Morgunblaðið - 24.10.2018, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 24.10.2018, Qupperneq 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 2018 Laugavegi 178 | 105 Reykjavík | sími 551 3366 | www.misty.is lyftu þér upp.. kíktu til okkar í mælingu Að vera í brjóstahaldara í réttri stærð skiptir miklu máli, gefðu þér tíma, við erum á Laugavegi 178 Misty Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 Verið velkomin • Bolir • Túnikur • Blússur • Peysur • Vesti • Jakkar • Buxur 1988 - 2018 Nýjar glæsilegar haustvörur Eigum alltaf vinsælu bómullar- og velúrgallana í stærðum S-4XL Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Sjö þingmenn Miðflokksins hafa lagt fram frumvarp á Alþingi þess efnis að óheimilt verði að hljóðrita eða taka myndir í þinghaldi eða í dómhúsum. Einnig verði óheimilar myndatökur og hljóðupptökur af sakborningum, brotaþolum eða vitnum á leið í dómhús eða frá því án samþykkis þeirra. Fyrsti flutningsmaður er Þorsteinn Sæ- mundsson. „Það er grund- vallaratriði í opn- um lýðræðisssam- félögum að þinghöld séu háð í heyranda hljóði og vönduð umfjöllun fjölmiðla um það sem fram fer í dómsölum landsins er einn meg- inþáttur þess réttaröryggis sem við viljum búa við og þess gagnsæis sem þarf að ríkja um starfsemi dómstóla,“ sagði Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, þegar Morgunblaðið leitaði álits hans á frumvarpinu. „Hugmyndir sem leggja stein í götu þess að fjölmiðlar geti sinnt hlutverki sínu að þessu leyti eru því í besta falli fráleitar, svo ekki sé dýpra í árinni tekið, ekki síst í ljósi aðdrag- anda hrunsins og eftirmála þess og þeirra skelfilegu brota af margvísleg- um toga, sem uppvíst hefur orðið um á síðustu árum og gátu þrifist vegna leyndar og þöggunar. Við eigum að vinna að því að gera samfélagið gagn- særra og gegn því að torvelda eðli- lega umræðu í samfélaginu,“ segir Hjálmar. Í greinargerð með frumvarpinu segir að takmörkun á hljóð- og myndatökum sé að norskri og danskri fyrirmynd. Þá segir að mjög hafi færst í vöxt að reynt sé að ná myndum af aðilum og vitnum í dóms- máli þegar þeir sinna erindum sínum í dómhúsum. Einkum eigi þetta við í opinberum málum. Undanfarin ár hafi jafnvel verið tíðkað að beina myndavélum inn í dómsali þegar dyr eru opnaðar meðan á þinghaldi stendur, svo sem þegar nýtt vitni gengur í salinn. Aðstæður trufla málsaðila „Leiðir það til þess að hinn ákærði og vitni þurfa jafnan að hafa vara á sér að þessu leyti meðan á þinghald- inu stendur í stað þess að einbeita sér að málsvörn sinni eða vitnaleiðslu. Þykja þessar aðstæður vera til þess fallnar að trufla málsaðila, enda hafa þær slæm áhrif á bæði sakborninga og vitni. Dæmi eru um að vitni hafi viljað koma sér undan því að bera vitni vegna þessa,“ segir í greinar- gerðinni. „Sú takmörkun sem gert er ráð fyrir í frumvarpinu gengur ekki of nærri meginreglunni um opin þing- höld að mati flutningsmanna,“ segir ennfremur í greinargerðinni. Vilja banna myndatökur í og við dómhús  Fráleitt frumvarp, segir formaður BÍ Morgunblaðið/Hari Héraðsdómur Mál tengd hruni bankanna hafa verið áberandi í dómssölum. Hjálmar Jónsson Snædís Gunnlaugs- dóttir, lögfræðingur á Kaldbak við Húsavík, lést í fyrradag, 66 ára að aldri. Snædís vann mikið að umhverfis- málum, sérstaklega skógrækt og land- græðslu. Snædís var fædd í Reykjavík 14. maí 1952. Foreldrar henn- ar voru Gunnlaugur Einar Þórðarson hæstaréttarlögmaður og Herdís Þorvalds- dóttir leikkona. Hún varð stúdent frá MR og lauk lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands ár- ið 1977. Hún stundaði einnig söng- og leiklistarnám. Snædís hóf störf hjá bæjarfóget- anum á Húsavík og sýslumanninum í Þingeyjarsýslu strax að loknu lög- fræðinámi. Þar vann hún í um þrjá áratugi en þá stofnaði hún ferðaþjón- ustufyrirtækið Kaldbakskot ásamt Sigurjóni Benediktssyni, eiginmanni sínum, og rak það til dánardags. Snædís var í ýmsum nefndum og félaga- samtökum, sérstak- lega á sviði umhverfis- mála, lista og lögfræði, svo sem Leikfélagi Húsavíkur og um- hverfissamtökunum Húsgull. Hún var lengi í stjórn og formaður Skógræktarfélags Húsavíkur. Hún var í framboði fyrir Alþýðu- bandalagið og óháða við bæjarstjórnar- kosningarnar á Húsa- vík árið 1978 og fyrir Bandalag jafnaðarmanna og Þjóðar- flokkinn við alþingiskosningar 1983 og 1987. Maður Snædísar var Sigurjón Benediktsson tannlæknir. Þau skildu. Þau eignuðust þrjú börn, Sylgju Dögg, Hörpu Fönn og Bene- dikt Þorra, og fjögur barnabörn, Loka, Dalíu, Ylfing og Dunu. Bálför fer fram í kyrrþey. Kveðju- hóf verður að Kaldbak í maí næst- komandi. Andlát Snædís Gunnlaugsdóttir Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis ákvað á fundi sínum í gær að óska eftir því að fá Sigurð Inga Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, á fund nefndarinn- ar til að svara spurningum nefndarmanna um Samgöngustofu og áfangaskýrslu starfs- hóps um starfshætti hennar. Þetta staðfestir Bergþór Ólason, formaður nefndarinnar. Aflýsa varð fundi nefndarinnar í síðustu viku vegna þess að embættismenn ráðuneyt- isins tilkynntu að þeir myndu ekki mæta á fund nefndarinnar til að ræða þessa skýrslu sérstaklega. Fundur með samgönguráð- herra hefur ekki verið tímasettur. helgi@mbl.is Kalla ráðherra til fundar Stofnun Samgöngunefnd hyggst fjalla um skýrsluna. Morgunblaðið/Hari

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.