Morgunblaðið - 23.10.2018, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 23.10.2018, Blaðsíða 25
og gerði hann það af mikilli natni, sem verður seint full- þakkað. Ég vil þakka henni fyrir sam- veruna og samfylgdina á okkar lífsins leið, þó að söknuðurinn sé djúpur og sár er gott að eiga góðar minningar um einstaka persónu sem hún var. Sendi mínar samúðarkveðjur til Sigurðar og fjölskyldu, eft- irlifandi bræðra og annarra ætt- ingja og ástvina sem eiga um sárt að binda. Hvíl í friði, elsku systir. Kristný Björnsdóttir. Við vorum sveitakrakkar, systkinin í Arnarholti, og þegar ég man best eftir, á árunum kringum 1960, var blómatími í sveitum landsins, tími bjartsýni og framfara, fullt af fólki og fjöri – og sveitaböll í öðrum hverjum kofa. Allir höfðu nóg að starfa frá því þeir stóðu út úr hnefa, barnavinna sjálfsögð og allt var þetta eðlilegt og bara gaman. Hulda var unglingur þegar ég man fyrst eftir henni og aldrei öðruvísi en kát og hress og full af fjöri – nema ef svo illa fór að hún komst ekki á ball eins og hún ætlaði sér, það var heims- endir. Balldagar voru öðruvísi en aðrir dagar, þá var að auki kominn fiðringur í kroppinn. Kjörið tækifæri að stríða dálítið þá daga. En hugurinn stefndi burt úr sveitinni, meðal annars á síld fyrir norðan og þá gripu örlögin í taumana og hún hitti hann Sigga sinn sem varð hennar lífs- förunautur og stoð og stytta í rúma hálfa öld. Þau eignuðust börn og buru, fjölskyldan átti hug hennar all- an og það var í mörg horn að líta að ala upp fjögur börn. Árbærinn var hennar vettvangur og þar bjó hún alla sína búskapartíð og leið vel, hún átti gott líf þar til óvætturinn grimmi, alzheimer, kom inn í líf hennar og sótti jafnt og þétt í sig veðrið og hreif þessa glað- sinna konu inn í heim tómleika og innri veru sem okkur hinum var hulin. Ég les þína ævi úr lágu hvísli moldar sem leikandi niði hlustar á gamla eik, sólin mun áfram hníga hljótt til foldar þótt hamingjan deyi við sinugráan kveik, en þannig er líf okkar þögult vitni um elda sem þögn og dauði telja sér ofurselda. (Matthías Johannessen) Innilegar samúðarkveðjur frá okkur Margréti Björk til Sigga og allrar fjölskyldunnar. Guðmundur Guðmundsson. Elsku Hulda mín, mig langar að minnast þín með örfáum orð- um. Við kynntumst ungar að ár- um í síldinni á Raufarhöfn og höfum haldið sambandi alla tíð síðan. Þegar ég flutti í Hraunbæinn í næsta hús við þig voru nú hæg heimatökin og heimsóknirnar og kaffibollarnir margir. Við fórum oft saman í göngu- túra í Elliðaárdalnum, kíktum í kaffi hvor til annarrar eða fór- um í föndur í kirkjunni. Þetta gerðum við allt á meðan heilsan leyfði. Því miður hvarfstu frá okkur smátt og smátt þar til sjúkdómurinn tók endanlega völdin. Það var alltaf svo gott að vera í kringum þig, þú varst alltaf svo ljúf og góð. Ég mun sakna þess að eiga ekki fleiri gæðastundir með þér og vinkonum okkar. Kæri Siggi og fjölskylda, ég votta ykkur mína dýpstu samúð á þessum erfiðu tímum. Hvíldu í friði, elsku Hulda mín. Þín vinkona Guðný Ingunn Jónasdóttir. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 2018 25 Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Bókhald NP Þjónusta Býð fram liðveislu við bókanir, reikn- ingsfærslur o.fl. Hafið samband í síma 649-6134. Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð- viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 660 0230 og 561 1122. Ýmislegt Tískuverslunin Smart Grímsbæ/Bústaðavegi Tunika - Peysa St.14-28 kr. 4.990 St. S-XL kr. 5900 Sími 588 8050. - vertu vinur Bátar      Flatahrauni 25 - Hafnarfirði Sími 564 0400 www.bilaraf.is Mikið úrval í bæði 12V og 24V. Bílaþjónusta GÆÐABÓN Stofnað 1986 • Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-16. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. Húsviðhald FLÍSALAGNIR - MÚRVERK FLOTUN - SANDSPARSL MÁLUN - TRÉVERK Ásamt öllu almennu viðhaldi fasteigna Áratuga reynsla og þekking skilar fagmennsku og gæðum Tímavinna eða tilboð Strúctor byggingaþjónusta ehf. S. 893 6994 Hreinsa þakrennur, fyrir veturinn og tek að mér ýmis smærri verkefni. Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com Raðauglýsingar Raðauglýsingar Fundir/Mannfagnaðir Félagsstarf eldri borgara Árskógar Smíðar, útskurður, pappamódel með leiðbeinanda kl. 9-16. Botsía með Guðmundi kl. 10. Leshringur með Heiðrúnu. Brids kl. 13- 16. Bónusbíllinn fer frá Árskógum 6-8 kl. 12.30. Handavinna með leið- beinanda kl. 12.30-16. Kóræfing, Kátir karlar kl. 13. MS fræðslu- og félagsstarf kl. 14-16. Opið fyrir innipútt. Hádegismatur kl. 11.40-12.45. Kaffisala kl. 15-15.45. Heitt á könnunni. Allir velkomnir. S. 535-2700. Boðinn Botsía kl. 10.30. Brids / kanasta / tafl kl. 13. Fuglatálgun kl. 12.30. Bólstaðarhlíð 43 Yngingar jóga kl. 9-9.50, allir velkomnir. Hjúkrunar- fræðingur kl. 11-11.30. Opin handverksstofa kl. 9-16. Morgunkaffi kl. 10-10.30. Botsía kl. 10.40-11.20. Bónusrútan kemur kl. 14.40. Leshópur kl. 13. Opið kaffihús kl. 14.30-15.15. Bústaðakirkja Starfið er á miðvikudaginn, byrjar kl. 12.05 með tónleikum í kirkjunni, þar flytja Rósalind Gísladóttir og Jónas Þórir valin lög. Boðið uppá súpu og brauð á eftir í safnaðarsal. Félagsstarf- ið heldur svo áfram fram til kl. 16, með ýmsu skemmtilegu, m.a. kynningu á keramik-málun. Kaffið góða á sínum stað, hugleiðing og bæn. Hlökkum til að sjá ykkur. Fella- og Hólakirkja Kyrrðarstund kl. 12 í umsjá Kristínar Kristjáns- dóttur djákna og Arnhildar Valgarðsdóttur organista. Eftir stundina er boðið upp á kjötsúpu. Þorvaldur kemur með harmonikkuna og við syngjum saman. Allir eru velkomnir. Félagsmiðstöðin Lönguhlíð 3 Stólaleikfimi kl. 11. Opin handverks- stofa kl. 13. Landið skoðað með nútímatækni kl. 13.50. Kaffiveitingar kl.14.30. Allir velkomnir! Garðabær Vatnsleikfimi Sjálandi kl. 7.30/15. Qi gong Sjálandi kl. 9. Karlaleikfimi Ásgarði kl. 12. Botsía Ásgarði kl. 12.45. Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Stólajóga í Jónshúsi kl. 11. Bónusrúta fer frá Jónshúsi kl. 14.45. Tréskurður/smíði kl. 9 /13 í Kirkjuhvoli. Línudans í Kirkjuhvoli kl. 13.30/14.30 fellur niður. Félagsvist í Jónshúsi kl. 20. Gerðuberg Opin handavinnustofa kl. 8.30-16. Keramik-málun kl. 9- 12. Leikfimi gönguhóps kl. 10-10.30. Gönguhópur um hverfið kl. 10.30. Glervinnustofa með leiðbeinanda kl. 13-16. Línudans kl. 13-14 (speglasal) Allir velkomnir. Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 10 stólaleikfimi, kl. 13.30 fyrirlestur um lífsstíl og næringu, kl. 15 dans. Grafarvogskirkja Í dag er opið hús í Grafarvogskirkju. Dagskráin er hefðbundin og byrjar með kyrrðarstund kl. 12. Brauð og súpa í boði fyrir vægt gjald eftir stundina og svo byrjar söngstund með Hilmari kl. 13. Handavinna, spil og spjall fyrir þau sem vilja og stundinni lýkur svo með kaffisopa kl. 15. Verið öll hjartanlega velkomin. Grensáskirkja Kyrrðarstund kl. 12. Gullsmári Myndlist kl. 9. Botsía kl. 9.30. Málm-/silfursmíði / kanasta / tréskurður kl. 13. Hraunbæ 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9. Handavinna með leiðbeinanda kl. 9-11, 500 kr. skiptið eða 1305 kr. mánuðurinn, allir velkomnir. Hádegismatur kl. 11.30. Bónusbíllinn kl. 12.15. Spjallhópur kl. 13, allir velkomnir. Félagsvist kl. 13.15. Kaffi kl. 14.15. Hraunsel Dansleikfimi kl. 9 Qi gong kl. 10. Föndur í vinnustofu kl. 9- 12. Brids kl. 13. Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá kl. 8-16, blöðin og púsl liggja frammi. Morgunkaffi kl. 8.30-10.30, útvarpsleikfimi kl. 9.45 og hádegismatur kl. 11.30. Brids í handavinnustofu kl. 13, gönguferð um hverfið með Önnu kl. 13.15, helgistund kl. 14 og eftirmiðdagskaffi kl. 14.30. Hæðargarður 31 Opnað kl. 8.50. Við hringborðið kl. 8.50, boðið upp á kaffi. Thai chi kl. 9-10, myndlistarnámskeið hjá Margréti Z. kl. 9-12, leikfimi kl. 10-10.45, hádegismatur kl. 11.30. Spekingar og spaugarar kl. 12.45-11.45, Listasmiðja er öllum opin frá kl. 12.30, Kríur mynd- listarhópur kl. 13, brids kl. 13-16, leiðbeiningar á tölvu kl. 13.10, enska I kl.13-14.30, kaffi kl. 14.30, enska ll kl. 15. Uppl. s. 411-2790. Korpúlfar Listmálun kl. 9 í Borgum. Botsía kl. 10 og 16 í dag í Borg- um. Helgistund kl. 10.30 í Borgum. Leikfimishópur Korpúlfa í Egilshöll kl. 11 í dag. Sundleikfimi kl. 13.30 í Grafarvogssundlaug. Heimanáms- kennsla kl. 16.30 í dag í Borgum. Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, trésmiðja kl. 9-12, listasmiðja kl. 9-16, morgunleikfimi kl. 9.45, upplestur kl. 11, opin listasmiðja með leiðbeinanda kl. 13-16, ganga með starfsmanni kl. 14, botsía, spil og leikir kl.15.30, tölvu- og snjalltækjakennsla kl. 17. Uppl. í s. 4112760. Seltjarnarnes Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 7.10. Kaffispjall í krókn- um kl. 10.30. Pútt í Risinu kl. 10.30. Kvennaleikfimi í Hreyfilandi kl. 11.30. Brids í Eiðismýri kl. 13.30. Karlakaffi í safnaðarheimilinu kl. 14. Í dag þriðjudaginn 23. október förum við í ,,Óvissuferð" í Perluna. Lagt af stað frá Skólabraut kl. 13.15. Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10–16. Heitt á könnunni frá kl. 10–11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá kl. 11.30–12.15, panta þarf matinn daginn áður. Leikfimi kl. 13. Bóka- bíllinn kemur kl. 13.15 og Bónusbíllinn kl. 14.40. Kaffi og meðlæti er til sölu frá kl. 14.30 –15.30. Allir velkomnir. Síminn í Selinu er 568-2586. Stangarhylur 4, FEB Reykjavík Skák kl. 13, allir velkomnir. STERK OG LIÐUG - leikfimi fyrir alla. Nýtt 8 vikna námskeið hefst mánudag- inn 29. október kl. 11.30-12.15 og er á mánu- og fimmtudögum, verð kr. 15.900. Nú er um að gera að byrja á því sem lengi hefur staðið til. Leiðbeinandi sem fyrr Tanya Dimitrova. Skráning á feb@feb.is / síma 5882111. Félagslíf  EDDA 6018102319 I Vantar þig pípara? FINNA.is atvinna@mbl.is Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæðismanna, SES Hádegisfundur SES Einar K. Guðfinnsson, formaður fullveldis- nefndar verður gestur á hádegisfundi SES á morgun, miðvikudaginn 24. október kl. 12:00, í Valhöll, Háaleitisbraut 1. Húsið opnar kl. 11:30. Boðið verður upp á súpu gegn vægu gjaldi, 1000 krónur. Allir velkomnir. Stjórnin. Landssamband Sjálfstæðiskvenna Fundaröð um heilbrigðismál Landssamband sjálfstæðiskvenna gengst fyrir fundarröð um heilbrigðismál. Þar verður fjallað um helstu málaflokka, stöðu heilbrigðismála og horft til framtíðar. Sjá nánar á xd.is. Hvernig viljum við að heilbrigðiskerfi okkar sé og hvernig á það virka? Hvernig gerum við það sem mest aðgengilegt fyrir sjúklinga með það að leiðarljósi að það veiti bestu þjónustuna? Annar fundurinn af fjórum fer fram þriðjudagskvöldið 23. október kl. 20:00 í Valhöll, Háaleitisbraut 1. 90 mínútur um geðheilbrigðismál. Erindi flytja: Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, alþingismaður og Nanna Briem, geðlæknir Allir velkomnir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.