Morgunblaðið - 24.10.2018, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 24.10.2018, Qupperneq 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 2018 Með Firmavörn+ geta stjórnendur fylgst með og stýrt öryggiskerfi, myndeftirliti og snjallbúnaði fyrirtækisinsmeð appi í símanum hvar og hvenær sem er. Stjórnstöð Securitas er á vaktinni allan sólarhringinn, alla daga ársins. www.firmavorn.is HVAR SEM ÞÚ ERT EErla Sylvía Guðjónsdóttir ólst upp í Hafnarfirði, var í Öldu-túnsskóla, lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykja-vík og viðskiptafræðiprófi frá HÍ árið 2001. Hún bjó í Dan- mörku um skeið og stundaði þar nám í mannauðsstjórnun en lauk MSc-prófi í þeirri grein frá Háskóla Íslands síðastliðið sumar. Erla Sylvía hefur sinnt ýmsum störfum og var mannauðsstjóri hjá Öskju – bílaumboði síðastliðin fjögur ár. Nú stundar hún nám í stjórn- endamarkþjálfun við Háskólann í Reykjavík, lauk námi í jógakennslu nú í sumar og kennir jóga hjá Sólum – jógastúdíói vestur á Granda: „Ég kynntist jóga fyrir tíu árum, hef sjálf nýtt mér jóga mikið og mæli eindregið með jógaiðkun fyrir fólk á öllum aldri. Sífellt fleiri og fjöl- mennari rannsóknir ýmissa virtustu læknaháskóla og heilsustofnana í veröldinni gefa eindregið til kynna hve jógaiðkun er heilsusamleg fyrir líkama og sál.“ Erla Sylvía á þrjú börn, Guðjón Inga, 14 ára, Rakel Líf, sjö ára, og Hildi Líf, fimm ára. En hvað ætlar Erla Sylvía að gera á afmælisdaginn? „Ég ætla nú bara í skólann í fyrramálið, en annað kvöld mun ég halda upp á afmælið með systrum mínum og vinkonum. Við höfum ákveðið að fara svolítið út á lífið, ætlum á veitingastaðinn Sæta svínið sem er í miðbænum og skemmta okkur við karaoke.“ Heima í sófa Erla Sylvía með Hildi Líf, Guðjóni Inga og Rakel Líf. Karaoke í kvöld – á Sæta svíninu Erla Sylvía Guðjónsdóttir er fertug í dag K ristjóna Þórðardóttir (Jóna á Laxamýri) fæddist í Reykjavík 24.10. 1938 og ólst þar upp: „Ég fæddist á Grundarstíg 11 en við áttum heima í Mjóstrætinu þar sem faðir minn rak járnsmíðaverkstæði. Er ég var 12 ára fluttum við í Hólmgarðinn en þá var Bústaðahverfið að rísa. Ég er því eitt af frumbýlisbörnum hverfisins. Þar átti ég heima fram á fullorðinsár. Þarna var miklu minni byggð en í dag og nokkur kúabú og hænsnabú. Þótt ég hafi verið húsfreyja á Laxamýri er ég sjálf Sunnlendingur í húð og hár. Ég var mikið í sveit á sumrin, t.d. á Urriðafossi við Þjórsá í þrjú sumur, og síðan í Grímsnes- inu, í Björk í eitt sumar, tvö sumur í Miðengi og auk þess oft á Snæ- foksstöðum í fríum. Á öllum þessum bæjum var gott að vera hjá góðu fólki.“ Kristjóna var í Miðbæjarskólan- um, útskrifaðist úr Kvennaskólan- um, stundaði nám við Bankaskól- ann og var í Húsmæðraskóla í Þelamörk í Noregi í hálft ár. Kristjóna vann á skrifstofu Tím- ans í þrjú ár og starfaði síðan við Útvegsbankann í nokkur ár. Þegar hér var komið sögu kynnt- ist Kristjóna eiginmanni sínum, bóndasyni að norðan, og árið 1962 flutti hún norður að Laxamýri í Suður-Þingeyjarsýslu og var þar síðan húsfreyja: „Ég get varla sagt að ég hafi komið norður yfir heiðar áður en ég flutti að Laxamýri og átti engin skyldmenni á Norður- landi. En ég var vön sveitastörfum og fljót að aðlagast nýju umhverfi.“ Jóna Þórðardóttir, fv. húsfreyja á Laxamýri – 80 ára Stór hópur Jóna á Laxamýri með börnum sínum og öðrum nánustu ættingjum í afmælisveislunni um daginn. Félagslynd húsfreyja á víðfrægu stórbýli Með börnunum Sveinbjörg, Halla Bergþóra, Jón Helgi og Jóna. Óttar Möller, fyrrverandi forstjóri Eimskipafélags Íslands, er hundrað ára í dag. Árnað heilla 100 áraReykjavík Jóna Maren fæddist 21. júní 2018. Hún vó 2.930 g og var 47 cm að lengd. Foreldrar hennar eru Erna Jóna Guðmundsdóttir og Sindri Þór Kárason. Nýr borgari Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.