Morgunblaðið - 23.10.2018, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 23.10.2018, Blaðsíða 29
DÆGRADVÖL 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 2018 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Það er annríki framundan. Láttu það ekki draga úr þér kjarkinn heldur haltu þínu striki. Fólk virðist einstaklega hör- undssárt þessi dægrin. 20. apríl - 20. maí  Naut Það gengur ekki í augun á öllum að spreða fé á báða bóga. Þú ert eitthvað úti á þekju þessa dagana, líklega vegna þess að þú hvílir þig ekki nóg. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Vertu einbeitt/ur. Þú kemst á snoðir um leyndarmál og verður illa brugð- ið. Best er að hafa allt sitt á hreinu í erfða- málum. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Gættu tungu þinnar því nálægir kunna að vera mjög auðsærðir. Einhver er á villigötum sem þú þekkir og þú reynir allt til að hafa vit fyrir viðkomandi. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú áttar þig á því á næstu vikum hversu mikil ást og umhyggja er í kringum þig. Kurteisi kostar ekki neitt. Þig langar til að brjótast út úr viðjum vanans. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Láttu ekki ljós þitt skína um of, því það þreytir bara þá sem þig umgangast. Ekki vera þvermóðskan uppmáluð. Settu hnefann í borðið þegar þér ofbýður. 23. sept. - 22. okt.  Vog Taktu mark á ráðleggingum þér eldri manneskju. Þér fellur sjaldan verk úr hendi en það er ekki endilega þannig að þeir sem eru í kringum þig séu á þeirri línu. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Mundu að góð heilsa er gulli betri. Þetta veistu og gerðu þá þitt til að halda henni góðri og til frambúðar. Farðu varlega í umferðinni. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Allar líkur eru á að yfirmaður þinn gefi þér fyrirmæli um að vinna verk sem þú hefur lítinn áhuga á. Einhver vinur kemur þér á óvart svo um munar. 22. des. - 19. janúar Steingeit Einbeittu þér að þeim hlutum sem þú kemst auðveldlega yfir og getur leyst svo vel fari. Taktu til fótanna ef þú vilt ekki lengur vera í ástarsambandi. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Oft getur saklaus umræða breyst í deilur og rifrildi. Þú þarft ekki allt- af að hafa síðasta orðið, þó þig langi til þess. 19. feb. - 20. mars Fiskar Settu þér skýr markmið og treystu því síðan að tekjur úr nýrri átt muni hjápa til við að láta drauma þína rætast. Þú færð augastað á nýju húsi. Síðastliðinn miðvikudag, 17.október, lést sá góðkunni hag- yrðingur og Skagfirðingur Kristján Runólfsson. Pétur Stefánsson minn- ist hans á Leirnum: Genginn er góður drengur, glettinn og viðmótsléttur. Hraðkvæður, hnyttinn maður, hógvær með anda frjóan. Lengi hann stuðlastrengi strauk við vegsemd aukna. Skrifin hans landsþekkt lifi sem ljóðin í huga þjóðar. Þessi er kveðja Ingólfs Ómars: Vakti glóð með vísnaóð visku fróður brunnur. Orti ljóð af miklum móð, mærð af góðu kunnur. Jón Gissurarson dreypir penna í Boðnarmjöð og verður því miður að stytta mál hans: „Hinn kunni hag- yrðingur Kristján Runólfsson er látinn. Ég hygg að Kristján sé nú farinn að yrkja bæði ljóð og stökur á öðrum og æðri vettvangi en þeim er við höfum yfir að ráða. Ennþá hrina óðarmáls yfir dynur veginn. Yrkir hlynur stuðlastáls stökur hinumegin. Vísna glingur víða bar vart sem þvingar funa. Ærið slyngur oft hann var orti hringhenduna.“ Jón heldur áfram: „Kristján var einn af þekktustu hagyrðingum okkar Íslendinga á síðari tímum. Eftir Kristján liggur mikið safn ljóða og lausavísna. Hann birti mik- ið af ljóðum og vísum hér á netinu og þótti einkar snjall að koma fyrir sig orði með þeim hætti. Kristján var einn af mínum fyrstu vinum hér á Fésbókinni og könkuðumst við oft á í vísum. Ég ætla að sýna hér örlit- ið brot af þeim samskiptum okkar. Kristján Runólfsson: Þegar lífsins leysast bönd, og lúðrar dauðans kalla, tekur úr umferð tímans hönd, tilveruna alla. Jón Gissurarson : Þegið gæti það að gjöf þegar lýkur vöku, að þið mynduð mína á gröf miðla einni stöku. Kristján Runólfsson: Þegar dauðans lögum lýt, og líf í vindinn fokið, máttu hörðum hundaskít, henda á kistulokið.“ Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Kristjáns Runólfssonar minnst „ÉG REYNDI AÐ HANGA Á STEFNUMÓTALÍNUNUM. MÉR FINNST TRÉ SKÁRRI.“ „ÞETTA HLÝTUR AÐ HAFA GERST ÞEGAR BRÓÐIR ÞINN KOM MEÐ FERÐASJÓNVARPIÐ SITT!“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að leggja mikið undir. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann STUNDUM ER EINS OG HEIMUR- INN SÉ ORÐINN KLIKK OG ÞAÐ ER BARA ÖR- LÍTIÐ MÉR AÐ KENNA HELGA SEGIR AÐ ÉG SÉ MEÐ HÆGLÁTA HEIMTUFREKJU! GETUR HÚN EKKI ÁKVEÐIÐ SIG? Samband ungs fólks við símanasína hefur stundum reynst Vík- verja ráðgáta. Þessi stóra spurning um það af hverju ekki sé hægt að leggja þá frá sér um stund og huga að einhverju öðru – einhverju sem ekki er á samfélagsmiðlum eða net- inu – vefst fyrir honum. x x x Sífellt yngri börn stæra sig nú afþví að vera komin með síma. Gott og vel, það er ekkert að því að börn fái síma enda verður að vera hægt að ná í alla, öllum stundum, í dag. Ekki er hins vegar endilega nauðsynlegt að þau yngstu hafi að- gang að netinu með afkimum þess án þess að fylgst sé með þeim. x x x Víkverji spyr sig að því hvernigástandið verði þegar 8-10 ára börn í dag verða orðin tvítug og búin að vera með snjallsímann límdan við sig í hálfan annan áratug. Það var nefnilega nokkuð áhugavert að lesa Stúdentablaðið sem nýkomið er út og sjá hversu stór hluti af lífi unga fólksins þar símarnir eru. Þó er varla áratugur síðan snjallsímar urðu almennir og vart nema fimm ár síðan takkasímum var útrýmt. Krakkarnir í Háskólanum virtust þó gera sér ágætlega grein fyrir stöðu mála og minnst tveir töluðu um þá gæðastund að skella sér í sund því það væri símalaust svæði og gott til að núllstilla kollinn á sér. x x x En þó Víkverji sé ekkert unglamblengur er hann ekki alsaklaus af því að reiða sig um of á símann og netið. Víkverji fær stundum orð í eyra frá betri helmingnum fyrir símahangs á kvöldin og þar sem sjónvarpsefni er sótt í gegnum net- tenginguna má lítið út af bregða. Það gerðist einmitt um helgina þeg- ar Víkverji fylgdist með spennandi kappleik frá suðurhluta Englands. Allt í einu slitnaði tengingin og með- an reynt var í ofvæni að koma henni aftur á skoraði lið Víkverja mark. Það voru ekki fegurstu orð íslenskr- ar tungu sem féllu á heimili Víkverja meðan á þessu stóð. vikverji@mbl.is Víkverji Ákalla mig á degi neyðarinnar og ég mun frelsa þig og þú skalt vegsama mig (Sálm: 50.15)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.