Morgunblaðið - 24.10.2018, Síða 27
Laxamýri hefur lengi verið ein
stærsta jörð landsins. Þar er bland-
aður búskapur, mikil hlunnindi af
laxveiði, æðarvarpi og reka, ætíð
gestkvæmt og mörg börn til sumar-
dvalar þar á árum áður.
Auk annasamra bústarfa hús-
freyju á stóru býli starfaði Krist-
jóna utan heimilis eftir að börnin
fóru að stálpast, var ritari slátur-
hússtjórans á Húsavík í 15 haust og
starfaði á skrifstofu Manwille sem
sá um sölu á kísilgúr og sinnti al-
mennum störfum við Hótel Húsavík
í nokkur ár.
Kristjóna gekk í Rauða krossinn
í Reykjavík er hún var 18 ára, hef-
ur verið í Rauðakrossdeildinni á
Húsavík frá 1974 og var formaður
hennar í rúm fjögur ár. Hún hefur
alla tíð verið mikil kvenréttinda-
kona, gekk í Kvenfélag Reykja-
hrepps, sat í stjórn þess og var for-
maður þess, sat í stjórn Kven-
félagasambands Suður-Þingeyinga
og Kvenfélagasambands Íslands í
nokkur ár og sat í barnaverndar-
nefnd hreppsins.
Fjölskylda
Eiginmaður Kristjónu var Björn
Gunnar Jónsson, f. á Laxamýri 4.2.
1933, d. 1.1. 1997, bóndi á Laxa-
mýri. Hann var sonur Jóns Helga
Þorbergssonar, f. 31.7. 1882, d. 5.1.
1979, stórbónda á Bessastöðum á
Álftanesi og síðar á Laxamýri, og
k.h., Elínar Vigfúsdóttur, f. 29.9.
1891, d. 22.8. 1986, húsfreyju, frá
Gullberastöðum í Lundarreykjadal.
Börn Kristjónu og Björns Gunn-
ars eru: 1) Sveinbjörg, f. 15.3. 1963,
leikskólakennari í Kópavogi, búsett
í Mosfellsbæ en maður hennar er
Helgi Hróðmarsson viðskiptafræð-
ingur og eru dætur þeirra Svava
Guðrún, f. 1992, og Birna Kristín, f.
1996; 2) Jón Helgi, f. 26.7. 1966, for-
stjóri Heilbrigðisstofnunar Norður-
lands og bóndi á Laxamýri en kona
hans er Ingibjörg Sigurjónsdóttir
sálfræðingur og eru börn þeirra
Björn Gunnar, f. 2002, og Sjöfn
Hulda, f. 2005; 3) Halla Bergþóra, f.
16.7. 1969, lögreglustjóri Norður-
lands eystra, búsett á Akureyri, en
maður hennar er Kjartan Jónsson
rafmagnsiðnfræðingur og eru börn
þeirra Jón, f. 2003, og Jóna Birna,
f. 2006. Tvö önnur barnabörn Krist-
jónu og Björns Gunnars eru Jón
Helgi, f. 12.4. 1990, og Freydís
Björk, f. 4.10. 1994, börn Elínar
Margrétar Hallgrímsdóttur og
Kjartans Helgasonar, en Elín Mar-
grét ólst upp hjá afa sínum og
ömmu á Laxamýri.
Bræður Kristjónu: Reynir, f.
31.10. 1929, d. 18.8. 2016, húsasmið-
ur í Reykjavík; Halldór, f. 6.12.
1931, d. 26.1. 1998, leigubifreiða-
stjóri í Reykjavík; Þórir, f. 26.8.
1933, d. 11.6. 2017, leigubifreiða-
stjóri í Reykjavík, og Magnús, f.
7.7. 1940, húsasmiður og fv. mats-
maður í Reykjavík.
Foreldrar Kristjónu voru Þórður
Jóhannesson, f. 6.7. 1904, d. 7.3.
1959, járnsmiður í Reykjavík, og
k.h., Sveinbjörg Halldórsdóttir, f.
10.11. 1901, d. 25.2. 1992, húsfreyja
í Reykjavík.
Kristjóna Þórðardóttir
Katrín Sigurðardóttir
húsfreyja á Ásmundarstöðum
Jósef Ísleifsson
b. á Ásmundarstöðum í Holtum
Þórdís Jósefsdóttir
húsfreyja í Sauðholti
Halldór Halldórsson
b. í Sauðholti í Holtum
Sesselja Katrín Ásgrímsdóttir
húsfreyja í Sauðholti
Halldór Tómasson
b. í Sauðholti, bróðursonur Þórðar, langafa Helgu, móður Benedikts
hrl., Einars fv. forstjóra og Ingimundar arkitekts Sveinssona
Einar
Gunnarsson
fiskmatsm.
á Ísafirði
Jónína
Einarsdóttir
húsfreyja í
Flatey
Sveinbjörg Guðríður
M. Haraldsdóttir
húsfreyja í
Vancouver í Kanada
Bjarni V.
Tryggvason
verkfr. og
geimfari
Gunnar
Tómasson
b. í
Sauðholti
Þórir Þórðarson
leigubílstjóri í Rvík
Þórir Þórisson
markaðsstjóri
hjá Innnes
Þórunn Reynisdóttir
framkvæmdastjóri í
ferðaþjónustu
Reynir
Þórðarson
smiður í Rvík
Kristín
Halldórsdóttir
fatahönnuður
Halldór Þórðarson
leigubílstjóri í Rvík
Þórður
Magnússon
verkfræðingur
í Rvík
Magnús Þórðarson
smiður og
matsmaður í Rvík
Úr frændgarði Kristjónu Þórðardóttur
Kristján Jónsson
landpóstur á Eskifirði
Guðríður Filippusdóttir
húsfreyja í Vétleifsholti
Jón Pétursson
b. í Vétleifsholti í Holtum
Kristgerður Jónsdóttir
húsfreyja á Egilsstöðum í
Flóa og í Rvík
Jóhannes Þórðarson
b. á Egilsstöðum í Flóa og trésmiður í Rvík
Sesselja Magnúsdóttir
húsfreyja á Egilsstöðum
Þórður Guðnason
b. á Egilsstöðum
Þórður Jóhannesson
járnsmiður í Rvík
Sveinbjörg Halldórsdóttir
húsfreyja í Rvík
Aðalsteinn
Aðalsteinsson
knattspyrnu-
kempa og
þjálfari
Þorbergur
Aðalsteinsson
handbolta-
kempa og
þjálfari
Aðalsteinn
Jón Þorbergs-
son pípu-
lagningam. í
Rvík
Ingibjörg
Halldórs-
dóttir
húsfreyja
í Rvík
Úlfar Jónsson
kylfingur
Halldór
Halldórsson
starfsm. á
Keflavíkur
flugvelli
Jón
Halldórsson
starfsm. á
Keflavíkur
flugvelli
ÍSLENDINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 2018
EFNAVARA FRÁ VWR
Fastus hefur nú hafið innflutning og sölu á efnavöru frá VWR.
Efnavörurnar frá VWR samanstanda af þeirra eigin framleiðslu sem býðst
nú á einstaklega góðu verði, ásamt efnavöru frá J.T.Baker, Honeywell,
Alfa Aesar og Acros Organics.
Verið velkomin í verslun okkar
Opið virka daga kl. 8:30–17:00
Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is
fastus.is
Jakobína Johnson fæddist áHólmavaði i Aðaldal í Suður-Þingeyjarsýslu 24.10. 1883.
Hún var dóttir Sigurbjarnar Jó-
hannssonar, bónda og skálds á Fóta-
skinni og Hólmavaði sem þótti með
betri skáldum Þingeyinga á sinni tíð,
og Kristbjargar Kristjánsdóttur hús-
freyju.
Jakobína flutti fimm ára vestur um
haf með fjölskyldu sinni og var síðan
búsett í Kanada og Bandaríkjunum.
Hún ólst upp í Argyle í Manitoba,
lauk kennaraprófi árið 1904 og var
síðan kennari í nokkur ár.
Jakobína giftist íslenskum manni
af austfirskum ættum, Ísak Jónssyni.
Hún var húsfreyja í Winnipeg í Mani-
toba og Victoria á Vancouvereyju i
British Columbia í Kanada en lengst
af voru þau hjónin búsett í Seattle í
Washingtonríki í Bandaríkjunum eða
frá 1909.
Eftir Jakobínu birtist töluvert af
frumsömdu efni og þýðingum í vest-
uríslenskum blöðum og tímaritum.
Hún sendi frá sér ljóðabókina Kerta-
ljós 1939 og barnaljóðabókina Sá ég
svani 1942, en heildarútgáfa ljóða
hennar, Kertaljós, kom út 1955. Þá
gaf hún út þýðingasafnið Northern
Lights 1959.
Jakobina þýddi töluvert íslenskra
bókmennta á ensku, s.s. leikritin
Lénharð fógeta eftir Einar H. Kvar-
an; Nýársnóttina eftir Indriða Ein-
arsson og Galdra-Loft eftir Jóhann
Sigurjónsson. Þá þýddi hún fjölda ís-
lenskra ljóða sem m.a. birtust í safn-
ritinu Icelandic Lyrics, Icelandic
Poems and Stories, og í 20th Century
Scandinavian Poetry og Northen
Lights.
Jakobínu var boðið til Íslands sum-
arið 1935 í viðurkenningarskyni fyrir
kynningu hennar á Íslandi og ís-
lenskum bókmenntum vestanhafs.
Hún ferðaðist víða um landið, m.a. á
bernskuslóðir sínar í Þingeyjarsýslu,
dvaldi í Reykjavík og á Akureyri og
las upp úr ljóðum sínum á þessum
tveimur stöðum. Áður en hún hélt
aftur utan var henni haldið veglegt
og fjölmennt kveðjuhóf í Reykjavík.
Jakobína lést hinn 7.7. 1977.
Merkir Íslendingar
Jakobína
Johnson
90 ára
Óðinn Rögnvaldsson
85 ára
Guðbrandur Þórðarson
Helga Karlsdóttir
Jón Baldvinsson
Sigrún Halldórsdóttir
Unnur Einarsdóttir
80 ára
Kristjóna Þórðardóttir
Sigríður Sigurðardóttir
Þórður Þorsteinsson
75 ára
Birna Halldórsdóttir
Jóna Berg Garðarsdóttir
Kristjana Sigurðardóttir
Sigríður H.
Sigurbjörnsdóttir
70 ára
Erlingur Þorsteinsson
Guðný Hallgrímsdóttir
Halldór Þórður Ólafsson
60 ára
Heba Gunnrún
Haraldsdóttir
Jakob Geir Kolbeinsson
Jens Valur Ólason
Magnús G. Gunnarsson
Oktavía Jóhannesdóttir
Þorsteinn G. Hjartarson
50 ára
Einar Þór Skarphéðinsson
Elísabet Iðunn Einarsdóttir
Fjóla Karlsdóttir
Jóhann Örn Ingvason
Jónas Magnússon
Jónína Kristín
Magnúsdóttir
Kristinn Þór Skjaldarson
Mihai-Marian Clont
Sigríður Guðbrandsdóttir
Sigrún Gunnarsdóttir
Sigrún Karlsdóttir
Soffía Jónsdóttir
Soffía S. Sigurgeirsdóttir
Viðar Karlsson
40 ára
Bragi Höskuldsson
Erla Sylvía Guðjónsdóttir
Ewelina Nowacka
Ingunn Ragna Sævarsdóttir
Ísabella Theodórsdóttir
Katarzyna Niznik
Leszek Jan Kopacki
Lilja Dögg Gunnarsdóttir
Sigríður Dagný
Guðjónsdóttir
Sigrún Svanhvít
Óskarsdóttir
Sindri Örn Garðarsson
Telma Kjaran
Warsha Singh
Þórarinn Möller
Ögmundur Jónsson
30 ára
Anna Gréta Oddsdóttir
Arvydas Zakarauskas
Ása Dís Kristjánsdóttir
Bjarni Tryggvason
Jóhannes Jóhannesson
Linda María Karlsdóttir
Marcin Kabala
Olav Sommerset Risdal
Ólafur Vignir Þórarinsson
Sigvaldi Örn Gústavsson
Sveinn Óli Friðriksson
Til hamingju með daginn
30 ára Linda ólst upp í
Reykjavík, býr þar, lauk
stúdentsprófi frá Borgar-
holtsskóla og vinnur hjá
Esju gæðafæði.
Maki: Úlfur Orri Péturs-
son, f. 1987, rafvirki.
Dóttir: Alma Þóra Úlfs-
dóttir, f. 2017.
Foreldrar: Kristín Karls-
dóttir, f. 1953, starfs-
maður hjá Prentsmiðjunni
Odda, og Karol Karlsson,
f. 1947, fv. sjómaður. Þau
búa í Reykjavík.
Linda María
Karlsdóttir
30 ára Jóhannes ólst upp
í Vestmannaeyjum, býr í
Reykjavík, lauk prófi sem
þyrluflugmaður frá Euro-
pean Helicopter Center í
Noregi og flýgur hjá
Gæslunni.
Maki: Abigail Jean Ró-
bertsdóttir, f. 1993, hjúkr-
unarfræðingur.
Foreldrar: Jóhannes Ósk-
arsson, f. 1940, rafvirki,
og Ásgerður Margrét Þor-
steinsdóttir, f. 1945, mat-
ráðskona.
Jóhannes
Jóhannesson
30 ára Anna Gréta ólst
upp í Reykjavík, býr þar,
lauk BSc-prófi í sálfræði
frá HÍ og er flugfreyja hjá
Wow air og jógakennari.
Maki: Fannar Guðmunds-
son, f. 1986, verkfræð-
ingur.
Foreldrar: Oddur Haf-
steinsson, f. 1965, ráð-
gjafi í upplýsingaöryggi í
Tjarnabyggð og Jóna
Guðný Jónsdóttir, f. 1966,
afgreiðslustjóri Póstsins á
Siglufirði.
Anna Gréta
Oddsdóttir
Hægt er að
sendamynd og texta
af nýjum borgara eða
brúðhjónum af slóðinni
mbl.is/islendingar
eða á netfangið
islendingar@mbl.is