Morgunblaðið - 22.10.2018, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. OKTÓBER 2018
✝ Geir Krist-jánsson fædd-
ist í Reykjavík 12.
janúar 1924. Hann
lést á Hrafnistu í
Hafnarfirði 12.
október 2018.
Foreldrar hans
voru Kristján Júl-
íusson, f. 25. októ-
ber 1889, d. 1986,
og Geirlaug Páls-
dóttir, f. 3. nóvem-
ber 1886, d. 1954. Systkini
Geirs eru Ingibergur, f. 1916,
d. 1984. Sólveig, f. 1917, d.
2005. Pálína, f. 1918, d. 1935.
Svava, f. 1922, d. 2015. Fann-
ey, f. 1925, d. 2018. Júlíus, f.
1926, d. 2010. Adolf, f. 1927,
d. 2016. Guðrún, f. 1930, bú-
sett í Hveragerði.
Geir giftist Guðfinnu Karls-
dóttur, f. 16 janúar 1929, d. 7.
júní 2016. Börn þeirra eru: 1)
bert, f. 1949. Kona hans er
Sigríður Ólafsdóttir, f. 1951.
Saman eiga þau börnin a)
Geir Ragnar, f. 1973, kona
hans er Dröfn Stína Guð-
mundsdóttir. Dóttir þeirra er
Ásthildur Alda. b) Kjartan, f.
1976, kona hans er Karitas
Jónasdóttir. Börn þeirra eru
Dagbjört Erla, Tristan Dúi
og Karen Emma. c) Róbert
Ólafur, f. 1979, kona hans er
Hrefna Núpdal. Börn þeirra
eru Laura, Eygló og Erla. d)
Finnur Örn, f. 1990.
Geir Kristjánson fæddist
og ólst upp í Reykjavík. Hann
vann lengst af hjá Sameinuðu
verksmiðjuafgreiðslunni og
sá þar um skóverksmiðjuna.
Er fyrirtækið lagðist af hóf
hann störf hjá Brauði hf.
(Myllan) og endaði starfs-
ævina þar. Síðustu árin voru
þau til heimilis á Skúlagötu
40.
Jarðarförin fer fram frá
Lindakirkju í Kópavogi í dag,
22. október 2018, klukkan 13.
Sólrún, f. 1947,
sambýlismaður
hennar er Sig-
urður H. Helga-
son. Hún var gift
Baldri Hannes-
syni, f. 1946, þau
skildu. Börn
þeirra eru: a)
Hlynur, f. 1966,
kona hans er
Anna Kristín Gúst-
avsdóttir, börn
þeirra eru Birna Íris, Sól Mar-
grét og Máni Björn. b) Lilja
Björk, f. 1971, sambýlismaður
hennar er Stefán Ólafur Guð-
mundsson. Börn hennar eru
Karen Ösp, Tinna Marín,
Kristel Lind og Jökull Logi. c)
Reynir, f. 1974, kona hans er
Gladys Munoz, barn þeirra er
Adrian Smári. Langalang-
afabörnin eru tvö, þau Mar-
grét Ylfa og Úlfur Ari. 2) Ró-
Elsku pabbi, nú langar mig
að skrifa nokkur orð um þitt
æviskeið. Betri pabba var ekki
hægt að hugsa sér, alltaf róleg-
ur og yfirvegaður á hverju sem
gekk.
Pabbi var fæddur í Bjarna-
borg, einn af níu systkinum sem
nú eru öll fallin frá nema ein
systir. Í þá daga voru börnin
frjáls og léku sér oft við sjóinn
fyrir neðan Bjarnaborg þar sem
að minnsta kosti tvö þeirra
duttu í sjóinn og voru mjög
hætt komin en þeim var bjarg-
að á síðustu stundu og annað af
þeim var pabbi.
Hann var harðduglegur,
ósérhlífinn og eftirsóttur til
vinnu. Hann vann í Skóverk-
smiðju Reykjavíkur og var
verksmiðjustjóri þar í mörg ár.
Það var gaman að vera með
honum í vinnunni og finna leð-
urlyktina af skónum. Oft fékk
ég nýja skó og oftast sýnishorn
og þá var alveg sama þó að
skórnir væru of litlir; ég vildi
endilega eiga þá. Svo var skó-
verksmiðjan flutt út á land til
Egilsstaða og fylgdi hann því
verkefni eftir og vann við hana
þar í eitt ár og undi hag sínum
vel.
Pabbi vann lengi í Brauði hf.
og síðan í Myllunni og var
verkstjóri þar til hann varð 72
ára.
Síðast bjó hann á Skúlagötu
40a, þá fannst honum hann
vera kominn heim á bernsku-
slóðir sínar þar sem hann lék
sér í fjörunni fyrir neðan húsið
og þar í kring og sagði margar
sögur af því. Seinustu árin bjó
hann á Hrafnistu í Hafnarfirði
og tók þátt í dansi og öðru
skemmtilegu á meðan heilsa
leyfði.
Orðatiltæki hans var „eigum
við ekki að fara að sippa“ þegar
hann vildi fara að halda heim
úr heimsóknum og veislum.
Hann hafði mjög gaman af
að tefla en nú er ekki jafntefli
lengur.
Hvíl í friði, þín er sárt
saknað.
Sólrún Geirsdóttir.
Það er erfitt að skrifa minn-
ingargrein um hann afa Geir í
fáum orðum, ég gæti skrifað
heila bók um frábæran afa.
Afi Geir var yndislegasti afi
sem við afabörnin og langafa-
börnin gátum átt, einstaklega
skapgóður og hjartahlýr maður,
það var alltaf stutt í hláturinn
hjá honum, hann var einhvern
veginn alltaf þessi hornsteinn í
lífi okkar sem var alltaf til í að
hlusta og gefa góð ráð.
Geir afi var svona kall sem
lagði sálina í allt sem hann tók
sér fyrir hendur, hvort sem það
var að smíða skó á Egilsstöðum
eða pakka inn brauði hjá Myll-
unni, hann var afar stoltur af
öllu sem hann tók sér fyrir
hendur. Sem barn man ég eftir
því að hann var að segja manni
frá innpökkunarvélinni sem
hann stjórnaði og sagði manni
hversu nákvæmt þyrfti að stilla
þetta og hitt og manni fannst
eins og hann væri að smíða
geimflaug, svo mikla alúð og
natni lagði hann í þau störf sem
hann tók sér fyrir hendur um
ævina.
Afi var mjög laghentur mað-
ur og var alla tíð að dunda sér
við að laga hluti og smíða, heim-
ili þeirra ömmu og afa bar þess
mjög svo merki, allt var alltaf í
100% lagi. Man eiginlega ekki
eftir afa Geir öðruvísi en að
vera að mála eða lakka eitthvað,
nýbúinn eða að fara að mála eða
lakka. Hann var alltaf að dedúa
eitthvað, annaðhvort í íbúðinni
eða í bílskúrnum. Bílskúrinn
var reyndar uppáhaldsstaðurinn
hans afa, þar gat hann verið
tímunum saman við að pússa
eitthvað, saga eða skrúfa sam-
an. Mér fannst sem krakka og
reyndar alveg fram á fullorð-
insár bílskúrinn hans vera æv-
intýraheimur út af fyrir sig, þar
mátti finna alls konar hluti og
verkfæri, raðað upp eftir
kúnstarinnar reglum og aldrei
neinu hent nema það væri ekki
séns að nýta það. Hann geymdi
allt sem hugsanlega var hægt
að nota seinna. Hann var langt
á undan sinni samtíð í um-
hverfisvernd.
Elsku afi, hvar sem þú ert og
hvert sem þú ferð, þá er ég viss
um að þú ert kominn í faðm
ömmu Doddu aftur, hvíl í friði.
Hlynur Baldursson.
Geir Kristjánsson
✝ ÞorbjörnHaukur Lilj-
arsson fæddist 29.
júní 1972. Hann lést
15. október 2018.
Foreldrar Þor-
bjarnar eru Guðrún
Hauksdóttir, f. 1.
september 1955, og
Liljar Sveinn Heið-
arsson, f. 5. desem-
ber 1952.
Systur Þor-
bjarnar eru: Dagrún Fanný, f.
29. október 1981, sambýlis-
maður hennar er Fannar Freyr
Bjarnason, og Lilja
Guðrún, f. 24. mars
1986, sambýlis-
maður hennar er
Styrmir Már Sig-
mundsson.
Dóttir Þor-
bjarnar er Alex-
andra Líf, f. 12.
mars 2007, móðir
hennar er Hanna
Guðbjörg Þor-
grímsdóttir.
Útför Þorbjarnar fer fram frá
Kópavogskirkju í dag, 22. októ-
ber 2018, klukkan 15.
Að fylgja barni sínu til grafar er
þyngra en tárum taki. Við það
myndast tómarúm sem erfitt er að
meðhöndla. Hugurinn hreinlega
snýst um sjálfan sig og maður nær
engum áttum. Í gær átti ég þrjú
börn, í dag aðeins tvö.
Myndast hefur stórt skarð í
fjölskyldu okkar við fráfall þitt,
elsku sonur. Líf þitt var ekki auð-
velt en samskipti okkar voru alltaf
ljúf. Þinn grái húmor sem allir
elskuðu, hlýjan og kærleikurinn
voru mest áberandi er við hitt-
umst.
Þú varst mikill fjölskyldu-
maður og í edrúmennsku þinni var
það alltaf þitt fyrsta verk að hugsa
til fjölskyldu þinnar og að eiga
sem flestar stundir með okkur.
Svo fæddist Alexandra Líf,
prinsessan ykkar Hönnu, sem þú
sást ekki sólina fyrir, á sjúkrahús-
inu í Hróarskeldu hinn 12. mars
2007. Hve stoltur þú varst að til-
kynna mér að fallegasta barn í
heimi væri fætt. Hún er líka gull-
falleg, vel gefin og hjartahlý
stúlka sem á erfitt með að skilja
það að pabbi sé dáinn. Þú getur
verið svo stoltur af henni og getur
treyst því að við hjálpumst að við
að hlúa að Alexöndru og hafa hana
alltaf í bænum okkar og með
okkur.
Stundirnar með Alexöndru Líf
þinni voru þér dýrmætar. Systur
þínar voru þér kærar og við for-
eldrarnir alltaf ofarlega í huga
þínum. Samband okkar einkennd-
ist af miklum kærleik. Við fjöl-
skyldan þín yljum okkur nú í sorg-
inni við allar þær góðu stundir
sem við höfum átt saman.
Er mér voru færðar þær fréttir
að þú værir dáinn var það mín
fyrsta hugsun hvað við nutum
samverunnar um daginn. Góði
Guð hvað ég er þakklát fyrir þá
gæðastund.
Ég sótti þig í Gistiskýlið. Ég
gekk á móti þér og við föðmuðust
og settumst inn í bílinn. Við héld-
umst í hendur, þér var svo kalt á
höndunum. Þú lagðir hönd mína á
hné mitt og báðar þínar hendur
ofan á mína.
Þarna fann ég þinn gleymda
hæfileika; heilunina. Flæðið og
hitinn sem kom frá þér var ótrú-
legur.
Við ókum fyrst niður á Ingólfs-
torg, spjölluðum við vini þína,
sem gaf mér mikið og ég veit
þeim líka. Við ókum áfram, þú
kysstir mig oft á kinnina og við
héldumst í hendur.
Þú sýndir mér staðina sem þú
hefur sofið á undir berum himni
þegar í ekkert hús er að venda
eða náðir ekki í Gistiskýlið fyrir
tiltekinn tíma.
Mikið þótti þér vænt um
starfsfólkið í skýlinu. Það hefur
reynst þér svo vel.
Við héldumst í hendur í bíln-
um, okkur leið vel. Við töluðum
um dauðann. Þú hræddist hann
ekki. Þú hefur dáið áður, verið
lífgaður við og vissir hvað beið
þín. Mér fannst þú svo þrútinn
þennan dag og spurði þig hvort
þú fyndir eitthvað til, t.d. í sam-
bandi við hjartað. Þú svaraðir
snöggt: „Nei! Ég er stálhraust-
ur.“ Móðurhjartað og innsæið sá
annað; ég sá hvað þú varst þreytt-
ur, þreyttur á sál og líkama.
Við ætluðum að hittast aftur
um jólin er ég kæmi til Íslands og
eiga aftur svona góða stund
saman.
Við lukum þessari gæðasam-
veru okkar á Ingólfstorgi.
Við fórum út úr bílnum og
föðmuðust. Ég horfði á eftir þér
haltra niður tröppurnar og þú
blandaðist vinum þínum. Vinum
þínum sem voru þínir samferða-
menn án heimilis og án öryggis
og hlýju. Það voru mér þung skref
að stíga inn í bílinn aftur og aka í
burtu.
Elsku yndislegi fallegi sonur,
takk fyrir samveruna, við sjáumst
síðar.
Þín mamma.
Meira: mbl.is/minningar
Það er svo skrítið að vera að
skrifa minningargrein um sonar-
son sinn, en svona getur lífið verið
ótrúlegt!
Þú komst til að kveðja í gær.
Þú kvaddir og allt varð svo hljótt.
Á glugganum frostrósin grær.
Ég gat ekkert sofið í nótt.
Hvert andvarp frá einmana sál.
Hvert orð sem var myndað án hljóms
nú greindist sem gaddfreðið mál
í gervi hins lífvana blóms.
En stormurinn brýst inn í bæ
með brimgný frá klettóttri strönd.
En reiðum og rjúkandi sæ
hann réttir oft ögrandi hönd.
Því krýp ég og bæn mína bið
þá bæn sem í hjartanu er skráð.
Ó, þyrmdu honum, gefðu honum grið.
Hver gæti mér orð þessi láð?
(Freymóður Jóhannsson)
Guð styrki fjölskyldu Þorbjarn-
ar Hauks á erfiðum tímum og
verndi elsku dóttur hans og fjöl-
skyldu hennar.
Faðir minn láttu lífsins sól
lýsa upp sorgmætt hjarta.
Hjá þér ég finn frið og skjól.
Láttu svo ljósið þitt bjarta
vekja hann með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Hvíli í friði Þorbjörn Haukur.
Þín amma og fjölskylda,
Dagrún Kristjánsdóttir.
Í fáeinum orðum vil ég minnast
systursonar míns sem kvaddi
þennan heim aðeins 46 ára gamall.
Við erum fædd sama ár, árið 1972,
og fylgdumst mikið að fyrstu árin.
Hann var aldrei kallaður annað en
Doddi fyrstu árin og Doddi var
orkumikill, uppátækjasamur og
mikill húmoristi. Við brölluðum
ýmislegt og komum okkur meðal
annars upp orðabanka sem enginn
skildi nema við, orð eins og mjovi-
nit og hrján, já skrítin orð sem
okkur fannst óendanlega fyndið
að nota í fáránlegum aðstæðum –
og þið munuð aldrei vita hvað þau
þýða. Við lékum oft á því svæði
þar sem nú er Smáralind og auð-
vitað í Bjarnaskógi, skóginum
hans afa. Þorbjörn fluttist til
Keflavíkur með fjölskyldu sinni og
fór ég oft þangað. Við bjuggum
stundum til kökukrem eins og sett
er inn í mömmukökur og
borðuðum það upp úr heilli skál,
eintómt. Við horfðum líka stund-
um klukkutímum saman á Skon-
rokk en við vorum svo heppin að
Liljar faðir hans tók upp alla
þættina á beta-vídeótækið.
Svo var það einn daginn að
Doddi ákvað að hann héti ekki
lengur Doddi. Núna skyldum við
kalla hann Þorbjörn – það var jú
nafnið hans. það varð úr að flestir
fóru að nota Þorbjarnarnafnið og
síðar einhverjir Tobbi. Eftir
þennan dag notaði ég ekki aftur
nafnið Doddi – Doddi var bara
strákur.
Þorbjörn fór á unglingsárum
sínum að vinna á Kópavogshæli.
Það átti vel við hann því hann var
hjartahlýr og átti mjög auðvelt
með að gefa af sér. Við unnum sitt
á hvorri deildinni um tíma og það
var auðséð að hann hafði gaman
af vinnunni. Hann var oft svo
fyndinn og gat sett sig í ýmis hlut-
verk. Ég hefði alveg getað séð
hann fyrir mér verða leikara því
hann átti auðvelt með að bregða
sér í ýmis líki. Hann vissi fátt
skemmtilegra en að keyra mótor-
hjólið sitt og geystist á því á milli
staða.
Það er skrítið að staldra við
núna þegar hann er farinn. Maður
spyr sig svo margra spurninga.
Lífsins leiðin sem hann Þorbjörn
frændi fór var nefnilega alveg
óendanlega erfið. Hún var grýtt,
með hólum og hæðum og auðvitað
líka með fallegum dölum inni á
milli. Á leiðinni upplifði Þorbjörn
ást og kærleika og hann á yndis-
lega dóttur sem hann var afar
stoltur af. Hann upplifði líka
skuggahliðina í þessari veröld
sem fæst okkar vilja sjá og vita af.
Húmorinn var alltaf til staðar, al-
veg sama hvað gekk á. Já, hann
Þorbjörn átti auðvelt með að sjá
það skondna í þessu lífi. Síðustu
ár hef ég ekki séð hann Þorbjörn
oft, við lifðum hvort í sínum heim-
inum. Margt varð til þess í lífinu
að ég þekkti ekki hans heim og
hann ekki minn. Núna situr mað-
ur eftir og hugsar svo margt …
Ég samdi þetta litla ljóð til
minningar um hann og er þess
fullviss að núna finnur hann frið.
Alheimsins klukkuverk er okkur oftast
hulið.
Við sjáum ei allt né skiljum og sam-
hengið er dulið.
Núna ertu frjáls og ég sé þig fyrir mér
í skínandi ljósi andans með sannleikann
innra með þér.
(Ragnhildur Birna Hauksdóttir)
Elsku Gurra, Liljar, Dagrún,
Lilja Guðrún, Alexandra og fjöl-
skyldur. Megi allir englar al-
heimsins vera með ykkur.
Ragnhildur Birna
Hauksdóttir.
Þorbjörn Haukur
Liljarsson
Í dag kveðjum við
Odd Magna Guð-
mundsson, frænda
minn, í hinsta skipti.
Hann er elsta barnabarn ömmu
minnar og afa, Odds Sigurjóns-
sonar og Magneu Bergvinsdóttur.
Oddur Magni hafði glímt við erfið
veikindi um nokkurra ára skeið,
veikindi sem höfðu tekið mikinn
toll af honum. Hann var búinn að
berjast hetjulega, en á endanum
hafði meinið hann. Það er hryggi-
legt til þess að hugsa að maður á
besta aldri skuli hafa þurft að
heyja svo langa og harða baráttu
fyrir lífi sínu. Höggvið hefur verið
skarð í frændsystkinahópinn.
Oddur Magni flutti ungur til
Eyja. Sjórinn heillaði, hann fór í
stýrimannaskólann og við tók það
starf sem hann stundaði meðan
hann hafði heilsu til, sjómennska.
Lengi vel reri hann á Glófaxa VE
300 með frændum sínum. Einnig
var hann lengi á uppsjávarskipum
í eigu Sigurðar Einarssonar, út-
gerðarmanns í Eyjum.
Sjálfur reri ég með Oddi eina
loðnuvertíð á Hörpu VE 25. Sök-
um slyss um borð kom Oddur á
miðri vetrarvertíð um borð til
okkar og kláraði vertíðina með
okkur. Við vorum báðir stýrimenn
og ég minnist þess hve gott var að
róa með Oddi. Hann var rólegur
og yfirvegaður í störfum sínum og
vissi upp á hár hvað hann var að
gera. Það var vel valið að taka
Oddur Magni
Guðmundsson
✝ Oddur MagniGuðmundsson
fæddist 1. maí
1959. Hann lést 3.
október 2018.
Útför Odds fór
fram 12. október
2018.
Odd um borð. Hann
var bæði góður og
traustur sjómaður
fyrir utan að vera
góður félagi.
Oddur eignaðist
marga vini og kunn-
ingja á sjónum í
gegnum tíðina og ég
veit að margir minn-
ast hans með sam-
bærilegum hætti.
Eftir að Oddur
fór í land og hóf hótelreksturinn
með fjölskyldu sinni lágu leiðir
okkar oftar saman. Oft bar veik-
indi hans á góma. Ég dáðist að
æðruleysi og yfirveguðum bar-
áttuvilja hans í þessum veik-
indum. Létt lund og yfirvegunin
kom honum langt.
Minningin um góðan mann
lifir.
Ég vil að lokum senda mínar
innilegustu samúðarkveðjur til
Auðar eiginkonu Odds, sem misst
hefur eiginmann sinn og sinn
besta vin, sem og börnum þeirra
og fjölskyldunni allri.
Bátur líður út um Eyjasund,
enn er vor um haf og land,
syngur blærinn einn um aftanstund,
aldan niðar blítt við sand.
Ævintýrin eigum ég og þú,
ólgar blóð og vaknar þrá.
Fuglar hátt á syllum byggja bú,
bjartar nætur vaka allir þá.
Hvað er betra en vera ungur og ör,
eiga vonir og æskufjör?
Geta sungið, lifað leikið sér
létt í spori hvar sem er
og við öldunið um aftanstund
eiga leyndarmál og ástarfund,
(Jón Sigurðsson)
Hrafn Sævaldsson.
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstand-
endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá
sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og
klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýs-
ingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi
aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning-
argreinunum.
Minningargreinar