Morgunblaðið - 24.10.2018, Page 8

Morgunblaðið - 24.10.2018, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 2018 Páll Vilhjálmsson leggur út afnýrri skoðanakönnun:    Þjóðkirkjan eins og RÚV mámuna fífil sinn fegurri.    Einu sinni voruþessar ríkis- stofnanir óskor- aðar í veldi sínu, trúmálum annars vegar og hins veg- ar rafrænni fjöl- miðlun.    Þegar RÚV sá fram á dauða ogtortímingu vegna breyttrar fjölmiðlunar ákvað stofnunin að gera sig ómissandi fyrir hóp fólks sem fer bæði með bein og óbein völd í samfélaginu; vinstrimenn.    Með stuðningi vinstrimanna erRÚV enn á fjárlögum og fær ríkisframlag til að þjóna sínum um- bjóðendum – vinstrimönnum.    Þjóðkirkjan fór þveröfuga leið.Hún leitaði friðar og sátta við fjandmenn sína, útþynnti boðskap- inn og gerði gælur við tísku- strauma í dægurumræðunni.    Kirkjan missti stuðning þeirrasem telja hana mikilvæga fyrir kristna menningu en fékk að- eins fyrirlitningu frá fjandmönnum fyrir linkuna og aumingjaháttinn.    RÚV lifir á bandalaginu viðvaldablokk í samfélaginu en þjóðkirkjan fellur milli skips og bryggju.“    Margt mælir Páll spaklega.Staksteinar ætla þó að þjóðkirkjan endist betur en hitt, sem nefnt var, með eilíft líf í önd- vegi. Fallið á fífil STAKSTEINAR „Götubitamenning hefur eflst mik- ið víða um hinn vestræna heim en svo virðist sem hún verði hvergi hraðari en á Íslandi á næstu miss- erum,“ segir m.a. í greiningu Sjáv- arklasans á þróun þessarar teg- undar veitingastaða. Í umræðu á Grandabryggju á morgun, 25. október, klukkan 17 verður m.a. fjallað um götubitann og íslenska matarmenningu. Í greiningu Sjávarklasans segir m.a.: „Um þessar mundir eru ýms- ir aðilar að koma fram með hug- myndir um opnun staða á borð við mathallirnar á Hlemmi og á Granda. Það er kraftur í íslensku athafnafólki og þegar ágætlega hefur gengið með mathallirnar þá er ekki að sökum að spyrja; nú ætla margir frumkvöðlar að opna götubitastaði.“ Þar segir ennfremur: „Sjávar- klasinn vill hvetja til þess að opn- aðir verði fleiri götubitastaðir á Ís- landi. Hér er þó mikilvægt að staðir sem þessir reyni sem mest að vera trúir grundvallarhug- myndum götubitamenningarinnar. Í því felst að bróðurpartur stað- anna sé í eigu einstaklinga sem sjálfir vinna við staðina, staðbund- in hráefni séu nýtt, vörur komi beint frá býli eða vinnslu og gætt sé að umhverfisþáttum. Þá er mik- ilvægt að götubitastaðir leggi áherslu á fjölbreytni og ekki síður að efla íslenska götubitamenn- ingu.“ Á fundinum á Grandabryggju á morgun flytja fimm einstaklingar örfyrirlestra um þróun götubita- menningar hérlendis og erlendis og hvernig Íslendingar og íslenska eldhúsið geti meðtekið þann áhuga sem er á götubitanum um allan heim. Frummælendur verða: Lotte Kjær Andersen framkvæmdastjóri Torvehallerne, Róbert Aron Magn- ússon, stofnandi Reykjavík Street Food, Steingrímur Sigurgeirsson, vinotek.is, Laufey Haraldsdóttir, lektor við Háskólann á Hólum, og Edda Ívarsdóttir borgarhönnuður. Morgunblaðið/Ásdís Grandi Kræsingar á borðum. Margir stefna á staði með götubita Omega 3 Liðamín Hyal-Joint® vinnur gegn stífum liðum og viðheldur heilbrigði þeirra. Með þér í liði Alfreð Finnbogason Landsliðsmaðu attspyrnu „Tækifærið er núna.“ r í kn Registered trademark licensed by Bioiberica Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Ánægja Íslendinga með störf Agnesar M. Sigurðardóttur, biskups Íslands, minnkar talsvert frá því í fyrra. Tæplega 14% segjast nú ánægð með störf biskups samkvæmt þjóðarpúlsi Gallups. Ánægjan hefur ekki mælst jafnlítil þá rúmu tvo ára- tugi sem hún hefur verið mæld. Rúmlega 42% eru hvorki ánægð né óánægð með störf biskups og 44% eru óánægð með störf hans. Konur eru ánægðari með störf Agnesar en karlar og íbúar landsbyggðarinnar ánægðari en íbúar höfuðborgar- svæðisins. Kirkjan tapar trausti Traust til þjóðkirkjunnar hefur einnig minnkað samhliða þessu en um þriðjungur Íslendinga ber mikið traust til þjóðkirkjunnar, um 10 pró- sentustigum lægra hlutfall en í fyrra. Rúmlega 28% bera hvorki mikið né lítið traust til þjóðkirkj- unnar en nær 39% bera lítið traust til hennar. Eldra fólk ber meira traust til kirkjunnar en yngra, og íbúar landsbyggðarinnar meira en íbúar höfuðborgarsvæðisins. Ef horft er til fjölskyldutekna er minnst traust til kirkjunnar í tekjuhæsta hópnum. Meirihluti Íslendinga er hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju. Viðhorf fólks til aðskilnaðar er þó nær óbreytt frá mælingum undan- farinna ára. mhj@mbl.is Ánægja með störf biskups hríðfellur  Meirihluti Íslendinga hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju, samkvæmt Gallup Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Gallup 44% óánægð með biskup.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.