Morgunblaðið - 22.10.2018, Síða 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. OKTÓBER 2018
✝ Daníel Guð-brandsson
fæddist í Reykjavík
19. maí 1961. Hann
varð bráðkvaddur
5. október 2018.
Foreldrar hans
voru Áshildur Est-
er Daníelsdóttir,
húsmóðir, f. 1940 á
Kollsá í Hrútafirði,
og Guðbrandur
Árnason, hag-
ráðunautur, f. 1938 í Reykjavík,
d. 2016.
Bræður Daníels eru Árni
Guðbrandsson, f. 1964, og Guð-
brandur Guðbrandsson, f. 1966.
Daníel kvæntist Birnu Bene-
barn þeirra er Þórhildur Sara, f.
2018.
Daníel ólst fyrstu árin upp á
Tómasarhaga í Reykjavík. Á af-
mælisdegi Daníels árið 1973
flutti fjölskyldan á Hjallaveg í
Reykjavík. Þar bjó hann þegar
hann kynntist Birnu og hófu þau
sambúð þar. Eftir grunnskóla-
nám fór hann í Menntaskólann
við Sund og lauk þaðan stúd-
entsprófi vorið 1981. Í kjölfarið
starfaði hann sem sölumaður
hjá S. Óskarssyni í nokkur ár.
Daníel hóf störf hjá Egilsson
ehf. árið 1988 og vann þar
næstu 22 árin eða til ársins
2010. Þá söðlaði hann um og
stofnaði Danson ehf., sitt eigið
heildsölufyrirtæki sem hann rak
síðan alla tíð.
Daníel og Birna höfðu verið
gift í 28 ár þegar hann féll frá.
Útför Daníels fer fram frá
Fríkirkjunni í Reykjavík í dag,
22. október 2018, klukkan 13.
diktsdóttur, f. 26.
október 1961, þann
29. september 1990
í Reykjavík. For-
eldrar Birnu voru
Benedikt Hafliða-
son, f. 1919, d.
2004, og Þorsteina
G.K. Sigurðar-
dóttir, f. 1921, d.
2015. Synir Daníels
og Birnu eru: 1)
Steinar Þór, f. 5.
apríl 1986, maki Ólöf Jóna Æv-
arsdóttir, f. 1993, börn þeirra
eru Benedikt Andri, f. 2014, og
Matthildur Vala, f. 2016, 2) Guð-
brandur, f. 23. ágúst 1993, maki
Kristþóra Gísladóttir, f. 1995,
Elsku tengdapabbi okkar er
fallinn frá, langt fyrir aldur fram.
Danni Danson eins og við áttum til
að kalla hann var góður sölumað-
ur, algjörlega hreinn og beinn.
Honum þótti vinnan sín skemmti-
leg, enda þekkjum við fáa sem
nenna að vinna jafn mikið og hvað
þá að keyra hringinn um landið,
einn! Hann var kurteis, með hjart-
að á réttum stað, lífsglaður, mikill
húmoristi og alls ekki væminn, svo
við reynum að skrifa sem minnst
væmið. Hann var dásamlegur afi
og á Benedikt Andri, besti afa-
strákurinn hans, eftir að sakna
hans sárt.
Við vorum báðar á 20. aldursári
þegar við komum inn í fjölskyld-
una og frá degi eitt var okkur tek-
ið opnum örmum. Það var alltaf líf
og fjör í kringum Danna, hann bjó
yfir þeim hæfileika að vera góður
að segja sögur, með mikilli innlif-
un og góðu gríni. Danni og Birna
voru ótrúlega samstiga enda lang-
bestu vinir, missirinn fyrir elsku
Birnu er mikill. Steinar Þór og
Guðbrandur voru miklir pabba-
strákar enda var Danni með ein-
dæmum góður pabbi og höfðu
feðgarnir mjög gaman af því að
vera saman. Allt sumar feðganna
fór í að gera upp baðherbergið í
Akró og gerðu strákarnir mikið
grín að pabba sínum í gegnum það
ferli.
Tengdapabba og afa verður
sárt saknað og við höldum fast í
allar fallegu minningarnar. Takk
fyrir allt og allt.
Kveðja, tengdadætur þínar úr
sveitinni,
Kristþóra og Ólöf Jóna.
Elsku Danni bróðir, ég veit að
þú lest þetta og ætla því að reyna
að gera mitt besta til að þú
skammist þín ekki fyrir litla bróð-
ur. Danni var ótrúleg manneskja
sem auðgaði allt í kringum sig og
gerði allt betra. Danni sá um okk-
ur yngri bræðurna, mig og Árna,
frá unga aldri á þeim tíma þegar
foreldrar okkar voru í vinnu, þá
bjuggum við á Tómasarhaga 9. Sú
pössun fólst oftast í því að nota
okkur dvergana í kerrukappakst-
ur niður Tómasarhagann þar sem
Bingi og Danni kepptu, tilraunir
með flugelda og brunaþol yfir-
hafna okkar bræðra eða hve lengi
við hefðum þol í góða hnefaleika-
keppni á móti eldri bróður, sem
endaði alltaf á einn veg þegar
Danni var búinn að missa áhug-
ann.
Á unglingsárum Danna, eftir að
við vorum flutt á Hjallaveginn,
fylgdum við Danna í ýmiss konar
ævintýri. Alltaf var hann til staðar
þegar við þurftum á honum að
halda, sýndi ótrúlega væntum-
þykju fyrir bræðrum sínum og
þoldi alls ekki að sjá okkur þjást
eða verða undir einhvers staðar.
Hann bjargaði okkur litlu aulun-
um oftar en ekki úr vandræðum
sem við höfðum komið okkur í, þar
sem brjálaður ökumaður elti okk-
ur eftir að hafa fengið snjóbolta-
skothríð í bílinn hjá sér eða veg-
farandi vatnsblöðru í bakið á
köldum vetrardegi. „Ekki segja
pabba“ var oftast það eina sem við
gátum sagt og hann átti því stóra
greiða inni hjá okkur sem hann
nýtti í alls kyns þjónustu sem við
þurftum að sinna, eins og að
hlaupa út á Sunnutorg að kaupa
Sinalco og sígó eða þrífa bílinn.
Á þessum árum kynnti hann
fyrir fjölskyldunni Birnu sína sem
var hans stoð og stytta allt til
endaloka eða yfir 40 ár. Ást þeirra
er ótrúlega falleg og sönn og sýnir
hve mikilvægt er að rækta sam-
bandið og eins hve Danni umvafði
það sem honum var kærast. Fjöl-
skyldan var Danna allt og þegar
tveir fallegir synir þeirra voru
komnir í hans líf fannst honum líf-
ið fullkomið. Danni var afar vinnu-
samur og duglegur og hefur kennt
sonum sínum þann hátt sem sést á
þeim gríðarlega dugnaði og elju
sem þeir tveir og Birna hafa sýnt
við að halda fyrirtæki Danna
gangandi á þessum erfiðu tímum
eftir að hann féll frá. Það er með
ólíkindum að sjá hvað þau heiðra
hans minningu með þeirri vinnu
en einnig að sjá hve Danni var stór
karakter í augum viðskiptavina
sinna og hve mikið hann hafði
unnið sér inn með mikilli vinnu og
þjónustulund. Allt tekur þetta
enda og við yfirgefum þetta líf ein-
hvern tíma en Danni fór allt of
snemma og allt of brátt. Enn og
aftur: þar sem ég veit að þú lest
þetta, því þú last allar minning-
argreinar á lífi, þá get ég ekki lýst
því hve mikið ég sakna þín, hve
mikið ég elskaði þig og hve mikil-
vægur þú varst mér hér á jörð. Þú
varst alltaf fyrirmyndin mín, ég
vildi alltaf verða eins og stóri bróð-
ir minn, þú varst fyndnasti maður
sem ég þekkti, þú varst besti,
besti, besti bróðir minn (fyrir-
gefðu Árni, þú ert líka ágætur). Í
hinu sérkennilega orðavali okkar
bræðranna langar mig að enda á
þessu: „Halló bátar, halló skip, var
einhver að kalla á Narfa – haltu
samt kjafti.“ Farðu vel með þig,
Danni minn, þangað til við knús-
umst næst.
Bróðir að eilífu,
Guðbrandur Guðbrandsson
(Búbbi litli bróðir).
Það er ólýsanlega erfitt að setj-
ast niður og skrifa minningar-
grein um hann Danna bróður
minn.
Við vorum þrír bræðurnir og
það var oft mjög fjörugt og mikil
læti á æskuheimilinu, fyrst á Tóm-
asarhaga og svo á Hjallaveginum.
Danni var elstur af okkur, ég
miðjubarnið og svo var Búbbi litli
yngstur. Danni fékk snemma það
hlutverk að passa okkur geml-
ingana og oft fannst honum við
ekkert sérstaklega hlýðnir og lét
okkur heyra það ef við vorum ekki
þar sem hann ætlaði að geyma
okkur meðan hann lék sér við vini
sína. Það var barnmargt á Tóm-
asarhaganum á þessum árum og
mikið leikið saman og margt brall-
að. Þrátt fyrir að tekist væri
stundum á var samband okkar
bræðranna alltaf gott og við góðir
vinir. Það sést vel á gömlu
„slides“-myndunum sem pabbi
tók, oftast yfir jólahátíðirnar.
Æsku- og unglingsárin á Hjalla-
veginum voru einnig mjög fjörug.
Á unglingsárunum hafði Danni
mikinn áhuga á að vera snyrtileg-
ur og töffaralegur og var mjög
laginn við að blása á sér hárið.
15 ára kynntist hann Birnu
sinni í Langholtsskóla og fljótlega
fóru þau að búa saman í kjallara-
íbúðinni hjá foreldrum okkar. Þau
stofnuðu svo heimili saman og
eignuðust tvo yndislega syni. Fjöl-
skylda Danna og Birnu hefur allt-
af verið einstaklega ástrík og sam-
heldin. Birna og strákarnir voru í
miklu fyrirrúmi hjá Danna og
hann naut sín best með þeim.
Eftir menntaskóla fór Danni að
vinna við ýmis sölustörf og síðustu
árin rak hann sitt eigið heildsölu-
fyrirtæki þar sem meginuppistað-
an var sala á jólavörum. Danni fór
alltaf nokkrum sinnum á ári í sölu-
ferðir um landið og á þessum ferð-
um hringdi hann oft í okkur fjöl-
skylduna til að stytta sér stundir
við aksturinn. Voru þessi símtöl
alltaf mjög skemmtileg og eins og
svo oft áður endaði hann þau á
sinn einstaka hátt, með orðunum:
„En haltu samt kjafti.“ Húmorinn
og grínið voru ávallt áberandi í
samskiptum okkar bræðranna og
þegar við komum saman á fullorð-
insárunum var iðulega verið að
rifja upp gömul prakkarastrik og
sögur.
Ég mun sakna Danna bróður
míns mjög mikið en góðar minn-
ingar hugga. Síðasta skiptið sem
ég hitti Danna var daginn áður en
hann lést, við hittumst heima hjá
mömmu og yfir kaffibolla rifjuð-
um við sem fyrr upp gamlar sögur
og hlógum saman. Við heimferð
kvöddumst við með innilegu faðm-
lagi og ætluðum að hittast fljót-
lega. Hugur minn er nú hjá
mömmu, Birnu og strákunum,
þeim Steinari og Bóbó, og litlu
fjölskyldunum þeirra. Megi Guð
halda verndarhendi yfir þeim í
sorginni. Hvíl í friði, Danni minn.
Árni.
Kær vinur minn og svili, Daníel
Guðbrandsson, er látinn langt um
aldur fram. Það var mikið áfall að
fá þær fréttir hinn 5. október sl. að
hann hefði orðið bráðkvaddur fyrr
um morguninn. Áfallið er þó mest
hjá hans elskaðri fjölskyldu. Miss-
ir þeirra er mikill.
Á þessum sorglegu tímamótum
leitar hugurinn til baka, til gleði-
stunda sem við áttum saman.
Tengsl og vinskapur fjölskyldna
okkar var mikill og einlægur. Það
var ýmislegt brallað á þeim 40 ár-
um sem við höfum þekkst. Útileg-
urnar á yngri árum, matarboðin,
fjölskylduboðin, sumarbústaðar-
ferðirnar, alltaf mikið fjör þar og
Danni oftast hrókur alls fagnaðar.
Danni var einfaldlega þannig að
það var alltaf gaman að vera í
kringum hann. Hann var mjög
stríðinn en fór aldrei yfir strikið.
Við tókum upp á því að setjast á
skólabekk við Endurmenntun Há-
skóla Íslands. Það voru góðar og
gefandi stundir. Þá datt golfið inn
hjá okkur fyrir nokkrum árum,
fórum m.a. í frábæra golfferð til
Valle De Este á Spáni ásamt eig-
inkonum okkar. Margt fleira
mætti nefna.
Danni var mikill fjölskyldumað-
ur og er alveg ljóst að Birna og
strákarnir þeirra, Steinar Þór og
Bóbó, voru hans allra bestu vinir.
Síðar komu tengdadæturnar Ólöf
og Kristþóra til sögunnar og þrjú
yndisleg barnabörn.
Birna mín, Steinar Þór, Bóbó
og fjölskyldur, Ása og allir ástvin-
ir, megi góður Guð styrkja ykkur
á þessum erfiða tíma. Sorgin er
mikil því að ástin og kærleikurinn
var svo mikill.
Kæri vinur, hvíl í friði.
Steindór.
Elsku Danni okkar.
Takk fyrir vináttuna, hláturinn,
gleðina og samfylgdina í rúm 40 ár
gegnum lífið. Ferðalögin saman,
innanlands sem utanlands, og
matarboðin þar sem við fimm vor-
um saman og mikið var hlegið.
Við erum þakklát að hafa fengið
að vera partur af þínu lífi, þínu og
Birnu, þið voruð svo samrýmd
hjón og bestu vinir.
Við kveðjum þig með söknuði í
hjarta.
Ég kveð þig nú kæri vinur,
Kveð þig í hinsta sinn.
Íslenski eðalhlynur,
einstaki vinur minn.
(Valdimar Lárusson)
Birnu, Steinari, Guðbrandi,
tengdadætrum og barnabörnun-
um, sem lýstu hjartað þitt þegar
þú talaðir um þau, móður þinni,
bræðrum og fjölskyldum sendum
við okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Leifur, Helga og Hanna.
Elsku Danni minn.
Ég á mjög erfitt með að átta
mig á því að þú hafir kvatt okkur
svona snemma. Ég brosi og tárast
til skiptis við að rifja upp þær
minningar sem við eigum saman í
Akraseli.
Þegar ég var yngri var fátt
betra en að fá að gista hjá ykkur
Birnu um helgar. Það átti senni-
lega stóran þátt að hitta Bóbó og
Steinar og spila Football Manager
og Rome langt fram á nótt. Ástin
og vináttan var svo mikil á milli
okkar allra að mér hefur alltaf lið-
ið eins og þriðja syninum.
Þér fannst fátt skemmtilegra
en að stríða og láta fólk fara hjá
sér. Ég gleymi því seint þegar ég
var nýbyrjaður að vinna og ég sat
inni á kaffistofu með samstarfs-
félögum og allir hrukku við. Stóð
þá minn maður í dyragættinni eft-
ir að hafa hrópað yfir hópinn með
miklu gríni „mér finnst svo gaman
í sveitinni“. Allir horfa hver á ann-
an og velta því fyrir sér hver þessi
maður sé, þar til ég stóð upp vand-
ræðalegur og sagði „hæ Danni
minn“. Sögur sem þessar, ásamt
ferðum upp í bústað við Apavatn
um verslunarmannahelgi, matar-
boð í kjúklingavængina hennar
Birnu, heimsóknir til ykkar á að-
fangadag og margar aðrar minn-
ingar, eru það sem ég mun ávallt
varðveita.
Það verður tómlegt án þín í
Akraseli en ég veit að þú munt
vaka yfir okkur.
Elska þig Danni, „Mamahúhú“.
Gunnar Helgi Steindórsson.
Í dag kveðjum við kæran æsku-
vin, Daníel Guðbrandsson, hann
Danna eins og við kölluðum hann,
en hann lést óvænt og langt um
aldur fram aðeins 57 ára.
Danni var hrókur alls fagnaðar
og ekki var komið að tómum kof-
unum hjá honum ef gamanmál
voru á ferðinni. Hann hafði gott
skopskyn og hafði unun af því að
segja gamansögur. En hann var
líka einlægur og traustur vinur.
Á hugann leita margar minn-
ingar um allar þær góðu samveru-
stundir sem við höfum átt saman.
Minningar um ánægjustundir í
matarklúbbnum undanfarna ára-
tugi og á Akureyri nú í lok sept-
ember. Minningar sem munu lifa
áfram. Sá sem sat við hliðina á
Danna við matarborðið mátti allt-
af búast við einhverju óvæntu.
Hann gat komið með einhverja
frasa upp úr þurru, góða brandara
eða þá að menn fengju klip í hnés-
bótina eða síðuna. Það var auðvit-
að karlpeningurinn sem átti von á
klipi því herramaðurinn Danni
hefði aldrei farið að klípa kven-
fólkið.
Matarklúbburinn hefur hist 4-5
sinnum á ári í áratugi og farið í
styttri ferðir hér heima og einnig
erlendis. Alltaf hefur hópurinn
staðið saman og eigum við margar
skemmtilegar minningar um
Danna. Í skíðaferð fyrir margt
löngu kom íþróttamaðurinn fram í
Danna þegar hann skíðaði eins og
þrælvanur skíðamaður þrátt fyrir
að hafa ekki farið á skíði í fjölda
ára. Á árum áður var oft farið í
körfubolta og þar var Danni í ess-
inu sínu og keppnismaðurinn
Danni þoldi ekki að tapa.
Birna og Danni hafa alla tíð
verið drífandi í að hópurinn komi
saman og það er ekki síst þeim
hjónum að þakka hvað matar-
klúbburinn okkar hefur dafnað vel
og lengi. Birna og Danni hafa ver-
ið lengur saman en elstu menn
muna og einhver sagði að Danni
hefði líklega lært að ganga til þess
að geta elst við Birnu sína.
Ein úr matarklúbbnum varð
þannig óvænt vitni að því þegar
maður á rauðu ljósi hoppaði út úr
bíl sínum með músíkina á fullu og
byrjaði að dansa á umferðareyj-
unni. Auðvitað var það Danni að
dansa við Birnu sína sem var í
næsta bíl á eftir. Engum nema
Danna hefði dottið þetta skemmti-
lega uppátæki í hug og þorað að
framkvæma það. Jólaklúbburinn
hefur oft verið haldinn hjá Birnu
og Danna, enda varla hægt að
hafa jólalegra en hjá þeim hjón-
um, fallega jólatréð og jólaskreyt-
ingarnar guðdómlega smekkleg-
ar, enda vann Danni meðal annars
við að selja ýmsar jólavörur. Og
ekki var síður frábær matur og fá-
ir geta toppað alvöru nauta-
steikina hans Danna, hvað þá heit-
reykta laxinn svo fátt eitt sé nefnt.
Það voru líka mjög ánægjuleg-
ar stundir sem hluti af okkur átti
með Danna í golfferðinni til Eng-
lands nú í lok september síðastlið-
ins. Hverjum gat dottið í hug að
við ættum ekki eftir að spila golf
oftar saman?
Elsku Birna, Steinar Þór, Guð-
brandur og fjölskylda, það er
þyngra en tárum taki að hann
Daníel skuli hafa verið tekinn frá
okkur í blóma lífsins, hans er sárt
saknað en fallegar minningar lifa.
Guðni og Svanlaug
Ingvar og Helga
Kristján og Kristín
Þór og Kristjana Katrín.
Kæri vinur og félagi, Daníel
Guðbrandsson, eða Danni eins og
við kölluðum þig, ert farinn í þessa
langferð sem kom öllum að óvör-
um en við förum öll að lokum. Það
var ekki kominn tími á þessa ferð
hjá þér en svona getur heilsan
brugðist með engum fyrirvara.
Við félagarnir ég, þú og Kjartan
ætluðum að hittast og borða sam-
an heima hjá mér laugardaginn 6.
október. Það var erfitt að heyra
um morguninn að þú værir dáinn.
Kjartan Már Másson kom til mín
eins og fyrirhugað var og við eig-
inlega biðum eftir að þú kæmir.
Við litum oft á hurðina en dyrnar
opnuðust ekki.
Við félagarnir erum búnir að
þekkjast síðan þið voruð hjá
Egilsson og ég hjá Múlalundi þar
sem ég starfa enn. Samskipti okk-
ar voru mikil þó að við værum ekki
að vinna hjá sama fyrirtæki. Þú
varst sannur vinur og hafðir það
fyrir reglu að standa við það sem
þú sagðir. Það sem var sagt var
eins og skriflegt og hefðu margir
gott af því að læra þessa reglu í
dag. Það var alltaf gaman að hitta
þig og þú varst ekkert að skafa af
hlutunum ef þér fannst eitthvað
að. Þetta eru komin yfir 22 ár sem
við höfum þekkst og þegar ég
hugsa til baka hefur aldrei komið
fyrir að við höfum rifist. Alltaf
sáttir og alltaf hægt að brosa. Við
hittumst erlendis á sýningum og
það fór aldrei svo að við ræddum
ekki saman þó að það væri stund-
um flýtir á okkur. Við vorum búnir
að plana að útvíkka þennan fé-
lagsskap okkar en einhvern veg-
inn höfðum við aldrei tíma. Vinnan
eða einhver ferðalög að þvælast
fyrir okkur.
Þú varst mikill vinur og hafðir
gaman af því að hitta okkur Kjart-
an. Ég hitti þig daginn áður en þú
lést og þú varst svo glaður yfir því
að við ætluðum að snæða saman.
Þú sem varst hvað spenntastur að
mæta komst ekki og það veldur
því að maður fer að hugsa um
tímaleysið. Við töluðum stutt sam-
an þegar við hittumst því við ætl-
uðum að gefa okkur góðan tíma á
laugardag. En þú hafðir gilda af-
sökun. Við Kjartan eigum eftir að
sakna þín mikið. Birnu, Guð-
brandi, Steinari, öðrum ættingj-
um og vinum sendum við okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Hvíl í friði, kæri vinur.
Helgi Kristófersson,
Kjartan Már Másson.
Daníel
Guðbrandsson
HINSTA KVEÐJA
Sérhver draumur lifir aðeins eina
nótt
sérhver alda rís en hnígur jafnan
skjótt
hverju orði fylgir þögn
og þögnin hverfur alltof fljótt.
En þó að augnablikið aldrei fylli
stund
skaltu eiga við það mikilvægan
fund
því að tár sem þerrað burt
aldrei nær að græða grund.
Líttu sérhvert sólarlag,
sem þitt hinsta væri það.
Því morgni eftir orðinn dag
enginn gengur vísum að.
Þú veist að tímans köldu fjötra
enginn flýr
enginn frá hans löngu glímu aftur
snýr.
Því skaltu fanga þessa stund
því fegurðin í henni býr.
(Bragi Valdimar Skúlason)
Elsku Danni. Við þökk-
um allt, vináttuna, grínið og
gleðina. Þín verður sárt
saknað en minningarnar
ylja.
Fyrir hönd fjölskyldunn-
ar í Vesturási,
Ingibjörg
Benediktsdóttir.
Elskulegur sambýlismaður, faðir,
tengdafaðir, afi og bróðir,
ÚLFAR EYSTEINSSON,
Leiðhömrum 44,
Reykjavík,
lést miðvikudaginn 10. október.
Útför hans verður gerð frá Hallgrímskirkju miðvikudaginn
24. október klukkan 15.
Ingibjörg Ólöf Magnúsdóttir
Stefán Úlfarsson Bjarklind Guðlaugsdóttir
Guðný Úlfarsdóttir Heimir Helgason
barnabörn, barnabarnabörn og systkini hins látna