Morgunblaðið - 24.10.2018, Page 1

Morgunblaðið - 24.10.2018, Page 1
M I Ð V I K U D A G U R 2 4. O K T Ó B E R 2 0 1 8 Stofnað 1913  250. tölublað  106. árgangur  LÍFIÐ VÆRI LEIÐINLEGRA ÁN SÚKKULAÐIS SKAPAR ÖFL- UGAR KVEN- PERSÓNUR SPYRJUM HVERNIG ÞJÓÐ VIÐ VILJUM VERA GALE ANNE HURD 33 CYCLE-LISTAHÁTÍÐIN 30KÖKUBLAÐIÐ Morgunblaðið/Hari Kvennafrí Baráttufundur verður á Arnarhóli og víðar kl. 15.30 í dag. Konur eru hvattar til að leggja niður störf klukkan 14:55 í dag, á kvennafrídeginum. Þá hafa þær unn- ið fyrir launum sínum, sem sam- kvæmt nýjustu tölum Hagstofu eru 74% af meðaldagvinnutekjum karla, og sé miðað við fullan vinnudag sem hefst klukkan níu og lýkur kl. 17 verður vinnudegi kvenna lokið eftir fimm klukkustundir og 55 mínútur. Síðast þegar kvennafrídagurinn var haldinn, árið 2016, töldust konur vera með um 70% af tekjum karla og voru því hvattar til að leggja niður störf klukkan 14:38. Þar áður var dagurinn haldinn 2010, þá var þessi tímasetning 14:25, og árið 2005 var hún 14:08. Á þeim 13 árum sem síðan eru lið- in hefur tímasetningin því færst fram um 47 mínútur. Það eru 3,6 mínútur á ári og haldi sú þróun áfram verða laun karla og kvenna jöfn sumarið 2053. „Við ætlumst til að konum og körl- um séu borguð sömu laun fyrir sam- bærileg störf. Við höfum ítrekað bent stjórnendum á nauðsyn þess að nýta krafta allra starfsmanna sinna,“ segir Halldór Benjamín Þor- bergsson, framkvæmdastjóri Sam- taka atvinnulífsins, um kvennafrí- daginn og nauðsyn hans. Haldnir verða baráttufundir víða um land í dag, m.a. á Arnarhóli kl. 15:30 en fundurinn er skipulagður af fjölda samtaka kvenna og launafólks . »4 Áfram um 3,6 mín- útur á ári  Sjötti kvennafrí- dagurinn er í dag Mun ýta undir leiguverð » Forstjóri Reita segir áhrif fasteignagjalda á leiguverð atvinnuhúsnæðis ekki komin fram nema að litlu leyti. » Gjöldin hafi hækkað mikið. Stefán E. Stefánsson Baldur Arnarson Nýtt álagspróf Seðlabankans sýnir að efnahagur viðskiptabankanna þriggja er traustur og þeir gætu hæglega staðið af sér víðtæk áföll í hagkerfinu. Bendir nýr aðstoðar- seðlabankastjóri á að áhætta í fjár- málakerfinu sé enn hófleg, þótt hún hafi aukist, m.a. vegna harðrar samkeppni á flugmarkaði og auk- innar áhættu í tengslum við ferða- þjónustuna. Niðurstöður álags- prófsins eru kynntar í nýjustu útgáfu Fjármálastöðugleika sem Seðlabankinn gefur út tvisvar á ári. Þar er einnig bent á að verð á at- vinnuhúsnæði sé orðið hátt í sögu- legu samhengi. Heimilin hafi „ótví- ræðan hag af því að ekki byggist upp óhófleg áhætta tengd markaði með atvinnuhúsnæði“. Þá eru kaup- endur fasteigna og lánveitendur hvattir til að fara gætilega. Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita, segir engin merki um bólu- myndun á markaði með atvinnu- húsnæði. Hvorki leiguverð né sölu- verð standi undir byggingar- kostnaði. Áhættan í kerfinu hófleg  Nýtt álagspróf Seðlabankans sýnir að áhætta í fjármálakerfinu hefur aukist  Hún sé þó enn hófleg  Bankarnir standa vel gagnvart mögulegum áföllum MFasteignakaupendur »14 og 16 Morgunblaðið/Ómar ASÍ Alþýðusambandsþing eru hald- in annað hvert ár. Mynd frá 2016. Tímamótaþing Alþýðusambands Ís- lands (ASÍ) hefst í dag. Fyrir liggur að um 300 þingfulltrúar úr 48 stétt- arfélögum munu kjósa nýja forystu- menn ASÍ á föstudag. Þingið mun m.a. ræða tekjuskiptingu og jöfnuð, jafnvægi atvinnuþátttöku og einka- lífs, tækniþróun og skipulag vinn- unnar, heilbrigðisþjónustu og vel- ferðarkerfið og húsnæðismál. Sumarliði Ísleifsson sagnfræðing- ur, sem skrifaði sögu ASÍ, segir að ástandið í verkalýðshreyfingunni nú minni að sumu leyti á stöðuna um og eftir miðja 20. öldina. Greinilegt sé að tónninn sé harðari nú en hann hafi verið mörg undanfarin ár. Svo virðist sem andstaðan við ríkjandi öfl sé að taka yfir. Ágreiningur hefur verið innan Landssambands verslunarmanna (LÍV) um tilnefningar í miðstjórn ASÍ. Ragnar Þór Ingólfsson, for- maður VR, sagði að yfir 90% fé- lagsmanna í LÍV væru í VR. Félagið hefði gefið eftir sæti til landsbyggð- arfélaga. Hann átti ekki von á að VR myndi nýta vægi sitt til að fá fleiri miðstjórnarmenn, en tók fram að ekkert væri ákveðið um þetta. »6 Tímamótaþing ASÍ í dag  Þingið kýs nýja forystu  Tekist á um miðstjórnarmenn Með auknum vinsældum Íslands sem alþjóðlegs áfangastaðar er ekki lengur óvenjulegt að verða var við ferðamenn jafnvel þó að góða veðrið sjá- ist æ sjaldnar. Þessir ferðamenn í Borgarnesi létu til dæmis ekki haustnepjuna koma í veg fyr- ir að þeir skoðuðu sig um. Virtu þeir meðal ann- ars fyrir sér aðstæður við listaverkið Brákina. Nokkuð svalt var í veðri á þessum slóðum, en úr- koma var nánast engin. Virtu fyrir sér Brákina í Borgarnesi Morgunblaðið/Eggert Ferðamannatíminn stendur langt fram eftir ári Bandarísku herskipin USS New York og USS Gunston Hall þurftu að snúa aftur til hafnar í gær eftir að hafa fengið á sig brotsjó. Lögð- ust þau að bryggju við Skarfa- bakka. Skipin sinna einkum her- gagnaflutningum og voru á leiðinni til Noregs eftir heræfingu Atlants- hafsbandalagsins hér á landi, en þau héldu út í fyrradag. Vont var í sjóinn og þarf að sinna viðgerðum á öðru skipinu vegna þeirra skemmda sem það hlaut í óveðr- inu. Samkvæmt upplýsingum frá ut- anríkisráðuneytinu slösuðust 12 manns vegna óveðursins en meiðsli þeirra eru ekki talin alvarleg. Þurftu að snúa aftur til hafnar Morgunblaðið/Eggert Sneru við Skipin lögðust við bryggju á Skarfabakka.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.