Morgunblaðið - 22.10.2018, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. OKTÓBER 2018
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
BAKSVIÐ
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Þegar efnahagsáföll dynja á virðist
það smáum þjóðum ekki endilega til
gagns að vera undir verndarvæng
stærri þjóða og ríkjasambanda.
Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor
við Háskólann á Akureyri, segir þetta
hafa komið í ljós þegar Eystrasalts-
löndin tókust á við afleiðingar alþjóð-
legu fjármálakreppunnar. Var þeim
ekki gefinn kostur á að fella eigið
gengi og voru beitt þrýstingi til að
leysa fjármálageirann úr snörunni á
kostnað almennings.
„Lönd með sveigjanlegri efnahags-
stefnu – þ.e. sjálfstæðan gjaldmiðil og
meira frelsi í ríkisútgjöldum – geta
vænst þess að ná meiri árangri en
lönd sem tekið hafa upp evruna og
þurfa að beita miklu aðhaldi í ríkis-
fjármálum samkvæmt forskrift
myntbandalagsins,“ segir hann.
„Fastgengisstefna samhliða miklum
niðurskurði í ríkisfjármálum er held-
ur ekki líkleg til að leiða til mikils hag-
vaxtar, sér í lagi í hjá nýmarkaðsríkj-
um eins og Eystrasaltsríkjunum.“
Hilmar er höfundur nýrrar bókar
um þessi mál: The Economic Crisis
and its Aftermath in the Nordic and
Baltic Countries: Do as We Say and
Not as We Do, og er hún gefin út af
Routledge.
Erlent fjármagn blés upp
banka- og fasteignabólu
Í bókinni ber Hilmar saman hvern-
ig Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin
hafa tekist á við fjármálakreppur og
skoðar hann m.a. bankakreppuna í
Finnlandi og Svíþjóð 1992 og afleið-
ingar alþjóðlegu fjármálakreppunnar
í Eystrasalti 2008.
„Á Norðurlöndunum var varla, að
Íslandi undanskildu, hægt að tala um
alvarlega kreppu árið 2008 og helst í
Finnlandi að samdrátturinn hafi orðið
ögn skarpari. Er réttara að tala um
skammvinna niðursveiflu hjá Noregi,
Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi á
meðan Eystrasaltsríkin glímdu við
mun alvarlegra áfall enda hafði hag-
vöxturinn þar árin fyrir hrun einkum
verið drifinn áfram af erlendu fjár-
magni, aðallega frá Norðurlöndun-
um, sem streymdi inn í bankageirann
og kynti undir banka- og fasteigna-
bólu.“
Að sögn Hilmars flækti það stöðu
Eystrasaltsríkjanna að efnahags-
stefna þeirra hefur byggt á að reyna
að laða að erlenda fjárfesta með lág-
um sköttum, litlu regluverki og smáu
félagslegu kerfi. Þegar höggið kom
hafi úrræði stjórnvalda verið fá og
engir góðir valkostir í boði. „Sænskir
aðilar höfðu verið duglegastir að fjár-
festa í bankageirum landanna og var
t.d. forsætisráðherra Lettlands boð-
aður til fundar á Arlanda-flugvelli þar
sem sænski fjármálaráðherrann lagði
honum línurnar um hvernig ætti að
bregðast við fjármálahruninu.“
ESB og Svíar leyfðu
ekki gengisfellingu
Eystrasaltslöndin, sem nota evr-
una í dag, höfðu á þessum tíma tengt
gjaldmiðla sína við evrópska gjald-
miðilinn. Segir Hilmar að hugmynd
þarlendra stjórnmálamanna hafi
meðal annars verið sú að með því að
eiga í sem nánustu sambandi við ESB
yrðu Eistland, Lettland og Litháen
betur varin gegn mögulegum yfir-
gangi Rússa og betur stödd í fé-
lagsskap stórþjóða Evrópu en ein og
afskipt. Þegar á reyndi hafi hins veg-
ar takmörkuð efnahagsaðstoð verið
veitt og vinaþjóðirnar jafnvel gert
þeim erfiðara fyrir.
„Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn lagði
til 15% gengisfellingu í Lettlandi en
því hafnaði ESB sem og Svíar sem
eiga að mestu bankakerfi Lettlands,
og raunar bankakerfi allra Eystra-
saltsríkjanna,“ útskýrir Hilmar.
„Annað var uppi á teningnum í
sænsku og finnsku fjármálakreppun-
um 1992 en þá felldu stjórnvöld geng-
ið til að bæta samkeppnishæfni
atvinnulífsins og réðust ekki í neinn
niðurskurð á velferðarkerinu svo
nokkru næmi ef borið er saman við
það sem gert var í Eystrasaltsríkj-
unum 2008. Svipað sjáum við gerast á
Íslandi 2008 þegar gengið hrynur og
fyrir vikið að staða útflutningsgreina
batnar og mikill uppgangur verður í
ferðaþjónustu.“
Útkoman úr aðgerðunum 2008
varð sú að efnahagur Eystrasaltsríkj-
anna var lengur að jafna sig og lífs-
kjör almennings versnuðu mikið.
Ástandið jók enn frekar á fólksflótta
frá löndunum þremur og er sú staða
núna komin upp að Eystrasaltsríkin
eru lent í vítahring þar sem unga og
vel menntaða fólkið sem gæti eflt
hagkerfið leitar út í heim eftir betri
tækifærum og auknum lífsgæðum.
Segir Hilmar að fólksflóttinn hafi
verið svo mikill að tölur um að at-
vinnuleysi sé á niðurleið gefi ranga
mynd því í stað þess að mæla göt-
urnar heima fyrir taki unga og
menntaða fóllkið stefnuna á Þýska-
land, Skandinavíu og Bretland þar
sem betri tækifæri bjóðast. „Hag-
vöxtur í Eystrasaltsríkjunum hefur
líka verið hægur eftir hrun og hag-
vöxtur á mann kann að vera ofmetinn
því ungt menntað fólk flýr þessi lönd í
mörgum tilvikum eftir útskrift úr há-
skóla frekar en að fara á vinnumark-
aðinn.“
Taki upp breytta stefnu
Spurður hvað Eystrasaltslöndin
ættu til bragðs að taka segir Hilmar
að þessi ríki, og önnur smáríki, mættu
gæta sín á að vera harðari í samskipt-
um sínum við stærri ríki og ríkjasam-
bönd eins t.d. ESB. „Ég held að bæði
Svíþjóð og Evrópusambandið skuldi
þessum löndum miklu meiri aðstoð og
að eðlilegt væri að láta rannsókn fara
fram á því hvernig samskiptunum við
ESB og sænsk stjórnvöld var háttað í
fjármálakreppunni.
Væri líka æskilegt að ráðast í
breytingar á skattkerfum Eystra-
saltsríkjanna með það að markmiði að
þeir sem hafa efni á því borgi meira í
sameiginlega sjóði og axli hlutfalls-
lega þyngri byrðar svo að svigrúm
skapist til að efla mennta- og heil-
brigðiskerfið, létta byrrðum af þeim
sem hafa úr minnstu að moða og búa
til mannvænna samfélag sem vonandi
verður til þess að löndin missi færra
ungt hæfileikafólk til ríkari landa.“
Sveigjanleg efnahags-
stefna er styrkleiki
Afskipti „AGS lagði til 15% gengisfellingu í Lettlandi en því hafnaði ESB
sem og Svíar,“ segir Hilmar um viðbrögðin við fjármálakreppunni.
Kom sér illa fyrir Eystrasaltslöndin að geta ekki fellt gengið í fjármálakreppu
22. október 2018
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 117.42 117.98 117.7
Sterlingspund 153.02 153.76 153.39
Kanadadalur 89.99 90.51 90.25
Dönsk króna 18.03 18.136 18.083
Norsk króna 14.238 14.322 14.28
Sænsk króna 13.001 13.077 13.039
Svissn. franki 117.89 118.55 118.22
Japanskt jen 1.0442 1.0504 1.0473
SDR 163.16 164.14 163.65
Evra 134.52 135.28 134.9
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 163.7355
Hrávöruverð
Gull 1228.25 ($/únsa)
Ál 2007.0 ($/tonn) LME
Hráolía 79.44 ($/fatið) Brent
Tansaníski
milljarðamær-
ingurinn Mo-
hammed Dewji
fannst heill á
húfi í Dar es
Salaam á
laugardag.
Dewji, sem er
43 ára gamall
og yngsti millj-
arðamæringur
Afríku, var numinn á brott af
mannræningjum 11. október síð-
astliðinn þegar hann var á leið-
inni í líkamsrækt.
Að sögn Bloomberg stendur
leit að mannræningjunum enn yf-
ir en fjölskylda Dewjis hafði boð-
ið hálfa milljón dala í verðlaun
fyrir upplýsingar sem leitt gætu
til þess að honum yrði bjargað.
ai@mbl.is
Milljarða-
mæringur
hólpinn
Mohammed Dewji
● Í lok þessa mánaðar verður tækniris-
inn Google að hækka það gjald sem
snjallsímaframleiðendur greiða fyrir að
selja síma með hugbúnaði á borð við
leiðsöguforritið Google Maps og vafr-
ann Chrome. Er þetta gert í samræmi
við úrskurð Evrópusambandsins um að
viðskiptahættir Google brjóti gegn
samkeppnislögum.
Að sögn Reuters gæti gjaldið numið
allt að 40 dölum á hvert símtæki en
upphæðin ræðst m.a. af stærð símans
sem um ræðir og í hvaða landi hann er
seldur. Að meðaltali ætti gjaldið að vera
um það bil 20 dalir á hvert tæki.
Framkvæmdastjórn ESB komst að
þeirri niðurstöðu í júlí að Google hefði
misnotað markaðsráðandi stöðu sína
með því að hafa í reynd þvingað fram-
leiðendur snjalltækja sem nota Andr-
oid-stýrikerfið til að láta forritapakka
Google fylgja hverjum síma. ai@mbl.is
Google þarf að hækka
verðið á snjallforritum
Slagur Breytingin er til komin vegna
úrskurðar framkvæmdastjórnar ESB.
STUTT