Morgunblaðið - 24.10.2018, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 24.10.2018, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 2018 Það er alveg ljóst að vasa- og höfuðljósin frá Fenix standast ströngustu kröfur útivistarfólks um gæði, endingu og styrkleika. Þau gera þér kleift að sjá lengra og létta þér leit við krefjandi aðstæður. Ljósstyrkur: 3200 lumens Drægni: 408 m Lengd: 266,2 mm Þvermál: 28,6 mm Þyngd: 365 g (fyrir utan rafhlöður) Vatnshelt: IP68 Fenix UC35 V2 Létt og sterklegt vasaljós með 1000 lúmena hámarksljósstyrkleika og allt að 266 m drægni. Sannkallað ofurvasaljós hannað með öryggis- og löggæslu í huga. 3200 lúmena ljósgeisli, yfir 400 metra drægni og góð rafhlöðuending. Vasaljósið er einnig útbúið fjölnota afturljósi með fjórum stillingum, m.a. rauðu ljósi til merkjasendinga. FENIX HL60R Lipurt og létt höfuðljós með góða rafhlöðu- endingu. Ljósgeislinn getur náð allt að 950 lúmenum og allt að 116 m drægni. SKÚTUVOGI 1C | 104 REYKJAVÍK | SÍMI 550 8500 | WWW.VV.IS Fenix TK47UE Hægt að hlaða um USB snúru. Hægt að hlaða um USB snúru. Hong Kong. AFP. | Xi Jinping, forseti Kína, opnaði í gær lengstu sjávarbrú heimsins og neðansjávargöng sem eiga að tengja sjálfstjórnarsvæðin Hong Kong og Macau og iðnaðar- svæði á meginlandi Kína í grennd við borgina Zhuhai. Brúin og göngin eru alls um 55 km löng, þar af eru göngin 6,7 km. Kín- verskir ríkisfjölmiðlar segja að notuð hafi verið 420.000 tonn af stáli í mannvirkin, nóg til að reisa 60 Eiffel- turna, og 1,08 milljónir rúmmetra af steypu. Brúin er nógu há til að stór flutningaskip geti siglt undir hana og komist til hafna við mynni Perluár um eina af fjölförnustu siglinga- leiðum heims. Brúin á að endast í a.m.k. 120 ár og geta þolað fimmta stigs fellibyl og vindhraðann 94 m/s. Stuðningsmenn mannvirkjanna líta á þau sem verkfræðilegt stórvirki en andstæðingar þeirra hafa lýst þeim sem gagnslitlu og fokdýru gæluverkefni. Kínversk stjórnvöld hafa ekki viljað greina frá heildar- kostnaðinum við framkvæmdirnar. Akstur takmarkaður Íbúar Zhuhai, Macau og Hong Kong hafa notað ferjur til að komast á milli borganna. Verkfræðingar sem skipulögðu framkvæmdirnar segja að brúin og göngin stytti ferðatím- ann milli Hong Kong og Zhuhai úr fjórum klukkustundum í 45 mínútur. Akstur einkabíla verður takmark- aður. 10.000 bílar fá leyfi til að aka milli Hong Kong og kínverska meginlandsins og í Macau er kvótinn aðeins 300 bílar. Þeir sem sækja um leyfin þurfa að uppfylla ýmis skilyrði, þurfa annaðhvort að starfa fyrir ákveðnar ríkisstofnanir í Kína, að hafa greitt skatta nýlega á megin- landinu eða gefið fimm milljónir júana, jafnvirði rúmra 85 milljóna króna, til góðgerðarstarfsemi í suðurhluta Kína. Þeir sem ekki fá leyfi til að aka á brúnni þurfa að fara með lestum eða strætisvögnum að henni og fara síðan í sérstakar rútur. Við það lengist ferðatíminn. Fjölmiðlar í Hong Kong segja að sérstakar eftirlitsmyndavélar verði notaðar til að fylgjast með rútubíl- stjórum og eigi að gera yfirvöldum viðvart ef þeir geispa of oft á brúnni eða í göngunum. Ökumenn eiga að aka hægra meg- in á þeim hluta brúarinnar sem til- heyrir Kína en vinstra megin á hlut- anum sem heyrir undir Hong Kong. Framkvæmdir hófust: 2009 Heildarlengd: 55 km Hong KongMacau Guangzhou GUANGDONG Zhuhai Brúin milli Zhuhai, Hong Kong og Macau Heimild: Þjóðvegastofnun Hong Kong Zhuhai og Macau Eftirlits- og móttökustöð Hong Kong Eftirlits- og móttökustöð Mörk Hong Kong Mörk Macau Hong Kong-- eyja Kowloon Neðan- sjávargöngAðalbrú Akbraut með þremur akreinum 10km Gervi- eyjur Mynni Perluár MACAU HONG KONG KÍNA KÍNA ZHUHAI Shekou Lantau- eyja Lengsta sjávarbrú heimsins tekin í notkun Ramallah. AFP. | Öryggissveitir pal- estínsku heimastjórnarinnar á Vesturbakkanum og Hamas-sam- takanna á Gazasvæðinu hafa brotið skipulega gegn mannréttindum og pyntað fanga, að því er fram kemur í nýrri skýrslu frá mannréttinda- samtökunum Human Rights Watch, HRW. Þau segja brotin geta talist glæpur gegn mannkyn- inu. Í skýrslunni kemur fram að ör- yggissveitirnar hafa handtekið fólk án dóms og laga fyrir að gagnrýna yfirvöldin, þeirra á meðal pólitíska andstæðinga, mótmælendur, blaða- menn og bloggara. Fangarnir séu pyntaðir skipulega, meðal annars með því að berja þá eða gefa þeim raflost. Omar Shakir, sem stjórnar starf- semi HRW í Ísrael og á svæðum Palestínumanna, sagði að brotin flokkuðust sem stríðsglæpur og Alþjóðaglæpadómstóllinn gæti sak- sótt þá sem bæru ábyrgð á þeim. „Kerfisbundnar pyntingar sem þáttur í stefnu stjórnvalda eru glæpur gegn mannkyninu,“ sagði Shakir. Hann bætti við að mann- réttindabrot palestínskra yfirvalda græfu undan gagnrýni þeirra á mannréttindabrot Ísraela. „Palest- ínskir leiðtogar fara um heiminn og tala um réttindi Palestínumanna á sama tíma og þeir beita kúgunar- vélum til að bæla niður andstöðu.“ Palestínska heimastjórnin neit- aði ásökunum mannréttindasam- takanna og sakaði þau um að ganga erinda Bandaríkjastjórnar. Áður höfðu samtökin verið gagnrýnd fyr- ir að hafa einblínt á mannréttinda- brot Ísraela og litið framhjá brot- um palestínskra yfirvalda. Sökuð um skipu- legar pyntingar AFP Ný skýrsla Omar Shakir sakar pal- estínsk yfirvöld um stríðsglæpi.  Palestínsk yfir- völd gagnrýnd í skýrslu HRW Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrk- lands, sagði í ræðu í gær að morðið á sádiarabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi hefði verið skipulagt út í ystu æsar og krafðist þess að allir sem tengdust því yrðu sóttir til saka. Erdogan sagði að Tyrkir hefðu „sterkar sannanir“ fyrir því að Khas- hoggi hefði verið myrtur að yfirlögðu ráði í ræðisskrifstofu Sádi-Arabíu í Istanbúl 2. október. Hann krafðist þess að átján Sádar, sem eru í haldi í Sádi-Arabíu vegna málsins, yrðu framseldir til Tyrklands. Hann krafð- ist einnig upplýsinga um hverjir fyrir- skipuðu morðið og hvar lík blaða- mannsins væri. Erdogan hvatti til þess að komið yrði á fót óháðri nefnd til að rannsaka morðið og kvaðst vera viss um að mál- ið yrði leyst í fullri samvinnu við kon- ung Sádi-Arabíu. Hann minntist hins vegar ekki á krónprinsinn Mohamm- ed bin Salman, sem er álitinn valda- mesti maður landsins um þessar mundir. Óvenju varfærinn Erdogan hefur verið þekktur fyrir stórkarlalegar yfirlýsingar en frétta- skýrendur sögðu að hann hefði verið óvenju varfærinn í ræðunni. Jana Jabbour, prófessor við háskólann Sciences Po í París, sagði að Erdogan hefði getað gagnrýnt stjórnvöld í Sádi-Arabíu með miklu hvassari hætti en ræða hans hefði verið hóf- stillt og það benti til þess að hann hefði náð samkomulagi á bak við tjöldin um samstarf við Sáda. Frétta- skýrandi breska ríkisútvarpsins sagði að stjórnvöld í Bandaríkjunum kynnu einnig að hafa þrýst á Erdogan að vera ekki harðorður í garð Sáda. Ríkisstjórn Sádi-Arabíu kom sam- an í gær til að ræða málið og sagði að allir sem væru viðriðnir morðið yrðu dregnir til ábyrgðar „hverjir sem þeir kynnu að vera“. Konungurinn og krónprinsinn áttu fund með syni og bróður Khashoggis í konungshöllinni í Ríad. Tyrkneskir embættismenn hafa sagt að þeir trúi því ekki að Khas- hoggi hafi verið myrtur án fyrirmæla frá krónprinsinum. Málið hefur valdið honum miklum álitshnekki og tor- veldað tilraunir hans til að tryggja auknar erlendar fjárfestingar í land- inu. Málið varð til þess að tugir for- stjóra og vestrænna embættismanna hættu við að taka þátt í þriggja daga fjárfestingaráðstefnu sem hófst í Ríad í gær. Stjórnvöld í Sádi-Arabíu fullyrtu í fyrstu að Khashoggi hefði farið út úr ræðisskrifstofunni skömmu eftir að hann kom í hana en sögðu síðar að hann hefði beðið bana í „slagsmál- um“. Þau hafa nú viðurkennt að hann hafi verið myrtur en segja að morðið hafi verið framið fyrir mistök án fyrir- mæla frá ráðamönnum landsins. Segir morðið hafa verið þaulskipulagt  Erdogan krefst þess að Sádar upplýsi hverjir fyrirskipuðu morð á Khashoggi AFP Krónprinsinn Mohammed bin Salm- an á ráðstefnu í Ríad í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.