Morgunblaðið - 23.10.2018, Side 14

Morgunblaðið - 23.10.2018, Side 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 2018 Dag einn verður kominn tími á Miele. Meðhöndlaðu leirtauið þitt á besta mögulega hátt sem völ er á. Treystu Miele uppþvottavélum, sem innihalda upprunalegu 3D hnífaparaskúffuna, til verksins. Fyrir allt sem þér þykir virkilega vænt um. Miele. Immer Besser. Frítt þvottaefni í 1 ár* * Eirvík gefur frítt þvottaefni í töfluformi, 15x20 Miele UltraTabs Multi. Gildir frá 01.05.2018 – 30.04.2019 og er ársnotkun miðuð við 300 þvotta á ári. miele.com Veronika Steinunn Magnúsdóttir veronika@mbl.is „Þetta er í annað skiptið sem ég lendi í svona skæðum fellibyl. Öll gólfefni eru ónýt, allar rafmagnsplötur losn- uðu af veggjunum. Þegar ég kom heim eftir fellibylinn sá ég að viður- inn beyglaðist í einum veggnum þannig að það eru bungur í veggn- um,“ segir Guðrún Hulda Björns- dóttir Robertson, sem er búsett í Panama City þar sem fellibylurinn Mikael reið yfir nýlega. Negldi fyrir glugga og kom í veg fyrir skemmdir Guðrún Hulda yfirgaf heimili sitt ásamt fjölskyldu sinni hinn 9. októ- ber en áður negldi hún fyrir alla glugga og lokaði öllum hlerum á hús- inu, líkt og fram kom í umfjöllun á fréttavef mbl.is. „Vindurinn tók hler- ana af tveimur hliðum á húsinu og ég veit ekki einu sinni hvar hinir hler- arnir eru. Gluggarnir eru samt heil- ir, svo það hefur bjargast,“ sagði Guðrún. Meðan á bylnum stóð dvaldi hún hjá systur sinni í Atlanta. Þegar Guðrún sneri aftur heim varð henni ljóst að talsverðar skemmdir höfðu orðið á húsinu hennar. Fellibylurinn Mikael gekk nýlega yfir vesturlönd Flórída sem fjórða stigs fellibylur með tilheyrandi eyði- leggingu. „Rafmagnið fór af og eins liggur allt fráveitukerfi niðri og nauðsynlegt að sjóða allt vatn til drykkjar eða þá drekka flöskuvatn. Heilu kerfin sprungu,“ segir Guðrún og bætir við að fólk geri sér e.t.v. ekki grein fyrir alvöru málsins. „Allur matur var myglaður og það var byrjað að leka úr frystikistunni, þannig að þetta var skrautlegt. Það var gat á loftinu í bílskúrnum þannig að allt er á floti þar, ég var s.s. að setja húsið á sölu vegna þess að ég er að ganga í gegnum skilnað á sama tíma og þetta gerist. Ég fæ engar bætur vegna þess að húsið er á hans nafni. En það verður farið í endur- bætur á húsinu og ég á góða fjöl- skyldu sem styður við bakið á mér, það búa ekki allir svo vel.“ Útivistarbann er nú í gildi í Pan- ama City, þar sem venjan er að þjófnaður færist í aukana í kjölfarið á fellibyljum. Óleyfilegt er að vera úti á nóttunni, frá 10 til sex um morgun, til að sporna við þjófnaðarhættu. „Þeir sem eru úti á þessum tíma eiga á hættu að vera handteknir. Fólk yfirgefur húsin sín, sem hafa e.t.v. farið illa úr storminum, og kemur ekki til baka í einhvern tíma. Svo er farið í gegnum húsin sem eru mikið skemmd.“ Missti aleiguna í Katrínu árið 2005 „Þetta er í annað skiptið sem ég lendi í svona skæðum fellibyl. Ég missti aleiguna árið 2005 í Katrínu þegar ég var ólétt að syni mínum, komin átta mánuði á leið, og með fimm ára dóttur. Þetta voru fyrstu kynni mín af Bandaríkjunum.“ Guðrún hefur búið í Bandaríkjun- um um nokkurt skeið og er vön minniháttar stormum á sínu heima- svæði. Fyrstu spár um Mikael bentu til þess að um minniháttar storm yrði að ræða, þ.e.a.s. rigningu, þrumur og eldingar. „Síðan kom í ljós að svo væri ekki og þá ákváðum við að við ætluðum bara að forða okkur á með- an stormurinn gengi yfir.“ Fellibylurinn Mikael olli miklum skemmdum  Guðrún Hulda býr í Panama City  Missti aleiguna 2005 Fjölskyldan Guðrún Hulda ásamt dóttur sinni og syni. Hún býr með syni sínum í Panama City og skemmdist hús hennar mikið í fellibylnum Mikael. Líney Sigurðardóttir Þórshöfn Ljótu hálfvitarnir eru allir á hjólum í Íþróttamiðstöðinni Verinu á Þórs- höfn þessa dagana og komast færri að en vilja. Ekki er þarna samnefnd hljómsveit á ferðinni heldur nýr fé- lagsskapur, Spinninghópurinn ljótu hálfvitarnir, sem fer mikinn á spinn- inghjólum sem nýlega voru keypt í íþróttamiðstöðina. Valgerður Sæmundsdóttir og Þor- steinn Egilsson eru meðal fasta- gesta í íþróttahúsinu og sjá þau um að keyra spinninghópinn áfram af krafti. „Spinning hentar öllum, hvort sem þeir eru í góðu, miðlungs- eða jafnvel slöku formi,“ sagði íþrótta- álfurinn Valgerður. „Í spinning er massa brennsla í góðum hópi, dimmu rými og með háværri, kraft- mikilli tónlist sem við hjólum í takt við. Hver og einn stjórnar sinni þyngd og hraða þó ég öskri hópinn að sjálfsögðu áfram,“ sagði Val- gerður sem oftast byrjar og endar daginn í íþróttahúsinu. Helsti félagsvettvangurinn Nítján ár eru frá því að íþrótta- miðstöðin á Þórshöfn var opnuð og þótti bygging hennar á sínum tíma ansi stór biti fyrir ekki stærra sam- félag. Í gegnum tíðina hefur húsið verið vel nýtt af öllum aldurshópum en þar er einnig sundlaug með heit- um pottum og gufu. Segja má að húsið sé dagsdaglega helsti félags- vettvangur íbúanna og án þess þætti búseta á svæðinu síður ákjósanleg. Áhafnir skipa sækja líka í íþrótta- húsið, ekki síst á hávertíðinni þegar skipakomur eru nánast daglegar og vertíðarfólkið í Ísfélaginu lætur ekki heldur sitt eftir liggja. Þó sveitarstjórn þurfi að greiða með rekstri íþróttamiðstöðvarinnar telur hún það vel þess virði. Á móti kemur að góð íþróttaaðstaða á hverjum stað er fremur hvetjandi en letjandi þegar kemur að búsetuvali fólks og sérstaklega mikilvægt fyrir börn og unglinga að hafa slíka að- stöðu. „Grunnskólanemendur eru hér með annan fótinn og þessir krakkar eru alveg til fyrirmyndar, bæði í um- gengni og framkomu,“ sagði Eyþór Atli Jónsson, forstöðumaður íþrótta- miðstöðvarinnar, ánægður með að- sóknina og alla krakkana. Miklar breytingar Miklar breytingar voru gerðar á húsinu í haust, þreksalurinn var stækkaður töluvert þegar mötuneyt- ið var flutt í annað hús, raflagnir endurnýjaðar og gólfefni að hluta. Eyþór er því bærilega ánægður með aðstöðuna í húsinu þó margt kalli á og alltaf megi bæta um betur. „Við eigum öfluga stórnotendur íþróttahúss sem ekki hafa talið eftir sér að henda inn einhverjum tonnum af gólfefnum og forfæra tæki. Sumir eru laghentir og alltaf tilbúnir til að- stoðar og hafa mætt hér með raf- suðutæki til að sjóða saman og gera við þreytuleg líkamsræktartæki sem þörfnuðust aðhlynningar. Allt fyrir þakkir og betri sal, það voru launin þeirra,“ sagði Eyþór Atli sem ber gestum íþróttahússins vel söguna. Ljótu hálfvitarnir allir á hjólum  Íþróttahúsið á Þórshöfn einn helsti félagsvett- vangur bæjarbúa og er vel nýtt af öll- um aldurshópum Morgunblaðið/Líney Á hjólum Þórshafnarbúar í Spinninghópnum ljótu hálfvitunum stíga af kappi ný spinninghjól sem nýlega voru keypt í íþróttamiðstöðina. Hjálparhella Tryggvi Steinn Sig- fússon er ein af hjálparhellum Íþróttamiðstöðvarinnar og sér um að líkamsræktartækin virki.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.