Morgunblaðið - 23.10.2018, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.10.2018, Blaðsíða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 2 3. O K T Ó B E R 2 0 1 8 Stofnað 1913  249. tölublað  106. árgangur  NYTJAR OG ÞJÓÐTRÚ Á GRÓÐRI JARÐAR STUTTMYNDAHÁTÍÐ ÉG HEF EINFALD- LEIKANN AÐ LEIÐARLJÓSI GALE ANNE HURD HEIÐURSGESTUR 33 NÝ PLATA GUÐRÚNAR GUNNARS 30GUÐRÚN BJARNADÓTTIR 12 Dýrt að vinna skemur » Festi áætlar að laun starfs- manna hækki um 660 þúsund á ári ef farið verði að kröfum launþegahreyfingarinnar. » M.t.t. styttingar vinnuviku samsvari það 850 þús. á ári, alls um 1,5 milljörðum á ári. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Vísbendingar eru um að launahækk- anir muni þrýsta á um sjálfs- afgreiðslu í íslenskri verslun á kostnað starfa. Finnur Árnason, forstjóri Haga, segir fyrirtækið vera að innleiða sjálfsafgreiðslu í Hagkaup. Hann telji að störfum í íslenskri verslun muni fækka vegna vaxandi sjálf- virkni. Verslunin sé meðvituð um vægi launakostnaðar í rekstrinum. Gréta María Grétarsdóttir, fram- kvæmdastjóri Krónunnar, telur fjölda starfsfólks í stærri búðum keðjunnar hafa náð hámarki. Tækja- skortur hægi á sjálfvirknivæðingu. Eggert Þór Kristófersson, for- stjóri hjá Festi, sem rekur m.a. N1 og Krónuna, gagnrýnir hugmyndir um styttingu vinnuvikunnar. „Hugmyndir um að stytta vinnu- vikuna samsvara því að allir vinni fulla vinnu nema á föstudögum þeg- ar allir hætta á hádegi. Það mun ekki ganga upp að mínu mati enda væri það of mikil skerðing á þjón- ustu við viðskiptavini,“ segir Egg- ert. Samtök verslunar og þjónustu ótt- ast um þá sem missa vinnu við af- greiðslu vegna sjálfvirknivæðingar. Hærri laun fækka störfum  Verslunarkeðjur innleiða sjálfsafgreiðslu  SVÞ óttast um þá sem missa vinnu  Forstjóri hjá Festi telur hugmyndir um styttri vinnuviku vera óraunhæfar MLaunahækkanir þrýsta … »4 Meðalferðatími Höfuðborgarsvæðið 2007-2018 Mínútur 9:30 11:00 11:10 12:45 14:00 14:10 2007 2010 2012 2014 2016 2018 H ei m ild : L an d- rá ð sf . Meðaltími ferða milli heimilis og vinnu á höfuðborgarsvæðinu hefur lengst síðasta áratuginn. Hann var níu og hálf mínúta 2007 en var kominn í rúmar 14 mínútur sumarið 2018. Flestir svarendur nýrrar könnunar MMR um ferðavenjur fólks sumarið 2018 vilja sjá umbæt- ur á stofnbrautakerfi höfuðborgar- svæðisins. Rúmlega helmingur svarenda telur að umbætur á stofn- brautakerfinu dugi best til að draga úr umferðartöfum á höfuðborgar- svæðinu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu dr. Bjarna Reynarssonar, skipulagsfræðings hjá Land-ráði sf., sem unnin var fyrir Vegagerð- ina. Skýrslan byggist á könnun MMR. Notkun einkabílsins hefur vaxið frá 2014 eftir samdrátt árin á und- an og voru 79% ferða sumarið 2018 farnar sem bílstjóri í eigin bíl. Dregið hefur úr áhuga fólks á fleiri og betri stígum og bættri þjónustu strætó. Vaxandi áhugi er fyrir borgarlínu, sérstaklega í eldri hverfum Reykjavíkur. Fólk í ytri byggðum vill heldur umbætur á stofnvegakerfinu. gudni@mbl.is »6 Ferðatíminn hefur lengst  Fólk vill fá betra stofnbrautakerfi höfuðborgarsvæðisins  Gert er ráð fyrir tæplega 53% aukningu afla úr norsk-íslenska síldarstofninum á næsta ári í ráð- gjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins, ICES. Breytt aflaregla leiðir m.a. til þessarar aukningar, en eftir sem áður heldur hrygningarstofn síld- arinnar áfram að minnka og nýlið- un hefur verið slök um langt árabil. Árgangurinn frá 2016 er þó metinn yfir meðalstærð. Í september lagði ICES til rúm- lega 40% samdrátt í makrílafla á næsta ári. Sömuleiðis verður um samdrátt í kolmunnaafla að ræða. Þá hafa mælingar á stærð loðnu- stofnsins hér við land ekki gefið til- efni til að gefa út aflamark. »4 53% aukning í ráð- gjöf um síldarafla Lögreglan á Norðurlandi eystra rannsakar nú and- lát ungrar konu sem fannst látin á heimili sínu í fjölbýlishúsi á Akureyri á sunnudagsmorgun, en dánarorsök konunnar liggur ekki fyrir. Beinist rannsókn lögreglunnar að því að upplýsa hvenær og hvernig andlát kon- unnar bar að höndum. Einn var handtekinn vegna máls- ins og var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald í gær fram til næst- komandi föstudags. Sam- kvæmt tilkynningu lög- reglunnar í gær er sá maður talinn hafa verið á vettvangi þegar konan lést en ekki hafði verið unnt að yfirheyra mann- inn sökum annarlegs ástands hans. Sagði einnig í tilkynn- ingu lögreglunnar að hún gæti ekki gefið frekari upplýsingar um málavexti þar sem fyrstu að- gerðir rannsóknarinnar stæðu enn yfir. Úrskurðaður í varð- hald vegna andláts Síðasta skemmtiferðaskip ársins kom til hafnar í Reykjavík snemma í gærmorgun. Er um að ræða skipið Ocean Dream, sem er 35.265 brúttótonn, og lagðist það að Skarfabakka, en skipið lét úr höfn í gærkvöldi. Skemmtiferðaskip þetta tekur nokkuð yfir 1.000 farþega og eru í áhöfn rúmlega 500 manns. Samkvæmt upplýsingum frá Faxaflóahöfnum hafa á þessu ári alls 72 skemmtiferðaskip komið, mörg þeirra oftar en einu sinni, og eru skipakomur 166 talsins. Far- þegafjöldi með skipunum er hátt í 150 þúsund. Fyrsta skip vertíð- arinnar var Magellan sem lagðist að Skarfabakka 9. mars síðastlið- inn. Kom það hingað til lands í sér- staka norðurljósasiglingu en slíkar ferðir hafa sótt nokkuð í sig veðrið að undanförnu. „Þetta hefur gengið mjög vel fyr- ir sig í ár,“ segir Erna Kristjáns- dóttir, markaðs- og gæðastjóri Faxaflóahafna, og bendir á að ver- tíðin muni einnig hefjast með norð- urljósasiglingu snemma á næsta ári. Búist er við um 186 þúsund far- þegum á næsta ári. Morgunblaðið/Eggert Vertíðinni lauk í gærkvöldi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.