Morgunblaðið - 23.10.2018, Side 26

Morgunblaðið - 23.10.2018, Side 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 2018 Berglind Norð-fjörð Gísla-dóttir er Austfirðingur, fædd og uppalin á Eski- firði, var í Mennta- skólanum á Egils- stöðum, lauk stúdentsprófi og prófi í tanntækni frá Fjölbrautaskólanum í Ármúla, starfaði á tannlæknastofum, fór síðan aftur í nám, lauk prófi í upplýs- ingafræði frá Há- skóla Íslands og hef- ur verið sérfræð- ingur í forsætis- ráðuneytinu frá 2015. Er ekki gaman að vinna þar, með for- sætisráðherranum? „Jú, jú. Það er ágætt. Það vinna að vísu fleiri hér en for- sætisráðherrann, en þetta er allt saman sómafólk sem er gott að vinna með. Það er nú kannski aðal- atriðið.“ Við erum hérna með einn á Morgunblaðinu sem var lengi forsætis- ráðherra. Það er afskaplega skemmtilegt að vinna með honum. „Því trúi ég vel. Það eru myndir af honum hér á veggjum og það er enn verið að vitna í hann og hafa eftir honum skemmtilegar sögur. Hann er því enn að lífga upp á starfsandann hérna í Stjórnarráðinu.“ En hvað á að gera á afmælisdaginn? „Ég ætla að taka mér frí frá vinnunni, fara í ræktina klukkan 6.00 og njóta síðan dagsins til hins ýtrasta. Þess vegna er ég ekkert búin að plana daginn í smáatriðum. Kaupi kannski flotta köku, en dagur- inn verður vonandi fyrst og fremst rólegur, notalegur og afslapp- aður. Ég ætla svo að halda afmælispartí seinna og njóta þess þá að skemmta mér í góðra vina hópi.“ Berglind Norðfjörð Afmælismottóið hennar heitir á latínu Carpe diem. Frí frá vinnunni og mun njóta dagsins Berglind Norðfjörð Gísladóttir er fertug E lísabet Guðjohnsen fæddist á Húsavík 23.10. 1933 og ólst þar upp til 10 ára aldurs, er hún flutti til Reykjavíkur með foreldrum sínum og fjórum systkinum. Elísabet var í Austurbæjarbarna- skólanum, lauk landsprófi frá Gagn- fræðaskóla Vesturbæjar, vann í Apóteki til 18 ára aldurs, hóf þá nám við Hjúkrunarkvennaskólann í Reykjavík, hvarf frá því námi eftir hálft námstímabil, var síðan ritari hjá Sakadómi Reykjavíkur, síðan Yfirsakadómaranum í Reykjavík, þá í Hæstarétti í hálft ár og loks aftur hjá Sakadómi: „Skrifstofustjóri þar hét Baldur Steingrímsson, elskuleg- ur maður sem reyndist mér sem besti faðir. Þarna starfaði ég í níu ár með yndislegu fólki en hætti þá störfum til að sinna börnum okkar hjóna sem þá voru orðin tvö.“ Elísabet hóf skömmu síðar störf við Reiknistofnun Háskólans, þar sem fyrsti rafreiknirinn var starf- ræktur. Reiknistofnun Háskólans var síðar felld undir Raunvísinda- stofnun Háskólans sem ein af sex rannsóknarstofum stofnunarinnar. Raunvísindastofnun varð síðan aðal- starfsvettvangur Elísabetar til árs- ins 2003 er hún lét af störfum eins og lög og reglur um opinbera starfs- menn gerðu þá ráð fyrir: „Þetta var strangur skóli, ekki síst er ég tók við starfi framkvæmdastjóra Raunvís- indastofnunar, en framfarir í tölvu- tækni voru þá örar og stofnuninni mikilvægt að fylgja henni eftir. Ég fékk skipunarbréf frá þáverandi menntamálaráðherra, Ragnhildi Helgadóttur, en það kvað á um ótímabundið starf frá 1983. Stjórnir Raunvísindastofnunar voru nokkrar á mínum fram- kvæmdastjórnarferli, kosnar á fjög- urra ára fresti. Þegar ég lít um öxl er ég fyrst og fremst þakklát fyrir það traust sem allir þessir stjórnar- menn sýndu mér. Auk þess hugsa ég oft með hlýhug til alls starfsfólksins sem sýndi mér vinsemd og virðingu. Eins og gengur hefur lífið fært mér hvort tveggja, gleði og sorg, á eftirlaunaárunum. En margbreyti- leg áhugamál gefa lífinu lit og til- Elísabet Guðjohnsen, fv. framkvæmdastjóri – 85 ára Með prófessorunum F.v.: Stefán Arnarson, Sveinbjörn Björnsson, Magnús Magnússon, Elísabet, Þorkell Helgason og Eggert Briem. Myndin var tekin í kveðjuhófi sem haldið var Elísabetu til heiðurs er hún lét af störfum 2003. Margvísleg áhugamál gefa lífinu lit og tilgang Fjölskyldan Elísabet og Herbert með öllum hópnum sínum. Reykjavík Kendrick Þór Bosma fæddist 5. desember 2017 kl. 14.34. Hann vó 4.545 g og var 53 cm langur. Foreldrar hans eru Luda Sóley Bosma og Cedrick Bowen. Nýr borgari Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Kíktu á verðið SMÁRALIND www.skornirthinir.is Tilboðsverð 7.198 verð áður 17.995 stærðir 40-46 Leðurskór herra Rennilás að innanverðu reimaðir að framan Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinumynd af nýjum borgara eðamynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einnmánuð. Hægt er að sendamynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.