Morgunblaðið - 20.10.2018, Qupperneq 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 2018
Lesið vandlega upplýsingarnar á umbúðumog fylgiseðli
fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé
þörf á frekari upplýsingumumáhættu og aukaverkanir.
Sjá nánari upplýsingar um lyfið áwww.serlyfjaskra.is
Dolorin
500mg töflur - 20 stk og 30 stk
Reykjavíkurvegur 62 | Sími 527 0640 | 220Hafnarfjörður | www.wh.is
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
V
irðing og skilningur þarf
alltaf að vera leiðarljós
í aðstoð við fólk sem
stendur höllum fæti.
Stuðningurinn þarf
sömuleiðis og alltaf að miðast við
aðstæður hvers og eins og horfa
verður til langs tíma, því það tekur
fólk mislangan
tíma að komast á
beina braut,“
segir María Rún-
arsdóttir, for-
maður Félags-
ráðgjafafélags
Íslands. Alþjóð-
legur baráttu-
dagur gegn fá-
tækt var
síðastliðinn mið-
vikudag, 17.
október, og af því tilefni vakti félag-
ið athygli á skeytingarleysi stjórn-
valda í garð fólks og hópa sem búa
við fátækt og eru jaðarsettir í ís-
lensku samfélagi. Efnt var til
hlaups og seinna til upplestrar þar
sem skeytingarleysi var inntaks-
orðið og boðskapur.
Styðja fólk til valdeflingar
Starf félagsráðgjafa er marg-
þætt en meðal verkefna þeirra sem
starfa hjá félagsþjónustu sveitarfé-
laga er stuðningur við efnalítið fólk.
Lögum samkvæmt ber sveitarfélög-
unum, til að mynda Reykjavíkur-
borg, að tryggja fólki lágmarks-
framfærslu og annað eftir atvikum,
svo sem húsnæði.
„Við þekkjum vel hvar skórinn
kreppir, hverjir eru í mestri hættu
að festast í fátæktargildru sem oft
leiðir af sér að fólk dettur úr virkri
þátttöku í samfélaginu. Það er hlut-
verk okkar félagsráðgjafa að koma
til móts við þetta fólk og styðja til
valdeflingar í eigin lífi. Eitt af því er
að sjónarmið þessa afskipta hóps
heyrist og honum gáfum við rödd,“
segir María sem tiltekur að um
þessar mundir sé margt gott að
gerast í málum er lúta að velferð og
félagslegum stuðningi.
Skýrsla um velferðarmál, sem
Árni Páll Árnason, fyrrverandi fé-
lagsmálaráðherra, vann fyrir nor-
rænu ráðherranefndina, var kynnt
sl. fimmtudag. Þar segir að alls
staðar á Norðurlöndum sé vandi til
staðar þegar samræma þarf til
dæmis heilbrigðismál, vinnumarkað
og svo mennta- eða húsnæðismálin.
María segir margt athyglisvert
koma fram í þessari skýrslu og efni
hennar sé gott veganesti í um-
ræðuna.
„Margar af erfiðustu félagslegu
áskorununum sem við stöndum nú
frammi fyrir stafa af margþættum
orsökum. Við sjáum félagslega ein-
angrun og einmanaleika í stór-
auknum mæli í samfélaginu öllu frá
barnæsku til efri ára. Við sjáum
dæmi þess að félagslegt misrétti og
félagsleg einangrun erfist milli kyn-
slóða,“ segir í skýrslunni og í
endursögn mbl.is.
Lásu mikilvæg skilaboð
Hlaupið sem félagsráðgjafar
stóðu fyrir hófst við Útvarpshúsið í
Efstaleiti en í þeirri byggingu er
ein þjónustumiðstöðva Reykjavíkur-
borgar. Þaðan var svo haldið í mið-
borgina og að Laugavegi 77, þar
sem önnur þjónustumiðstöð á veg-
um borgarinnar er til húsa. Þaðan
lá svo leiðin í Fógetagarðinn í Kvos-
inni, þar sem félagsráðgjafar lásu
upp reynslusögur fátæks fólks.
„Sögur þessa fólks eru allt í
kringum félagsráðgjafa í okkar dag-
lega starfi. Við erum hins vegar
bundin trúnaði og fundum því sögur
til upplestrar, til dæmis á netinu, í
fjölmiðlum, skýrslum, bókum og
víðar. Oft er fólk þarna að lýsa
mjög erfiðum aðstæðum sem oft má
snúa til betri vegar. En til þess að
svo megi verða eru orð til alls fyrst
og umræðan er mikilvæg. Þetta eru
líka mikilvæg skilaboð sem stjórn-
málamenn verða að taka til sín og
og standa við gefin loforð, svo sem
um úrbætur í bóta- og skattkerfinu
og að fara í ýmsar félagslegar um-
bætur. Af hálfu samfélagsins er
aldrei valkostur að sýna fólki í
jaðarsettri stöðu skeytingarleysi,“
segir María Rúnarsdóttir.
Skeytingarleysi er ekki valkostur
Afskiptur hópur fær rödd.
Félagsráðgjafar lásu sög-
ur skjólstæðinga sinna og
vilja að stjórnvöld og aðr-
ir styðji fátækt fólk með
félagslegum umbótum.
Við þekkjum vel hvar
skórinn kreppir, segir for-
maður Félagsráðgjafa-
félags Íslands.
Félagsráðgjafar Hópurinn sem las og hlýddi á hér í Fógetagarðinum í Kvosinni, en á þeim slóðum er deigla mannlífs í borginni og fólk í ýmsum aðstæðum.
María
Rúnarsdóttir
Þátttaka Líf og fjör í Kvennahlaupi ÍSÍ í Garðabæ fyrr á þessu ári.
Hef ekki fulla heilsu
„Ég er á örorku vegna afleiðinga
krabbameins. Ég var í námi eins og
ég gat á meðan ég var að jafna mig
eftir krabbameinið, fékk undan-
þágur og slíkt og tókst að klára
nám og er komin með starfsréttindi
í mínu fagi. Ég hef ekki fulla heilsu
en einhverja og hef verið að vinna
með bótunum til að geta náð end-
um saman. Auk þess langar mig að
vinna … er að reyna að koma mér út
á vinnumarkaðinn og get það von-
andi eftir því sem heilsan batnar.“
Meðvirkni hverfur
„Hef sjaldan nennt að reyna að
biðja um aðstoð því þegar ég hef
bryddað upp á því er hent framan í
mig að hann sé sko að borga með-
lag og ætli ekki að taka þátt í neinu
öðru. Barnsfaðir minn er fyrrver-
andi fíkill, ofbeldismaður með
greinda siðblindu. Ég hef alltaf
komið til móts við hann, reddað
honum þegar illa gengur, sleppt
honum við meðlag, afsakað hegðun
hans. En sem betur fer er með-
virknin að hverfa hratt.“
Pasta og núðlur
„Maður getur líka verið fátækur
með maka. Bara kaupa ódýrt sem
dugar í marga skammta … pasta,
spagettí og núðlur duga lengi. Nota
eina bringu til að blanda við. Þá
færðu eitthvert kjöt. Reyna að
leggja til hliðar vegna læknis-
kostnaðar sem gæti komið fyrir.
Keyra sem minnst og bara nota það
sem nauðsynlegt er. Reyna frekar
að labba í búðina. Skemmtun:
Göngutúrar og reyna að fylgjast
með hvað er frítt. Ég á þrjú börn og
hef alltaf náð að gera það besta úr
því litla sem við foreldrarnir höfð-
um.“
Gera það besta úr litlu
SÖGUR SEM FÉLAGSRÁÐGJAFAR LÁSU Í FÓTGETAGARÐINUM
Lestur Sirrý Sif Sigurlaugardóttir, t.v., og Þórey Guðmundsdóttir félagsráðgjafar.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi