Morgunblaðið - 24.10.2018, Side 20

Morgunblaðið - 24.10.2018, Side 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 2018 Við vatnsverjum flíkina þína Traust og góð þjónusta í 65 ár Álfabakka 12, 109 Reykjavík, sími 557 2400, www.bjorg.is • Opið alla virka daga kl. 8-18 Gerður Kristný hef- ur gefið út sjöundu ljóðabók sína sem hún nefnir SÁLUMESSU. Bókin „flytur bæn þeirra sem lifa um að sál þess látna megi bjargast“ og er í bók- inni „sungin messa yfir konu sem féll fyrir eig- in hendi svo að þjáning hennar og líf fái ekki að gleymast,“ eins og segir í kynn- ingu á kápusíðu. Ofbeldi gegn konum Gerður Kristný hefur áður fjallað um ofbeldi gegn konum. Í ljóðabók- inni Drápa er fjallað um morð á konu í Reykjavík árið 1988 og í ljóðabók- inni Blóðhófni, sem út kom 2010, segir frá jötnameynni Gerði Gymis- dóttur sem Skírnir, skósveinn Freys, sótti í Jötunheima handa hús- bónda sínum. Er frásögn hinna fornu Skírnismála endursögð í Blóð- hófni og lýst átökum, harmi og trega Gerðar Gymisdóttur sem beitt var valdi og hún neydd burt frá heim- kynnum sínum til að þýðast guðinn Frey í lundinum Barra. Sem ritstjóri tímaritsins Mannlífs birti Gerður Kristný árið 2002 grein eftir unga konu frá Akureyri sem misnotuð hafði verið barn að aldri af eldri bróður sínum. Vakti greinin mikla athygli, en Gerður Kristný fékk hins vegar þungan dóm frá siðanefnd Blaðamannafélags Ísland fyrir að birta greinina. Árið 2005 kom síðan út bókin „Myndin af pabba – saga Thelmu“ en Thelma Ásdísardóttir og fjórar systur henn- ar, sem ólust upp í Hafnarfirði á sjö- unda og áttunda áratug aldarinnar sem leið, urðu um árabil fyrir grimmilegu kynferðislegu ofbeldi frá hendi föður síns og annarra barnaníðinga. Fyrir þessa bók fékk Gerður Kristný bókmenntaverðlaun Blaðamannafélags Íslands. Mikið breyttist því á þessum þremur árum og enn eru viðhorf til ofbeldis sem betur fer að breytast. Frelsisbarátta kvenna Og enn lætur Gerður Kristný til sína heyra um ofbeldi karla gegna konum, því að segja má að ljóðin í Sálumessu séu skrifuð inn í nýjasta þátt frelsisbaráttu kvenna – #MeToo hreyfinguna. Ljóðabálk- urinn lýsir ofbeldi karla gegn konum – í þessu tilviki gegn ungri stúlku – stúlkubarni, sem er systir hans. Ljóst er að kveikjan að ljóðabálkn- um er saga ungu konunnar frá Akur- eyri og er bærinn að hluta umgjörð kvæðabálksins: Pollurinn lagður svelli Það hvein í ísnum undan skautum barnanna eins og hníf væri brugðið á brýni Og það eru að koma jól – en: Hann leitaði á þig þegar hann kenndi þér að lesa Ása sá sól Ani rólar Naumast er unnt að lýsa tilfinn- ingum barns á myndrænni hátt: Bernska þín botnfrosin tjörn Myndhverfingar Eins og í fyrri ljóðabókum Gerðar Kristnýjar einkenna sterkar mynd- hverfingar ljóðin: Grýlukerti uxu fyrir glugga Þú horfðir út um vígtenntan skolt vetrarins Gerður Kristný leitar til annarra tungumála til þess að finna orð og vitnar í tungumálið farsi, persneskt mál, þar sem orðið tiám er notað um „ljómann í augum okkar þegar við eignumst vin“ en „það vantar orð yf- ir skelfinguna sem hríslast eins og snjóbráð niður eftir hryggnum“ – segir Gerður Kristný. Lýsingar á sorgarfargi konunnar eru áhrifamiklar og Gerður Kristný bregður fyrir sig samlíkingum eins og: Helvíti, hér er sigur þinn Dauði, hér er broddur þinn Skömm og þöggun Og svo er það skömmin og fólkið í þorpinu vill þagga niður söguna: Fólkið vildi ekki að sagan bærist út Hún vatt sér undir augnlok þeirra sleit þau af sem blöð af blómi Enginn unni sér hvíldar Þau þyrluðu þögn yfir orð þín örfínu lagi af lygum svo enginn þyrði að hafa þau eftir Seinna skilaði fólkið þitt laununum – klinki í plastpoka 30 silfurpeningar! sagði það Og tilvísanir í sögu svika og of- beldis halda áfram, söguna um mannssoninn sem svikinn var. Nú er það mannsdóttirin sem var svikin: Vissulega varstu mannsdóttirin sem var fórnað Sagan þín birtist svo hver sem á hana trúir glatist ekki Máttur skáldskaparins En ofbeldismaðurinn fær makleg málagjöld: Bátskjafturinn hvolfist yfir hann keiparnir ganga inn í bringu og hrygg Rökkurnökkvinn sekkur Hér er Gerður Kristný að vísa til skáldskaparins, nökkvans eða dvergaskipsins, sem rætt er um í Skáldskaparmálum Snorra, en skáldskapurinn – ljóðið – á eftir að refsa ofbeldismönnum allra tíma og því er von: Tennurnar hafa verið dregnar úr vetrinum Hjarnið hrúður á særðri jörð hún ber sitt barr Það vantar orð Viðlag kvæðabálksins er, að það vantar orð: „Það vantar orð yfir snjóinn sem sest á örgranna grein bjarkar í stingandi stillu,“ eins og skáldið segir. Og lokaorð kvæða- bálksins eru: Það vantar orð Ekki er unnt að gera þessum áhrifamikla kvæðabálki Gerðar Kristnýjar viðhlítandi skil í orðum – það vantar orð. Það verður að lesa ljóðabálkinn og allir hugsandi menn, konur og ekki síst við karlar þurfum að lesa bálkinn – lesa Sálumessu Gerðar Kristnýjar – ekki einu sinni heldur sjö sinnum sjö. Sálumessa – áhrifamikill ljóðabálkur með djúpar rætur Eftir Tryggva Gíslason »Ekki er unnt að gera Sálumessu skil í orð- um – það vantar orð. Það verður að lesa ljóða- bálkinn og allir – ekki síst við karlar – þurfa að lesa kvæðið. Tryggvi Gíslason Höfundur er fyrrverandi skólameistari MA. tryggvi.gislason@gmail.com Í Morgunblaðinu sl. mánudag er birt grein eftir Gústaf Adolf Skúla- son undir heitinu Tugir milljóna í byltingarrómantík 6́8 kynslóðarinn- ar, þar sem ráðist er gegn gerð heimildarmyndarinnar Bráðum verður bylting og aðstandendum hennar. Grein Gústafs er full af rangfærslum og ofstæki, sem sjálf- sagt er að svara. 1. Það er augljóst mál, að gerð þessarar myndar fer ákaflega fyrir brjóstið á Gústafi Adolf og hefði samkvæmt honum betur ekki verið gerð. Hversvegna? Jú, hún lýsir að- draganda, framkvæmd og eftirmál- um sendiráðstökunnar í Stokkhólmi 1970, þar sem Gústaf lék stórt hlut- verk. Um það má ekki fjalla. Þannig að þegar Gústafi bauðst að taka þátt í myndinni og segja sína sögu þá og nú þá kaus hann að gera það ekki. Nú, þegar myndin er komin fram, þarf hann að afsaka aðkomu sína að málinu og velur Morgunblaðið til að segja sína sögu. Og í viðleitni sinni til að hvítþvo sig af þessum atburði og aðgerðum sínum á þeim tíma sést Gústaf ekki fyrir í því að ata félaga sína auri, svo og sína kynslóð, hina svokölluðu ’68 kynslóð, vinstrihreyfinguna yfirhöf- uð og róttækar stjórnmálaskoðanir. Svo langt gengur Gústaf að hann rangfærir og hreinlega lýgur til um kringumstæður þessa tíma. Til- raunir hans til að gera samasem- merki milli þessarar róttæku póli- tísku aðgerðar námsmanna og hryðjuverkahópa síðustu áratuga eru algjörlega út í hött. Hann talar um ofbeldi, glæp, brjálæðinga og sprengjubelti. En staðreyndirnar tala sínu máli. Í myndinni kemur skýrt fram að ell- efumenningarnir lögðu sig ein- dregið fram um það að valda eng- um skemmdum og skaða ekki nokkurn mann. Var það vel undirbúið og æft. Vopn þessara fátæku námsmanna voru gítar og ljósmyndavélar. Í hugarheimi Gústafs er allt á skjön: „Ég þakka mínum sæla fyrir að hryðjuverkasamtökin ISIS voru ekki uppi á þeim tíma. Einhverjir ellefumenninganna hefðu mögulega endað sem beinir þátttakendur í því heilaga stríði sem þessir brjálæðing- ar heyja um víða veröld.“ Og hverjir skyldu það nú hafa verið sem hefðu endað þar þá, ef...? Það skyldi þó ekki vera að Gústaf sé sjálfur hræddur um sjálfan sig og sína af- stöðu? Einfaldlega vegna þess að hann var „róttækastur“ allra rót- tækra. Hann vildi ganga lengra og grípa til enn róttækari aðgerða en nokkur annar á þeim tíma. Og hann klauf KSML (Kommúnistasamtökin marxistarnir-lenínistarnir) á sínum tíma og stofnaði KSMLb (þar sem b stóð fyrir byltingarsinna), af því að KSML voru ekki nógu róttæk að hans mati. Hann var sá eini sem t.d. talaði um stéttarhatur verkalýðsins og ögraði andstæðingum sínum með krepptum hnefa hrópandi Stalín, Stalín. 2. Allir menn eru frjálsir að sinni hugsun og skoðunum. Eða svo ætti a.m.k. að vera. Gústafi Adolf er að sjálfsögðu frjálst að skipta um skoð- un og skipa sér í sveit þar sem hon- um sýnist. Og kannski er stutt á milli vinstri öfga og hægri öfga. En er til of mikils mælst að menn fari rétt með staðreyndir og séu svona sæmilega málefnalegir? Gústaf býsnast yfir því að þessi mynd sé gerð, að það sé yfirhöfuð leyft að gera þessa mynd og fer mikinn yfir fé skattgreiðenda til gerðar mynd- arinnar. Þöggunar- og ritskoðunar- tilhneiging hans kemur skýrt fram. Hann vill leggja niður RUV, hann vill setja Kvikmyndastofnun strang- ar reglur og koma í veg fyrir að því- líkar myndir séu gerðar. Hvað er þetta annað en hrein og bein rit- skoðunarstefna? Það er einnig ljóst að Gústaf hef- ur enga hugmynd um kvikmynda- gerð og ferli einnar myndar frá upp- hafi til enda. Umrædd heimildar- mynd var nokkur ár í undirbúningi og framkvæmd. Gústaf sér ofsjónum yfir þeim peningum sem varið er til þessarar heimildarmyndar. Hann lítur svo á við Hjálmtýr og Sigurður höfum fyrst og fremst gert þessa mynd vegna peninganna. Ja, marg- ur heldur mig sig! Þankagangur hægri manna snýst fyrst og fremst um peninga og meiri peninga, að græða sem mest. Þeir sem stunda kvikmyndagerð á Íslandi græða ekki peninga. Það eitt er víst. Mynd- in var um fimm ár í undirbúningi og framkvæmd. Þau „laun“ sem féllu okkur í skaut fyrir gerð myndar- innar eru ekkert til að hrópa húrra fyrir. 3. Í grein sinni nefnir Gústaf engu orði það meginmarkmið ellefumenn- inganna með sendiráðstökunni, sem glöggt kom fram í yfirlýsingu þeirra, en það var krafa þeirra um jafnrétti til náms. Gústaf fer meir en lítið frjálslega með staðreyndir og lýsir málum á mjög þröngan, persónulegan hátt. En myndin talar sínu máli. Við skorum því á lesendur Morg- unblaðsins að kynna sér hana áður en þeir falla í þá gryfju að dæma hana óséða. Í myndinni er lýst aðstæðum í ís- lensku samfélagi fyrir hálfri öld og þeim tíðaranda sem þá réð ríkjum. Í myndinni er leitast við að setja þá atburði sem þá gerðust í félagslegt og sögulegt samhengi. Vissulega gekk á ýmsu og mikil gerjun í gangi bæði hér innanlands sem á alþjóða- vísu. Og allt er það hluti af þróun. Þróun sem við erum öll þátttak- endur í. Fagrar hugsjónir sósíalismans um bætt mannlíf voru sumum sendiráðstökumanna ofarlega í huga, en enginn þeirra ellefumenn- inga sem vildu við okkur tala í myndinni var talsmaður blóðugs of- beldis. Sendiráðstakan í Stokkhólmi er fyrst og fremst minnisverður at- burður um mótspyrnu og hugrekki. Þegar menn segja hingað og ekki lengra og grípa til eigin aðgerða gegn spilltum yfirvöldum og kerfi, sem grundvallast á misskiptingu auðs. Það fyrirkomulag er ekki eilíft og mun líða undir lok eins og öll fyrirbæri mannlífsins. Að ritskoða söguna Eftir Önnu Kristínu Kristjánsdóttur, Hjálmtý Heiðdal og Sigurð Skúlason Anna Kristín Kristjánsdóttir »Kannski er stutt á milli vinstri öfga og hægri öfga. En er til of mikils mælst að menn fari rétt með staðreynd- ir og séu svona sæmi- lega málefnalegir? Anna Kristín er sjúkraþjálfari, Hjálmtýr Heiðdal er kvikmyndagerð- armaður og Sigurður er leikari. Sigurður Skúlason Hjálmtýr Heiðdal Atvinna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.