Morgunblaðið - 23.10.2018, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 2018
Loftkæling
Funahöfða 7, 110 Reykjavík, s. 577 6666
og varmadælur
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Það dró úr meðalfjölda ferða fólks út
fyrir búsetusvæði á liðnu sumri, mið-
að við fyrri kannanir. Þetta átti sér-
staklega við um höfuðborgarsvæðið
og er spurning hvort rigningin hafði
þessi áhrif. Einkabíllinn var notaður
í 87% ferða, sem er svipað hlutfall og
áður. Heldur dró úr notkun strætó
sumarið 2018 frá fyrri könnunum.
Þá töldu um 22% svarenda að fjöldi
erlendra ferðamanna hefði haft áhrif
á ferðaáætlanir þeirra sumarið 2018.
Það eru helmingi fleiri en í könnun
2014.
Þetta kemur fram í skýrslu dr.
Bjarna Reynarssonar, skipulags-
fræðings hjá Land-ráði sf., Ferða-
venjur sumarið 2018. Skýrslan var
gerð fyrir Vegagerðina og byggist á
könnun sem var gerð 7.-24. sept-
ember að frumkvæði samgöngu-
yfirvalda. Kannaðar voru ferðir
sumarmánuðina júní-ágúst og var
um að ræða netkönnun meðal álits-
gjafa MMR. Alls svöruðu 1.385
manns könnuninni.
Vegir út frá höfuðborginni
Mikið er þrýst á samgöngu-
yfirvöld að bæta vegakerfið. Flestir
svarenda vilja sjá auknar fram-
kvæmdir í samgöngumálum í sínum
landshluta. Þar á meðal má nefna
jarðgöng úti á landi, tvöföldun stofn-
brauta út frá höfuðborgarsvæðinu
og umbætur á stofnbrautakerfinu á
höfuðborgarsvæðinu. Rúmlega
helmingur svarenda telur að umbæt-
ur á stofnbrautunum dugi best til að
draga úr umferðartöfum á höfuð-
borgarsvæðinu. Vaxandi þrýstingur
er á aukið viðhald og endurbætur á
hringveginum. Hlutfallslega færri
nefna nú jarðgöng á landsbyggðinni
en áður. Eins nefna hlutfallslega
færri Suðurlandsveg til Selfoss
vegna framkvæmda þar. Vaxandi
krafa er um úrbætur á Vesturlands-
vegi og margir í Reykjanesbæ
nefndu þörf fyrir umbætur á
Reykjanesbraut.
Meirihluti svarenda í könnunum
frá 2008 hefur viljað áframhaldandi
flugstarfsemi í Vatnsmýri, oftast 55-
60% svarenda. Í þessari nýju könn-
un var hlutfall þeirra sem vilja flugið
þar áfram komið niður í rúm 50% en
30% voru sammála því að það færi
burt. Um 47% Reykvíkinga vilja að
flugstarfsemi fari úr Vatnsmýri en
53% vilja að hún verði þar áfram.
Morgunblaðið/Eggert
Umferðarteppa Margir telja að umbætur á stofnvegakerfi höfuðborgarsvæðisins myndu draga úr umferðartöfum.
Þrýstingur á vegabætur
í nýrri samgöngukönnun
Dregur úr stuðningi við Reykjavíkurflugvöll á sama stað
Mikilvægasta framkvæmd við samgöngukerfið
Heimild: Land-ráð sf.
Tvöföldun Hvalfjarðarganga (ný hliðargöng)
Bæta Vesturlandsveg milli Reykjavíkur og Akraness
Bæta Suðurlandsveg milli Reykjavíkur og Selfoss
Bæta stofnbrautakerfið á höfuðborgarsvæðinu
Jarðgöng á landsbyggðinni
Bæta hringveginn
Bæta almenningssamgöngur
Lagning Sundabrautar
1%
12%
11%
14%
9%
20%
15%
7%
Magnús Heimir Jónasson
mhj@mbl.is
Nauðsynlegt er að fara í heildarend-
urskoðun á þeim reglum sem gilda
um skýrslutöku á sakborningum og
vitnum með það fyrir augum að bæta
réttarstöðu fatlaðs fólks. Þetta er
meðal þess sem starfshópur um með-
ferð kynferðisbrotamála þegar um
fatlaða sakborninga og/eða brotaþola
er að ræða leggur til í nýrri skýrslu.
Við þá vinnu er lagt til að sérstök
áhersla verði lögð á að skoða tilhögun
skýrslutöku af fötluðu fólki og þá í
samræmi við þá þróun sem orðið hef-
ur annars staðar á Norðurlöndunum.
Engin sérákvæði um tilhögun
skýrslutöku af viðkvæmum vitnum/
sakborningum er nú að finna í núgild-
andi lögum um meðferð sakamála.
Hingað til hefur oftast verið stuðst
við ákvæði sem segir að það megi
taka dómsskýrslu af brotaþola eða
vitnum á rannsóknarstigi ef slíkt er
talið æskilegt með tilliti til hagsmuna
þeirra, svo sem ef um börn er að
ræða. Ákvæðið virðist þó vannýtt og
gerði Hæstíréttur Íslands m.a. þá at-
hugasemd í dómi frá 2017 að ákvæðið
hefði ekki verið nýtt til þess að taka
skýrslu af fatlaðri konu í máli sem
varðaði meint kynferðisbrot bílstjóra
hjá ferðaþjónustu fatlaðra gegn
henni.
Raskar rannsóknarhagsmunum
Starfshópurinn segir að skoða
þurfi vel hvort rétt sé að hverfa frá
því fyrirkomulagi að taka dóms-
skýrslu á rannsóknarstigi af vitnum í
viðkvæmri stöðu og börnum sem eru
þolendur m.a. kynferðisbrota.
„Ljóst er að það getur raskað
rannsóknarhagsmunum þegar
skýrsla er tekin af brotaþola í kyn-
ferðisbrotamáli að viðstöddum verj-
anda sakbornings, áður en eiginleg
skýrsla er tekin af sakborningi sjálf-
um. Í Noregi og Danmörku virðist
hafa verið fallið frá þessu fyrirkomu-
lagi og þess í stað byggt á skýrslum
hjá lögreglu (aðlöguð skýrslutaka)
sem teknar eru upp í hljóð og mynd
og spilaðar við aðalmeðferð. Fram-
kvæmdin þar er þá sú að fyrstu
skýrslur af þolendum eru teknar án
þess að sakborningur eða verjandi
séu viðstaddir en sakborningur getur
óskað eftir frekari skýrslu af brota-
þola eftir að hann hefur sjálfur gefið
skýrslu,“ segir í skýrslu starfshóps-
ins.
Sérákvæði um fatlað fólk
Þá er lagt til að í lögin verði sett
ákvæði um rétt fatlaðra brotaþola
eða fólks í viðkvæmri stöðu til að hafa
með sér stuðningsaðila við yfir-
heyrslur, hvort sem er hjá lögreglu
eða fyrir dómi. Þessi stuðningsaðili
getur t.d. verið réttindagæslumaður
fatlaðs fólks eða annar hæfur aðili
sem sjálfur er ekki vitni í málinu.
Starfshópurinn telur einnig að bæta
eigi í lögin heimild fyrir dómara að
kalla til sérkunnáttumenn við
skýrslutökur ef taka á skýrslu af fötl-
uðu fólki. Núgildandi lög gera ein-
göngu ráð fyrir þessu þegar taka á
skýrslu af barni fyrir dómi.
Endurskoða þarf reglur um skýrslutökur
Morgunblaðið/Þorkell
Héraðsdómur Starfshópur telur að endurskoða þurfi reglur um skýrslu-
töku á sakborningum og vitnum til að bæta réttarstöðu fatlaðs fólks.
Skýrsla starfshóps um meðferð kynferðisbrotamála gagnvart fötluðum sakborningum og/eða brota-
þolum Leggur til endurskoðun á ákvæðum í lögum um meðferð sakamála Litið til Norðurlandanna
Alls sóttu 98 manns um alþjóðlega
vernd hér á landi í september síðast-
liðnum og er það mesti fjöldi hælis-
umsókna á einum mánuði það sem af er
þessu ári. Samkvæmt tölum frá Út-
lendingastofnun hafa 533 einstaklingar
sótt um hæli á árinu, en þeir voru 885 á
sama tíma í fyrra.
Flestir hælisleitendur koma frá Írak,
alls 89. Albanar koma næstir á eftir, 70
manns, Afganar eru 33 og Pakistanar
32. Fimmti fjölmennasti hópurinn er
frá Sýrlandi, alls 31, en þar á eftir koma
Georgía og Sómalía með 26 hælisleit-
endur hvert. Þeir sem sækja um alþjóð-
lega vernd hér á landi eru í langflestum
tilfellum fullorðnir karlmenn sam-
kvæmt gögnum frá Útlendingastofnun.
Það sem af er þessu ári hafa 10 fylgd-
arlaus börn sótt um alþjóðlega vernd
hér, átta drengir og tvær stúlkur.
Koma sex drengjanna frá Afganistan,
einn frá Albaníu og einn frá Sómalíu.
Stúlkurnar eru frá Pakistan og Sómal-
íu.
Allt árið í fyrra voru fylgdarlausir
drengir alls 27. Sjö komu frá Sómalíu,
sex frá Afganistan, fimm frá Albaníu og
Írak og einn frá Pakistan, Marokkó,
Tadsjíkistan og Barein.
Umsóknir frá 60 ríkjum heims
Umsækjendur um vernd á þessu ári
koma frá 59 löndum. Eru þetta ríki á
borð við Rússland, Egyptaland og
Marokkó, öll með 10 einstaklinga
hvert, Serbía níu manns og Bandarík-
in alls sjö umsóknir. Næst koma Kól-
umbía og Indland, sex umsóknir
hvert, fimm frá Póllandi og fjórir frá
Bangladess, Fílabeinsströndinni, Als-
ír, Gana, Líbíu, Moldóvíu og Make-
dóníu. Þá komu þrjár umsóknir um
hæli frá einstaklingum frá Túnis og
Jemen auk þess sem tvær umsóknir
hafa borist frá fólki með ríkisfang í
Aserbaídsjan, Erítreu, Bretlandi,
Kenía, Kasakstan, Líbanon, Rúmen-
íu, Sádí-Arabíu, Súdan, Senegal,
Tyrklandi og Kósóvó. Þá hafa einnig
Kanadabúi, Þjóðverji og Ísraelsmað-
ur sótt hér um hæli auk fólks af öðru
þjóðerni.
Flestir sóttu um
hæli í september
Alls hafa 533 sótt um hæli á þessu ári
Ósáttir Frá mótmælum hælisleit-
enda í dómsmálaráðuneytinu.
Morgunblaðið/RAX