Morgunblaðið - 23.10.2018, Blaðsíða 19
19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 2018
Rok og rigning Ungviðið er ekkert að hafa fyrir því að hneppa að sér regnkápunum þótt rok og rigning rífi í, enda bara hressandi. Þessi var á ferðinni í Keflavík á dögunum.
Eggert
Þann 28. desember
2017 samþykkti aðal-
fundur Sjómanna-
félags Íslands með öll-
um greiddum
atkvæðum 45 sjó-
manna að binda kjör-
gengi í félaginu við
þrjú ár. „Kjörgengir
eru þeir félagar sem
greitt hafa í félagið sl.
þrjú ár.“ Allir sjómenn
á fundinum greiddu tillögunni at-
kvæði. Nú hefur stigið fram Heið-
veig María Einarsdóttir sjómaður
sem segir samþykktina falsaða.
Hún sakar stjórn félagsins um að
falsa fundargerðir og breyta lögum
að eigin geðþótta. Hún krefst af-
sagnar stjórnar.
Ég hef marga fjöruna sopið en
aldrei kynnst annarri eins ósvífni.
Hún vefengir ákvörðun 45 manna
félagsfundar sem samþykkti sam-
hljóða þriggja ára regluna og sví-
virðir stjórn Sjómannafélagsins,
trúnaðarmannaráð og starfsfólk.
Hún sakar alla þessa aðila um sam-
særi gegn sér og vilja stöðva fram-
boð sitt til formennsku Sjómanna-
félags Íslands.
Þetta er rógburður og óhróður af
áður óþekktri stærðargráðu í ís-
lenskri verkalýðssögu. Aldrei hafa í
yfir 100 ára sögu Sjómannafélagsins
verið bornar brigður á fundar-
gerðir, hvað þá að þær væru fals-
aðar. Dettur nokkrum
manni í hug að stjórn
og starfsfólk Sjó-
mannafélags Íslands
falsi samþykkt 45
manna aðalfundar? Ég
bara spyr. Ásökunin er
svo geggjuð að tekur
út yfir allan þjófabálk.
Við á skrifstofu félags-
ins hefðum mátt
standa okkur betur í
að setja lagabreyting-
arnar á heimasíðu fé-
lagsins en blaðri um
stílabækur, skjáskot af vefsíðum,
fonta og leturstærðir er hrært í pott
svo út kemur göróttur drykkur
samsæris hringavitleysu. Undir
þetta taka falsmiðlar sem spyrja
Heiðveigu ekki gagnrýninna spurn-
inga.
Af hverju þriggja ára reglan?
Og af hverju ætli sjómenn hafi
samþykkt þriggja ára regluna? Get-
ur verið að sjómenn vilji að forystu-
menn þeirra hafi yfirgripsmikla
reynslu og þekkingu á störfum sín-
um en séu ekki nýgræðingar á
dekki sem aldrei hafi migið í saltan
sjó? Heiðveig hefur verið í afleys-
ingum til sjós í rúmt ár. Hún hefur
aldrei mætt á fund í Sjómannafélag-
inu né nokkru sinni komið fram með
ábendingar. Þann 12. október var
Heiðveigu boðið að koma á skrif-
stofu Sjómannafélags Íslands og
skoða fundargerðir en hún hefur
ekki þáð það.
Ég snéri til landsins um helgina,
frá þingi Alþjóðaflutningaverka-
mannasambandsins ITF, vegna
hinna alvarlegu ásakana á hendur
mér persónulega, stjórn, starfsfólki
og Trúnaðarmannaráði Sjómanna-
félags Íslands ásamt þeim sjómönn-
um sem sóttu fundinn í desember
fyrir tæpu ári. Trúnaðarmannaráð
kemur saman á miðvikudag til þess
að ræða hinar dæmalausu ásakanir
á hendur félaginu.
Heiðveig kemur úr liði útgerða
Hvað liggur að baki þessu brjál-
æði? Fyrir hverja er Heiðveig
María að vinna? Fyrir útgerðina í
landinu? Er hún að vinna fyrir HB
Granda eða Samherja? Von er að
spurt sé því hvað hefur Heiðveig
María unnið með rógi sínum? Því er
fljótsvarað. Henni hefur tekist með
lygum og óhróðri að stöðva samein-
ingu sjómanna við Eyjafjörð, í Eyj-
um, Grindavík, Hafnarfirði og
Reykjavík. Henni hefur tekist að
stöðva löngu tímabæra sameiningu
langflestra sjómanna í landinu í eitt
öflugt sjómannafélag; félag fiski-
manna á togurum og bátum, far-
manna á millilandaskipum, skipum
Gæslunnar og Hafró ásamt ferjanna
Herjólfs og Baldurs.
Fyrir helgina drógu Sjómanna-
félag Eyjafjarðar og Sjómanna-
félagið Jötunn í Eyjum sig út úr við-
ræðum við Sjómanna- og vélstjóra-
félag Grindavíkur og Sjómannafélög
Hafnarfjarðar og Íslands. Getur
verið að útgerðarmenn vítt og breitt
um landið hafi skálað í kampavíni?
Útgerðarmenn vilja sjómenn sundr-
aða í litlum félögum vítt og breitt
um landið svo þeir geti átt alls kost-
ar við félög þeirra. Það hefur löngu
verið ljóst og kom áþreifanlega
fram í hinu langa verkfalli sjómanna
í fyrra. Þá brast samstaða sjómanna
á örlagastundu einmitt af því félög
þeirra voru mörg, smá og sundruð
víðs vegar um landið; barn síns tíma
úr dreifðum og einangruðum sjávar-
byggðum frá fyrri hluta 20. aldar.
Útgerðarmenn brostu í kampinn
þegar ríkisvaldið gekk í lið þeirra
og hótaði lögum á sjómenn í verk-
fallinu 2017. Sjómenn tókust á við
spillta pólitík og harðsvíraða út-
gerðarmenn. Sundraðir eru sjó-
menn leiksoppur útgerða og vina
þeirra á Alþingi á hverjum tíma.
Ekki er ofmælt að Sjómannafélag
Íslands hafi verið í fremstu víglínu í
baráttu sjómanna. Ekkert Sjó-
mannafélag hefur tekið slaginn jafn
oft. Þess vegna er dapurlegt að
sæta svívirðingum úr eigin ranni en
er svo? Heiðveig kemur úr liði út-
gerðarfyrirtækja. Hún átti sæti í
samninganefnd útgerða gegn áhöfn-
um hvalaskoðunarbáta. Hvar kvikn-
aði hugmyndin að framboði Heið-
veigar?
Viðræður sjómanna
sigla í strand
Sjómenn tóku upp viðræður um
sameiningu af því þeir vita að sam-
einaðir eru þeir sterkir. Frá verk-
fallinu 2017 hafa þeir verið í við-
ræðum um sameiningu í eitt gríðar-
lega öflugt félag sem sameinar alla
íslenska sjómenn svo ekki verður
aftur snúið. Heiðveig María Ein-
arsdóttir hefur með lygum og
óhróðri rústað öllu því mikla starfi
sem átt hefur sér stað frá verkfall-
inu í fyrra.
Mönnum er vissulega brugðið yfir
því að Eyfirðingar og Eyjamenn
hafi kosið að draga sig út úr við-
ræðum vegna rógburðar Heiðveigar
Maríu. Mesta hagsmunamáli sjó-
manna er stefnt í tvísýnu. Félögin
fimm voru komin langleiðina í við-
ræðum líkt og Morgunblaðið skýrði
frá í fréttaskýringu á dögunum.
Hugmyndin var að ný forysta kæmi
að nýju sameinuðu félagi. Nú er
sameiningin út af borðinu og út-
gerðarmenn fagna. Hvers vegna vill
Heiðveig sjómenn sundraða og Sjó-
mannafélag Íslands ekki hluta af
öflugri breiðfylkingu íslenskra sjó-
manna?
Hvaða hagsmuna gætir Heiðveig?
Eftir Jónas
Garðarsson »Hvers vegna vill
Heiðveig sjómenn
sundraða og Sjómanna-
félag Íslands ekki hluta
af öflugri breiðfylkingu
íslenskra sjómanna?
Jónas Garðarsson
Höfundur er formaður
Sjómannafélags Íslands.
Mesti rógburður og óhróður
íslenskrar verkalýðssögu