Morgunblaðið - 24.10.2018, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 2018
Framleitt úr vistvænum
virkum efnum sem
brotna hratt niður í
náttúrunni.
UNDRAVÖRUR
fyrir bílinn þinn
Fást í betri byggingavöruverslunum, matvöruverslunum og bensínstöðvum.
„Það eru gleðitíðindi að síðasta
malarbílaplan í miðborg Reykjavík-
ur verður hellulagt og malbikað á
næstu dögum,“ segir Ari Matthías-
son þjóðleikhússtjóri. Umrætt bíla-
plan er austan við Þjóðleikhúsið og
löngu kominn tími til að leggja á það
bundið slitlag enda 68 ár síðan húsið
var tekið í notkun.
Að auki verður sett upp lýsing
þannig að þeir sem yfir planið fara
munu nú geta gengið á auðri og upp-
lýstri jörð allan ársins hring, að sögn
Ara. Þetta er gert samhliða því að nú
hefur, eftir rúmlega 2ja ára bygg-
ingartíma, lokið byggingu lyftuhúss
austan megin við Þjóðleikhúsið sem
hefur gjörbreytt aðkomu hreyfi-
hamlaðra að gestarými í Þjóðleik-
húsinu. Verkið er greitt af Ríkis-
eignum og koma að því ýmsir
verktakar. Verkefnastjóri er Einar
Kr. Haraldsson. sisi@mbl.is
Síðasta malarbílaplanið
Morgunblaðið/sisi
Bílaplanið Hitalagnirnar eru komnar og næst verður lagt á bundið slitlag.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
43. þing ASÍ verður sett í dag á
Hilton Reykjavík Nordica. Um 300
fulltrúar frá 48 stéttarfélögum
móta þar stefnu sambandsins til
næstu tveggja ára. Fimm málefni
verða rædd sérstaklega: Tekju-
skipting og jöfnuður. Jafnvægi at-
vinnuþátttöku og einkalífs.
Tækniþróun og skipulag vinnunn-
ar. Heilbrigðisþjónusta og velferð-
arkerfið og loks húsnæðismál.
Ný forysta ASÍ verður kjörin á
föstudag. Drífa Snædal, fram-
kvæmdastjóri SGS, og Sverrir
Mar Albertsson, framkvæmda-
stjóri og stjórnarmaður Afls, hafa
boðið sig fram til embættis for-
seta. Kristján Þórður Snæbjörns-
son, formaður RSÍ, Ragnar Þór
Ingólfsson, formaður VR, og Vil-
hjálmur Birgisson, formaður
VLFA, bjóða sig fram í embætti
varaforseta.
Miklar breytingar
að verða á forystunni
Það stefnir í sögulegt þing Al-
þýðusambands Íslands (ASÍ), að
mati Sumarliða Ísleifssonar, lekt-
ors við sagnfræði- og heimspeki-
deild Háskóla Íslands. Hann hefur
skrifað sögu ASÍ og þekkir því vel
sögu verkalýðshreyfingarinnar.
„Það stefnir í miklar breytingar
í forystu ASÍ, en maður veit ekki
hvernig úr þeim spilast. Þarna
býður nýtt fólk sig fram til æðstu
embætta, en það verður að sýna
sig hvernig það mun taka á mál-
unum,“ sagði Sumarliði. „Það hafa
áður orðið breytingar í Alþýðu-
sambandinu og hörð barátta um
yfirráð. Að sumu leyti minnir
ástandið nú á stöðuna um og eftir
miðja 20. öld og greinilegt að tónn-
inn er harðari nú en hann hefur
verið mörg undanfarin ár.“
Sumarliði segir að eftir miðjan
7. áratug síðustu aldar hafi mjög
dregið úr átökum á Alþýðusam-
bandsþingum og yfirleitt ekki
skipt um forystu að stórum hluta,
eins og stefnir í nú. Þó hafi oft
verið gagnrýninn og róttækur
minnihluti sem hafi látið að sér
kveða á ASÍ-þingunum. Nú síðustu
ár má nefna fulltrúa Verkalýðs-
félags Akraness og Framsýnar á
Húsavík. Svo bættist VR í hópinn
og nú síðast forysta Eflingar.
„Þessi andstaða virðist vera að
taka yfir. Það er
mjög mikil
breyting frá því
sem var þegar
hófsöm forystan
sigldi tiltölulega
lygnan sjó. And-
staðan hafði ekki
þann styrk að
hún gæti ýtt við
forystunni sem
heitið gæti,“ seg-
ir Sumarliði.
Hann bendir á að þó að ýmislegt
sé líkt með stöðu verkalýðs-
hreyfngarinnar nú og um og eftir
miðja 20. öld sé samt margt ólíkt.
Þá hafi andstæðar fylkingar í
hreyfingunni verið nátengdar póli-
tískum flokkum. Annars vegar öfl-
ugum Sósíalistaflokki á landsvísu.
Á hinn bóginn var Alþýðuflokk-
urinn sem yfirleitt var í bandalagi
við Sjálfstæðisflokkinn og Fram-
sóknarflokkinn. En um og upp úr
8. áratug síðustu aldar fóru bein
áhrif stjórnmálaflokka í verkalýðs-
hreyfingunni þverrandi. Staðan nú
er því ólík því sem þá var.
Nýkjörin forysta Eflingar hefur
verið orðuð við nýstofnaðan Sósíal-
istaflokk Íslands en Sumarliði tel-
ur óljóst hversu mikil þau áhrif
séu auk þess sem núverandi sósíal-
istaflokkur sé ekki öflugur á lands-
vísu.
Félagslegu þáttunum hefur
ekki verið sinnt nóg
„Mér sýnist að aðaláherslurnar í
verkalýðshreyfingunni nú séu á
tvennt: Annars vegar félagslegar
umbætur vegna þess að þar séu
mál komin í algjört óefni, sérstak-
lega húsnæðismálin, og hins vegar
málefni sem varða aðbúnað og
réttindi fólks á vinnustöðum. Svo
tengjast inn í þetta skattamál. Því
hefur verið lýst að skattbyrðin á
þá lægst launuðu hafi aukist mikið.
Ég held að það sé samstaða innan
verkalýðshreyfingarinnar um að
taka þurfi á þessu. Það hefur ekki
verið gert nægilega á undanförn-
um árum og er meðal annars á
ábyrgð verkalýðshreyfingarinnar.“
Hann telur að ástæðan fyrir því
að andstaðan við ríkjandi öfl innan
verkalýðshreyfingarinnar virðist
vera að ná í gegn nú sé fyrst og
fremst að félagslegu þáttunum
hafi ekki verið sinnt nægilega vel
undanfarin ár. Gert hafi verið átak
í húsnæðismálum en það hafi kom-
ið of seint og verið of lítið. „Fólki
er misboðið og það sættir sig ekki
við þetta lengur,“ segir Sumarliði.
„Svo eru það launakröfurnar.
Áherslurnar nú eru greinilega á að
það þurfi að hækka laun hinna
lægstlaunuðu sérstaklega. Um það
er líklega nokkuð mikil samstaða
en gæti verið meiningarmunur
innan hreyfingarinnar um það
hversu langt skuli ganga.“
Það stefnir í sögulegt
Alþýðusambandsþing
300 þingfulltrúar frá 48 stéttarfélögum á þinginu Kosin verður ný forysta ASÍ
Sagnfræðingur segir ástandið nú minna á stöðuna um og eftir miðja 20. öld
Morgunblaðið/Ófeigur
ASÍ-þing Um 300 fulltrúar koma saman í dag á þingi Alþýðusambandsins 2018. Þingin eru haldin annað hvert ár og
þar er stefna sambandsins til næstu tveggja ára mótuð og línur lagðar. Myndin var tekin á ASÍ-þinginu 2016.
Sumarliði
Ísleifsson
Ágreiningur hef-
ur verið um til-
nefningu fulltrúa
Landssambands
íslenskra versl-
unarmanna (LÍV)
til kjörs í mið-
stjórn ASÍ, sam-
kvæmt heim-
ildum Morgun-
blaðsins. Versl-
unarmenn hafa
átt fimm af 15 miðstjórnarmönnum.
Í fráfarandi miðstjórn sitja þrír
fulltrúar úr VR, formaður LÍV sem
einnig er formaður Verslunar-
mannafélags Suðurnesja og formað-
ur Félags verslunar- og skrifstofu-
fólks á Akureyri. Ragnar Þór
Ingólfsson, formaður VR, sagði að
vel yfir 90% félagsmanna í LÍV
kæmu úr VR.
„Það hafa lengi verið skiptar skoð-
anir innan VR um hlut félagsins í
miðstjórn ASÍ. Þetta hefur komið
upp fyrir öll ASÍ-þing síðan ég sett-
ist í stjórn VR fyrir átta árum. Við
höfum gefið eftir tvö sæti til lands-
byggðarfélaganna og sumum finnst
það of mikið. Ég á ekki von á að VR
nýti vægi sitt til að koma fleiri mið-
stjórnarmönnum inn. En það hefur
ekkert verið endanlega ákveðið um
þetta,“ sagði Ragnar Þór í gær.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins tengdist ágreiningurinn í
stjórn LÍV meðal annars hug-
myndum um fjármögnun á húsnæð-
isfélögum. Ragnar Þór sagði að erf-
iðlega hefði gengið að fjármagna
félög eins og Blæ, sem er hliðarfélag
íbúðafélagsins Bjargs, og er ætlað
að byggja hagkvæmt leiguhúsnæði
fyrir leigjendur úr öðrum tekjuhóp-
um en Bjarg gerir.
„Við viljum eiga samtal um þetta
innan nýrrar forystu miðstjórnar
ASÍ. Þetta er varla komið á um-
ræðustig. Við höfum kynnt ýmsar
hugmyndir og SA er með ákveðnar
hugmyndir. Það eru allir sammála
um að það sé þörf á þjóðarátaki en
útfærslan er eftir,“ sagði Ragnar
Þór. Hann sagði að það skorti þolin-
mótt fjármagn til að koma Blæ af
stað. Ein hugmyndin væri sú að líf-
eyrissjóðirnir kæmu að fjármögnun-
inni en líklega þyrfti að breyta lög-
um til þess. Önnur hugmynd væri
tímabundin tilfærsla á hækkuninni
sem varð 2015 á lífeyrissjóðsiðgjaldi
til að fjármagna húsnæðisfélög.
Ragnar Þór sagði að engar þessara
hugmynda yrðu að veruleika nema
um þær ríkti breið sátt.
gudni@mbl.is
Tekist á
um sæti í
miðstjórn
Fjármögnun á
húsnæðisfélögum
Ragnar Þór
Ingólfsson