Morgunblaðið - 22.10.2018, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. OKTÓBER 2018
Orlofssjóður BHM (OBHM) óskar eftir að taka á leigu sumarhús eða íbúðir
um land allt og annars staðar í Evrópu til að framleigja til sjóðfélaga sumarið
2019. Húsnæðið þarf að vera í mjög góðu ástandi, fullbúið húsgögnum og
öðrum viðeigandi húsbúnaði. Þar þarf jafnframt að vera pláss fyrir a.m.k. 6
til 8 manns í gistingu.
Áhugasamir húseigendur sendi tölvupóst með myndum af eigninni á
obhm@bhm.is
Gott væri að fram kæmu upplýsingar um staðsetningu, byggingarár,
ástand, stærð, fjölda svefnplássa og hugmyndir um leiguverð.
ÁTT ÞÚ ORLOFSHÚS SEM
ÞÚ VILT LEIGJA?
„Þetta eru miklu betri viðtökur en
við áttum von á. Við erum rasandi yf-
ir þessu öllu saman,“ segir Hulda
Jónasdóttir, sem stendur að tón-
leikum í Salnum í Kópavogi föstu-
dagskvöldið 2. nóvember nk. Þar
verða flutt um 20 lög úr danslaga-
keppni sem Kvenfélag Sauðárkróks
stóð fyrir á árunum 1957-1971.
Vegna góðra undirtekta var
ákveðið að endurtaka tónleikana í
Salnum, sem fóru þar fram í fyrra.
Nokkrum mánuðum áður höfðu þeir
verið frumfluttir á Sæluvikunni á
Sauðárkróki vorið 2017. Uppselt var
á hvora tveggja tónleikana og kom-
ust færri að en vildu.
Hulda segir að enn séu til nokkrir
miðar í Salinn en þeir muni fljótt
klárast. Fer miðasala fram á tix.is og
salurinn.is.
Frá síðustu tónleikum hefur einn
söngvari bæst við; Svavar Knútur,
sem á ættir að rekja í Skagafjörðinn.
Aðrir flytjendur laganna eru Geir-
mundur Valtýsson, Pétur Pétursson
frá Álftagerði, María Ólafsdóttir,
Ingibjörg Fríða Helgadóttir, Hrein-
dís Ylva Garðarsdóttir Holm, Óli
Ólafsson og Sigvaldi Helgi Gunn-
arsson. Flytja þau lög eftir Eyþór
Stefánsson, Jón Björnsson frá Haf-
steinsstöðum, Guðrúnu Gísladóttur,
Geirmund Valtýsson, Ragnheiði
Bjarman, Þorbjörgu Ágústsdóttur,
Angantýssystkinin og fleiri lagahöf-
unda sem tóku þátt í danslagakeppn-
inni á árum áður.
Hljómsveitarstjóri og gítarleikari
er Skagfirðingurinn Þórólfur Stef-
ánsson, sem býr í Svíþjóð, en hann
útsetti öll lögin sem og valdi þau
ásamt Huldu. Höfðu þau úr 100 lög-
um að moða en sum þeirra eru lands-
þekkt, eins og Útlaginn og Nú kveð
ég allt. Jón Rafnsson leikur á bassa,
Agnar Már Magnússon á píanó og
Halldór G. Hauksson á trommur.
Kynnir á tónleikunum er sem fyrr
Valgerður Erlingsdóttir og Sigfús
Arnar Benediktsson sér um hljóðið.
Að sögn Huldu hafa nokkur lög
verið tekin upp en ekki hefur verið
ákveðið hvort lögin verða gefin út á
disk. „Það væri gaman að gefa þetta
út,“ segir Hulda að endingu.
Endurtaka dans-
lögin í Salnum
Þriðju tónleikar með 20 skagfirsk-
um danslögum „Rasandi yfir þessu“
Morgunblaðið/Björn Jóhann
Danslagakeppni Söngvarar og tónlistarfólk á sviðinu í Salnum í Kópavogi
fyrir ári. Tónleikarnir verða endurfluttir 2. nóvember næstkomandi.
SVIÐSLJÓS
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Bæjaryfirvöld í Stykkishólmi standa nú
frammi fyrir því að tveir aðilar vilja fara af stað
með þang- og þörungavinnslu í bænum, annars
vegar Íslenska kalkþörungafélagið og hins
vegar Acadian Seaplants, sem er kanadískt
fyrirtæki. Fyrrnefnda félagið rekur kalkþör-
ungavinnslu á Bíldudal og er með áform um
samskonar vinnslu í Súðavík. Verið er að
endurnýja verksmiðjuna á Bíldudal og sam-
anlagt gæti fjárfestingin á þessum þremur
stöðum hjá eigendum Íslenska kalkþörunga-
félagsins orðið í kringum fjóra milljarða króna,
gróft áætlað.
Jakob Björgvin Jakobsson, bæjarstjóri í
Stykkishólmi, segir áhuga fyrirtækjanna til
skoðunar í bæjarstjórn. Það muni skýrast á
næstu vikum hvor aðilinn verði fenginn til frek-
ari viðræðna. Horfa þurfi til nokkurra þátta,
eins og með staðsetningu á þangvinnslu í bæn-
um og hvort starfseminni fylgi frekari úr-
vinnsla. Einnig þurfi að ráðast í frekari rann-
sóknir á áhrifum vinnslunnar á náttúruna og
vistkerfi sjávar.
Jakob segir að kynna þurfi málið fyrir
bæjarbúum og áformin séu því enn á frumstigi.
Vilja vanda til verka
Halldór Halldórsson, forstjóri Íslenska kalk-
þörungafélagsins, segir 20 störf geta orðið til í
Stykkishólmi í verksmiðju og hráefnaöflun,
bæði störf ófaglærðra verkamanna og störf
tæknimanna. Óbein störf gætu orðið 12 talsins.
Halldór segir að til að byrja með verði starfs-
menn þó færri þar sem starfsemin verði byggð
í þrepum. Fyrsti hluti byggingarinnar þurfi að
vera 2.200 fermetrar, með stækkunarmögu-
leika upp í 4.400 fermetra í öðrum áfanga.
„Það er mat Íslenska kalkþörungafélagins
að staðsetning í Stykkishólmi sé heppileg með
tilliti til þess að þar er starfsfólk líklegt til að
vilja setjast að til langframa auk þess sem bæj-
arfélagið getur verið aðlaðandi fyrir mennta-
fólk, sem þörf er á til rannsókna á lífríki
Breiðafjarðar og afurðum verksmiðjunnar,“
segir Halldór.
Hann segir aðstöðuna þurfa að vera sem
næst höfninni. Horft hefur verið til Skipavíkur-
svæðisins en Halldór segir fleiri möguleika
koma til greina.
„Viðbrögðin hafa almennt verið jákvæð í
Hólminum en báðir aðilar vilja eðlilega vanda
sig í allri ákvarðanatöku og eiga samráð við
íbúana. Við höfum nægan tíma. Það þarf til að
Fjárfest í þara
fyrir fjóra milljarða
Tveir aðilar sýna áhuga á þaravinnslu í Stykkishólmi Íslenska kalk-
þörungafélagið einnig með fjárfestingaráform í Súðavík og á Bíldudal
Bíldudalur Farmi skipað út frá Íslenska
kalkþörungafélaginu á Bíldudal. Félag-
ið hefur áform um sambærilega vinnslu
í Súðavík og Stykkishólmi.
Vinna við aðal- og deiliskipulag stendur yfir hjá
Súðavíkurhreppi vegna áforma Íslenska kalk-
þörungafélagsins um að reisa 4.000 fermetra
kalkþörungaverksmiðju í Súðavík, svipaða
þeirri og á Bíldudal nema heldur umfangs-
meiri.
Að sögn Halldórs Halldórssonar er einnig
unnið að gerð umhverfismats en talið er að á
botni Ísafjarðardjúps og Jökulfjarða séu um
100 milljónir rúmmetra af kalkþörungaseti. Til
samanburðar hafa rannsóknir sýnt að á botni
Arnarfjarðar sé ríflega 21 milljón rúmmetra af
vinnanlegu þörungaseti. Er ætlunin að þurrka
setið í mjöl og aðrar afurðir, með árlega fram-
leiðslugetu upp á 120 þúsund tonn.
Þurrkunin krefst mikillar orku. Verksmiðja
félagsins á Bíldudal notar um 3MW en að sögn
Halldórs yrði orkuþörfin í Súðavík allt að
10MW. Viðræður standa yfir við Landsnet um
hvernig tryggja megi aukna orku til Súðavíkur.
„Það vantar meiri orku til Vestfjarða, þar er lítil
orka framleidd og dreifikerfið brothætt,“ segir
Halldór.
Við verksmiðjuna á
Bíldudal hafa starfað um 26
manns en nú stendur yfir
endurnýjun á hluta verk-
smiðjunnar þar sem 14-16
iðnaðarmenn hafa verið að
störfum. Halldór segir fyrir-
hugaða verksmiðju í Súða-
vík skapa 42 bein og óbein
störf fyrir norðanverða
Vestfirði.
Halldór er nýlega kominn heim frá Írlandi
þar sem hann sat fundi og ráðstefnur með
stjórnendum og eigendum Íslenska kalkþör-
ungafélagsins. Hann segir mikla þróunarvinnu
í gangi á afurðum kalkþörunga og þangs.
Stærstur hluti afurðanna fari til húsdýra-
fóðurs en stækkandi hluti fari til manneldis.
Einnig sé verið að skoða möguleika á að
nota kalkþörunga til lækninga á krabbameini,
með svonefndri nanótækni. Eigendur félags-
ins eru í samstarfi við bandaríska háskóla í
þessu skyni.
Þurrkun kalkþörunga gæti
skapað allt að 42 störf
ÁFORM UM KALKÞÖRUNGAVERKSMIÐJU Í SÚÐAVÍK
Halldór
Halldórsson