Morgunblaðið - 24.10.2018, Page 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 2018
Hamraborg 10, Kópavogi
Sími: 554 3200 Opið: Virka daga 9.30–18
VERIÐ VELKOMIN
Í SJÓNMÆLINGU
———
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
K
eyrslan er stíf, púlsinn
verður hraður og fólk
brennir miklu svo svit-
inn bogar af því. Öll
göngum við þreytt út
af æfingum en erum fyrir vikið miklu
betur í stakk búin til að takast á við
daginn með öllu sem honum fylgir,“
segir Daði Daníelsson hjá CrossFit
Sport í Smár-
anum í Kópavogi.
Þann 10. nóv-
ember næstkom-
andi verður haldið
upp á 10 ára af-
mæli stöðvarinnar
og þar með í leið-
inni að áratugur
er liðinn síðan Ís-
lendingum var
kynnt crossfit
íþróttin. Vinsældir hennar aukast
jafnt og þétt og iðkendur í dag skipa
þúsundum.
Frumkvöðullinn Glassmann
Cross-fit íþróttin á upphaf sitt í
Bandaríkjunum og frumkvöðullinn er
Greg Glassmann. Allmörg ár eru síð-
an hann kynnti þetta æfingakerfi
fyrst, þá á vefsíðum sem Leifur Geir
Hafsteinsson fylgdist með. Hann hélt
utan, kynnti sér málið og aflaði sér
þjálfararéttinda vestra. Í september
árið 2008 stofnaði hann svo stöðina
CrossFit Sport sem hefur frá upphafi
verið undir þaki Sporthússins í Kópa-
vogi og er nú í þess eigu.
Skráðir æfingafélagar í CrossFit
sport í Kópavogi er nú nærri 700 – og
á hátíðinni í nóvember mun þetta fólk
sýna saman æfingar, kynna öðrum
sportið og um kvöldið á svo að gera
sér glaðan dag. - „Segja má að cross-
fit sé íþrótt sem sameinar allskonar
æfingar og setur saman í eitt kerfi.
Við byrjum tímana á tuttugu mín-
útum í upphitun og teygjum svo fólk
sé tilbúið í frekari átök,“ segir Daði.
Hópurinn er ein sál
„Svo er þetta blanda af lyfting-
um í ýmsum útgáfum, hlaupum, fim-
leikum og æfingum með líkamsþyngd
og ketilbjöllum og svo eru teknir
sprettir á hjóli og róðrarvélum, svo
eitthvað sé nefnt . Æfingarnar eru oft
settar þannig upp að þú náir ákveðn-
um fjölda endurtekninga á tilteknum
tíma og byggir þannig upp styrk, þol
og tækni. Hver tími er klukkustund
og allt er skipulagt fyrirfram af kenn-
aranum sem leiðir hópinn áfram. Og
það sem mér fannst nú galdurinn við
þetta allt var félagsskapurinn; í tím-
um fær hópurinn, sem gjarnan er um
tuttugu manns, eina sál. Upplifunin
sem það gefur er alveg ævintýraleg.“
Sterk fyrirmynd
Fremst á Íslandi í cross-fit er
efalaust Annie Mist; tvöfaldur heims-
meistari kvenna í greininni.
„Annie Mist er afar sterk fyrir-
mynd og opnaði leiðina fyrir aðrar
stelpur í greininni. Þar má nefna
heimsmeistarann Katrínu Tönju
Davíðsdóttur og svo Söru Sigmunds-
dóttur og Þuríði Erlu Helgadóttur.
Þessar stelpur æfar kannski tíu sinn-
um í viku og eru að gera ótrúlega
flotta hluti. Þær vekja athygli svo iðk-
endum í sportinu fjölgar jafnt og þétt.
Stundum heldur maður að hámarki í
þessu sporti sé náð en svo er aldeilis
ekki. Samfélag cross-fit iðkenda á Ís-
landi er ótrúlega sterkt og æfinga-
stöðvarnar orðnar í kringum tuttugu.
Ævintýrið er rétt að byrja,“ segir
Daði Daníelsson að síðustu.
Allir koma þreyttir af æfingum
Crossfit er íþrótt sem nýt-
ur vaxandi vinsælda.
Lyftingar, hlaup, fim-
leikar og fleira er í pakk-
anum. Tíu ár eru síðan
sportið var kynnt Íslend-
ingum fyrst og nú verður
tímamótanna minnst.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Flugfólk Starfsfólk Icelandair á CrossFit æfingu. Góður hópur fólks sem þarf að vera í formi því flug og tímaflakk reynir á líkamann.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Lyftingar Kristján Hrafn Kristjánsson tók hraustlega á því með þung lóðin.
Daði
Daníelsson
„Æfingarnar eru fjölbreyttar og
halda mér í formi. Í flugfreyjustarfinu
flakkar maður milli tímabelta hér og
þar í heiminum og álagið er oft mikið.
Því er nauðsynlegt að vera í þjálfun
og crossfitið hentar mér vel,“ segir
Auður Hallgrímsdóttir flugfreyja.
Starfsmenn frá Icelandair mæta á
hverjum virkum morgni í æfingar hjá
CrossFit Sport og eru þar í lokuðum
hópi sem kallast FitToFly. Gjarnan
eru 15-20 manns í tímunum en mæt-
ingin er annars frjáls.
„Ég var sem barn í fótbolta og
þessari hefðbundnu rækt. Seinna
kynntist ég víkingaþreki hjá Mjölni
sem er æfingakerfi svipað og cross-
fit. Heyrði svo af hópnum FitToFly
haustið 2016 og þá varð ekki aftur
snúið,“ segir Auður. „Fyrri helming-
urinn í tímunum er gjarnan lyftingar
og eins og í dag bættum við þar við
hlaupum, kassahoppum og ketil-
bjölluæfingum. Þegar cross-fitinu
lýkur tökum við svo almennt spjall og
reynum að vera dugleg að teygja svo
æfingin verður oft um tvær klukku-
stundir. Svo fylgir þessu líka félags-
skapur og ég hef stundum sagt að
vinnufélagarnir sem ég æfi með séu
nánast mín önnur fjölskylda.“
Auður segir misjafnt hve oft hún
nái æfingum. Stundum séu þær 3-4 í
viku en inn á milli komi eyður svo
sem þegar hún er í ferðalögum ytra.
„Það hentar til dæmis ekki að koma
hingað klukkan tíu þegar ég kem úr
Bandaríkjaflugi fyrr um morguninn.
En þá fer ég frekar á æfingu síðdegis
þann sama dag og kem þaðan til baka
eins og ný manneskja,“ segir Auður
að síðustu.
FitToFly fyrir fólk sem flakkar milli tímabelta
Kassahopp og ketilbjöllur
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Þrek Auður Hallgrímsdóttir sveiflar ketilbjöllu á æfingu í gærmorgun.