Morgunblaðið - 22.10.2018, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 22.10.2018, Blaðsíða 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. OKTÓBER 2018 ✝ Ásta BjörgÓlafsdóttir fæddist í Reykja- vík 21. janúar 1936. Hún lést 9. október 2018 í faðmi fjölskyldu sinnar á Hrafnistu í Reykjavík. Foreldrar hennar voru Ólaf- ur Ólafsson versl- unarmaður, f. 23.8. 1916, d. 29.3. 2006, og Sigrún Eyþórsdóttir, f. 24.8. 1919, d. 6.9. 2014. Ásta Björg átti sjö systkini, sem voru þau Ólöf, f. 16.12. 1941, d. 20.12. 1941, Guðrún, f. 21.7. 1944, Eyþór, f. 29.6. 1946, Ólafur, f. 16.3. 1948, Dröfn, f. 28.11. 1949, Grím- ur, f. 16.9. 1952, d. 4.7. 1959, og Grímur Eggert, f. 20.6. 1960. Ásta Björg giftist hinn 2.7. 1955 eftirlifandi eiginmanni sínum, Karli Jóhanni Orms- syni rafvirkjameistara, f. 15.5. 1931. Foreldrar Karls Jóhanns voru þau Ormur Ormsson rafvirkjameistari, f. 4.3. 1891, og Helga Krist- mundardóttir húsmóðir, f. 19.12. 1897. Börn Ástu Bjargar og Karls Jóhanns eru: 1) Sigrún, lyfjafræð- Ohlsson háskólanemi, f. 22.1. 1991. c) Kristín Eva, leik- skólakennari, f. 4.7. 1992. Sambýlismaður hennar er Hano Palonen, f. 25.3. 1992. 3) Ormur, skrifstofumaður, f. 29.12. 1975. Ásta Björg tók gagnfræða- próf frá Gagnfræðaskóla Austurbæjar. Hún var nemi í Húsmæðraskólanum á Varmalandi veturinn 1953 til 1954. Ásta Björg stundaði nám og tók próf frá Upp- eldisskóla Sumargjafar 1956 og starfaði sem fóstra í Tjarnarborg og síðan Haga- borg frá september 1956 til júní 1963. Síðan gegndi hún starfi forstöðukonu í Brák- arborg frá september 1963 til júlí 1973 en samtímis því undirbjó hún og skipulagði frá grunni starf leikskólans í Kvistaborg frá 1. ágúst 1972, en hún var leikskólastjóri þar til 1. maí 1996. Hún sat í stjórn Fóstrufélagsins um tíma og hlaut viðurkenningu frá Dagvist barna eftir 20 ára samfleytt starf. Ásta Björg bjó alla tíð í Reykjavík og kom að uppeldi margra kynslóða Reykvík- inga. Hún var listunnandi í víðustu merkingu þess orðs og mikil fjölskyldumann- eskja. Ásta Björg dvaldi síð- ustu þrjú árin á Hrafnistu í Reykjavík ásamt eiginmanni sínum. Útför hennar fer fram frá Bústaðakirkju í dag, 22. október 2018, klukkan 13. ingur, f. 16.11. 1955, gift Magn- úsi Birni Brynj- ólfssyni lög- manni, f. 1.8. 1953. Börn þeirra eru: a) Karl Jó- hann, tölvunar- fræðingur, f. 20.9. 1979, börn hans með fyrr- verandi maka, Margréti Ólafíu Tómasdóttur, eru Tómas Björn, f. 27.6. 2008, og Sig- rún, f. 18.11. 2011. b) Björn Vignir, tölvunarfræðingur, f. 19.8. 1986. Sambýliskona hans er María Björg Krist- jánsdóttir hjúkrunarfræð- ingur, f. 3.12. 1987. Barn þeirra er Emilía Björg, f. 29.10. 2015. c) Ásta Björg, mannauðssérfræðingur, f. 22.11. 1989. Sambýlismaður hennar er Grétar Brynjólfs- son fjármálasérfræðingur, f. 3.4. 1988. Barn þeirra er Helga Mjöll, f. 8.2. 2018. 2) Eyþór Ólafur, augnlæknir, f. 14.5. 1960, kvæntur Margréti Árnadóttur kaupmanni, f. 4.10. 1960. Börn þeirra eru: a) Árni Snær, háskólanemi, f. 28.7. 1984. b) Ragnar Örn, arkitekt, f. 16.9. 1987. Sam- býliskona hans er Moa Við andlát tengdamóður minnar, Ástu Bjargar Ólafsdótt- ur, sækja minningarnar á eftir 42 ára kynni. Ásta Björg kom mér fyrir sjónir sem sjálfstæð, hispurslaus og frjálslynd kona. Hún var útivinnandi allan sinn starfsaldur frá 1956 til 1996 eða í 40 ár samfleytt eða þar til heilsu- leysi gerði henni ókleift að sinna starfi sínu sem leikskólastjóri. Lólý, eins og hún var kölluð af fjölskyldu sinni, bjó yfir lífs- reynslu og lífssýn sem aðrir höfðu lítið eða ekkert af. Hún upplifði mikla sorg árið 1959, er hún missti bróður sinn í bílslysi, þá sjálf nýkomin með fjölskyldu. Lólý unni bókmenntum og listum. Hún hafði t.d. lesið Lax- ness spjaldanna á milli og talaði oft um Martin Andersen Nexö í mín eyru. Hún hafði einfaldan en fágaðan fatasmekk og ég tók fljótlega eftir að finnsk hönnun höfðaði mikið til hennar, hvort sem gilti fatnað eða muni til heimilisins. Lólý var hláturmild og hafði glettinn húmor. Það gat brugðið fyrir hvössum setningum, sem stundum þurfti að melta áður en innihaldið komst til skila. Lólý unni íslenskri náttúru og sérstaklega jarðlitum haustsins, hvort sem það var litrík berg- flétta á steini eða rauðleitt fall- andi lauf. Þó var tengdamóðir mín gegnheilt borgarbarn, fædd í Reykjavík eins og allt hennar fólk í móðurlegg mann fram af manni. Hún var alin upp við Laugaveginn, gekk í Austur- bæjarskólann og tók þaðan gagnfræðapróf. Síðan hafði hún viðkomu í Húsmæðraskólanum á Varmalandi og kynntist þar eftirlifandi eiginmanni sínum, Karli Jóhanni Ormssyni raf- virkjameistara. Hún stundaði nám í Fóstruskóla Sumargjafar og dúxaði 1956. Síðan helgaði hún börnum Reykjavíkur líf sitt með óeigingjörnum hætti. Fyrir utan að skipuleggja leikskóla- starf sá hún um allt mannahald frá upphafi til 1996, hún inn- heimti leikskólagjöld fyrir Sumargjöf og síðar fyrir Reykja- víkurborg, gekk í öll verk og hljóp í skarðið þegar starfsmenn forfölluðust. Þá var ekki til siðs að loka leikskóladeildum eins og nú vegna manneklu. Þá voru leikskólar lengi vel opnir frá 8- 18 hvern dag og á laugardögum frá 8-13. Þótt Lólý væri í fullu starfi hélt hún fjölskyldu sinni fallegt heimili og kom börnum sínum til manns af stakri prýði, ástúð og umhyggju. Hún þótti afar lagin við börn öll sín starfsár. Lólý fylgdist alltaf vel með þjóðmálum og hélt fast við skoð- anir sínar. Þar réðu þó tillits- semin og sú lífsskoðun að hver og einn fengi að hnýta sína hnúta eftir eigin sannfæringu. Hún þótti orðvör og gætin í samskipt- um og notaði stundum orðtakið, er einhver hafði tekið of mikið upp í sig, að stundum væri betra að borða yfir sig en tala yfir sig. Nú að leiðarlokum þakka ég fyrir öll árin sem hún gaf mér og fjölskyldu minni. Blessuð sé minning hennar. Magnús Björn Brynjólfsson. Ég var átta ára. Það var stormur og snjóbylur úti og eins metra háir skaflar úti um allan bæ. Það var ekki hægt að labba á milli húsa vegna snjóþunga. Við pabbi vorum einir í kotinu og vissum eiginlega ekkert hvað við áttum að gera af okkur. Pabbi ákvað að við skyldum fara í dálítinn göngutúr til að heimsækja ömmu og afa í Foss- voginum. Hér er kannski rétt að minnast á það að pabbi minn er þrjóskur og þegar hann hefur einu sinni ákveðið að gera eitt- hvað er það klárað, alveg sama hvað tautar og raular. Það var ekki fært á milli í bíl en við ákváðum að láta það ekki stoppa okkur í að heimsækja ömmu og afa í Fossvoginn. Við bjuggum í Vesturbænum en það tók venju- lega rúma klukkustund að labba í Gautlandið til ömmu og afa á góðviðrisdegi. Við gengum af stað, í kraft- göllunum okkar, með sleða og Lottu, stóra golden retriever- hundinn okkar, í fararbroddi. Það var enginn sjáanlegur á ferli fyrir utan þetta sérstæða þríeyki. Lotta dró mig á sleða hluta leiðarinnar á milli þess sem við óðum skaflana saman. Ég man hvernig frostið beit mig í andlitið og kuldinn nísti inn að beini hvar sem hann komst inn um glufur á fötunum. Þegar ferðin var um það bil hálfnuð fór að snjóa stórum flyksum, hunds- lappardrífu. Vegalengdin sem hafði áður tekið okkur rúman klukkutíma að ganga var orðin að rúmlega þriggja tíma svaðil- för. Það voru því örþreyttir ferðalangar sem bönkuðu á dyrnar í Gautlandinu seinni part dags um hávetur. Amma tók á móti mér. Fyrstu viðbrögð hennar voru að sjálf- sögðu undrun, því ekki nokkur maður var á sveimi úti þennan dag. En amma hafði alltaf sér- stakt dálæti á barnabörnunum sínum og tók því strax hlýlega utan um mig um leið og hún skammaði pabba fyrir að draga mig út í þetta vonskuveður. Amma var ekki lengi að taka við sér og lét renna í heitt bað fyrir mig á meðan hún bjó til heitt kakó handa okkur pabba. Hún rétti mér handklæði og sendi mig inn á baðherbergi til að drífa mig í sjóðheitt baðið. Þetta var besta bað sem ég hef nokkurn tímann farið í. Það er eitthvað al- veg sérstakt við það að koma ískaldur, þreyttur og blautur inn úr kuldanum og fara beint í bað. Þegar ég var búinn í baði fór ég inn í eldhús og amma vafði utan um mig teppi og gaf mér kakó og ristað brauð með smjöri, osti og appelsínumarmelaði. Þessi minning er mér svo hjartfólgin því hún fangar það vel hversu gott það var alltaf að koma til ömmu og afa. Þau voru alltaf svo glöð að sjá mann og tóku manni með hlýju og vænt- umþykju. Ég hugsa alltaf hlý- lega til ömmu þegar ég fæ mér ristað brauð með smjöri, osti og marmelaði, því það var okkar spes, okkar ömmu. Amma var umhyggjusöm og góð kona. Henni þótti vænt um fólkið sitt og hlúði vel að því, sérstaklega þegar það þurfti mest á því að halda. Takk fyrir allt, elsku amma. Björn Vignir (Bjössi). Þegar hugsað er til baka um ævi Ástu Bjargar er fóstrustarf- ið, eða leikskólakennslan, eins og það heitir nú, órjúfanlegur hluti af minningunum um hana. Strax að loknu námi í Fóstru- skóla Barnavinafélagsins Sum- argjafar fór hún að vinna við umönnun barna, tók fljótlega við mannaforráðum og gegndi þeim verkum sleitulaust til loka starfsævinnar. Manni fannst að börnin sem höfðu verið undir hennar forsjá hlytu að skipta hundruðum, og að viðbættum foreldrum og aðstandendum hefði hún umgengist þúsundir Reykvíkinga á barnaheimilum borgarinnar. Hún ólst upp á Laugavegin- um, hitti þar gesti og gangandi og kynnist síðan þessum ara- grúa fólks í gegnum starf sitt. Það var ekki furða þótt hún virt- ist á endanum kunna einhver deili á flestum íbúum gömlu Reykjavíkur. Ásta Björg var leikskólastjóri í meira en aldarþriðjung. Hún var af þeirri kynslóð sem lagði grundvöllinn að leikskólahefð- inni sem við þekkjum í dag; ekki einungis gæslu barna, heldur þroskandi leik og þjálfun sem jöfnuðu möguleika þeirra til lífs og starfa. Og með ljúfmennsku, réttsýni og festu vísaði hún fóstrunemum og starfsfólki um hinn vandrataða veg þeirra sem gæta barna, dýrmætustu fjár- sjóða mannfólksins. Ásta Björg kom fram í starfi sínu af hæglæti og vinsemd. Oft dálítið alvarleg. En hún átti fleiri hliðar. Hún var líka mikill húm- oristi. Áratugum saman hittust hún og systkini hennar með mökum sínum og börnum um helgar á heimili foreldra þeirra, Sigrúnar og Ólafs, á Rauðalæk 59. Þar var Ásta Björg í essinu sínu. Sagnasjóður fjölskyldunn- ar geymir tilsvör hennar og lúmskar athugasemdir og grín um sjálfa sig og aðra. Hún sá spaugilega hlið ef slíka var að finna. Hún skoraði úr óvæntum áttum. Þótt Ásta Björg miðlaði mörg- um af umhyggju sinni í erilsömu starfi átti hún ævinlega í lok dags yfrið nóg handa fjölskyldu sinni. Karl, eiginmaður hennar, börnin þeirra þrjú og stækkandi hópur afkomenda áttu hug henn- ar allan. Og ekki lét hún þar við sitja því hún fylgdist grannt með ferðum og högum systkina sinna og alls þeirra fólks. Hún þekkti sporbaug allra stjarnanna í Rauðalækjarsólkerfinu. Þegar Ólafur bróðir hennar var á sjón- um í gamla daga kannaði hún hnattstöðu bátsins hjá Tilkynn- ingarskyldu fiskiskipa á hverj- um degi. Með bros á vör sagðist hún vera að sinna Tilfinninga- skyldunni. Þannig var ævi hennar öll. Við kveðjum systur og mág- konu og óskum Karli og afkom- endum þeirra Ástu Bjargar huggunar. Dröfn Ólafsdóttir og Guð- mundur Einarsson. Ásta Björg Ólafsdóttir ✝ Ulrich Falknergullsmíða- meistari fæddist í Reykjavík 21. júlí 1937. Hann lést á gjörgæslu Borgar- spítalans 13. októ- ber 2018. Foreldrar hans voru Ingibjörg Jónsdóttir mat- ráður, f. 8. júní 1906, d. 24.7. 2001, og Friedrich Falkner leikbrúðusmiður, f. 28.2. 1907, d. 3.9. 1997. Árið 1960 kvæntist Ulrich Selmu Ósk Björgvinsdóttur, f. 10.12. 1938, d. 29.1. 2018. Synir þeirra eru Örn Falk- ner, f. 28.9. 1960, og Símon Falkner, f. 8.2. 1980. Barnabörn Ulrichs og Selmu sem Örn á með konu sinni, Guðrúnu Bjarnadóttur, eru: Friðrik Falkner, f. 1.2. 1996, og Arna Falkner, f. 29.7. 1997, bæði í HÍ. Fyrir á Guðrún soninn Sölva Avo Péturson næring- arfræðing, f. 8.3. 1983, sem ólst upp á heimili þeirra. Fyrstu gull- smíðaverslunina opnaði Ulrich á Amtmannsstíg, þá aðeins tvítugur að aldri. Þær urðu síðar fleiri og opnaði hann verslun við Lækjargötu, Austurstræti, Laugaveg og síðast um áratugaskeið í Mjóddinni. Þá tók hann þátt í nýbyggingum í miðbænum og um þriggja ára skeið gerði hann hlé á gullsmíðinni og gerði út á Arnarborginni, 12 tonna fiskibát. Útför Ulrichs fer fram frá Fossvogskapellu í dag, 22. október 2018. Elsku Ulrich minn, þið elsku Selma voruð ánægð með sam- band okkar Össa en þegar ég byrjaði að vinna hjá þér í af- leysingum sástu kennitöluna mína í fyrsta skipti og gast ekki leynt vonbrigðunum, hélst þú fengir engin barnabörn. Við Örn kynnumst 1994 og ég orðin 36 ára. Barnabörnin fékkstu engu að síður, þú kallaðir þau alltaf gullmolana þína. Mamma sagði alltaf að þið Selma væruð einstaklega falleg hjón, þið voruð ekki bara falleg heldur líka svo mikilvæg hvort öðru og okkur öllum. Elsku Úlli minn, þú misstir svo mikið þegar hún fór. Þú ákvaðst að ég kæmi inn í fyrirtækið, kenndir mér að kaupa inn og hvað ber að var- ast, kenndir mér að þekkja eð- alsteina og taka mál fyrir smíði einbauga. Þú ert og verður allt- af einstakur maður í mínum augum. Ég kveð þig með miklum söknuði og líka svo miklu þakk- læti fyrir þann tíma sem við vorum samferða á þessari plán- etu. Þín tengdadóttir, Guðrún Bjarnadóttir. Enn fækkar í litlu fjölskyld- unni okkar; nú er hann Úlli, eins og hann var alltaf kallaður, fallinn frá aðeins tæpum níu mánuðum eftir að hann missti sína heittelskuðu eiginkonu Selmu Ósk Björgvinsdóttur. Þau Úlli og Selma voru afar samrýnd hjón enda búin að vera saman frá því þau voru mjög ung. Úlli opnaði fyrsta gullsmíðaverkstæðið og verslun sína í kjallaranum á Amt- mannsstíg 2 og heimilið þeirra var í litlu íbúðinni á bak við. Þar áttu þau heima þegar son- urinn Örn fæddist. Verkstæðið og verslunin átti eftir að flytja nokkrum sinnum: á hornið á Lækjargötu og Austurstræti, á Laugaveginn og svo í Mjóddina – Gullsmiðurinn í Mjódd, Ul- rich Falkner – þar sem Úlli starfaði fram á síðasta dag. Það sem alltaf hefur einkennt versl- unarreksturinn var sá mikli og tryggi vinahópur þeirra Úlla og Selmu sem alltaf leit reglulega inn. Varla kom maður við í versluninni án þess að einhver væri í heimsókn enda alltaf gott að koma og heitt á könn- unni. Ekki má svo gleyma tryggum hópi viðskiptavina enda Úlli annálaður hagleiks- smiður, eins og fjöldi fagurra gripa ber vitni um. En gott og vingjarnlegt viðmót hans gagn- vart öllum viðskiptavinum og óþrjótandi þjónustulund átti líka stóran þátt í vinsældum verslunarinnar. Þessum anda hafa þau Örn og Guðrún, sonur og tengdadóttir þeirra, haldið á lofti en auðvitað kemur enginn í stað Úlla. Eitt af því sem Úlli hafði mjög gaman af var að eiga flottan bíl og þeir voru margir glæsilegir sem hann átti í ár- anna rás. Það var mikil upp- lifun að fá að fara í bíltúr með honum í splunkunýrri glæsi- kerru og er þar gyllti Mustang- inn eftirminnilegastur. Heimili þeirra Úlla og Selmu var einstaklega hlýlegt og fal- legt en Úlli hafði mikla ánægju af málverkum íslenskra lista- manna eins og sjá má á veggj- um á heimili þeirra á Forna- stekknum. Þangað var líka alltaf svo gott að koma. Fastur liður í fjölskyldunni – og jóla- haldinu – var að koma í af- mælisveislu til Selmu 10. desember en engu okkar hefði dottið í hug í desember síðast- liðnum að við værum að koma í síðasta sinn. Um áramótin síð- ustu ætluðu þau Selma og Úlli að fara í heimsókn til systur Selmu í Kaliforníu, en þar áttu þau heima um tíma fyrir rúmri hálfri öld, en þá veiktist Úlli svo ekkert varð af ferðinni. Skömmu síðar lést svo Selma eftir örstutta sjúkrahúslegu og Úlli sá varla glaðan dag eftir það. Í hvert sinn sem við hitt- umst á árinu nefndi hann hversu sárt hann saknaði henn- ar. Síðustu mánuðina bjó Símon sonur þeirra með pabba sínum á Fornastekknum og reyndi sitt besta til að gera honum líf- ið bærilegt. Það gerðu þau líka Örn, Guðrún og barnabörnin Friðrik og Arna, sem og vinir og vandamenn. Nú kveðjum við öðling- smanninn Úlla með miklum söknuði en með þá trú í hjarta að hann hafi nú fengið að hitta konuna sína á ný. Bryndís, Valdimar og fjölskylda. Ulrich Falkner HINSTA KVEÐJA Elsku Úlli minn. Nú er komið að kveðjustund og langar mig að þakka fyrir vináttuna sl. 53 ár. Ég vona að við hittumst aftur. Kon- an þín, Selma, fór fyrir stuttu frá þér, þú saknaðir hennar mikið og ég vona að þið séuð saman. Söknuður- inn er mikill. Minningar geymi ég í hjarta mínu. Innilegar samúðarkveðj- ur sendi ég til fjölskyld- unnar. Guð veri með ykkur. Kveðja, Inge Valentínusson. Ástkær eiginmaður minn, bróðir, fósturfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, EGGERT SIGURÐSSON bókbindari, Klyfjaseli 10, lést á heimili sínu laugardaginn 6. október. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Inga Svanþórsdóttir Eiríkur Sigurðsson Anna Sigríður Markúsdóttir Trausti Þór Guðmundsson Inga Karen Traustadóttir Laurent Donceel Sara Dögg R. Traustadóttir Baldur Freyr Valgeirsson og langafabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.