Morgunblaðið - 22.10.2018, Side 15

Morgunblaðið - 22.10.2018, Side 15
FRÉTTIR 15Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. OKTÓBER 2018 HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf Ljósmyndir Rutar og Silju Skipholti 31 • 105 Reykjavík • Sími 568 0150 Opið virka daga 10-17 • www.rut.is • Ljósmyndir Rutar og Silju Einstök jólagjöf Barna- mynda- tökur STOFNAÐ 1956 Glæsileg íslensk hönnun og smíði á skrifstofuna Bæjarlind 8–10 201 Kópavogur Sími 510 7300 www.ag.is ag@ag.is Fyrir Á. Guðmundsson starfa íslenskir, vel menntaðir arkitektar sem hafa þróað húsgögn og hönnunargripi sem skapa notalegt andrúmsloft. Hver hlutur ber einkenni klassískrar hönnunar en er einnig fallegur smíðisgripur sem er þægilegt að nota og sómir sér vel á skrifstofunni. Þorgrímur Kári Snævarr thorgrimur@mbl.is Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti því yfir síðastliðinn laugardag að Bandaríkin hygðust rifta afvopn- unarsáttmála sem gerður var við Sovétríkin á níunda áratugnum. Ástæða ákvörðunar Trumps er meint samningsrof af hálfu Rússa en Rússar hafa nokkrum sinnum verið sakaðir um að þróa eldflaugar sem bannaðar eru í sáttmálanum síðustu árin. Frá þessu er greint á Reuters, The Guardian og AFP. Samningurinn var undirritaður af Ronald Reagan Bandaríkjaforseta og Mikhaíl Gorbatsjev, aðalritara sovéska kommúnistaflokksins, í Washington árið 1987. Samningur- inn kvað á um að bæði ríkin skyldu farga stuttdrægum landvarnareld- flaugum og meðallangdrægum kjarnorkueldflaugum. „Hafa samninginn að háði og spotti“ „Rússland hefur því miður ekki heiðrað samkomulagið svo við ætl- um að rifta samkomulaginu og draga okkur út,“ sagði Trump við blaðamenn að lokinni fjöldasam- komu stuðningsmanna sinnna í Nevada. „Rússar hafa brotið á sam- komulaginu. Þeir hafa brotið á því í mörg ár. Ég veit ekki hvers vegna Obama forseti samdi ekki eða rifti því. Og við ætlum ekki að leyfa þeim að brjóta á kjarnorkusamningi og leyfa þeim að búa til vopn á meðan við megum það ekki.“ Ákvörðun Trumps hefur vakið misjöfn viðbrögð á alþjóðavísu. Gavin Williamson, varnarmálaráð- herra Bretlands, hefur lýst yfir stuðningi við ákvörðunina fyrir hönd bresku ríkisstjórnarinnar, og hvatti Kremlverja til þess að „gera hreint fyrir sínum dyrum“. William- son segir að rússnesk stjórnvöld hafi haft samninginn að háði og spotti og Bandaríkin eigi engra ann- arra kosta völ en rifta því. „Bandaríkin eru auðvitað náinn langtímabandamaður okkar og við munum standa sem fastast með þeim við að senda skýr skilaboð til Rússa um að virða skuldbindingarn- ar sem þeir hafa fallist á,“ sagði Williamson í viðtali við Financial Times. Varað við „hættulegum skrefum“ Ákvörðunin hefur vakið harðari viðbrögð á meginlandi Evrópu og í Rússlandi sjálfu. Mikhaíl Gorbatsj- ev er meðal þeirra sem hafa gagn- rýnt hana: „Er virkilega svona erfitt að skilja að það að rifta þessum samkomulögum sýnir fram á dóm- greindarleysi?“ spurði Gorbatsjev í viðtali við fréttaveituna Interfax. „Öll samkomulögin sneru að af- kjarnavopnun og halda verður í tak- markanir á kjarnavopnum til þess að bjarga lífi á jörðinni.“ Sergei Rjabkov, aðstoðarutanrík- isráðherra Rússlands, varaði við því að Bandaríkjamenn tækju „mjög hættulegt skref“ með því að rifta samkomulaginu. Rjabkov hélt því jafnframt fram að Rússar hefðu ávallt virt skilmála samkomulagsins og sagði að Bandaríkin stæðu frammi fyrir alþjóðlegri fordæm- ingu fyrir að sækjast með þessu móti eftir „algerum yfirburðum“ í hernaðarmálum. Rjabkov hét því að Rússar myndu ekki taka því þegj- andi og hljóðalaust ef Bandaríkja- menn drægju sig út úr samkomulag- inu en fór ekki nánar út í það hver viðbrögð þeirra yrðu. Ríkisstjórn Þýskalands lýsti yfir vonbrigðum með ákvörðun Banda- ríkjaforseta. Heiko Maas, utanríkis- ráðherra Þýskalands, sagði að Bandaríkin ættu að hugsa um afleið- ingar þess að ógilda sáttmála sem ætlað væri að þurrka út heila teg- und kjarnorkuvopna. „Sáttmálinn hefur í 30 ár verið mikilvæg burðar- súla evrópska öryggiskerfisins,“ sagði Maas í yfirlýsingu í gær. „Við höfum oft hvatt Rússa til þess að taka til skoðunar alvarlegar ásak- anir um að þeir séu að brjóta á sátt- málanum. Við hvetjum nú Banda- ríkin til að íhuga hugsanlegar afleiðingar.“ BNA rifta kjarnorku- sáttmála við Rússa  Segja Rússa hafa „brotið á samkomulaginu í mörg ár“ AFP BNA Trump lýsti því yfir á laugardag að hann myndi rifta afvopnunar- samkomulagi við Rússa vegna brota þeirra gegn samningnum. Þorgrímur Kári Snævarr thorgrimur@mbl.is Bretland, Frakkland og Þýskaland hafa sent frá sér sameiginlega yfir- lýsingu þar sem löndin fordæma morðið á sádiarabíska blaðamann- inum Jamal Khashoggi. Í yfirlýsing- unni lýstu fulltrúar landanna því yfir að sú skýring Sáda að Khashoggi hefði látist í slagsmálum þyrfti frek- ari rökstuðning til þess að geta talist trúverðug. Frá þessu var sagt á fréttavef BBC. Samkvæmt frétt Le Monde um mál Khashoggis, sem sást síðast ganga inn í sendiráð Sádi-Arabíu í Istanbúl, segjast Sádar ekki vita hvar lík hans er. „Við höfum upp- götvað að hann var drepinn í sendi- ráðinu,“ sagði sádiarabíski utanrík- isráðherrann Adel al-Jubeir í viðtali við Fox News í gær. „Við vitum ekki hvernig það gerðist í neinum smá- atriðum. Við vitum heldur ekki hvar líkið er. Einstaklingarnir sem unnu verkið fóru út fyrir ábyrgðarsvið sitt. Gríðarleg mistök voru gerð og urðu enn verri vegna tilraunar þeirra til að breiða yfir verknaðinn,“ sagði Adel al-Jubeir og bætti við að krónprinsinn Múhameð bin Salman, sem gjarnan er talinn hinn óformlegi leiðtogi Sádi-Arabíu, hefði ekkert vitað um málið. Jafnframt væri Salman konungur staðráðinn í að finna og refsa sökudólgunum. Fulltrúar ESB segja gloppur í frásögn Sáda og hafa óskað eftir sjálfstæðri rannsókn á málinu. Recep Tayyip Erdogan Tyrk- landsforseti lofaði í gær að varpa ljósi á málið. „Við viljum sjá fram- gang réttlætisins og allur sannleik- urinn verður því afhjúpaður,“ sagði hann á fjöldasamkomu í Istanbúl. Erdogan segist ætla að flytja yfir- lýsingu um málið á morgun. Dauði Khashoggis „gríðarleg mistök“  Efasemdir um skýringar Sáda AFP Sádi Adel al-Jubeir, utanríkis- ráðherra Sádi-Arabíu. Atvinna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.