Morgunblaðið - 24.10.2018, Qupperneq 19
19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 2018
Gamli og nýi tíminn Þegar fólk kemur í flughöfnina í Keflavík og fer að gaumgæfa hvar það er statt og hvert skal halda, standa gömlu góðu landakortin fyrir sínu. En flestir leita þó í síma.
Eggert
Ríkið á alfarið eða
ráðandi eignarhluti í 32
fyrirtækjum, félögum
og sjóðum sem mörg
hver eiga dótturfélög
eða verulegan hlut í
öðrum fyrirtækjum.
Auk þess á ríkið beint
minnihluta í nokkrum
félögum. Mörg ríkis-
fyrirtækjanna eru um-
svifamikil og eru víða í
beinni eða óbeinni samkeppni við
einkafyrirtæki.
Á síðasta ári námu tekjur ríkisfyr-
irtækja í B- og C-hluta ríkisreikn-
ings í heild 230 milljörðum króna
sem er svipuð fjárhæð og virðis-
aukaskatturinn skilaði ríkissjóði.
Samkvæmt ríkisreikningi högnuðust
þessi fyrirtæki um 41 milljarð en sé
litið framhjá tapi Seðlabankans nam
hagnaðurinn liðlega 64 milljörðum
króna. Mest munaði um 33 milljarða
hagnað Íslandsbanka og Lands-
banka.
Bókfært verð eigna þessara fyrir-
tækja var í lok síðasta árs um 4.682
milljarðar og eigið fé um 919 millj-
arðar, þarf af var hlutdeild ríkisins
um 819 milljarðar. Verðmæti eign-
arhluta ríkisins er að líkindum tölu-
vert hærra en bókfært verð.
Til hvers eru ríkisfyrirtækin?
Óháð því hvaða skoðanir menn
hafa á rekstri einstakra ríkisfyrir-
tækja er ljóst að almenningur á
verulegra hagsmuna að gæta að far-
ið sé vel með þá fjármuni sem
bundnir eru í þeim. Sá er hér skrifar
hefur ítrekað bent á að rétt sé að
kortleggja allar eignir ríkisins, ekki
aðeins fyrirtæki og sjóði, heldur
einnig fasteignir og jarðir, með það
að markmiði að taka
ákvörðun um hvort ein-
hverjum eignum sé
betur varið með öðrum
hætti: Eignum verði
umbreytt í samfélags-
lega innviði s.s. á sviði
samgangna.
Og svo er spurningin
sem margir vilja forð-
ast að svara eða telja
að spurningin eigi ekki
rétt á sér: Til hvers er-
um við að reka ríkisfyr-
irtæki og -félög?
Oft liggur svarið í augum uppi, að
minnsta kosti að hluta. Póstþjón-
ustan hefur verið á höndum ríkisins
hér á landi líkt og í nær öllum lönd-
um heims. Seðlabankinn er nauðsyn-
legur a.m.k. á meðan við ætlum að
tryggja fullveldi okkar í peninga-
málum. Það virðist skynsamlegt að
til sé sameiginlegt fyrirtæki sem á
og rekur flugvelli þó það leiði ekki
sjálfkrafa til þess að ríkið standi í því
að reka flugstöðvar og fríhafnir. Al-
menn samstaða og lítill ágreiningur
er um að ríkið eigi dreifikerfi raf-
orku og stærsta fyrirtækið í orku-
framleiðslu, a.m.k. að stærstum
hluta.
En jafnvel þótt það kunni að vera
samstaða um rekstur einstakra
ríkisfyrirtækja getur aldrei orðið
samstaða um að ríkið stundi harðan
samkeppnisrekstur við einkafyrir-
tæki eða seilist stöðugt lengra inn á
verksvið sem einkaaðilar hafa sinnt
með ágætum hætti.
Meira frjálsræði og
minni ríkisafskipti
„Inntakið er meira frjálsræði,
minni ríkisafskipti, öflugra einka-
framtak, minni ríkisumsvif,“ sagði
Eykon [Eyjólfur Konráð Jónsson
1928-1997] í ræðu 1977. Þessi eina
setning skilgreinir stefnu Sjálfstæð-
isflokksins í atvinnumálum betur en
flestar langar greinar eða ræður. Ég
er nokkuð viss um að Eykon væri
illa brugðið ef hann liti yfir sviðið í
dag. Það er ekki aðeins að stofn-
anarekstur ríkisins hafi þanist út
heldur virðist ríkið stunda einskonar
skæruhernað gagnvart einka-
framtakinu. Eykon hefði barið í
borðið og krafist breytinga. Og það
með réttu.
Ég veit ekki hvenær það gerðist –
líklega hægt og bítandi – en hug-
myndir um hlutverk ríkisins eru
orðnar þokukenndari – markmiðin,
skyldurnar og verkefnin óskýrari.
Ríkið, stofnanir þess og fyrirtæki
vasast í hlutum og verkefnum, sem
þau eiga ekki að koma nálægt. Árið
2006 urðu nokkur vatnaskil þegar
Alþingi samþykkti lagaheimild til
stofnunar opinberra hlutafélaga.
Með ohf-væðingu ríkisfyrirtækja
var vonast til að gagnsæi í ríkis-
rekstrinum myndi aukast og ákvarð-
anataka yrði markvissari. Þessar
vonir voru reistar á sandi – reyndust
óskhyggja um að hægt væri að
stuðla að hagkvæmari rekstri og
tryggja þar með hag almennings.
Opinberu hlutafélögin eiga meira
skylt með lokuðum einkahluta-
félögum en almennum hlutafélögum
eða hefðbundnum ríkisfyrirtækjum.
Þau lúta ekki ægisvaldi hluthafanna
og hafa litlar áhyggjur af því að
kjörnir fulltrúar geti beitt þau að-
haldi eða sett þeim markmið og af-
mörkun. Fyrirtækin eru hins vegar
undir hlýjum verndarvæng ríkisins
og sækja áhyggjulaus inn á sam-
keppnismarkaði og skora einkafyrir-
tæki á hólm. Á stundum er líkt og
engin bönd séu á opinberum hluta-
félögum í viðleitni þeirra til að vinna
nýja markaði og afla aukinna tekna.
Eitur í æðum atvinnulífsins
Nú er svo komið að einstaklingar
sem stunda atvinnurekstur eiga það
stöðugt á hættu að ríkisfyrirtæki
taki ákvörðun um að ryðjast inn á
starfssvið þeirra. Ríkið hefur haslað
sér völl á sviðum sem engum datt í
hug að skynsamlegt væri eða rétt-
lætanleg að setja undir ríkisrekstur;
sendlaþjónusta, tækjaleiga, útleiga
atvinnuhúsnæðis og myndvers,
vöruhýsing, vörudreifing og vöru-
flutningar, prentþjónusta, undir-
fataverslun, leikfangaverslun og
gotteríssala. Á öðrum mörkuðum
blómstrar ríkisreksturinn í sam-
keppni við einkaaðila sem berjast í
bökkum. Það næðir a.m.k. ekki mik-
ið um Ríkisútvarpið á sama tíma og
sjálfstæðir fjölmiðlar standa höllum
fæti. Og hvernig má annað vera þeg-
ar ríkið telur sér ekki skylt að fara
að skýrum lagafyrirmælum við
rekstur og skipulag opinbers hluta-
félags?
Reynslan af ákvæðum hluta-
félagalaga um opinber hlutafélög er
vond. Ohf-væðingin er líkt og eitur
sem seytlar um æðar atvinnulífsins.
Samkeppnisumhverfið er óheilbrigt.
Hugmyndir um jafnræði hafa orðið
undir. Myndast hefur andrúmsloft
þar sem sjálfstæði atvinnurekandinn
veit að hvenær sem er getur ríkis-
fyrirtæki (ekki síst þegar það er
skreytt sem opinbert hlutafélag)
ruðst inn á samkeppnismarkaðinn.
Framtaksmaðurinn á því erfiðara
uppdráttar og situr undir stöðugum
ógnunum. Líklega skynsamlegra
fyrir hann að fá sér vinnu hjá hinu
opinbera enda lítið fengið með því að
leggja allt sitt og fjölskyldunnar
undir í fyrirtækjarekstri.
Ég veit að Eykon hefði barið í
borðið og krafist breytinga.
Eftir Óla Björn
Kárason
»Myndast hefur and-
rúmsloft þar sem
sjálfstæði atvinnurek-
andinn veit að hvenær
sem er getur ríkisfyr-
irtæki ruðst inn á sam-
keppnismarkaðinn.
Óli Björn Kárason
Höfundur er alþingismaður
Sjálfstæðisflokksins.
Barið í borðið og krafist breytinga
Ríkisfyrirtæki
Í milljónum króna
2017 31.12.2017
Rekstrartekjur Afkoma Eignir Eigið fé
Ríkisfyrirtæki í B-hluta 54.719 8.361 986.085 135.205
Ríkisfyrirtæki í C-hluta;
dóttur- og hlutdeildarfélög 175.350 32.640 3.696.069 783.746
Þar af Seðlabanki Íslands 1.304 -23.254 763.782 22.202
Samtals 230.069 41.001 4.682.154 918.951
Samtals án Seðlabanka 228.765 64.255 3.918.372 896.749