Morgunblaðið - 24.10.2018, Page 36

Morgunblaðið - 24.10.2018, Page 36
TÍMINN VINNUR MEÐ FLUGKORTINU Hjá blómlegum fyrirtækjum eru starfsmenn gjarnan á ferð og flugi. Með sérstökum afsláttar- kjörum á flugi eykur Flugkortið hagkvæmni í rekstri og tryggir lægri ferðakostnað starfsmanna. Skerðu niður ferðakostnaðinn innanlands Tryggðu fyrirtækinu þínu Flugkortið á airicelandconnect.is Skuggakvartett saxófónleikarans Sigurðar Flosasonar kemur fram á tónleikum djassklúbbsins Múlans á Björtuloftum í Hörpu í kvöld kl. 21 og flytur tónlist á mörkum djass og blús af fyrri plötum Sigurðar í þeim stíl, þ.e. Bláum skuggum, Bláu ljósi og Bláu lífi. Einnig verða flutt ný lög í sama stíl. Með Sigurði koma fram gítarleikarinn Andrés Þór Gunn- laugsson, Þórir Baldursson á hammondorgel og Jóhann Hjör- leifsson sem leikur á trommur. Skuggakvartett á Björtuloftum MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 297. DAGUR ÁRSINS 2018 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 641 kr. Áskrift 6.960 kr. Helgaráskrift 4.346 kr. PDF á mbl.is 6.173 kr. iPad-áskrift 6.173 kr. „Vegna þess hversu lítið við þekkj- um til Grikkjanna getur leikurinn verið okkur hættulegur. Rætt er um skyldusigur af okkar hálfu og þess háttar en sú er aldeilis ekki raunin að mínu mati,“ segir Arnór Þór Gunnarsson, landsliðsmaður í handknattleik, um leikinn við Grikki í Laugardalshöll í kvöld í undan- keppni EM 2020. »1 Hættulegur leikur við Grikki í kvöld ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM Þýska knattspyrnuliðið Augsburg virðist geta stólað á að Alfreð Finnbogason skori í öðrum hverj- um leik að jafnaði og biðin á milli marka því með stysta móti. Alfreð hefur nú skorað 26 mörk í 52 leikjum fyrir Augsburg og á ferlinum í heild sinni er hann með ennþá betra hlutfall á milli marka og leikja. Farið er ítar- lega yfir markaskor Alfreðs og feril í íþrótta- blaðinu í dag. »4 Stóla á að Alfreð skori í öðrum hverjum leik Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Íslenska quidditch-liðið Reykjavík Ragnarök keppti um helgina á Norðurlandamótinu í quidditch. Íþróttin á rætur að rekja til hinnar geysivinsælu bókaraðar um Harry Potter en íþróttin sjálf er þó ögn frábrugðin því sem finnst í bók- unum. „Þetta gekk framar öllum von- um. Ísland hafði aldrei unnið quidditch-leik fyrir þetta mót þann- ig að okkur var spáð neðstu sæt- unum og sagt fyrir Kaupmanna- hafnarleikinn að þetta yrði fínn leikur fyrir okkur, liðin væru svip- uð. Þannig fórum við langt fram úr væntingum strax í fyrsta leik,“ sagði Sigurður Skúli Sigurgeirsson, þjálfari liðsins, eftir mótið en lið Reykjavíkur sigraði Copenhagen Harpies í fyrsta leiknum 170-40. Sigurður segir að lýsa megi quidditch-íþróttinni sem blöndu af handbolta, rugby og skotbolta. „Þú hefur fjórar stöður á vell- inum. „Chaserar“ eða sóknarmenn reyna að skora, svo ertu með markmenn sem kallast „keepers“ og tvo „beatera“, sem eru helstu varnarmennirnir, og þeir spila skotbolta. Það virkar þannig að ef þú skýtur í einhvern þá er hann úr leik í 10 mínútur. Svo ertu með „seekerana“, það sem Harry Potter var, en þeir reyna að ná gullnu eld- ingunni,“ segir Sigurður en gullna eldingin í íþróttaútgáfunni af quidditch er dómari sem klæðist gulu með sokk hangandi aftan úr sér. Fjöldi sigurleikja í fyrsta sinn Hver leikur stendur í 18 mínútur og reynir hvort lið að skora meira en hitt en eftir 18 mínútur kemur gullna eldingin inn á og leikurinn endar þegar annað hvort liðið nær sokknum af henni og fær 30 stig fyrir. Sigurður segir að leikirnir séu á bilinu 20 til 30 mínútur í heild. „Það var glæsilegt að sjá hvað liðið bætti sig rosalega. Við fórum á HM í sumar og okkur var slátrað þar. Núna var gaman að sjá framfarirnar, sérstaklega í tækling- unum; þau negldu fólk bara í jörð- ina og það var frábært að sjá.“ Lið Reykjavíkur tapaði seinni leik sínum á móti reyndu liði Norð- manna úr Þrándheimi en vann sænska liðið frá Uppsölum örugg- lega, 120-60. Á öðrum keppnisdegi tapaði liðið fyrir quidditch-liði Ár- ósa og þurfti því að keppa um 5. til 8. sæti. Með sannfærandi sigri á finnska liðinu frá Helsinki og gestaliðinu frá Hamborg í Þýska- landi tryggði íslenska liðið sér 5. sætið á mótinu af 11 liðum. Ljósmynd/Reykjavík Ragnarök Reykjavík Ragnarök Níu manns fóru út með liðinu að keppa um helgina en um 15 æfa að staðaldri. Mikil bæting hjá quidd- itch-liði Reykjavíkur  Liðið endaði í 5. sæti á Norðurlandamótinu um helgina

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.