Morgunblaðið - 23.10.2018, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.10.2018, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 2018 Umræðan um endurgerðabraggann sem kostaði offjár að gera upp heldur áfram. Nú síð- ast var sagt frá deilum á milli borgarinnar og Háskólans í Reykjavík um það hvor stofnunin færi með yfirráð náðhúss við bragg- ann, sem enn hefði ekki tekist að ljúka uppgerð á.    Sá, sem flösku-stúturinn lend- ir endanlega á í þeirri deilu, mun borga brúsann við lúkningu viðgerða við náð- húsið. Kostnaðaráætlun mun liggja fyrir, en eftir er að marg- falda hana með átta svo hún verði á svipuðu róli og bragginn sjálfur.    Nú seinast gekk einn af fyrr-verandi öndvegiskólfum borgarinnar fram og sagði að það væri algjörlega öruggt að Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefði ekkert vitað um að viðgerð á bragganum væri farin að slaga upp í hálfan milljarð. „Hann vissi ekkert. Það er alveg á hreinu,“ sagði embættismaðurinn fyrrver- andi.    Nú voru aldrei uppi neinargrunsemdir um að Dagur hefði vitað eitthvað um braggann og hvað þá náðhúsið. Hvert málið hefur komið upp á fætur öðru og Dagur hefur aldrei vitað neitt. Stundum hafa málin þó verið þannig vaxin að allir héldu að borgarstjórinn hefði vitað eitthvað um þau.    En hann hefur þá brugðist fastvið og fengið vottorð hjá næsta undirmanni sem hann rakst á í lyftu Ráðhússins um að hann hafi samt ekkert vitað og aldrei hefði staðið til að hann vissi eitt né neitt. Það hafi líka verið alveg á hreinu. Dagur B. Eggertsson Það er á hreinu STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hafnaði í gær kröfu Isavia ohf. um að bráðabirgðaákvörðun Samkeppnis- eftirlitsins um stöðvun gjaldtöku á ytri rútustæðum við flugstöð Leifs Ei- ríkssonar yrði felld úr gildi. Ákvörð- unin gildir því til næstu áramóta. Byggði áfrýjunarnefndin niðurstöðu sína meðal annars á því að Isavia væri í einokunarstöðu og að samkeppnislög gerðu mjög ríkar kröfur til slíkra fyrirtækja. Taldi áfrýjunarnefndin jafnframt að undirbúningur Isavia að gjaldtök- unni hefði verið óvandaður og fyrir- tækið hefði ekki gert viðhlítandi grein fyrir kostnaði við að veita þjónustu við ytri rútustæðin. Þá væri sennilegt að gjaldtaka Isavia væri óhófleg og ólög- mæt og því hefði verið brýnt að bregð- ast við henni. Tildrög málsins voru þau að Sam- keppniseftirlitið tók bráðabirgða- ákvörðun hinn 17. júlí síðastliðinn, þar sem Isavia ohf. var gert að stöðva tímabundið gjaldtöku á ytri rútustæð- unum, sem hófst 1. mars 2018. Þá hafði staðið til hjá Isavaia að hækka gjöldin verulega hinn 1. september síðastliðinn. Taldi Samkeppniseftir- litið að ekki væri hægt að bíða eftir endanlegri ákvörðun um gjaldtökuna og stöðvaði hana því til bráðabirgða. Gjaldtaka stöðvuð á ytri rútustæðum  Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hafnaði kröfu Isavia ohf. Morgunblaðið/ÞÖK Flugstöðin Áfrýjunarnefndin hafnaði kröfu Isavia ohf. Íslenska ríkið var á föstudag sýknað af tæplega 77 milljóna króna skaða- bótakröfu Guðlaugs Jakobs Karls- sonar. Hafði hann höfðað mál á hendur ríkinu til innheimtu skaða- og miskabóta vegna tjóns sem hann kvaðst hafa orðið fyrir og rekja mætti til þess að tilgreindum aðilum hefði verið heimilað að reka spila- kassa með lögum nr. 13/1973 og 73/ 1994 í andstöðu við 183. grein al- mennra hegningarlaga. Með dómnum staðfesti Landsrétt- ur dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá 28. mars 2018 og vísaði til þess að umrædd lög væru sérlög andspænis almennum hegningarlögum og væru einnig yngri en ákvæði 183. gr. al- mennra hegningarlaga. Gengju um- rædd lög því framar almennum hegningarlögum. Ekki var fallist á það með Guðlaugi að íslenska ríkið hefði með saknæmum og ólögmæt- um hætti valdið honum tjóni né held- ur að skilyrði bótaskyldu væru fyrir hendi á öðrum grundvelli en al- mennu sakarreglunnar. Var ríkið því sýknað af kröfu Guðlaugs um greiðslu skaðabóta. Þá hefði Guðlaugi ekki tekist að sýna fram á að íslenska ríkið hefði valdið honum tjóni með ólögmætri háttsemi eða háttsemi sem annars yrði að telja ólögmæta meingerð gegn honum og var íslenska ríkið því einnig sýknað af kröfu um greiðslu miskabóta. Fram kemur í niðurstöðu Lands- réttar að hinn áfrýjaði dómur hér- aðsdóms skuli vera óraskaður og að málskostnaður fyrir Landsrétti falli niður. „Allur gjafsóknarkostnaður áfrýjanda, Guðlaugs Jokobs Karls- sonar, fyrir Landsrétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talinn málflutn- ingskostnaður lögmanns hans, 1.000.000 króna,“ segir í dómsorðum Landsréttar. Ríkið sýknað í máli spilafíkils  Bótakrafa upp á tæplega 77 milljónir Morgunblaðið/Árni Sæberg Við kassann Landsréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur. Breiðumörk 1c, 810Hveragerði / www.hotelork.is / booking@hotelork.is / sími: +354 4834700 / fax: +354 4834775 Fallegt umhverfi og fjölmargir möguleikar til afþreyingar tryggja betri fundarhlé. Fundarfriður áHótelÖrk ÁHótel Örk er öll aðstaða til fundahalda til fyrirmyndar. Starfsfólk okkar býr yfir mikilli reynslu og metnaði til að aðstoða stóra og litla hópa, fyrirtæki og félagasamtök við skipulagningu og undirbúning á fundum og ráðstefnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.