Morgunblaðið - 22.10.2018, Síða 29

Morgunblaðið - 22.10.2018, Síða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. OKTÓBER 2018 » Tvær nýjar sýningar, annars vegar Tengingar – Sigurjón Ólafsson ognokkrir samferðamenn hans og hins vegar Ísland – landslag og litir, voru opnaðar í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar um helgina í tilefni þess að 21. október voru liðin 30 ár frá því safnið var opnað almenningi. Í gær voru einnig liðin 110 ár frá fæðingu listamannsins og á þeim tímamótum hélt Hlíf, dóttir hans, tónleika þar sem hún frumflutti tónverk sem samin voru við höggmyndirnar Grímu, Snót og Fótboltamennina eftir Sigurjón. Hátíðarhöld í tilefni þess að 30 ár eru síðan Listasafn Sigurjóns Ólafssonar var opnað almenningi Núið Alexander Liebermann, Sabine Hasler, Hlíf Sigurjónsdóttir og Paul Balslev nutu listar. Hátíðleg Erlingur Jóns- son, Páll Guðmundsson frá Húsafelli og Kristín Jónsdóttir frá Munka- þverá lyftu glösum. Gleði Örn Þorsteinssson, Svava Björnsdóttir og Helgi Gíslason áttu ánægjustund á safninu. Morgunblaðið/Hari Upplýst var í sænskum fjölmiðlum undir lok síðustu viku að Mats Malm, prófessor í bókmenntafræði við Gautaborgarháskóla og þýðandi Snorra-Eddu, myndi taka sæti í Sænsku akademíunni (SA) 20. des- ember. Malm sest í stól nr. 11 sem áður tilheyrði Klas Östergren. Greitt var atkvæði um Malm á fundi SA 18. október og SVT hefur eftir Anders Olsson, starfandi rit- ara SA, að alls hafi 13 meðlimir SA greitt atkvæði sem þýðir að Sara Danius, Peter Englund og Kjell Espmark greiddu atkvæði skrif- lega, því þau tóku ekki þátt í fund- inum sjálfum. Sama gerðu þau þegar Jila Mossaed og Eric M. Runesson voru valin inn í SA á fundi hennar 4. október. Í samtali við sænsku fréttaveituna TT fagn- aði Olsson því að þremenningarnir hefðu valið að taka þátt í atkvæða- greiðslunum tveimur þótt þeir sæki ekki fundi og hafi ekki gert síðan í apríl þegar upp úr sauð inn- an SA vegna málefna hjónanna Katarinu Frostenson og Jean- Claude Arnault, sem nýverið var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyr- ir nauðgun á árinu 2011. „Ég gleðst yfir valinu á Mats Malm,“ segir Horace Engdahl í skriflegu svari til SVT. Rithöfund- urinn Niklas Rådström staðfesti í samtali við Dagens Nyheter að sér hefði einnig verið boðið að taka sæti í SA, en aðeins eitt sæti er enn óskipað frá því að Sara Strids- berg steig upp úr stól nr. 13 í vor. Í samtali við SVT segir Rådström að hann gæti vel hugsað sér að þekkjast boðið „undir réttum kringumstæðum“ en vill í sam- tölum við sænska fjölmiðla hvorki staðfesta né neita því að hann taki boðinu. Líkt og fjallað var um í liðinni viku er framtíð Frostenson innan SA enn óráðin. Olsson hefur þó loks staðfest að Frostenson hafi verið sent skriflegt erindi þar sem hún sé hvött til að draga sig tafar- laust út úr öllu starfi SA til fram- búðar. Að öðrum kosti verði hafin sjálfstæð rannsókn á ásökunum þess efnis að Frostenson hafi rofið trúnað við SA. silja@mbl.is Sænska akademían brátt fullskipuð AFP Starfandi ritari Anders Olsson. Suðurhrauni 4210 Garðabæ | Furuvellir 3 600 Akureyri | Sími 575 8000 | samhentir.is Heildarlausnir í umbúðum og öðrum rekstrarvörum fyrir sjó- og landvinnslu u KASSAR u ÖSKJUR u ARKIR u POKAR u FILMUR u VETLINGAR u HANSKAR u SKÓR u STÍGVÉL u HNÍFAR u BRÝNI u BAKKAR u EINNOTA VÖRUR u HREINGERNINGAVÖRUR Allt á einum stað Kátar Birgitta Spur, Hlíf Sigurjónsdóttir, Björg Þorsteinsdóttir og Sabine Hasler brostu breitt. ICQC 2018-20

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.