Morgunblaðið - 22.10.2018, Page 21

Morgunblaðið - 22.10.2018, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. OKTÓBER 2018 21 Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Bátar      Flatahrauni 25 - Hafnarfirði Sími 564 0400 www.bilaraf.is Mikið úrval í bæði 12V og 24V. Bílaþjónusta GÆÐABÓN Stofnað 1986 • Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-16. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. Ökukennsla Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, sími 696 0042, Húsviðhald Hreinsa þakrennur, fyrir veturinn og tek að mér ýmis smærri verkefni. Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com Félagsstarf eldri borgara Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-16. Leikfimi með Maríu kl. 9. Ganga um nágrennið kl. 11. Handavinna með leiðbeinanda kl. 12.30-16. Félagsvist með vinningum kl. 13. Myndlist með Elsu kl. 16-20. Opið fyrir úti- og innipútt. Hádegismatur kl. 11.40-12.45. Kaffisala kl. 15- 15.45. Heitt á könnunni. Allir velkomnir. S. 535-2700. Boðinn Leikfimi kl. 10.30. Gréta Jakobsdóttir næringarfræðingur með FRÆÐSLU um lífsstíl og næringu kl. 13.30 í salnum á efri hæð. Mynd- list kl. 12.30. Bingó kl. 13. Vatnsleikfimi kl. 14.30. Spjallhópur kl. 15. Bólstaðarhlíð 43 Opin handverksstofa kl. 9-16. Morgunkaffi kl. 10- 10.30. Leikfimi kl. 12.50-13.30. Samprjón kl. 13.30-14.30. Bútasaums- hópur kl. 13-16. Opið kaffihús kl. 14.30-15.15. Félagsmiðstöðin Lönguhlíð 3 Opin handverksstofa kl. 9. Upplestur kl. 10.10. Botsía kl.13.30. Kaffiveitingar kl. 14.30. Allir velkomnir! Garðabær Vatnsleikfimi Sjálandi kl. 7.30 /8.15 /15.15. Kvennaleikfimi Sjálandi kl. 9.30. Liðstyrkur Sjálandi kl. 10.15. Kvennaleikfimi Ásgarði kl. 11.15. Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Brids í Jónshúsi kl. 13. Saumanámskeið í Jónshúsi kl. 14.10. Smiðja Kirkjuhvoli opin kl. 13- 16. Allir velkomnir. Zumba í Kirkjuhvoli kl. 16.15. Gerðuberg Opin handavinnustofan kl. 8.30-16. Útskurður með leið- beinanda kl. 90-16. Leikfimi Maríu kl. 10-10.45. Leikfimi Helgu Ben kl. 11-11.30. Qigong kl. 10.30-11.30. Kóræfing kl. 13-15. Allir velkomnir. Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 9 botsía, kl. 9.30 postulínsmálun, kl. 10.50 jóga, kl. 13.15 kanasta. Gullsmári Postulínshópur kl. 9. Jóga kl. 9.30. Handavinna/brids kl. 13. Jóga kl. 17. Félagsvist kl. 20. Hraunsel Myndmennt kl. 9. Tyffanis í föndurstofu kl. 90-12. Gaflara- kórinn kl. 11. Félagsvist kl. 13. Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá 8-16, blöðin og púsl liggja frammi. Morgunkaffi kl. 8.30-10.30, jóga með Carynu kl. 9, útvarpsleikfimi kl. 9.45, jóga með Carynu kl. 10 og samverustund kl. 10.30. Hádegismatur kl. 11.30, tálgun og listasmiðja kl. 13, frjáls spila- mennska kl. 13, liðleiki á stólum og slökun með Önnu kl. 13.15 og eftirmiðdagskaffi kl. 14.30. Hæðargarður 31 Opnar 8.50. Við hringborðið 8.50, boðið upp á kaffi. Thai Chi með Guðnýju 9.00-10.00, mynd.námsk. hjá Margréti Z. 9.00-12.00, leikf. með Guðnýju 10.00-10.45, hádegism. 11.30, Spek- ingar og spaugarar 10.45-11.45, Listasmiðjan er öllum opin frá 12.30, Kríur myndlistarhópur 13.00, bridge 13.00-16.00, enska I 13.00-14.30, kaffi 14.30. Enska II kl. 15. Uppl. s. 411 2790. Korpúlfar Hugleiðsla og yoga með Ingibjörgu kl 9 í Borgum, ganga frá Borgum, Grafarvogskirkju og inni í Egilshöll. Komið og dansið í Borgum kl. 11 í dag. Prjónað til góðs kl. 13 og félagsvist kl. 13 í Borg- um. Tréútskurður á Korpúlfsstöðum kl. 13 í dag og kóræfing Korpu- systkina hjá Kristínu kórstjóra kl. 16 í dag fleiri velkomnir í hópinn. Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl.8.30,morgunleikfimi kl.9.45,upplestur kl.11,trésmiðja kl.13-16, ganga m.starfsmanni kl.14, bíó á 2.hæð kl.15.30. Uppl. í s. 4112760. Seltjarnarnes Gler á neðri hæð Félagsheimilisins v/Suðurströnd kl 9. og 13. Leir Skólabraut kl.9. Billjard Selinu kl. 0. Krossgátur og kaffi í króknum kl.10.30. Jóga með Öldu í salnum kl.11. Handavinna Skóla- braut kl.13. Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 18.40. Á morgun þriðjudag er ferð í Perluna á Undur íslenskrar náttúru. Kaffi á eftir. Farið frá Skólabraut kl. 13.15. Allar nánari upplýsingar í síma 8939800. Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10-16. Heitt á könnunni frá kl. 10-11 og hægt er að líta í blöðin. Helgistund kl. 10.10. Hádegismatur er frá kl. 11.30-12.15 og panta þarf matinn daginn áður. Spiluð er félagsvist sem byrjar kl. 13.15. Kaffi og meðlæti er til sölu frá kl. 14.30-15.30. Allir velkomnir. Síminn í Selinu er: 568-2586. Stangarhylur 4 Zumba Gold námskeið fyrir styttra komna/byrjendur kl. 9.45. ZUMBA Gold framhald kl. 10.30. STERK OG LIÐUG leikfimi kl. 11.30. Tanya leiðir alla hópanna.   þú það sem    á FINNA.is IÐNAÐARMENN VERSLANIR VEITINGAR VERKSTÆÐI BÓKHALDSÞJÓNUSTA OG FLEIRA Smá- og raðauglýsingar mbl.is alltaf - allstaðar ✝ Ægir Þorvalds-son fæddist á Víkurbakka í Ár- skógshreppi í Eyja- firði 22. september 1928. Hann lést á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri 9. október 2018. Foreldrar hans voru Þorvaldur Árnason, f. 1900, d. 1988, og Sigríður Þóra Björnsdóttir, f. 1903, d. 1984. Systkini Ægis eru Reynald, f. 1925, d. 2011, Hermína, f. 1926, d. 2012, Hákon, f. 1930, Bald- vina, f. 1931, d. 2014, Anna Björg, f. 1934, d. 1998, Björgvin, f. 1939, d. 2015, Alda, f. 1941, og Árni Anton, f. 1948. Þann 4. júní 1949 kvæntist Ægir Ölmu Stefánsdóttur, f. 1. september 1929. Foreldrar hennar voru Stefán Rögnvalds- son, f. 1889, d. 1979, og Rann- veig Jónsdóttir, f. 1886, d. 1964. Synir Ægis og Ölmu eru: 1) Gunn- þór, f. 1950, d. 2005. 2) Gylfi, f. 1953, maki Björg Malmquist, f. 1954. Börn þeirra eru: a) Garðar Malmquist, f. 1977, maki Erla Ósk Benedikts- dóttir, f. 1978, synir þeirra eru Bene- dikt Darri, f. 2013, og Brynjar Gylfi, f. 2015, b) Sig- ríður Ragna Malmquist, f. 1979. 3) Garðar, f. 1957, fyrrverandi maki Helga Björg Sigurð- ardóttir, f. 1962. Börn þeirra eru: a) Stefán Ragnar, f. 1984, maki Hulda Jóhannsdóttir, f. 1980, dóttir þeirra er Nadía Mist, f. 2010, synir Huldu eru Anton Smári og Mikael Atli, b) Ægir, f. 1986, maki Ásta Júlía Ingibjörnsdóttir, f. 1980, börn þeirra eru Garðar Ingi, f. 2016, og Alma Rós, f. 2017, dætur Ástu eru María Björg, Elsa Sól- ey og Sara Sif, c) Sigurður Þór, f. 1988, maki Bianka Weißflog, f. 1989, d) Helga Björg, f. 1991, maki Kristófer Jónasson, f. 1988, sonur þeirra er Jónas, f. 2018 e) Aron Freyr, f. 1997, d. 2016. Núverandi maki Garðars er Bryndís Arna Reynisdóttir, f. 1961. Börn Bryndísar eru Davíð Ingi, Elísabet Ýr og Reynir Már. 4) Stefán Ragnar, f. 1959, d. 1978. Ægir var viðloðandi sjóinn mestallt sitt líf. Eftir hefð- bundna skólagöngu á Árskógs- strönd lærði hann til vélstjórnar á Akureyri og fluttist síðar inn á Dalvík þar sem hann og Alma byggðu sér heimili á Karlsbraut 20, síðar á Drafnarbraut 1. Ægir stofnaði útgerðina Blika hf. árið 1971 ásamt bræðrunum Matthíasi og Ottó Jakobssonum. Árið 1998 þegar Ægir var hætt- ur á sjónum og kominn í land fluttu þau Alma inn á Akureyri þar sem hann bjó síðustu árin og nú síðustu mánuði á dvalarheim- ilinu Hlíð. Útför Ægis fer fram frá Gler- árkirkju í dag, 22. október 2018, klukkan 13.30. Ég sé hann tengdapabba minn alltaf fyrir mér á hlaupum, eitthvað að bardúsa, redda þessu og hinu, alltaf að. Skjótast í Nettó fyrir Ölmu eða í apótek- ið, meira að segja að kaupa sokkabuxur handa henni. Það var aldrei neinu frestað. Allt sem aflaga fór var gert við í hvelli. Ófáar ferðirnar fór hann um allan bæ að leita að réttum perum í jólseríurnar sem hann hengdi upp af mikilli kostgæfni. Hann sá um skreytingarnar. Ég veit ekki hvort honum þótti það eitthvað gaman en þetta þurfti að gera og þá var bara farið í það. Hann gat gert allt sem lýt- ur að húsbyggingum. Hann byggði yfir sig hús tvisvar á æv- inni, bæði á Dalvík. Þegar þau voru flutt í nýtt hús á Drafn- arbraut 1 upp úr 1970 fór frúin að tala um að gaman væri nú að hafa sundlaug þar sem þáver- andi laug á Dalvík var víst ekki upp á marga fiska. Á lóðinni var gerð innisundlaug sem kostaði að mér skilst næstum jafnmikið og húsið sjálft. Ekkert var of gott fyrir hana Ölmu. Öðru eins snyrtimenni hef ég bara held ég aldrei kynnst. Hann var alltaf svo hreinn og fínn, með greiðu í brjóstvasan- um. Ég átti eftir að færa honum nýja greiðu. Heimilið þeirra bar þessu fagurt vitni. Það var oft gaman að sjá muninn á þeim feðgum í þau ófáu skipti sem þeir voru að vinna eitthvað sam- an. Það sá ekki í fötin hans Gæja fyrir málningu eða öðru slíku en sá gamli alltaf jafn hreinn og snyrtilegur. Þegar hann heyrði skemmti- lega dansmúsík fór hann að iða, oft vorum við búin að taka spor- ið á stofugólfinu í Myllunni. Hann var frábær dansari. Frægt er orðið í netheimum þegar hann á kráarkvöldi í vor stökk á fætur og dreif mig út á gólfið en hann gleymdi því alveg að hann var með súrefni í nefinu og þar til gert tæki hangandi við sig, Gæi rétt náði að grípa tæk- ið, áður en það féll í gólfið og svo elti hann okkur bara um salinn. Á myndbandinu sem náðist af athæfinu, er ekki að sjá að þar fari tæplega níræður maður með lungnabilun á lokastigi. Alltaf jafn léttur á fæti. Hann var einstakur afi og langafi, það kom alveg sérstakur ljómi í augun á honum þegar hann var innan um börnin og barnabörnin. Hann lá á gólfinu og lék við þau á meðan hann gat. Alltaf boðinn og búinn að að- stoða okkur öll. Fjölskyldan var honum allt. Elsku Ægir minn, þótt ég hafi komið inn í líf þitt fyrir aðeins 14 árum finnst mér eins og ég hafi þekkt þig alla ævi. „Hvernig er þetta með ykkur skötuhjú, ætlið þið bara alltaf að reka tvær íbúðir? Það finnst mér nú ekki skynsamleg ráðstöfun.“ Og þannig fór það að við Gæi fórum að búa saman og keyptum Sunnuhlíðina og seldum hinar íbúðirnar. Þetta var sem sagt allt þér að kenna eða þakka eftir því hvernig á það er litið. Það var svo gott að geta hald- ið upp á 90 ára afmælið þitt í Hlíð um daginn, svo gott að eiga þær minningar þessa haust- daga. Ég fékk það á tilfinn- inguna þegar ég kvaddi þig um kvöldið áður en við héldum af stað til Grikklands að þetta væri okkar kveðjustund og það reyndist rétt. „Guð blessi þig“ voru þín lokaorð til mín. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Guð blessi þig. Þín Bryndís Arna. Ægir Þorvaldsson ✝ Paul RichardFawcett, Dick, fæddist í Vestur- Virginíuríki 18. september 1938. Hann lést 5. ágúst 2018. Foreldrar hans voru Rose og William F. Faw- cett. Hann átti tvo bræður. Dick kvæntist Birnu Óskarsdóttur frá Vest- mannaeyjum og bjuggu þau hér á landi og víða erlendis, síðast í Atlanta í Georgíuríki BNA. Dick vann nær allan sinn starfsaldur í bandaríska flot- anum og var yfirmaður öryggismála hjá NASA, geim- ferðastofnun Bandaríkjanna, í Flórídaríki síð- ustu starfsár sín. Dick lést 5. ágúst 2018. Útförin hefur farið fram. Þegar við Herdís hugsum til hans Dicks koma upp margar minningar. Ein er sú, þegar Dick og Birna Óskarsdóttir náfrænka mín og eiginkona hans komu eitt sinn til Íslands og dvöldu hjá henni móður minni, en þá kynnt- ust þær Herdís og urðu strax vinkonur. Sigtryggur bróðir var þarna, og Herdís sagði við hann að ef hún væri teiknimyndahöf- undur myndi hún teikna hann sem brennuvarg í sögunum sín- um, því hann stríddi henni svo mikið. Þau Sigtryggur urðu miklir vinir út á þetta. Birna var dóttir hennar Tollu og Óskars en Tolla og mamma voru óaðskiljanlegar vinkonur og systkinabörn. Þegar Birna átti heima sem barn úti í Eyjum var mikill samgangur og var hún oft heima hjá foreldrum mínum á Heiðarvegi 20. Þegar við tví- burar fæddumst hafði Guðrún systir mín Birnu til þess að keyra annan barnavagninn ásamt henni Hrefnu Jóns vin- konu sinni. Samgangurinn varð ekki minni þegar við fluttum suður. Birna kynntist Dick sem var í bandaríska hernum og flutti með honum til Bandaríkjanna. Í nokkur ár bjuggu þau í banda- rísku herstöðinni á Miðnesheiði og þá notaði Dick oft tímann til þess að ferðast um landið á jepp- anum sínum. Hann unni Íslandi og var einn af upphafsmönnum jeppaklúbbsins 4x4. Við heim- sóttum þau Dick stundum til Bandaríkjanna og var tekið með kostum og kynjum. Dick var hæglátur maður, sagði ekki margt og lagði aldrei illt orð til nokkurs manns. Hann var launfyndinn. Þau höfðu búið víða um heiminn þar sem hann gegndi herþjónustu fyrir stór- veldið í vestri í ýmsum löndum. Hann tók m.a. þátt í Víetnam- stríðinu og talaði aldrei um það. Þegar Dick hætti í bandaríska sjóhernum fór hann á bólakaf í tölvur og allt sem þeim tengdist. Hann var eins og alfræðiorðabók á því sviði og leysti oft ýmsan vanda bæði fyrir mig og aðra. Síðasta opinbera starfið hans var á Canaveral-höfða en þar var hann yfirmaður öryggismála í kringum geimflaugarnar sem þaðan er skotið upp, og lýsti starfinu þannig: „Ef eitthvað fer úrskeiðis get ég auðveldlega sprungið í loft upp.“ Dick ræktaði fjölskylduna vel, eiginkonuna og börnin þrjú ásamt tengdabörnum og barna- börnum. Hann var mikið góð- menni og mikill vinur sem vildi allt fyrir alla gera. Hann kvaddi þennan heim 5. ágúst sl. eftir mjög erfið veikindi og það mynd- aðist tómarúm í huga okkar Herdísar. Við geymum svo margar góðar minningar um hann og Birnu. Blessuð sé minn- ing hans. Gísli Helgason. Paul Richard Fawcett

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.