Morgunblaðið - 22.10.2018, Síða 16

Morgunblaðið - 22.10.2018, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. OKTÓBER 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Núverandiforsætis-ráðherra Breta var andstæð- ingur þess að Bret- ar samþykktu í þjóðaratkvæði að yfirgefa ESB. Baráttunni fyrir því að nei yrði svarið stjórnaði þó fyrirrennarinn, David Cameron. Sá þótti séður í leikjafræði og þá einkum hvernig höndla bæri þjóðar- atkvæði. Cameron samþykkti þjóðar- atkvæði um hvort taka bæri upp hlutfallskosningar í stað einmenningskjördæma. For- sætisráðherrann vildi óbreytt fyrirkomulag og sú varð niður- staðan. Hann lét Skotum eftir þjóðaratkvæði um það hvort þeir mættu verða sjálfstæðir. Það vann hann líka. Munur á milli fylkinga var þó óþægilega lítill. Svo var það aðildin að ESB. Efasemdarmönnum í Íhalds- flokknum hafði fjölgað og kom- inn var flokkur upp að hlið hans, UKIP, sem tók vaxandi fylgi frá íhaldsmönnum. Cam- eron taldi að fá yrði frið fyrir þessum óþægindum í nokkra áratugi og samþykkti þjóðar- atkvæði um ESB. Kannanir, birtar og óbirtar, sýndu að nær öruggt væri að útgöngu yrði hafnað. Leikflétta forsætisráð- herrans var sú að viðurkenna að aðildinni fylgdu margir gall- ar. Hann ætlaði því að semja um breytta skilmála aðildar Breta. Fengi hann ekki ásættanlegar breytingar myndi hann sjálfur mæla með að kjósendur segðu já við út- göngu. Ekkert bendir til að Camer- on hafi meint neitt með því lof- orði. En hann óraði ekki fyrir að helstu leiðtogar ESB teldu óþarft að gera nokkuð fyrir hann. En þeir þekktu þessar skoðanakannanir út í hörgul. Þeir töldu því óþarft að gefa eitthvað merkjanlegt eftir í „samningunum“, sem gæti hugsanlega skapað óróleika í öðrum aðildarríkjum. Cameron kom með autt blað úr „samn- ingalotunni“ og gekk mun verr en það gekk í ævintýrinu forð- um að breiða yfir að keisarinn væri klæðalaus. Samninga- bragðið virkaði því öfugt og þjóðin samþykkti útgöngu. Cameron hrökk úr húsi fáum dögum síðar. Theresu May hefur skort alla sannfæringu og því haldið illa á spilunum. Hún bögglast um með ónýtt uppkast eða þá út- göngu án samnings og viðsemj- andinn sér að hún hræðist það. Það boðar ekki gott þegar fararstjórinn ratar síst allra í rútunni og vill ekki í ferðina. Bretar vita að það er frekt að biðja um leiðtoga á borð við Churchill og Thatcher oft á öld. En það eitt hefði hjálpað að nú- verandi leiðtogi minnti einstaka sinnum pínulítið á þessi tvö. Illa hefur verið hald- ið á ákvörðun bresku þjóðarinnar um brottför úr ESB} Vantar forystu Viðbrögðverkalýðs- forystunnar við til- lögum Samtaka at- vinnulífsins um að metinn verði kostn- aður fyrirtækjanna af kröfum verkalýðshreyfing- arinnar eru vonbrigði. Sjálf- sögðum tillögum um kostnaðar- mat er svarað með útúr- snúningi á borð við þann að segja: „Menn lifa ekki á kostn- aðarmötum.“ Þetta er álíka málefnalegt og þegar brugðist er við stórkost- legri aukningu kaupmáttar með því að segja að menn lifi ekki á kaupmætti. Eða þegar rætt er um prósentuhækkanir og því er svarað til að enginn borði pró- sentur. Útúrsnúningar af þessu tagi hjálpa ekki við gerð kjara- samninga og eru ekki til þess fallnir að bæta kjör launa- manna. Þvert á móti hljóta ómálefnaleg viðbrögð og út- úrsnúningar að gera umræður um kjarasamninga erfiðari og minnka líkur á að skynsamlegir samningar náist. Forystu verkalýðshreyfing- arinnar hlýtur auð- vitað að vera full- ljóst að ef samið verður um kjör sem eru umfram það sem fyrirtækin í landinu geta stað- ið undir verða afleiðingarnar uppsagnir og jafnvel gjaldþrot margra fyrirtækja. Auk þess tæki við kunnugleg víxlverkun launa og verðlags með þeirri verðbólgu sem landsmenn hafa sem betur fer verið lausir við um árabil en þekkja allt of vel frá fyrri tíð. Nú eru viðræður um kjara- samninga hafnar en fara rólega af stað. Fyrir atvinnulífið og áframhaldandi vöxt efnahags- lífsins og áframhaldandi kjara- bætur launamanna skiptir miklu að vel takist til um þessa samninga og helst af öllu að þeim ljúki hratt og vel. Óvissan er óþægileg fyrir fyrirtækin í landinu og hún dregur kraft úr efnahagslífinu, ekki síst þegar þeir sem fylgjast með viðræð- unum fá á tilfinninguna að ekki séu allir samningsaðilar endi- lega áhugasamir um að ná skynsamlegum samningum. Kjarasamninga þarf að nálgast af ábyrgð og með málefna- legum umræðum} Útúrsnúningar hjálpa ekki M yndin um Daniel Blake er sannsöguleg heimildarmynd sem segir frá miðaldra breskum karlmanni, Daniel Blake. Hann hafði fengið al- varlegt hjartaáfall og var metinn af lækni sínum óvinnufær með öllu. Það sem meira var: hann þurfti að fara sérstaklega varlega með sig vegna lífshættulegra veikinda sinna. En kerfið sagði NEI. Hann gat jú klætt sig, matast sjálfur, sett á sig húfuna, hann gat líka hringt hjálparlaust og bjargað sér með flestar almennar athafnir dagsins. Þess vegna sagði kerfið NEI og vildi koma honum út á vinnumarkaðinn að nýju, algjörlega í andstöðu við læknisfræðilegar niðurstöður um hið raunverulega ástand hans. Bretar innleiddu starfsgetumat þar í landi árið 2010. Fyrstu tvö árin á eftir sviptu 90 breskir öryrkjar sig lífi í hverjum mán- uði, eftir að hafa verið metnir vinnufærir í starfsget- umati. Þessir einstaklingar voru í raun óvinnufærir, fatlaðir, langveikir, öryrkjar, fyrrverandi bótaþegar, líf- eyrisþegar o.s.frv. Kerfið skráði þá ekki lengur sem ör- yrkja, heldur sem langveika í atvinnuleit. Möguleikar þeirra til atvinnuþátttöku höfðu þó ekkert skánað. Íslensk stjórnvöld eru að gera nákvæmlega þetta í dag. Það á að troða starfsgetumati ofan í kokið á ör- yrkjum, hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Skilaboðin eru skýr: ef þið samþykkið þetta ekki, ör- yrkjar góðir, þá höldum við áfram að skerða ykkur krónu á móti krónu. Sem er jú einstakt og þekkist hvergi á byggðu bóli. Hvernig er mögulegt að traðka annað eins á þeim þjóðfélagshópi sem á um hvað sárast að binda í samfélaginu? Hópi sem er fastur í manngerðri fátæktargildru stjórnvalda. Við skulum ekki gleyma að öll þessi fátækt, ör- birgð og vanlíðan vegna efnahagslegra bág- inda er mannanna verk og með vitund og vilja ríkjandi stjórnvalda hverju sinni. Það breytir engu þótt forsætisráðherra segi að fátækt fólk geti ekki beðið eftir réttlæti, það bíður og bíður enn og nú undir hennar for- sæti. Það biður enginn um að verða öryrki og missa heilsuna. Það biður enginn um að geta ekki tekið þátt í samfélaginu, fengið að taka þátt í góð- ærinu og lifa með reisn. En við öryrkjar förum þó fram á það, að þegar verið er að skáka okkur til og frá á excel-skjali ríkissjóðs og atvinnurekenda, þá vinsamlega látið svo lítið að hafa okkur með í ráðum. Því ekkert á að vera um okkur án okkar. Daniel Blake er dáinn Já Daniel Blake er dáinn. Hann dó á leiðinni á milli hæða í kerfi sem aldrei verður sagt um að sé mann- eskjulegt. Hann var af veikum mætti að reyna að bjarga sér. Inga Sæland Pistill Starfsgetumat með góðu eða illu Höfundur er alþingismaður og formaður Flokks fólksins. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Núna þurfum við ekki aðfara með þetta í felurlengur.“ Þetta sagði einnþeirra mörg þúsund Kanadabúa sem höfðu beðið í ofvæni eftir því að klukkan slægi 12 á mið- nætti þriðjudagskvöldið 16. október, en þá varð neysla og varsla kannabis- efna lögleg í landinu. Þar með varð Kanada annað landið í heiminum til að leyfa kanna- bis, en áður hafði Úrúgvæ stigið sama skref, auk átta ríkja í Banda- ríkjunum. Þá er neysla og sala efnis- ins refsilaus í Portúgal og Hollandi og neysla þess í lækningaskyni er lögleg í yfir 20 löndum. Slík neysla varð lögleg í Kanada árið 2001. Með þessari lagabreytingu var Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, að efna kosningaloforð sitt og meðal þeirra raka sem hann hefur fært eru að með því að gera neysluna löglega séu settar hömlur á aðgengi ungmenna að efninu og hægt sé að hafa gæðaeftirlit með því. Umsvif neðanjarðarhagkerfis og óprúttinna fíkniefnasala muni minnka en því er spáð að svarti markaðurinn með kannabisefni muni leggjast af innan fjögurra ára. Þá fái ríkið skatttekjur af sölu efnanna, en áætlað er að þær muni nema um 400 milljónum kan- adadollara á ári. Búist við fjölgun neytenda Um 70% Kanadabúa eru sam- þykkir lagabreytingunni, en and- stæðingar hennar hafa m.a. bent á að líklegt sé að kanadískum kannabis- neytendum, sem nú eru taldir vera 4,4 milljónir, fjölgi um 61% og verði rúmar sjö milljónir. Einn andstæð- inganna, læknirinn Diane Kelsall, rit- stjóri kanadíska læknablaðsins, segir að lögleiðingin sé ekkert annað en óskipulögð heilsufarstilraun á heilli þjóð þar sem gróðafíknum kannabis- framleiðendum sé hampað á kostnað heilsu kanadísku þjóðarinnar. Andstæðingar lagabreytingar- innar hafa bent á að um leið og eitt- hvað verður löglegt, þá breytast við- horfin til þess. „Og það er nefnilega stóra málið,“ segir Valgerður Rún- arsdóttir, yfirlæknir á sjúkrahúsinu Vogi sem rekið er af SÁÁ. „Þannig verður neyslan líklega almennari.“ Spurð hverjar gætu orðið afleið- ingarnar af því ef Ísland myndi stíga þetta sama skref, segir Valgerður að nú þegar sé aðgengi að kannabis býsna auðvelt, en líklega yrði neysl- an almennari. Einhverjir sem ekki neyta efnsisins vegna þess að það er ólöglegt myndu gera það ef það yrði löglegt. „Það er hætt við að afleiðing- arnar yrðu alvarlegar hjá hluta neyt- endanna, hugsanlega kæmi þetta verst niður á yngsta aldurshópnum,“ segir Valgerður. Cannabusiness Hún segist ekki geta séð að læknisfræðileg eða lýðheilsufræðileg rök hafi ráðið för við lögleiðinguna í Kanada. „Það er vitað að kannabis- neysla getur ýtt undir geðsjúkdóma og sýnt hefur verið fram á hún skaðar vitræna getu til langs tíma. Það er líka vitað að hún getur leitt til neyslu sterkari fíkniefna. En það er ekkert verið að líta til þess við þessa ákvörð- un; þetta ræðst fyrst og fremst af pólitík og peningum. Það er engin til- viljun að oft er talað um „Canna- business“, það eru gríðarlegir pen- ingar í þessu.“ ÁTKVR? „Fíkniefnastefna eins og hér á landi þar sem neytandinn er gerður að glæpamanni er ómannúðleg og veldur miklum skaða,“ segir Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata. Hann var í fyrra einn flutningsmanna frumvarps sem fól í sér að fram- leiðsla, sala og neysla kannabisefna yrði leyfð. Hann segir að það hafi gefið góða reynslu að reglusetja fíkniefnaneyslu og -sölu og nefnir þar Portúgal sem dæmi. „Það var t.d. tal- ið að neysla myndi aukast þar og að eiturlyfjatúrismi yrði til, en það gerð- ist ekki. Neyslan minnkaði, mark- aðurinn fór úr höndunum á undir- heimunum sem misstu þar sína helstu tekjulind og ríkið fékk skattfé sem m.a. er hægt að nota til að hjálpa þeim sem ekki kunna að fara með efnið, rétt eins og við gerum með áfengisgjaldið.“ Jón Þór segir eftir verulegu að slægjast fyrir ríkissjóð ef ákveðið yrði að feta í fótspor Kanadamanna og vísar þar í nýlega úttekt tímarits- ins Forbes. „Gróflega reiknað og miðað við skatttekjur annarra þjóða af kannabissölu og hlutfalli ríkisins af áfengisgjald þá gætu þetta verið um fimm milljarðar á ári í skatttekjur.“ Hann segir ekki á döfinni að leggja áðurnefnt frumvarp fram að nýju. „En ég held að fátt geti snúið þessari þróun við og þegar svona stórt vestrænt ríki eins og Kanada ákveður að stíga þetta skref held ég að fleiri eigi eftir að fylgja í kjölfarið. Hugsanlega munum við sjá ÁTVR verða að ÁTKVR; K fyrir kannabis.“ Heilsutilraun á heilli þjóð eða þjóðþrifamál? Árleg heildar- útgjöld -9% - +13% Hlutfall ólöglegs kannabis Fjöldi neytenda +61% Áætlaðar afleiðingar þess að lögleiða kannabis í Kanada Lögleiðing kannabis í Kanada Heimild: Hagstofa Kanada 7,1 milljón4,4milljónir 5,5 milljarðar kanadadala 5 - 6,3 milljarðar kanadadala 100% 23,94% Fyrir Eftir (Samkvæmt rannsókn, sem birt var 21. september 2018) Kannabis í Kanada » Nú mega Kanadabúar 18 -19 ára og eldri kaupa allt að 30 g af kannabisi í einu og rækta allt að fjórar kannabis- plöntur. » Sala kannabis er leyfis- skyld, fjölmargar kannabis- verslanir hafa þegar verið opn- aðar í landinu og búist er við að þær verði um 300 í árslok. » Sala afleiddra kannabis- efna, eins og t.d. sælgætis, gosdrykkja og matvöru, verður leyfð á næsta ári.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.