríði hans við Kína. Kínverjar hafa reynt að láta líta út fyrir að í þeirri viður- eign séu þeir rödd skynsem- innar, sem vilji sem mest frelsi í alþjóðlegum við- skiptum. Ekki er þó allt sem sýnist. Kínverjar hafa notað Alþjóða- póstsambandið til að maka krókinn svo um munar. Sambandið var stofnað árið 1874 í Sviss í þeim tilgangi að móta alþjóðlegar reglur í póstmálum, eins og fram kom á viðskiptasíðu Morgunblaðs- ins í gær. 192 lönd eiga aðild að sam- bandinu og er því einnig ætlað að ýta undir jafnræði milli landa í þess- um efnum. Kínverjar hafa notið góðs af því. Hjá sam- bandinu eru Kínverjar skil- greindir sem þróunarríki. Fyrir vikið fá þeir 70-80% af póstkostnaði niðurgreidd. Kínverjar hafa verið mjög atkvæðamiklir í póstverslun á netinu. Segja Bandaríkja- menn að niðurgreiðslurnar skekki samkeppnisstöðu inn- lendra fyrirtækja í póst- verslun svo um munar. Staða Kínverja hefur einnig gríðarleg áhrif hér á landi. Í Morgunblaðinu í gær kemur fram að í skýrslu Copenhagen Economics frá þessu ári komi fram að tap Íslandspósts vegna erlendra sendinga sé um 475 milljónir á ári. Net- verslun fari vaxandi og því megi búast við að sá kostn- aður muni halda áfram að aukast. Andrés Magnússon, fram- kvæmdastjóri Samtaka versl- unar og þjónustu, hefur vakið athygli á að vegna þessa séu skilyrði í samkeppni ójöfn í al- þjóðlegri netverslun. Hann lýsir því í samtali við Morgun- blaðið hvernig reynt hafi verið að fá alþjóðapóstsamninginn endurskoðaðan í sumar, en það hafi ekki náð fram að ganga. Næst verði hægt að taka samninginn til endur- skoðunar árið 2021, eftir heil þrjú ár. Kínverjar eru augljóslega sáttir við óbreytt fyrirkomu- lag í þessum málum og láta sig engu varða þótt forsendur hafi breyst verulega frá því að þeir voru settir í niður- greiðsluflokk þróunarríkja hjá Alþjóðapóstsambandinu. Hvað er þá til ráða? Trump hefur tekið þá afstöðu að þessu verði ekki unað og frek- ar muni Bandaríkjamenn ganga úr sambandinu en búa við þetta áfram. Bandaríkja- menn muni einfaldlega gera tvíhliða eða marghliða samn- inga þar sem tekið verði tillit til þeirra sjónarmiða. Verði samningar Alþjóðapóst- sambandsins hins vegar endurskoðaðir séu þeir til- búnir að draga tilkynninguna um úrsögnina til baka og vera áfram í sambandinu. Augljóst er að Íslendingar eiga samleið með Bandaríkja- mönnum í þessari deilu. Kínverjar líta ekki á sig sem þróunarríki en hafa ekkert á móti forskoti með niðurgreiðslum} Niðurgreiddur efnahagsrisi Á sama tíma og kúariða greinist í Skotlandi og fréttir berast frá Evrópusambandinu um að til standi að draga eigi úr eftirliti með sjúkdómum í kjúklingi þá lýsir landbúnaðarráðherra því yfir að ekkert hrófli við EES-samningnum. Á sama tíma hef- ur ráðherrann ekki hugmynd um hvernig hann ætlar að verja íslenska neytendur eða íslensk- an landbúnað fyrir sjúkdómum sem berast munu til landsins með hráu kjöti eða þá hvernig hann ætlar að berjast gegn auknu sýklalyfja- ónæmi sem ógnar heilsu manna. Kannski treystir hann á að Félag atvinnurekenda setji neytendur fyrst og svo gróðann. Ýmsa löggjöf höfum við fengið í gegnum EES-samninginn en margt er líka óþarfi og passar ekki Íslandi. Marga góða löggjöf höfum við einnig fengið frá Norðurlöndunum án þess þó að vera gert skylt að innleiða þá löggjöf. EES-samningurinn er gamall samningur sem ber að endurskoða teljum við ástæðu til þess og nú er ástæða til þess. Það getur verið að einhverjir skammsýnir menn muni komast að því að betra sé að fórna íslenskum landbúnaði í stað ferðafrelsis en að þora ekki að meta samninginn er dapurt. Ótakmörkuð ást ráðherrans á EES-samningnum er ekki það eina undarlega við embættisfærslur hans undan- farið. Nýlega fréttist að hann hefði lagt niður landbún- aðardeildina í ráðuneytinu og fært verkefnin á alþjóðasvið. Sigurður Páll Jónsson, þingmaður Miðflokksins hefur ósk- að eftir því að ráðherra mæti á fund Atvinnuveganefndar til að skýra þessa ákvörðun. Ráðherrann mæt- ir hins vegar ekki og lætur þau boð berast að hann ætli að ræða málið annarsstaðar. Ráð- herranum ber að mæta svo alþingi geti rækt eftirlitshlutverk sitt. Hann getur tafið það að mæta með málefnalegum ástæðum en ekki bara af því bara! Tveir hópar bænda, sauðfjár- og loðdýra-, hafa beðið eftir viðbrögðum frá ráðherra við erindum þeirra og beðið lengi. Báðir þessir hópar skipta miklu fyrir þjóðina hvor á sinn hátt. Landbúnaður er ein af undirstöðum hverrar þjóðar m.a. vegna fæðuöryggis, orku- þarfar, gjaldeyrissparnaðar os.frv. Það er því hlutverk ráðherra á hverjum tíma að gera allt sem hann getur til að treysta og efla starfsum- hverfi greinarinnar. Það er ekki gert með því að draga lappirnar í að svara erindum eða finna lausnir við vandamálum nema skilningurinn sé sá að greinin sé ekki svo merkileg. Ég þekki ekki til neinnar þjóðar sem vill ekki eiga öflugan landbúnað. Að lokum. Haustið 2016 ákvað ég að fiskeldissvið Haf- rannsóknastofnunar yrði á Ísafirði frá árinu 2018. Það var gert eftir fundi með forstjóranum og embættismönnum ráðuneytisins. Það var því ótrúlegt að heyra ræðu ráð- herra sl. mánudag er hann upplýsti að forstjóri stofnunar- innar vildi ekki gera þetta og hann réði! Nei, kæri ráð- herra, þú ræður, þannig eru lögin. Gunnar Bragi Sveinsson Pistill Er landbúnaðarráðherra úti á túni? Höfundur er alþingismaður Suðvesturkjördæmis og varafor- maður Miðflokksins. gunnarbragi@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Þrátt fyrir að loðnuleið-angur í síðasta mánuði hafiverið umfangsmeiri helduren í áratugi var niðurstaðan sú að lítið fannst af loðnu. Nýliðun í stofninum hefur yfirleitt verið slök síðustu fimmtán ár, en á sama tíma hefur hitastig sjávar hækkað. Breyt- ingar hafa orðið á útbreiðslu loðnunn- ar allt æviskeiðið og í auknum mæli er hún farin að hrygna fyrir norð- an land. Hvaða áhrif það hefur á ungviði loðnunnar er ekki vitað, en unnið er að rann- sóknum á áhrifum breyttrar hrygn- ingar. Eins og stað- an er núna verður ekki gefinn út loðnukvóti fyrir vertíðina, sem annars hefði átt að byrja í janúar. Því til við- bótar fannst lítið af ungloðnu, sem þýðir að óvissa er um vertíðina í byrj- un árs 2020. „Í leiðangrinum í september var bæði farið norður og suður úr dreif- ingu loðnunnar, við Grænland var nánast farið upp í harða land og einn- ig langt austur á bóginn. Sannast sagna veit ég ekki hvar við ættum að leita ef ekki á þessu svæði,“ segir Þor- steinn Sigurðsson, sviðsstjóri upp- sjávarlífríkis Hafrannsóknastofn- unar. Í skýrslu um leiðangurinn segir að almennt hafi fundist lítið af loðnu á leitarsvæðinu og engin loðna austan- vert í Íslandshafi eða við Jan Mayen. Talið er að tekist hafi að fara yfir þekkt útbreiðslusvæði stofnsins. Spurður hvort það kæmi honum á óvart ef loðna gysi upp fyrir norðan land í janúar segir Þorsteinn að í leið- angrinum í haust hafi fundist 238 þús- und tonn af loðnu úr veiðistofni, sem komi þá til hrygningar í vetur. Vist- kerfið fái því einhverja innspýtingu, en hann segist telja allar líkur á að hrygningarstofninn verði undir var- úðarmörkum eða 150 þúsund tonnum. Fátt sem kemur á óvart „Annars er það orðið fátt, sem kemur okkur orðið á óvart þegar kemur að loðnunni, en við byggjum okkar ráðgjöf á þeim mælingum sem við teljum áreiðanlegastar hverju sinni,“ segir Þorsteinn. „Haustið 2015 mældum við mjög lítið af ungloðnu og þess vegna var viðbúið að lítið fyndist af fullorðinni loðnu ári síðar. Þegar kom fram yfir áramótin 2017 fannst hins vegar talsvert af loðnu og úr varð vertíð. Við þurftum því að éta ofan í okkur það sem við höfðum áður sagt og glöddumst eins og aðrir yfir því að stofninn var ekki hruninn. Við skoð- uðum eldri gögn gaumgæfilega í framhaldinu en fundum ekki skýr- ingar á þeim mun sem var milli mæl- inga. Því var líklegasta skýring okkar sú að loðnan hefði verið á öðrum svæðum, en við hefðum farið yfir. Bæði í ár og í fyrra höfum við hins vegar leitað á mun stærra svæði þannig að þær skýringar sem við gáf- um þá gætu vart haldið aftur, ef eitt- hvað verulega meira kemur í leitirnar í janúar. Það er í raun enn ráðgáta hver skýringin er á ástæðu þess sem við sáum fyrir tveimur árum. Ef það er einhvers staðar verulega meira af loðnu þá er eitthvað vitlaust í því sem við erum að gera. Meðal breytinga á dreifingu loðnunnar segir Þorsteinn að hún sé hætt að vera fyrir norðan land sem ungfiskur. Í staðinn finnist hún að stærstum hluta norðar og vestar við Grænland. Lífsbarátta loðnunnar sé greinilega erfið í því hlýviðrisástandi sem verið hefur alla þessa öld sem sjáist í því hversu lítið virðist ná að lifa fyrsta árið í samanburði við það sem mældist á síðustu öld. Þorsteinn segir aðspurður að hann telji ekki að gengið hafi verið of nærri stofninum með veiðum. Með nýrri aflareglu hafi meiri varfærni verið gætt síðustu ár heldur en áður og meira hefði verið veitt ef eldri afla- regla væri enn notuð. Síðustu tíu ár hefur makríll gengið í miklum mæli inn á íslenskt hafsvæði. Þorsteinn segir að ekki hafi orðið vart við mikið af loðnu í maga- innihaldi makríls og uppistaðan í fæð- unni hafi verið áta. Vitað sé að síld éti mikið af loðnuseiðum í Barentshafi, en hér við land hafi slíkt ekki sést í magasýnum sem tekin hafa verið. Tvær loðnuvertíðir gætu verið í uppnámi Loðnu- leiðangur Bjarni Sæmundsson Árni Friðriksson EROS Bergmálsmælingar á stærð loðnu- stofnsins dagana 6.-27. september Júní-sept. Okt.-des. Jan.-mars 1980-1981 2017-2018 Loðnuafli frá 1980 1.500 Þús. tonn 1.000 Vísitala ungfisks 1980 til 2018 1980 2018 Nýliðun loðnu 150 Milljarðar 100 Stofnstærð » Hrygningarstofn loðnu var í haust metinn 238.000 tonn. » Tæplega 100 þúsund tonn mældust af ungloðnu. » Veiðistofn loðnu verður að nýju mældur í janúar/ febrúar 2019. Þorsteinn Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.