Morgunblaðið - 23.10.2018, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 23.10.2018, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 2018 Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Fjárlagahallinn í Bandaríkjunum jókst á fjár- hagsárinu sem lauk 30. september og hagtölur benda til þess að skattalækkanir sem tóku gildi í janúar hafi ekki aukið tekjur ríkisins eins og leiðtogar repúblikana hafa spáð. Fjárlagahall- inn jókst um 17%, fór í 779 milljarða banda- ríkjadala úr 666 milljörðum frá árinu áður. Embættismenn í Hvíta húsinu og fjárlagaskrif- stofa Bandaríkjaþings spá því að hallinn stefni í 1.000 milljarða á fjárhagsárinu sem var að hefj- ast. Fréttaskýrandi The Wall Street Journal seg- ir að óvenjulegt sé að fjárlagahalli Bandaríkj- anna aukist á hagvaxtarskeiði eins og nú er. Góður hagvöxtur verði yfirleitt til þess að hall- inn minnki vegna aukinna skatttekna þar sem tekjur heimilanna, hagnaður fyrirtækja og fjár- magnstekjur aukist. Á sama tíma minnki yfir- leitt ríkisútgjöld vegna atvinnuleysistrygginga og aðstoðar við efnalítið fólk. „Svo mikill fjár- lagahalli þegar efnahagurinn er öflugur á sér ekki fordæmi í sögunni,“ hefur The Wall Street Journal eftir Jason Furman, hagfræðiprófessor við Harvard-háskóla, sem var formaður efna- hagsráðs Bandaríkjaforseta í tíð Baracks Obama. Hann sagði þetta sanna að kenningar repúblikana um að skattalækkanir þeirra myndu auka tekjur ríkisins væru ekki réttar. Embættismenn í Hvíta húsinu sögðu hins vegar að ávinningurinn af skattalækkununum kæmi fram síðar og yrði að lokum til þess að skatttekjur ríkisins stórykjust. Hætta á stórauknum skuldum Skattgreiðslur einstaklinga jukust um 1% á fjárhagsárinu sem var að ljúka en tekjur ríkis- ins af sköttum á fyrirtæki minnkuðu um 31%. Er það einkum rakið til þess að tekjuskattur fyrirtækja var lækkaður úr 35% í 21%. Þegar skattalækkanirnar voru samþykktar spáðu leiðtogar repúblikana því að þær myndu örva hagvöxtinn svo mikið að tekjur ríkisins ykjust verulega, þannig að skuldir þess ykjust lítið eða ekkert þegar upp væri staðið. Greg Ip, aðalfréttaskýrandi The Wall Street Journal í efnahagsmálum, dró þessa spádóma í efa. Hann sagði að rök leiðtoga repúblikana væru „póli- tískt hentug“ en „léttvæg“ og hætta væri á að skattalækkanirnar yrðu til þess að fjárlagahall- inn og skuldir ríkissjóðs ykjust. Ip benti m.a. á að vextir seðlabanka Bandaríkjanna voru ná- lægt núlli en byrjaðir að hækka vegna þess að atvinnuleysið var um 4,4% og talið var að það gæti ekki minnkað mikið meira án þess að verð- bólgan ykist. Telji seðlabankinn að skattalækk- anir leiði til of mikillar þenslu er líklegt að hann hækki vextina frekar og það gæti eytt efnahags- lega ávinningnum af lægri sköttum, að mati fréttaskýrandans. Hann taldi það hættulegt að auka fjárlagahallann á sama tíma og skuldir ríkisins væri um 77% af vergri landsframleiðslu og stefndu í að verða 91% innan áratugar vegna fjölgunar aldraðra og aukins kostnaðar af al- mannatryggingum. Svo fór að útgjöld ríkisins jukust um 3% á fjárhagsárinu sem var að líða. Vaxtakostnaður ríkissjóðs jókst um 14% frá fjárhagsárinu 1017. Ríkisútgjöldin til varnarmála jukust um 6% á fjárhagsárinu 2018 og útgjöld vegna almanna- trygginga um 4%. Ríkisútgjöldin minnkuðu sem hlutfall af vergri landsframleiðslu, úr 20,7% í um 20,3%. Tekjur ríkisins minnkuðu þó enn meira, eða úr 17,2% í um 16,5%. Fjárlagahallinn jókst í 3,9% af vergri landsframleiðslu, úr 3,5%. 0 2 4 6 8 10 1,0 1,5 2,0 2,5 3,0 3,5 20 40 60 80 100 Sept. 2008 Sept. 2013 Sept. 2018 Sept. 2023 Sept. 2028 2008 2018 2028 2008 2018 2028 Fjárlagahallinn eykst Skuldir ríkisins aukast Spár Spár Spár OBAMABUSH TRUMP Þróunin á fjárhagsárum (1. október til 30. september), sem % af vergri landsframleiðslu Vaxtagreiðslur ríkissjóðs að aukast 779$ milljarðar 15,75$ billjónir 28,7$ billjónir 915$ milljarðar Fall bankans Lehman Bros 1,5$ billjónir 522$ milljarðar Fjárlagahallinn í Bandaríkjunum og skuldir ríkisins frá fjármálakreppunni árið 2008 Heimildir: Fjárlagaskrifstofa Bandaríkjaþings, fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna Fjárlagahallinn í Bandaríkjun- um jókst eftir skattalækkanir  Útlit fyrir að fjárlagahallinn og skuldir ríkisins haldi áfram að aukast Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í gær að stjórn sín myndi stöðva eða draga verulega úr fjár- hagsaðstoð við þrjú Mið- Ameríkuríki, Gvatemala, Hond- úras og El Salvador, vegna þess að stjórnvöld þeirra hefðu ekki stöðvað þúsundir manna sem ætla að reyna að komast til Bandaríkj- anna. Hann sagði að á meðal fólksins væru „glæpamenn og óþekktir Mið-Austurlandamenn“ og kvaðst hafa gert her Banda- ríkjanna viðvart. Á myndinni bíða farandmenn við landamæri Gvatemala og Mexíkó. Hótar að draga úr aðstoðinni AFP Stjórnmálamenn í Bretlandi gagnrýndu í gær ofstækisfull ummæli sem höfð voru eftir ónafngreindum brexitsinnum í þingflokki íhaldsmanna um Theresu May, forsætisráð- herra landsins, í blöðum um helgina. „Nú er sú stund runnin upp að hnífurinn er hitaður, honum stungið í hana og snúið. Hún verður dauð bráðlega,“ er haft eftir þingmanni í grein í The Sunday Times. May var einnig sagt að koma „með eigin snöru“ á fund sem fyrirhugaður er í þingflokki íhaldsmanna síðar í vikunni. Í öðru blaði var haft eftir einum þingmannanna að May væri á leiðinni á „blóð- völl“ og annar bætti við: „Það er morð í loft- inu.“ Þingmenn í helstu stjórnmálaflokkum Bret- lands gagnrýndu ummælin, þ. á m. íhaldsmenn sem styðja útgöngu Bretlands úr Evrópu- sambandinu. Andrew Bridgen, brexitsinni í Íhaldsflokknum, sagði að slíkt orðbragð væri „ekki gagnlegt“ og gæti orðið til þess að stuðn- ingurinn við forsætisráðherrann ykist. „Þetta fær ekki félaga okkar í flokknum til að styðja leiðtogaskipti,“ sagði hann. „Þetta hefur raun- ar þveröfug áhrif núna.“ Ummæli um May gagnrýnd  „Hún verður dauð bráð- lega,“ sagði brexitsinni AFP Í vörn Theresa May hefur sætt heiftúðugri gagnrýni brexitsinna í Íhaldsflokknum. Norska þjóðhetjan Joachim Rønneberg lést á sunnudag, 99 ára að aldri. Rønneberg fór fyrir fimm manna and- spyrnuhópi sem sprengdi þungavatnsverksmiðju í Noregi í febrúar 1943 og kom þannig í veg fyrir að þýskir nasistar gætu fram- leitt kjarnavopn. Erna Sol- berg, forsætisráðherra Noregs, sagði að Rønne- berg hefði verið á meðal merkustu andspyrnu- manna Noregs í stríðinu. Fjallað hefur verið um árás andspyrnumannanna á þungavatns- verksmiðjuna í bókum, heimildarmyndum og kvikmyndum, m.a. í myndinni „Hetjurnar frá Þelamörk“ frá árinu 1965 með Kirk Douglas og Richard Harris í aðalhlutverkum. NOREGUR Ein af hetjunum frá Þela- mörk látin, 99 ára að aldri Joachim Rønneberg Mest seldu ofnar á Norðurlöndum áreiðanlegur hitagjafi 10 ára ábyrgð Draghálsi 14 - 16 · Sími 4 12 12 00 · www.isleifur.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.